Morgunblaðið - 23.10.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.10.1994, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Skemmtilegar Kolrössur Þrír heimar Bubba í LIÐINNI viku kom út breiðskífa Bubba Morthens þar sem víða er komið við í tónlist ogtextum. Platan heitir Þrír heimar og á vís- ast eftir að vekja eftirtekt meðal annars fyrir það Bubbi bregður fyrir í tveimur lögum. Bubbi segir að upprunaleg hugmynd hans hafi verið fá reggístjörnuna Jimmy Cliff til að vinna plöt- una með honum og þá að taka hana upp á Jamaíka. Þegar spurst var fyrir um upptökuaðstæður í Kingston kom aftur á móti í ljós að þar er upplausnarástand og ákvað Bubbi að leita ráða hjá Christian Falk. „Falk sagði mér að fara alls ekki til Jamaíka, ég gæti eins tekið upp reggíplötu í Lund- únum eða Stokkhólmi, þar væri fullt af snjöllum reggí- tónlistarmönnum. Á endan- um stakk hann svo upp á því að hann yrði ráðinn í verkið enda langaði hann að koma til íslands aftur, og bauðst til að vinna fyrir mun minna en hann tekur venju- lega, með því skilyrði að Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Rappari Bubbi Moithens rappar um íslenskuna. platan yrði ekki gefin út ut- an íslands og að hann fengi Eyþór Gunnarsson til að vinna með okkur. Ég vildi hafa á plötunni blöndu af rappi og reggíi, en Christian var svo ánægð- ur með laglínurnar að hann sagði að ekki kæmi til greina • að fara að skemma þær með því að rappa lögin; við þyrft- um að finna nýja leið að rappinu. Ég þurfti því að endursmíða textana til að finna taktinn í íslenskunni og sat sveittur fram á nætur að tryggja að hvert orð og hver lína passaði. Þetta er miklu erfiðara en að semja texta fyrir venjulegt popplag og þess vegna held ég að enginn hafi náð tökum á því hér heima að rappa á ís- lensku — þeir nenna ekki að glíma við tungumálið." DÆGURTÓNLIST Hvert stefnirBong? Margir hljómar HELSTA kvennasveit lands- ins er Kolrassa krókríðandi, sem vakti mikla athygli fyrir tveimur árum. Síðan hefur verið heldur hljótt um sveit- ina og margur talið Kolröss- úr af. Það er þó öðru nær og sönnun þess er breiðskífa sveitarinnar sem Smekk- leysa gefur út á næstu dög- um. Kolrössur segjast hafa verið að spá í breið- skífu á síðasta ári, þegar trymbill sveitarinnar hætti. Það setti þær út af sporinu, en nýr trommari gekk til liðs við sveitina og síðan gítar- leikari. Þær segja að þriðj- ungur plötunnar sé afgang- ur frá síðasta ari, en mjög breyttur, enda hafi sveitin breyst mikið. „Tónlistars- mekkur okkar hefur allur víkkað og við höfum nú gam- an af nánast allri tónlist. Kalli trommuleikari bar með sér vissa strauma, en við fundum það líka að við vor- um við það að staðna.“ Þær segja að þróunin sé í átt að léttari tónlist, en þó sé sumt þyngra en var, „ann- ars er ferlega leiðinlegt að setja merkimiða á það sem maður er að gera. Þetta er bara músíkin sem kom út úr okkur og einmitt það sem þjóðfélagið þarfnast í dag, skemmtileg tónlist. Við Suede snýr aftur SÍÐUSTU árhefurekki verið látið eins mikið með nokkra breska rokksveit og Suede, sem var tvímæla- laust hljómsveit ársins á síð- asta ári þar í landi. Tískan er þó fljót að breytast og fyrir nokkrum vikum var það mál manna að saga sveitarinnar væri öll. Suede er í flestu dæmi- gerð ensk gítarrokk- sveit og ber að nokkru ábyrgð á endurnýjun þeirrar eðlu hefðar í bresku poppi. Frumraunin seldist í bíl- förmum í Bretlandi, þó ekki hafi hún átt eins greiða leið að hjörtum plötukaupenda utan Bretlands, en þegar gítarleikari sveitarinnar og helsti lagasmiður, Bérnard Butler, sagði skilið við hana fyrir skemmstu áttu allir von á að dagar Suede væru taldir. Ekki voru Brett And- erson og félagar á sama máli, réðu nýjan gítarleik- ara og sendu frá sér breið- skífuna Dog Man Star, sem fengið hefur frábæra dóma, enda afbragðs skífa á ferð- inni. Það virðist því sem fregnir af andláti sveitar- innar séu stórlega ýktar og hún eigi eftir að halda velli lengi enn. BONG flokkurinn, sem er í raun bara þau Eyþór Arn- alds og Móeiður Júníusdóttir, hefur vakið athygli fyrir fjölbreytta danstónlist og margur hefur beðið eftir breið- skífu flokksins. Sú, sem heitir Release, ervæntanlegá næstu dögum, en til að kynna plötuna hefur flokkurinn margfaldast, því hann er orðinn fimm manna. Bong flokkurinn á sér langan aðdraganda, þó ekki hafi farið að heyr- ast frá honum að ráði fyrr en hljómsveit Eyþórs, Todmo- bile, lagði upp laup- ana á síð- asta ári og tími gafst í aðra iðju. Þau Ey- þór og og að þau vinna að eftir Árno Motthíosson Móeiður segja hafí byrjað að tónlist fyrir þremur árum og margar hugmyndir á plötunni séu orðnar það gamlar, þó þær hafi verið endurgerðar og -lífgaðar. Þau segjast reyndar hafa verið á meiri danslínu þeg- ar þau voru að byrja að setja saman lög og hafi þá nýtt sér velviljaða plötu- snúða á diskótekum til að fá að skjóta inn í heimatil- búnum lögum af snældum, til að þreifa fyrir sér. Eins og þau Bong-lög sem orðið hafa vinsæl bera glöggt vitni um hafa áherslur í tónlist þeirra breyst eitt- hvað og til að mynda er eftirminnilegt lag þar sem strengjasveit gaf taktinn. Þau taka undir að tónlist þeirra hafi þróast í átt að meiri laglínum en tíðkist í danstónlist, „með mörgum hljómum“ eins og Móeiður skýtur inn i, en þó sé hún dansvæn í meira lagi. Eyþór og Móeiður segj- ast ekki hafa séð fyrir sér að þau myndi setja saman breiðskífu fyrr en í vor að þau áttuðu sig á því hvað þau áttu til mörg lög og Eyþór segir að þau hafi séð að það væri komið að plötu, annars yrðu þau pirruð á lögunum, „það er ekki hægt að vera ófrískur endalaust". Lögin semja þau saman með hljómborð- um og trommuheilum og Eyþór segir að þegar að því koma að útsetja lögin hafi þau viljað fara aðra skemmtum okkur á æfing- um, þó að oft sé rifist, og tónleikum og sú skemmtun skilar sér á plötuna. Platan á eflaust eftir að koma þeim sem hana heyra á óvart og allir þeir sem heyrðu Drápu eiga eftir að verða mjög hissa. Við erum sömu persónurnar en það er ótrúlegur munur á að vera sautján eða nítján.“ Kolrössur hafa verið iðnað við að spila eftir að upptök- um lauk, en útgáfukonsert Kolrössu verður á fimmtu- dagskvöld í Þjóðleikhúskjall- aranum. Morgvnblaðifl/Svcrrir Frelsi Bong flokkurinn, Eyþór Arnalds, Guðmundur Jónsson, MóeiðurJúníusdóttir, Amar Ómarsson og Jakob Magnússon. leið en trommur-gítar- bassi og þannig gert mikið af því til að mynda að nota strengjahljóðfæri til að gefa taktinn. Þegar til stóð að fara að spila lögin á tónleikum til að kynna plötuna segjast þau hafa ákveðið að hafa hefð- bundna hljómsveit, enda skerði það frelsið að hafa allt á segulbandi; „það verður ekkert nýtt til á tónleikum nema þú sért að vinna með lifandi fólki“. Skemmtiiegt Kolrössu-kvintettinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.