Morgunblaðið - 02.11.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.11.1994, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ________________LISTIR_____ Orðbragð í Bretlandi HELSTU bókmenntaverðlaun Bretlands heita Booker Prize og nema 20.000 pundum eða um það bil 2.150.000 íslenskum krónum. Tilkynnt er um verðlaunahafa og verðlaunin afhent í beinni útsendingu í sjónvarpi. Og 11. október sl. hlaut þessi verðlaun skoskur höfundur að nafni James Kelman fyrir skáldsögu sína How Late It Was, How Late, og síðan hafa menn rifist um verðlaunin og bókina af hjartans lyst. Ég hafði aldrei heyrt þennan skoska höfund nefndan. Hann mun fæddur í Glasgow 1946, hefur sent frá sér nokkrar skáldsögur, þykir fara svona sínar eigin leiðir og ekki eiga beinlín- is upp á pallborðið hjá „The Establishment". Kelman-orðið Vérðlaunasagan How Late It Was, How Late gerist í Glasgow og segir frá fyrrverandi refsi- fanga sem er af veikum burðum að reyna að fóta sig í lífínu. Hann fæst við eitt og annað, og þar á meðal smáhnupl, og er færður til yfir- heyrslu hjá lögreglunni. Hann vaknar upp úti á víðavangi, svo að segja, eftir tveggja sólarhringa drykkjuskap og er orðinn blindur. Útlitið sem sé ekki ýkja bjart! Það er þó ekki fyrst og fremst efnið, sem farið hefur fyrir brjóstið á mörgum, heldur orð- bragðið. Sagan er sögð með miklu hugflæði aðalpersónunnar og þá náttúrlega orðaforða hennar, og þessi fyrrverandi fangi notar orðin „Fuck“ og „Fucking“ allt að 20 sinnum á blaðs-/ íðu. Einhver hafði reiknað út, að þessi orð kæmu fyrir oftar en 4.000 sinnum í bókinni. Var talið víst, að margir væru miður sín vegna þess, að svo virðuleg verðlaun væru veitt fyrir bók, sem væri rituð á óvönduðu og grófu máli, og til marks um hnignandi afstöðu til málvöndunar. Og nú fór umræðan að snúast um orðbragð, hvemig orðanotkun breytist. Það sem einu sinni heyrðist aldrei í siðaðra manna tali, fari að verða svo algengt, að enginn kippir sér upp við það. Meðal annarra orða Helstu bókmenntaverðiaun Bretlands heita Booker Prize. 11. október hlaut þau skoskur rithöfundur að nafni James Kelman. Síðan hafa menn rifist um verðlaunin og bókina. Njörður P. Njarðvík segir okkur hvers vegna. David Harrison skrifar um þetta efni í Obser- ver. Og af því að það er virðulegt blað, þá not- ar hann ekki þetta grófyrði um samræði beinlín- is, heldur fer í kringum það: What the is going on? heitir greinin og hann ræðir um orðið sem „rímar á móti muck“ og kallar það meira að segja „Kelman-orðið“. Það þykir mér nú nokkuð langt gengið, að kenna þetta vand- ræðaorð við hinn nýbakaða verðlaunahafa, þótt það sé títt nefnt í bók hans. Engar hömlur? Allan Massie spyr í The Daily Telegraph, hvort nú sé svo komið að engar hömlur séu á því, hvaða orðbragð sé viðhaft á opinberum vett- vangi. Hann bendir á, að áður fyrr hafi tvennt komið í veg fyrir slíkt. Annars vegar áhrifavald „The Establishment“ - þeirra sem gefa tónin'n í bresku þjóðfélagi - og hins vegar sú almenna viðmiðun, að fólk vildi ekki lesa orð, sem það notaði ekki sjálft í venjulegum samtölum. Nú sé aftur á móti annars konar fólk, sem gefi tón- inn í fjölmiðlum, fólk með aðrar viðmiðanir og viðhorf. Því sé nokkuð sama um guðlast og klám, en það hæðist að mönnum, sem telja að hrein- lífi sé til fyrirmyndar eða að trúarbrögð geti með réttu sett mönnum siðferðisboð. Aðalritari hjá National Viewers’ and Listen- ers’ Association lætur hafa eftir sér, að ef eng- in orð hneyksli menn lengur, þá sé ekkert annað eftir en líkamlegt ofbeldi. I umræðunni kemur þó fram, að enn séu til eins konar bannorð. Vegna vaxandi áhrifa kvenna sé ekki við hæfi að nota orð um kynfæri þeirra sem blótsyrði, og sömuleiðis séu orð tengd kynþáttafordómum ekki þoluð. Og svo er því bætt við að blótsyrði á borð við „bloody“, „crap“ og „swine“, sem þóttu enn gróf fyrir svo sem 20 árum, séu nú orðin merkingarlaus vegna ofnotkunar. Sú virðulega stofnun BBC segir að samheng- ið skipti miklu máli. Grófyrði sé leyft í útvarps- og sjónvarpsdagskrá, ef notkun þeirra stafi af „listrænni nauðsyn". Og þar með erum við kom- in aftur að bók Kelmans. Þessi ómenntaði af- brotamaður sem þar talar, hvaða orðaforða er eðlilegt að hann noti? Er það ekki talið merki um orðafátækt að nota mikið grófyrði. Og er þetta málfar mannsins þá ekki blátt áfram eðli- legt miðað við aðstæður hans? Kannski kom ein besta málsvörn fyrir James Kelman og bók hans fram í lesendabréfi í Times frá kennara við háskóla í Wales. Hann skrifar þar: List er ekki fólgin í kurteisi. Hún er til að opna augu okkar fyrir öllum þáttum mannlegs lífs. Við getum ekki lokað augunum fyrir því sem ljótt er, og við getum ekki sagt: Ef þú ætlar að mála ömurlega mynd af lífinu, notaðu þá viðfelldna liti. Höfundur erprófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla íslands en dvelst sem stendur við rannsóknir og ritstörf í Clare Hall College, Vniversity of Cambridge. Prófkjör á Reykjanesi 5. nóvember llngur maöur ur atvinnulífinu MhlOK B. WART4VSSO\ p. SÆTI Kosningaskrifstofur: Bæjarhrauni 22, Hafnarfirði, s. 91-650735 og Hafnargötu 38, Keflavík, s. 92-12100. Bráðskemmtileg og fjölbreytt plata TONLIST Dansrokk PINOCCHIO BUBBLEFLIES Pinocchio, önnur breiðskífa Bubble- flies. mjómsveitina skipa Davíð Magnússon gítarleikari, Páll Banine söngvari, Pétur Sæmundsson h^óm- borðsleikari, Ragnar Ásgeir bassa- leikari og Þórarinn Krisljánsson trommuleikari. Smekkleysa gefur plötuna út. 67,59 min., 1.999 kr. FYRSTA breiðskífa Bubbleflies bar með sér ferskan andblæ inn í íslenskt tónlistarlíf, enda fátt um dansvænt gítar/tölvurokk að hætti sveitarinnar. Síðan hafa manna- breytingar orðið í Bubbleflies og þungamiðja tónlistarinnar færst frá hreinni tölvutónlist í átt að lifandi dansrokki, enda var bassa- og trommuleikur tölvugerður á frumrauninni. Fyrir vikið hefur sveitin orðið enn skemmtilegri, án þess að glata þeim frumkrafti sem einkenndi hana í árdaga. Að hlusta á nýútkomna breiðskífu Bubbleflies ér eins og að hlusta á margar útvarpsstöðvar samtímis; þar ægir saman kröftugu rokki, tölvutónlist, dansrappi, léttu poppi og fönki. Þrátt fyrir þessa fjöl- breytni er platan vel sam- felld og aldrei fer á milli mála að sama hljómsveitin er á ferðinni. Þannig er fyrsta lagið, titillag plötunnar, kröftugt popplag, við tekur lagið Bust, sem er öllu þyngra og á köfl- um nánast þungarokk, þá kemur Love Action Human League; dæmi- gerð nýrómantík, og fjórða lag plöt- unnar, 9am to 5am, er sveimlag, sem speglast að vissu leyti í laginu 5am to 9am síðar á plötunni. Barracuda, sem reyndar kom út á safnplötu í sumar, er afbragðs- skemmtilegt lag, Pinocchio líka gott og ’Till Now og Where Are You (Damn You) er sérdeilis vel heppnað og Disappear. Lokalag plötunnar, Sidewalk, er einnig skemmtilegt lag, að miklu leyti byggt á spuna, og þar fara hljóm- borðsleikarar, Magnús Kjartansson og Pétur Sæmundsen, á kostum. Eftir það kemur tíu mínútna hlé og svo ónefnt aukalag, sem er að miklu leyti gaman, leikur að hljóð- um. Davíð Magnússon gítarleikari er hetja þessarar plötu, því hann fer á kostum á gítarinn í hveiju laginu af öðru; með smekklegum gítarfrös- um og „riffum" sem bera lagið uppi, eða með beittum laglínum sem skreyta og lyfta. Páll Banine hefur tekið gríðarlegum framförum frá fyrstu plötunni og fer einkar vel með sitt. Einnig verður að geta annarra hljómsveitarmeðlima sem standa sig frábærlega, sérstaklega Ragnar bassaleikari. Eins og þeir þekkja sem séð hafa sveitina á tónleikum er Bubbleflies mikil stuðsveit og Pinocchio veldur ekki vonbrigðum; er bráðskemmti- leg og fjölbreytt plata hljómsveitar sem hefur á sér fleiri hliðar en flest- ar sveitir íslenskar og allar góðar. Árni Matthíasson Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir BUBBLEFLIES kynnir breiðskífu sína í Kolaportinu fyrir skemmstu. Tríó Tómasar á Fógetanum TRÍÓ Tómasar R. Einarssonar leikur djass á efri hæð Fógetans við Aðalstræti annað kvöld kl. 22. Hljómsveit- arstjórinn spilar á kontrabassa en Guðmund- ur R. Einars- son á tromm- ur og básúnu og Gunnar Gunnarsson á píanó. Á efn- isskránni eru lög af síðasta geisladiski Tóm- asar, Landsýn, sem kom út sl. sumar. Á Landsýn komu marg- ir söngvarar við sögu, en á tón- leikunum á Fógetanum fá áheyrendur að heyra lögin í nýjum búningi. Auk þess verða flutt lög eftir Charles Mingus, Sonny Rollins, Charlie Parker o.fl. + Ingnnn Osk og Guðrún Anna í Vinaminni INGUNN Ósk Sturludóttir mezzósópran og Guðrún Anna Tómasdóttir píanóleikari halda tónleika í Vinaminni á Akra- nesi í kvöld kl. 20.30. Á efnis- skrá tónleikanna eru tvær ant- ikaríur eftir Gluck, þjóðlagaút- setningar eftir Johannes Brahms, lagaflokkurinn „Haugtussa" eftir Edward Gri- eg, Sígaunaljóð eftir Antonin Dvorak og Gamansöngvar eftir Atla Heimi Sveinsson. Ingunn Ósk lauk 8. stigs prófi frá Söngskólanum vorið 1987. Eftir það stundaði hún framhaldsnám í London og síð- ar við Sweelincktónlistarhá- skólann í Amsterdam, þaðan sem hún lauk prófi vorið 1992. Ingunn hefur áður haldið sjálf- stæða tónleika og komið fram við ýmis önnur tækifæri. Hún kennir nú við Tónlistarskólann á Akranesi. Guðrún Anna lauk burtf- ararprófi frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík árið 1985. Eft- ir það stundaði hún nám í Lyon í Frakklandi og síðar við Sweel- inck-tónlistarháskólann og lauk prófi úr kennaradeild skól- ans vorið 1992. Hún hefur haldið einleikstónleika í Reykjavík og komið fram við ýmis önnur tækifæri. Guðrún er búsett í Amsterdam þar sem hún starfar sem píanóleikari og kennari. Vopnfirðing- ar syngja að Brúarási Vaðbrekka, Jökuldalur. Morgfunblaðið. SAMKÓR Vopnafjarðar kom austur í Brúarásskóla og söng þar fyrir sextíu gesti aðallega af norður Héraði, fyrir skömmu. Efnisskráin var blönduð inn- lendum og erlendum lögum. Kórinn er á þriðja starfsári og hefur fastur kjarni söngfólks starfað með kórnum alla tíð, einsöngvari með kórnum var Haukur Georgsson tenór. Ein- leikarar voru Anna Guðný Sig- urðardóttir er lék á þverflautu, Hólmdís F. Methúsalemsdóttir á klarinett og Ómar Þ. Björg- úlfsson á trompett. Undirleikari kórsins Zbignies Zuchowicz, lék einnig tvö pólsk lög á píanó- ið. Stjórnandi Samkórs Vopna- fjarðar er Kristján Davíðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.