Morgunblaðið - 02.11.1994, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 02.11.1994, Qupperneq 1
64 SÍÐUR B/C/D 250. TBL. 82. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS 1,2 millj. í ferðir maka Helgir staðir múslima í Jerúsalem Gæsluhlutverk Jórdana einung- is tímabundið Casablanca. Reuter. HASSAN Jórdaníuprins lýsti því yfír í gær að Jórdanir hygðust afhenda Palestínumönnum yfírráð yfír helgidómum múhameðstrúar- manna í Jerúsalem, þegar náðst hefur endanlegt samkomulag milli þeirra og ísraela um stöðu borgarinnar. Það gæsluhlutverk sem Jórdanir munu gegna í samræmi við friðarsamninginn við ísraela væri einungis tímabundið, sagði prinsinn á blaðamannafundi. BRESKA dagblaðið The Inde- pendent greindi frá því í for- síðufrétt á dögunum að ferðir maka breskra ráðherra til út- landa hefðu kostað skattgreið- endur alls 11.000 pund, jafn- virði tæpra 1,2 milljóna króna, á einu ári. Ráðherrarnir þurfa að fá heimild frá forsætisráð- herra fyrir hverri ferð. Makar sex ráðherra og að- stoðarráðherra í fimm ráðuneyt- um fóru í eina ferð hver, en á vegum vamarmálaráðuneytis- ins voru famar fímm slíkar ferð- ir. Embættismaður ráðuneytis- ins sagði kostnað ríkisins af þeim „óvemlegan eða engan“. Þarf heimild forsætisráðherra Nokkur ráðuneyti höfðu engan kostnað af slíkum ferð- um. í siðareglum breskra ráð- herra segir að útgjöld vegna ferða maka með ráðherrum í opinberum erindagerðum megi „einstaka sinnum greiða úr opinberum sjóðum, að því til- skildu að það þjóni augljóslega hagsmunum ríkisins að hann eða hún fylgi ráðherranum. Hvað opinberar ferðir til út- landa varðar þurfa ráðherrar að fá heimild frá forsætisráð- herra í hvetju tilviki." Frelsissamtök Palestínu (PLO) mótmæltu harðlega ákvæði í frið- arsamningi ísraela og Jórdaníu- manna, sem undirritaður var í síð- ustu viku, þar sem kveðið er á um að hinir síðarnefndu hafí umsjón með hinum helgu stöðum múslima í Jerúsalem. Faisal al-Husseini, ráðgjafí Yassers Arafats, leiðtoga PLO, í málefnum Jerúsalem, fagnaði í gær yfirlýsingu prinsins. Hann tók hins vegar fram að ákvæðið um eftirlitshlutverk Jórd- ana hefði aldrei átt að setja í samn- inginn. Hinir helgu staðir eru í austur- hluta borgarinnar en Palestínu- menn krefjast þess að Jerúsalem verði höfuðborg ríkis Palestínu- manna, verði það stofnað. Stefnt er að því að viðræður um endanlega stöðu Vesturbakk- ans, Austur-Jerúsalem og Gaza- svæðisins hefjist innan árs eftir að náðst hefur endanlegt sam- komulag um sjálfstjórn Palestínu- manna til bráðabirgða. Þeim viðræðum á að ljúka eigi síðar en 1998, fimm árum eftir undirritun Óslóar-samkomulags- ins. „Siðferðilegur réttur“ Hassan prins, sem er bróðir Husseins Jórdaníukonungs, sagði Jórdana ekki ætla að hafa umsjón með helgistöðunum að eilífu. Hins vegar hefðu þeir „siðferðilegan rétt“ til að gegna þessu eftirlits- hlutverki þar sem Israelar viður- kenndu ekki stofnanir Palestínu- manna í Jerúsalem. Jórdanir væru að hans mati ein- ungis að sinna hlutverkinu tíma- bundið. ÞÚSUNDIR manna komu saman í gær fyrir utan skrifstofur fjár- festingarfyrirtækisins MMM í Moskvu til að fagna sigri forstjóra fyrirtækisins, Sergejs Mavrodís, í aukakosningum til þings á mánu- dag. Fögnuðurinn breyttist hins vegar í reiði þegar starfsmaður fyrirtækisins las upp tilkynningu frá Mavrodí þess efnis að eldri hlutabréf í fyrirtækinu yrðu ógild frá 1. nóvember til 1. janúar. Margir hentu hlutabréfum sín- um í MMM eða kveiktu í þeim eftir þessa tilkynningu og sumir hentu flöskum að skrifstofu fyr- irtækisins. „Margir veðsettu íbúðir sínar eða bifreiðar til að kaupa þessi hlutabréf. Nú hafa þjófar stolið öllum peningunum okkar,“ sagði hin sjötuga Olga Vladímírova. Alþýðu- hetjan sem brást Hún ásamt fjölmörgum öðrum Rússum beit á agnið er MMM lof- aði 3.000% ávöxtun á sparifé. Sérfræðingar hafa ávallt hald- ið því fram að um hefðbundna svikamyllu væri að ræða þar sem nýtt hlutafé væri notað til að greiða eldri hluthöfum arð. Högnuðust margir verulega þar til nýtt fjármagn hætti að streyma inn. Mavrodí, sem er 39 ára gam- Reuter all, var orðinn að alþýðuhelju í Rússlandi. Þrátt fyrir að hann væri sakaður um fjárdrátt og skattasvik tókst honum að sann- færa almenning um að hann væri litli maðurinn sem berðist gegn liinu alvonda skrifræðiskerfi. Þegar hann var fangelsaður voru haldnár fjölmennar mótmæla- göngur þar sem þess var krafist að honum yrði sleppt úr haldi. Honum var sleppt fyrr í mán- uðinum er hann tilkynnti um þingframboð sitt. Með því að vinna þingsæti kann hann að sleppa við að verða sóttur til saka. Yfirlýsing hans í gær mun hins vcgar líklega binda enda á vinsældir hans. Þrátt fyrir allt keyptu um hundrað manns nýja hluti í MMM í gær. Reuter Lítil eftirspum? PRINSINN af Wales, ævisaga Karls ríkisarfa í Bretlandi, kom í bókabúðir þar í landi í gær. Kaflar sem birtir hafa verið úr bókinni að undanförnu hafa vakið athygli. Þar er því lýst hvernig það kom í ljós strax í brúðkaups- ferðinni hve illa Karl og Díana prinsessa áttu saman. Sala bókar- innar fór þó hægt af stað því í bókabúð Dillon’s í Gowerstræti, þar sem myndin var tekin, seldist engin bók fyrstu stundirnar. ■ Las sögu Carls Jungs í brúð- kaupsferðinni/16 Barist í norðvesturhluta Bosníu Framrás múslima sögð hafa stöðvast Sarajevo. Reuter. HEIMILDIR innan friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í Bosníu hermdu í gær að framrás stjórnar- hersins í norðvesturhiuta landsins virtist hafa stöðvast. Talsmaður stjórnarhersins sagði hins vegar að sóknin gengi vel og að bærinn Bos- anska Krupa myndi falla á næstu dögum. Stjórnarherinn hefur náð 250 fer- kílómetrum á sitt vald austan og sunnan við Bihac-hérað og leggur nú áherslu á að endurheimta Bos- anska Krupa. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna í Zagreb sögðu að bosnísk- ir Króatar tækju nú þátt í sókn stjóm- arhersins, sem hefur staðið í viku. Radovan Karadzic, leiðtogi Bosn- íu-Serba, hét serbneskum flótta- mönnum því að stjórnarherinn yrði fyrir „ógurlegu mannfalli" í gagn- árás Serba. Leiðtogar Serba í Kraj- ina-héraði í Króatíu búa sig undir að senda 2.000 hermenn til að að- stoða Bosníu-Serba. Yfirmenn frið- argæsluliðsins vöruðu þá við því að herþotur Atlantshafsbandalagsins kynnu að gera árás á hermennina ef þeir tækju þátt í bardögunum. Serbar gera sprengjuárásir „Eftirlitsmenn Sameinuðu þjóð- anna telja að stjórnarherinn sæki nú ekki lengur fram... að því er virðist vegna mótspyrnu Serba,“ sagði heimildarmaður innan friðar- gæsluliðsins. 60 múslimskir hermenn féllu í valinn í bardögunum á mánudag, sem er óvenju mikið mannfall. Víðtæk samvinna Jerúsalem. The Daily Telegraph. ARABAR og ísraelar lögðu í gær til að tekin yrði upp víðtæk efna- hagssamvinna til að renna styrkari stoðum undir frið í Mið-Austurlönd- um. Tillaga þessi, sem lögð var fram á ráðstefnu í Casablanca í Marokkó um efnahagssamvinnu í Mið-Aust- urlöndum og Norður-Afríku, gerir ráð fyrir sameiginlegum þróunar- banka og verslunarráði. Einnig var lagt til að stofnað yrði sameiginlegt ferðamálaráð. ísraelar lögðu mikla áherslu á fundinn og sat hálf ríkisstjórn þeirra hann. Sögðu ísraelskir stjórn- málamenn fundinn marka endalok viðskiptabanns araba á þá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.