Morgunblaðið - 02.11.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.11.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Kaffileikhúsið í Hlaðvarpanum Svíðandi kvíði, smæð og óviska BOÐIÐ í leikhús með Brynju og Erlingi nefnist þriðja verk leikársins í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum. Um er að ræða sérstæða kvöldstund þar sem ijallað verður um sýning- una á leikritinu Dags hríðar spor sem frumflutt var í Þjóðleikhúsinu árið 1980. Leikstjórarnir Brynja Benediktsdóttir og Erliiigur Gísla- son munu segja frá verkinu með leikdæmum en höfundurinn Val- garður Egilsson, læknir og skáld, mun ásamt Þóri Steingrímssyni, leikara, taka þátt í leik og frásögn. Munu þau bera gervi og búninga sem Sigurjón Jóhannsson, leik- myndahönnuður, hannaði á sínum tíma. Nokkrir kaflar úr leikritinu verða leiknir og í kjölfarið er gert ráð fyrir umræðum. Dags hríðar spor greinir frá gildi mannsins, von hans og svíðandi kvíða annars vegar og smæð hans og óvisku hins vegar. Meðal þeirra sem birtast þessa kvöldstund eru Lilli sem er litli prinsinn og frama- von foreldra sinna, Þjóðlaugar há- skólaprófessors og ísalds ráðuneyt- isstjóra, sem einnig koma fram ásamt ráðherranum vini þeirra, sem kallaður er lukkupólitíkus. í umíjöilun um verkið árið 1980 segja þau Brynja og Erlingur: „Þetta leikrit er váboði og sér fyrir heimsendi. Það leitast við að benda á þau atriði, sem hljóta að leiða til Ragnaraka. Orsök fyrirsjáanlegra ófara er leitað innan okkar litla samfélags, sem veldur illa hlut sín- um gagnvart umheimi... Vandinn er sá að margt ofboðið í verkinu er hversdagsleg umræða dagsins í fjölmiðlum, sem fólk er orðið vant að hlusta á með öðru eyra og man eiginlega ekki hvort það er með eða á móti. Form og aðferð sýningar- innar verður því að vera afgerandi og gjarnan ýkt, til þess að allt verði Morgunblaðið/Þorkell BRYNJA Benediktsdóttir, Valgarður Egilsson og Erlingur Gísla- son munu á næstu vikum fjalla um sýninguna á leikritinu Dags hríðar spor í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum. skiljanlegt um leið og það er flutt. Við óskum þess árangurs að áhorfandinn ranki við og viti hvort hann sé með eða á móti, að hann óri fyrir þeirri hættu sem ábyrgðar- leysi vísinda og stjórn- valda búa marinkyni.“ Höfundurinn meðal leikara „Dags hríðar spor er það nýstárlegasta sem við höfum gert á okkar leikhúsævi," segir Erlingur og Brynja kinkar kolli. „Það er skemmtilegt að skoða þetta verk fjórtán árum síðar. Við rifjum sýninguna upp í þeim tilgangi að fjalla um verkið enda á efnið brýnt erindi við almenning. Mann óraði ekki fyrir því á sínum tíma að þessi forspá ætti eftir að rætast.“ Þórir Steingríms- son, leikari. Höfundurinn, Val- garður Egilsson, stígur sjálfur á stokk í Kaffi- leikhúsinu og þreytir frumraun sína sem leikari. „Hlutverkin eru lítil þannig að það reyn- ir ekki mikið á mig.“ Brynja lætur þess þó getið að það sé skemmtilegt að fá tækifæri til að innvígja höfundinn sjálfan inn í vinnubrögð leikhússins. Um þessar mundir er að koma út bók hjá Máli og menningu sem þau Brynja og Erlingur hafa ritað í félagi við Ingunni Þóru Magnúsdóttur. Þar fjalla þau meðal annars um starfið við þessa sýningu Dags hríðar spora og kallast kvöldstundin í kaffileik- húsinu á við þennan kafla í bókinni væntanlegu sem heitir „Brynja og Erlingur - fyrir opnum tjöldum." AMERÍSKI sönghópurinn Opera Ebony á æfingu í Háskólabíói. Sinfóniuhljómsveitin í Háskólabíói Opera Ebony aftur á Islandi AMERÍSKI SÖNGFLOKKURINN Opera Ebony heldur tvenna tónleika með Sinfóníuhljómsveitinni í vikunni. Þeir verða fimmtudaginn 3. nóvem- ber kl. 20 og laugardaginn 5. nóvem- ber kl. 14.30. Að auki verða tónleik- ar fyrir framhaldsskóla föstudaginn 4. nóvember kl. 11. Á efnisskrá tón- leikannakennir ýmissa grasa, fluttir verða söngvar úr óperum, lög eftir Duke Ellington, bandarísk þjóðlög og negrasálmar. Ýmsir kunna að minnast Ebony hópsins frá tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar Islands í nóvember 1991. Þá héldu þeir þrenna tónleika fyrir fullu húsi. I fréttatilkynningu segir að söngflokkurinn, sem stofnaður var fyrir tuttugu árum, hafi verið vett- vangur fyrir ameríska listamenn af afrískum stofni og flytji óperur, söngleiki og negratónlist. Flokkurinn hafi náð alþjóðaviðurkenningu fyrir vandaðan flutning og frumlegt verk- efnaval. Tveir af stofnendum hópsins, list- ræni stjómandinn Wayne Sanders og Benjamin Mathews, eru með í ferðinni að þessu sinni. Söngvaramir eru annars fimm og með þeim kemur hingað hljómsveitarstjórinn Everett Lee. Vafalítið hafa margir ungir ís- lenskir tónllistannenn leikið undir hans stjórn, en Lee hefur undanfarin sumur stjórnað Nordisk ungdomsor- kester í Lundi í Svíþjóð. Sú hljóm- sveit samanstendur af ungu tónlist- arfólki frá Norðurlöndum. NYJUNG sem beðið var eftir! CORPORATION Vökvaknúinn snúningsliður/hraðtengi fyrir skóflur og fylgihluti á allar stærðir af gröfum. * Einfalt og þrælsterkt. * Snýst allt að 180° * Eykur afköst, styttir verktíma. * Sýningartæki á staðnum. * Frábært verð! i Skutuvogi 12A, R.vik, sími 812530 ® MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1994 21 Lærðu að matreiða í örbylgjuofninum þínum Okkar vinsælu grunnnámskeið í matreiðslu í örbylgju- ofnum eru hafin. Námskeiðin standa eitt kvöld og kosta 1.900 kr Námskeiðin veita innsýn í töfraheim örbylgjuofnamat- reiðslunnar, létta matreiðsluna og gefa þér og fjölskyldu þinni hollari, ódýrari og betri mat. Höldum einnig sérnámskeið fyrir karia- og kvennaklúbba, skemmtileg tilbreyting. Frekari upplýsingar: MatreiSsluskóli Drafnar Borgartúni 28 125 Reykjavík Sími 91-622900 Hirschmann Rétt loftnet tryggir góða móttðku! HIRSCHMANN loftnetin eru viðurkennd gæðavara og hefur áratuga reynsla hérlendis sannað gæði þeirra og endingu. Enginn býður meira úrvai af öllum gerðum loftneta, gervihnattadiskum, fylgihlutum, mögnurum og lagnaefni en HIRSCHMANN! Borgartúni 22 ® 61 04 50 Umboðsmenn um land allt ÞýsK gæðaeldauél sem hægt er að fá í tveimur breiddum 50 eða 60 cm. Fæst með eða án blástursofns. Góð eldavél gott verð Verð frá: 41.952 kr staðgreiti Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SlMI 69 15 OO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.