Morgunblaðið - 02.11.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.11.1994, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1994 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Ævisaga Karls Bretaprins kennir í bókaverslanir í Bretlandi Prinsinn las sögu Carls Jungs í brúðkaupsferðinni London. Reuter. STRAX á hveitibrauðsdögunum bar á brestum í hjónabandi Karls Bretaprins og Díönu og ekki var ár liðið frá ævintýralegu brúðkaupi þeirra 1981 er hjúskaparörðugleikar þeirra voru yfir- þyrmandi. Kemur þetta fram í ævisögu Karls prins, sem kom í bókaverslanir í gær en hún er rituð af blaðamanninum Jonathan Dimbleby. í bókinni, sem ber heitið Prinsinn af Wales, er dregin upp sú mynd af Díönu að hún sé hug- sjúk ung kona sem eigi í leynimakki við fjöl- miðla um að klekkja á manni sínum, ríkisarfan- um. Alúðlegur Til samanburðar leggur Dimbleby sig í fram- króka við að lýsa gjörvileik Karls og hetjusam- legri glímu hans við skapgerðarsveiflur Díönu. Hann segir prinsinn vera alúðlegan og væntum- þykjandi föður og eiginmann sem bæði konan hans og breskur almenningur geri sér ranghug- myndir um. „Það telst því tæpast til frumlegheita að halda því fram að ókomnar kynslóðir muni kveða upp þann dóm , að það hafi verið sérstakt lán Breta á ofanverðri 20. öld hversu miklum kostum ríkis- arfi þeirra var gæddur og hversu dyggðugur einstaklingur hann var,“ segir í niðurlagi bókar Dimbleby, sem er 566 síður. Fram kemur í bdkinni að ósamþýðanleiki Karls og Díönu hafi þegar komið í ljós er þau sigldu á drottningarsnekkjunni Brittaniu á Mið- jarðarhafi. Díana fékk strax þá forsmekkinn af þvi sem koma vildi, að hún ætti eftir að finna til einmanaleika. Karl varði tímanum um borð til þess að synda, sigla seglbáti, skrifa bréf og lesturs Reuter KARL Bretaprins ræðir við leikkonuna Angelu Lansbury á heimili breska ræðis- mannsins í Los Angeles þar sem hann sæmdi hana breskri heiðursorðu. ritverks um svissneska geðlækninn Carl Jung. „Díana var á eilífum þeytingi um snekkjuna, spjallandi við skipveija og matsveinana í eld- húsinu meðan ég sat á sóldekkinuvar eins og einsetumaður,“ skrifaði Karl í dagbók sína frá þessum tíma. Dimbleby segir í bókinni að Díana hafi verið undrandi á hversu órómantískur maður hennar var og fékk afbrýðiskast vegna vináttu hans og Camillu Parker Bowles. „Það var eins og hann legði sig fram um að komast hjá því að eiga þá nánu fundi með Díönu sem hún sárþarfnað- ist,“ segir höfundurinn. Hjónabandið var einungis nokkurra mánaða gamalt er Díana tók að brotna saman og há- gráta áður en hún þurfti að koma fram opinber- lega. Á þessum tíma sat hún klukkustundum saman með ráðgjöfum Karls kvartandi undan honum. Óhuggandi „Þegar óhamingjuköstin riðu yfir sat prinsess- an í hnipri á stól, með höfuðið á hnjánum, og var nær óhuggandi," segir í bókinni. Geðsveiflur hennar urðu ofsafengnar og óútreiknanlegar. Hún var haldin sjálfsvorkun og var mjög kvik- lynd, skrifar Dimbleby. Að hans sögn reyndi Karl prins að sefa Dí- önu. „Þjakaður af álaginu sem stöðu hans og skylduverkum fylgdi, og vegna skorts á hjart- næmum stuðningi heima fyrir, sem hann hafði sóst eftir svo lengi, og uppgefinn á viðstöðulaus- um ásökunum, varð hann stundum hranalegur við hana.“ Árið 1982 gerði Karl ráðstafanir til þess að Díana gæti leitað til geðlæknis. Hún hélt að um samsæri væri að ræða í þessu efni sem og mörgu öðru. „í tilraunum sínum til þess að veita konu sinni hugarró, fórnaði Karl meðal annars labrad- or-hundi sínum, Harvey," segir Dimbleby. Innan fimm ára var hjónábandið farið út um þúfur þó svo til skilnaðar kæmi ekki fyrr en 1992. Og að mati Dimblebys var það að mestu leyti sök Díönu. Olíuhreinsun í Rússlandi RÚSSAR vinna nú að því að skófla olíublönduðum aur úr þverá Pechorafljótsins, um sjö km frá þeim stað sem olíulekinn hófst á í heimskautahéruðum Rússlands fyrr á árinu. Stærst- ur hluti olíunnar er hins vegar undir snjólagi í afskekktu skóg- lendi. Rússneskir starfsmenn olíufyrirtækja segja að áhrif olíulekans komi ekki að fullu í ljós fyrr en í júní á næsta ári, þegar snjóa hefur leyst og frost er farið úr jörðu. Rússnesk sam- tök umhverfissinna fullyrtu á mánudag að alls hefðu um 200.000 tonn af olíu lekið úr olíuleiðslunum en ekki 14.000 tonn eins og yfirvöld hafa full- yrt. Þá segja Greenpeace-sam- tökin að olía hafi nú þegar bor- ist í Pechora-fljót, sem rennur í Barentshaf. Reuter „Mundu að þitt atkvæði vegur þungté Stöndum sanutn að sterkum lista,u SKRIFSTOFA DALSHRAUNI 1 1 □ PIÐALLA DAGA KL.1 0-22 SÍMAR: 65 43 89 /65 43 92 Efnahagsuppgangur í Afríkuríkjum Arðsemi fjárfest- inga meiri en í Asíu Abidjan. Reuter. EDWARD Jaycox, varaforseti Al- þjóðabankans, sagði á mánudag að þrátt fyrir fréttir um fjöldamorð, stríð og pólitíska ringulreið í Afríku væri Uppgangur í efnahagslífi álf- unnar og arðsemi fjárfestinga miklu meiri en í Austur-Ásíu. Jaycox sagði að nokkur af stærstu löndunum væru í miklum vandræð- um - Angóla, Zaire, Nígería, Súdan og nokkur minni ríki eins og Rú- anda, Sómalía og Líbería - en í raun virtist bölið, sem Afríka er þekkt fyrir, hafa safnast saman í þessum sjö ríkjum og hin löndin 40 væru komin á skrið. Jaycox sagði að fjárfestar gætu vænst góðs hagnaðar í Afríku, jafn- vel þótt miðað sé við ríki í Asíu þar sem hagvöxturinn er mestur. „Arð- semin í Afríku er mikiu meiri en í Austur-Asíu en áhættan líka rneiri." Jaycox lagði þö áherslu á að Afr- íkuríkin gætu ekki laðað til sín er- lendar ijárfestingar nema með því að byggja upp öflugan einkageira. Afrískir ráðamenn þyrftu að skapa pólitískan stöðugleika, varast skyndi- legar stefnubreytingar í efnahags- málum og hvetja innlenda kaupsýslu- menn til að fjárfesta og hagnast til að fá erlend fyrirtæki til að fjárfesta í Afríku frekar en í Asíu, Rómönsku Ameríku og Austur-Evrópu. Enn- fremur þyrfti að koma á auknu frjáls- ræði í viðskiptum og auka efnahags- samvinnu Afríkuríkja. 10.000 manns ræða um fátækt BORÍS Jeltsín Rússlandsfor- seti og Francois Mitterrand Frakklandsforseti verða með- al 65 þjóðarleiðtoga sem ákveðið hafa þátttöku í félags- málaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn í mars á næsta ári. Búist er við að þátttakendur verði 10 þús- und frá 187 ríkjum. Tilgangur ráðstefnunnar er m.a. að ná samkomulagi um atvinnu- skapandi aðgerðir, leiðir til að draga úr fátækt og auka fé- lagslegt öryggi í kjölfar Kalda stríðsins. Af hálfu SÞ er áætl- að að um einn milljarður jarð- arbúa búi við sára fátækt. Elskar Hill- ary Clinton ÍSRAELSK kona á fertugs- aldri fór í gær fram á skilnað frá eigin- manni sínum sem hún segir blindaðan af ást á Hillary Clinton for- setafrú Bandaríkj- anna. „Þegar hann heyrði að Clinton-hjónin væru á leið til ísraels fór hann alveg af hjörum," sagði í skilnaðarum- sókninni. Eiginmaðurinn hef- ur safnað öllum fréttum og myndum af Hillary sem birst hafa í blöðum frá því Bill Clinton komst til valda. „Fyrir mánuði gerði hann þá kröfu að ég litaði hárið eins og for- setafrúin og fengi mér sömu klippingu," stóð ennfremur í skilnaðarskjölunum. FIS heldur stríði áfram FIS, samtök bókstarfstrúar- manna í Alsír, sögðust ekkert mark taka á því fyrirheiti yfir- valda að efna til forsetakosn- inga fyrir lok næsta árs. Sögð- ust samtökin myndu halda baráttu sinni fyrir klerkaveldi áfram. Af því tilefni sprengdu samtökin sprengju í gær og biðu fimm börn bana. Bjargað úr gíslingu ÞREMUR Bretum og einum Bandaríkjamanni var bjargað í gær á Indlandi úr klóm mannræningja sem kröfðust sjálfstæðis Kashmírs. Aukið ofbeldi í skólum KÖNNUN í 700 bandarískum borgum og bæjum hefur leitt í ljós að ofbeldi er vaxandi vandamál í skólum þar í landi. Ekki bara í stórborgum, held- ur í smábæjum og úthverfum einnig. I aðeins 11% sveitar- félaga voru svörin þann veg að ofbeldi væri þar ekki vandamál. Þá kom í Ijós að lögregluvörður hefur verið settur upp í 70% skólanna vegna ofbeldisverka. Hillary

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.