Morgunblaðið - 23.10.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.10.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1994 B 9 M A N N LÍFSSTRAU MAR Lind efri áranna Aldurslindin mætti kalla nýjustu bók Bettyar Friedan „Fountain of Age“. Á sama hátt og hún fyrir 30 árum var leiðandi í kvennabyltingunni gegn þröngsýnum hefðum og í fararbroddi rithöfunda sem breyttu viðhorfum, þá gerir hún nú það sama fyrir aldraðar konur og karla með svipaðar vænting- ar, að vera einstaklingur, „við“ en ekki „það“, eins og hún seg- ir. í mörg ár hefur hún skoðað viðhorfin í samfélaginu til aldr- aðra og áunnin viðhorf þeirra sjálfra til samræmis. Sem að lík- um lætur gagnrýnir hún margar af þeim hefðbundnu klisjum sem færðar hafa verið yfir á „hóp“ aldraðra, nánast sjálfkrafa um leið og þeim fjölgar. Sem há- skólakennari hef- ur hún ómældan aðgang að rann- sóknum, fyrir- lestrum og skrif- um og ferðast langar leiðir til að hitta fólk. Heim- ildasafnið sem að ‘ baki liggur með tilvísunum í kann- anir og rannsókn- ir er svo mikið að bókin verður 600 blaðsíður að lengd og ég verð að játa að ég er ekki búin að lesa hana alla. Drep samt á atriði sem hún vekur athygli á til um- hugsunar. Betty Friedan 'sýnir fram á að fyrri hugmyndir um „skelfilega líf- fræðilega hnignun aldraðra" séu úreltar. Athygli og áhugi fræð- inga hafi í fyrstu mest beinst að sjúkdómum aldraðra, einkum rannsóknum inni á hjúkrunar- heimilum fyrir aldraða. Niður- stöðum svo skellt á hinn breiða aldurshóp. Þótt vitað sé að Alz- heimer-sjúkdómurinn og slík hrörun nái ekki til nema 5% aldr- aðra, þá séu allar ráðstefnur og fyrirlestrasalir troðfullir þegar það er til umræðu, en fámennt þar sem ijallað er um aðrar hlið- ar öldrunar. Nú hefur fólk úr heilbrigðisstéttum og öldrunar- fræðum, sem veitt hefur Betty hlutdeild í þekkingu sinni, haldið inn á „nýjar lendur" þar sem lit- ið er á aldur sem nýtt lífsskeið þar sem möguleikar til áfram- haldandi grósku halda áfram. Ekki stöðnun, bara á allt öðrum forsendum. Margir þættir kunna áður að hafa skyggt á þessa möguleika: nýjabrumið af leng- ingu mannsævinnar, afskrifun á aldri í samfélagi sem lofsyngur æskuna og notkun mælitækja sem hönnuð eru til að mæla getu ungs fólks. Það er þetta með mælitækin, sem maður sér raunar allt í kring um sig - þegar búið er að benda á það. Líffræðilega er sagt að fólki byiji að hnigna eftir tvítugt og það er einmitt blómatíminn upp úr því sem orðið hefur við- miðunin, sem fólk mælir sig alla ævi við og samfélagið mælir það við. Konur strekkja við að vera „ungar“, lita á sér hárið og remb- ast við að vera grannar og halda líkamsvexti og hörundi þrítugs- aldursins fram í rauðan dauðan. Hrósið sem þær sækjast eftir og fá er: Þú ert svo ungleg, alveg eins og ung stúlka! Og karlarnir rembast við líkamlega áreynslu í íþróttum í kappi við þá ungu og reyna svo gjarnan að yngja upp hjá sér, eignast ung börn til að sannfæra sig og aðra um að þeir hafi enn frjósemisgetu unga mannsins. En svo kemur samt að endimörkum þess- arar samkeppni og þá verður áfallið. Um 65-70 ára aldur er fólk neytt til að draga sig í hlé, ef ekki með valdi þá þrýstingi samfélagsins. Konurnar eru áður komnar úr móðurhlutverkinu, sem þær mældu sig með. Kannski stafar þetta að hluta af því að fyrir fáum áratugum var meðalaldurinn ekki nema 56 ár og samfélagið ekki í siðum og viðhorfum búið að átta sig á þessu nýja skeiði mannsævinnar. Mælitækið sem aldraðir eru mældir á, er semsagt rangt og úrelt. Betty bendir á með dæm- um og könnunum að verið er að mæla getu aldraðra með spurn- ingum á minnisatriðum, sem er aðall fólks um og fyrir tvítugt, sem þá er líka í þjálfun í slíku í skólunum. Ártöl og nöfn eru minnisatriði sem ungir eru bestir í, en aldraðir gleyma. Þó vísar Betty í könnun, þar sem hópur aldraðra var þjálfaður í að læra minnisatriði eins og í skóla og síðan borinn saman við annan hóp jafningja og kom í ljós að eftir æfinguna stóðu þeir sig með ágætum. Þjálfun hafi því sitt að segja. En nýrri kannanir sýna líka að þeir hafa annars konar þroska og ályktunarhæfni, sem hefur byggst upp í reynsluheimi á langri ævi. Þótt þetta sé nú að verða mörgum ljóst, þá er enn verið að nota þetta gamla ungra- mælitæki að muna staðreyndir og það í hvelli. Það er gert hér þegar fólk kemur veikt á spítala og ekki upp á sitt besta og keyr- ir sjálfsálitið niður úr öllu. Minn- isatriðakeppni aldraðra segir Betty ungdómssport, en þá ætti að mæla með allt annarri mæli- stiku. Betty Friedan bendir með dæmum og rannsóknum á fjölda marga aðra þætti, sem ég kem kannski seinna að. En í bókartitl- inum líkir hún aldrinum við lind, sem hún sannfærir okkur um að ekki sé þorrnuð við ákveðið ald- ursskeið, og hægt sé að ausa af annars konar þroska og þróun en í æsku. Það þykir nú mikið rannsóknarefni. Öldungar eru nú svo nýtt fyr- irbrigði í heiminum, nema stöku undantekningar, að menn eru að byija að átta sig á möguleikum þeirra. Þessvegna láta aldraðir nú, eins og konurnar fyrir kvennabyltinguna, sig hverfa afsakandi af sjónarsviðinu. Eitt af því forvitnilega er að enn botn- ar enginn í því af hveiju bilið milli lífaldurs kvenna og karla, sem var sáralítið, er nú alltaf að lengjast. Af hverju endast konur í nútíma samfélagi svo miklu betur? Gárur eftir Elínu Pálmadóttur SAGNFRÆÐI/DtfWf) hvítþveginn engilleda... Fjallið ætlaði aldrei að koma tilMúhameðs ALLIR hafa heyrt um ameríska drauminn. Kofinn breyttist í marmara- byggingu, fátæklingurinn í auðkýfing, fatalarfarnir hverfa og við tek- ur líf í smóking. Er það nú draumur, segir siðmenntaður Evrópubú- inn, og lætur vaða á súðum um grunnhyggna Kana, yfírborðsmennsku þeirra og sífelldan belging. Dýptin í sálarlífi þessara afkomenda May- flower-faranna sem stofnuðu fyrstu varanlegu nýlendu hvítra manna í Nýja heiminum árið 1620 er náttúrulega engin, segir alvarlegur íbúi gamla heimsins. Þessir menn eiga engar hefðir, ekkert aðalsfólk og varla neina sögu aumingjarnir sem varla er von þegar horft er til ald- urs landnáms þeirra. Og niðurstaðan verður: Kaninn reynir að bæta sér upp fátækleg sögu sína með því að láta stórlega yfir sér, sperra sig og reigja. Af bessari rót er bandaríski draumurinn runninn, segir vel þroskaður Evrópubúinn um leið og hann þykist sópa veraldar- hyggju frænda eins vestra út af borðinu. En skelfing er þetta mikil sjálfs- blekking. Draumur hins vest- ræna manns er ekki fyrst og fremst um meiri peninga, og svo enn meiri peninga, heldur um að skara fram úr og þann draum höfum við öll, svo mikið get- ur sagan kennt okkur. Stöldrum augnablik við í nútímanum og spyijum okkur hvað einkenni kvikmyndir frá Hollywood, einu bíómyndirnar sem allur fjöldinn nennir að hoffa á (Evrópubúar meðtaldir). Kjarna- atriði er um klárasta dráparann, besta slagsmálahundinn, flinkasta klifrarann, hæfileikaríkasta skautamanninn. Rocky þreytist á því að beija steindauða kjöt- skrokka og snýr sér að því að lumbra á heimsmeistaranum í hnefaleikum. Bróðir hans Rambó (eða eru þeir frændur) fer hamför- um við að drepa mann og annan og svona mætti halda áfram upp- talningunni þar til allir væru orðn- ir löngu uppgefnir á þessum pistla- höfundi og sjálft Morgunblaðið svo stútfullt af tilvísunum í bíómyndir að þar væri ekki lengur neitt pláss fyrir auglýsingar - og greinarhöf- undur yrði að bíta í það súra epli að fá ekkert greitt. Mergurinn málsins er að við meðaljónarnir dáum ofurmennið og viljum ekkert frekar en að setjast á bekkinn hjá því. Af þessari ástæðu hrífumst við af Hollywood- bíóinu. í hreinskilni veraldarhyggju sinni hefur Kaninn horfst í augu við þrá okkar eftir því besta í mann- inum og gert sér hana að féþúfu. Amerísíd draumurinn er metnaður- inn til að standa sig, maðurinn verð- ur ekkert af guðsnáð, jafnvel Krist- ján Jóhannsson varð að færa fórnir til að verða það sem hann er í dag, snillingur meðal snillinga. Ameríski draumurinn er undirstrikun þeirrar staðreyndar að enginn verður mik- ill af því einu að sitja með hendur í skauti. Þessu höfum við íslendingar reynt að gleyma. Til dæmis hafa fæstir þingmanna okkar farið á þing vegna metnaðar, þeir hafa aðeins flækst þangað inn vegna fjölda áskorana. (Ég held svei mér þá að Tómas Ingi Olrich sé eini núverandi þingmaður íslendinga er þorir að viðurkenna að það var metnaður og áhugi er rak hann áfram til framboðs en ekki fjöldi grámanna er nuðaði í honum dag- inn út og inn að gefa kost á sér líkt og var raunin með einn áhrifa- mesta þing- mann íslend- inga eftir stríð, Stein- grím Her- mannsson, ef marka má orð hans sjálfs.) Auðvitað er þetta ekkert annað en yfir- borðs- mennska, sitjandi kráka sveltur og „sá hefir krás er krefr“. Það er hrein þvæla að fjallið komi til Múhameðs, sagan kennir okkur svo ekki verður um villst að hversu sárfættur sem Múhameð verður þá flögrar ekki að fjallinu að hreyfa sig. En átrúnaður okkar á afburða- manninn gerir kröfu um að hann sitji og bíði, hann þarf ekki að þroska hæfileika sína, gen hans eru gáfaðri en annarra manna, hönd hans hagari, röddin sterkari, kraftarnir meiri. Við horfum á sigrana en ekki svitann og tárin sem þeir kostuðu. Hann fékk hæfi- leikana í vöggugjöf, segjum við og kaupum miða í lottó. Þessi öfugsnúna aðdáun okkar á afburðamanninum ýtir hressilega undir þá tilhiíeigingu okkar Jón- anna að vilja sjá söguna eins og í svart-hvítu sjónvarpi. Látnir verða að djöflum eða dýrlingum. Allir mega og eiga að tala illa um Geng- is Khan, Hitler og nú síðast Stalín (í svipinn man ég ekki eftir neinum íslenskum stallbróður þessara þriggja, mig rámar þó í einhvern Mörð aftan úr grárri fomeskju er allir virðast eiga að tala illa um). í hinum flokknum eru allir látnir íslendingar (að undanskildum þess- um Merði). Við Akureyringar, já og íslendingar allir, hefjum Davíð Stefánsson upp á sta.ll, og það vissu- lega verðskuldað, en þar fyrir þurf- um við ekki að gera hann að ein- stöku ljúfmenni sem hann vissulega ekki var. Þó að hann hafi stundum verið viðskotaillur við börn er komu á Amtsbókasafnið til hans að fá bækur þá gerir hann það ekki að neitt síðra skáldi eða verri manni í mínum augum, mér finnst reyndar fúllyndi hans við bömin vel skiljan- legt þó vissulega megi velta fyrir sér hvort hann hafi verið í réttu starfi. Af erlendum sálubræðrum Dav- íðs í heilagleiknum er Gandhi einna þekktastur. Sir Richard Attenbor- ough minntist ekkert á það í mynd sinni að dýrlingurinn Gandhi bauð sig fram til þjónustu í þremur styij- öldum; Búastríðinu, stríðinu gegn Zúlúmönnum í Afríku og Fyrri heimsstyijöldinni (hann fékk þó aldrei tækifæri til að taka þátt í heimsstyijöldinni, bijósthimnu- bólga kom í veg fyrir það). Það var heldur ekkert minnst á fyrirlitningu Gandhis á nútímalæknavísindum er varð til þess að hann neitaði konu sinni um pensilínsprautur bre- skra lækna þegar hún veiktist af lungnabólgu. Konan dó. Gandhi var þó ekki meiri ofstækismaður á þessu sviði en svo að þegar hann sjálfur veiktist af malaríu þáði hann kínin hjá læknunum og þegar liann fékk botnlanga-kast féllst hann á að leggjast undir hnífinn. Þetta er martröð sagnfræðings- ins. Við viðurkennum einfaldlega ekki að maðurinn er breyskur. Við heimtum skiptingu mannkyns í dýrlinga og illmenni; annaðhvort eru menn vængjaðir englar eða fallnir englar. Ekkert er til þar á milli. eftir Jón Hioltoson MERGURINN málsins er að við meðaljónarnir dáum ofurmennið og af þeirri ástæðu hrífumst við af Hoilywood-bíóinu. UMSOKNIR Húsnæðisnefnd Reykjavíkur óskar eftir umsóknum um kaup á 320 nýjum og eldri félagslegum eignaríbúðum sem koma til afhendingar fram á haustið 1996. Ennfremur er óskað eftir umsóknum um 60 nýjar félagslegar kaupleiguíbúðir sem afhentar verða á sama tíma. Um ráðstöfun, verð og greiðsluskilmála þessara íbúða gilda lög nr. 97/1993. Umsóknareyðubiöð verða afhent á skrifstofu Húsnæðisnefndat Reykjavíkur, Suðurandsbraut 30, og verða þar einnig veittar allar almennar upplýsingar. Skrifstofan er opin mánudaga til föstudaga kl. 9 -16. Umsóknum skal skila eigi síðar en 19. nóvember 1994. Húsnæðisnefnd Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.