Morgunblaðið - 23.10.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.10.1994, Blaðsíða 16
T : t 16 B SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER1994 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUAUGÍ YSINGAR Barngóð kona óskast Barngóð og áreiðanleg kona óskast á heimili í neðra Breiðholti til að gæta tveggja drengja, þriggja og fjögurra ára, og sinna léttum heim- ilisstörfum. Vinnutími kl. 9-13. Upplýsingar í síma 671830. Windows forritarar Vegna aukinna verkefna óskar fyrirtækið að ráða forritara með reynslu í Windows forritun (C++, VisualBasic, SDKs, o.þ.h.). Kerfi hf. er eitt öflugasta hugbúnaðarfyrir- tæki landsins, og hefur í meira en áratug þróað og þjónustað viðskiptakerfi í fjöl- notendaumhverfi. Nánari upplýsingar veitir Þröstur Guðmunds- son, framkvæmdastjóri, í síma 91-671920. Skriflegar umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, óskast sendar Kerfi hf., Höfðabakka 9, 112 Reykjavík, fyrir 1. nóvember nk. Leikskólar Reykjavíkurborgar Óskum að ráða leikskólakennara eða annað uppeldismenntað starfsfólk í störf í neðangreinda leikskóla: Engjaborg v/Reyrengi, s. 879130 Holtaborg v/Sólheima, s. 31440 í 50% starf e.h.: Dyngjuborg v/Dyngjuveg, s. 38439 Fífuborg v/Fífurima, s. 874515 Kvistaborg v/Kvistaland, s. 30311 Múlaborg v/Ármúla, s. 685154 Einnig vantar leikskólakennara, þroskaþjálfa eða starfsmann með aðra uppeldismenntun í 50% stuðningsstarf í leikskólann Vesturborg v/Hagamel, s. 22438 Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leikskólastjórar. Leikskólar Reykjavíkurborgar eru reyklausir vinnustaðir. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277. Rafvirkjameistari Útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki Sigurðar Ágústssonar hf., Stykkishólmi, óskar að ráða rafvirkjameistara til starfa. Starfið er laust strax eða samkvæmt nánara samkomulagi. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu Guðna Jónssonar, Tjarnar- götu 14, og skal umsóknum skilað á sama stað. Umsóknarfrestur er til 27. okt. nk. Gudniíónsson T résmfðaverkstæði Óskum að ráða stafskraft nú þegar við lakk- og smíðavinnu. Upplýsingar á staðnum. Eldhúsval sf., Sigtúni 9. Ræsting Veitingadeild Hótel Loftleiða óskar að ráða vanan starfskraft við ræstingar á veitingasöl- um o.fi. Vinnutími frá kl. 8-16 alla daga vikunnar. Upplýsingar á staðnum milli kl. 13 og 15 mánudag og þriðjudag. G. & G. veitingar, Hótel Loftleiðum. RADCJÖF &RAÐNINCARÞJONUSTA TJARNARGÖTU 14. 101 REYKJAVÍK. SÍMI62 13 22 Sölustjóri’ Bækur Bókaútgáfan Skjaldborg hf. Reykjavík óskar eftir aö ráða sölustjóra til umsjónar síma- og farandsöludeildar. Viðkomandi sjái um daglegan rekstur deildarinnar, svo sem ráðningu sölufólks, skipulagningu ofl. Umsækjandi þarf að geta unnið sjálfstætt og hafa bíl til umráða. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu í síma- og farandsölu. Upplýsingar gefur Benedikt Kristjánsson SÍma 91-882400 Ármúla 23 næstu daga frá kl 9-11. slmi 91-88 24 00 Málefni fatlaðra Deildarstjóri Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra Suður- landi auglýsir eftir deildarstjóra á sambýli. Þroskaþjálfamenntun er æskileg eða mennt- un á sviði uppeldis- eða félagsmála. Launakjör eru skv. samningum BSRB. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýs- ingar veittar hjá deildarstjóra ráðgjafadeildar. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra Suðurlandi, Gagnheiði 40, 800 Selfossi. Símar 98-21922 og 98-21839. Hárgreiðslunemi óskast Upplýsingar á stofunni á morgun, mánudag, milli kl. 18.00 og 19.00. HARGREIÐSLUSTOFA • HAMRABORG 7 • SÍMI 41500 Dagmar Ag na rsdóttir • Linda Aðalgeirsdóttir Afgreiðslustarf Þekkt innflutnings- og verslunarfyrirtæki í Reykjavík hefur hug á að ráða afgreiðslu- mann til starfa. Leitað er að manni á góðum aldri, sem hef- ur þekkingu á rafmagns- og vélbúnaði. Viðkomandi þarf að vera snyrtilegur, hafa góða framkomu, vera geðgóður og eiga gott með að umgangast fólk. Einhver reynsla af afgreiðslustörfum æskileg. Þeir, sem áhuga hafa fyrir starfinu, skili eigin- handarumsóknum, með upplýsingum um fyrri störf og meðmælendur, fyrir nk. fimmtu- dag, 27. þ.m., á afgreiðslu Mbl., merktum: „A - 5207." Prentari Vantar prentara til að vinna á Heidelberg MOZ - tveggja lita prentvél með CPC 1.01 og/eða GTO. Alprent, Glerárgötu 24, Akureyri, símar 96-22844 og 96-12988. Matreiðslumaður Matreiðslumaður, nýkominn af sumarhóteli, óskar eftir framtíðarvinnu. Margt kemur til greina. Upplýsingar í síma 40046 sunnudag og eftir kl. 16.00 virka daga. Bókasafnsfræðingar Við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi er laus til umsóknar full staða forstöðu- manns bókasafns skólans. í skólanum eru rúmlega 600 nemendur og 70 starfsmenn. Sóst er eftir starfsmanni, sem hefur áhuga á skólastarfi. Viðkomandi þarf að geta stjórn- að bókasafni skólans og átt farsæl sam- skipti við nemendur og starfsfólk, aðstoðað við heimilda- og gagnaöflun og leiðbeint um hagnýtingu safnsins. Einnig þarf viðkomandi að hafa forystu um þróun safnsins, áætlana- gerð, tölvuskráningu safnkostsins og tæknivæðingu. Upphaf starfs getur verið eftir samkomu- lagi, þó ekki síðar en í byrjun janúar 1955. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal senda Fjölbrautaskóla Vesturlands, Vogabraut 5, 300 Akranesi. Umsóknarfrestur um þessa áður auglýstu stöðu er framlengdur til 28. október 1994. Skólameistari. Hjúkrunarfræðingur eða Ijósmóðir Hjúkrunarfræðing/ljósmóður vantar til starfa við Heilsugæslustöðina á Suðureyri. Upplýsingar gefa hjúkrunarforstjóri/fram- kvæmdastjóri í síma 94-4500 eða sveitar- stjóri í síma 94-6122. Pökkunarstjóri Útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki Sigurðar Ágústssonar hf., Stykkishólmi, óskar að ráða pökkunarstjóra til starfa. Starfið er laust samkvæmt samkomulagi. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu eða þekkingu á pökkunarvélum. Góð tölvukunnátta er nauðsynleg. Umsóknareyðublöð og nánari uppiýsingar fást á skrifstofu Guðna Jónssonar, Tjarnar- götu 14, og skal umsóknum skilað á sama stað. Umsóknarfrestur er til 3. nóv. nk. Gudni TÓNSSON RAÐCJOF &RAÐNINCARÞJONUSTA TjARNARGÖTU 14, ÍOI REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.