Morgunblaðið - 02.11.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.11.1994, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1994 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Úr þungaskatti í olíugjald FJARMÁLARAÐ- HERRA skrifaði nýlega grein í Morgunblaðið, með ofanritaðri fyrir- sögn. Þar skýrir hann frá því, að ákveðið haif verið að leggja niður þungaskattskerfi og taka upp olíugjald á dísilbifreiðir. I maí 1992 skipaði fjármála- ráðherra nefnd til að kanna þessi mál og voru í nefndinni fjórir fulltrúar fjármálaráðu- neytis og þrír frá Vega- gerð rikisins. Nefndin skilaði skýrslu í síðasta mánuði. Allir voru nefndarmenn sammmála um að til skattlagningar á disilbifreiðar væru þrjár Ieiðir færar: 1. Viðhalda núverandi kerfi með endurbótum. 2. Taka upp olíugjald með litun þeirrar olíu, sem ekki ætti að bera gjaldið, til aðgreiningar frá gjaldskyldri oliu. 3. Taka upp olíugjald án litunar þannig að öll dísilolía, sem hægt er að nota á ökutæki yrði gjald- skyld, en þeir aðilar, sem ekki ættu að bera gjaldið fengu það endurgreitt. Lengra náði samstaða í nefndinni ekki. Fulltrúar Vegagerðar töldu að viðhalda ætti núverandi kerfí og gera á þvi endurbætur. Ef stjómvöld væru staðráðin í að koma á olíu- gjaldi í stað þungaskatts væri litun olíu eini raunhæfi kosturinn. Fulltrú- ar fjármálaráðuneytisins lögðu hins- vegar til að öll olía, sem hægt væri að nota á ökutæki, yrði gjaldskyld, en þeir sem ekki ættu að bera gjald- ið fengju það endurgreitt. Fjármálaráðherra skýrir frá því í áðurgreindri blaðagrein, að hann hafí nú skipað nefnd til þess að semja lagafrumvarp um olíugjald og í skip- unarbréfi nefndarinnar sé tekið fram að farið skuli eftir tillögum meiri- hlutans í áðurgreindri nefnd m.a. að tekið verði upp olíugjald án litun- ar. Mér fmnst alveg ótrúiegt að mönnum, sem fást við skattheimtu, skuli geta dottið í hug að setja upp slíkt kerfi, sem óhjákvæmilega myndi hafa í för með sér stórkost- lega skriffinsku og kostnað auk þess sem opnaðar væru upp á gátt allar dyr til undanskots. Þessum orðum til staðfestu vil ég benda á eftirfar- andi: Gert er ráð fyrir að á árinu 1993 hafi sala á dísilolíu, sem hæf er á ökutæki, numið 185 milljónum lítra. Þar af er talið að 60 milljónir lítra Vilhjálmur Jónsson hafi verið notaðir á ökutæki. Gert er ráð fyrir að olíugjald yrði rétt innan við 40 krónur á lítra til þess að það skilaði álíka tekjum og nú eru af þungaskatts- kerfinu. Hér á eftir verður til hægðarauka miðað við 40 krónur. Þá myndi heildarskatt- lagning nema 7,4 millj- örðum króna. Til endur- greiðslu kæmi skattur af 125 milljónum lítra eða 5 milljarða króna. Til þess að ná 2,4 millj- arða skattheimtu væri lagður á skattur þrefalt eða 7,4 milljarðar með allri sem fylgdi endur- hærri þeirri skriffinsku, greiðslu á tveimur þriðju upphæðar- innar m.a. til allra útgerðarmanna báta, smárra og stórra, eigendá vinnuvéla, allra bænda vegna búvéla og þeirra, sem hita hús sín með olíu. Auðvitað myndi ríkisstjóður fá veltufé með þessu móti frá því olíu- félag skilar skatti af sölu og þar til notandi olíunnar fær endurgreitt. Ég geri ráð fyrir að mönnum þyki skattheimta orðin það mikil, að minni og stærri framleiðendur teldu ekki á það bætandi. Gæta verður þess, að hér er um stórar upphæðir að ræða. Bátur, sem fengi afgreidda 20.000 lítra þyrfti að borga 800.000 krónur í skatt af þeirri afgreiðslu, ef miðað er við 40 krónur á lítra. Bóndi, sem hefur 5.000 lítra heimil- isgeymi þarf að leggja út við áfyll- ingu 200.000 krónur í endurheimt- anlegum skatti, éf hann á ekki líka dísilbíl. En hvernig fer bóndinn að, sem á dísilbíl? Auðvitað dælir hann á bílinn og dráttarvélina af heimilis- geyminum. Enginn nema skattgreið- andinn er til frásagnar um hversu mikið af skattgreiðslunni er endur- heimtanlegt. Þetta á auðvitað við alla þá aðila, sem hafa eiginnot- kunnargeyma, hvort sem það eru bændur, fiskverkendur eða verktak- ar, svo dæmi séu tekin. Fulltrúar fjármálaráðuneytisins segja í meiri- hlutaskýrslu sinni: „Gallar við olíu- gjald án litunar gjaldfrjálsrar olíu eru þeir helstir að erfitt er að hafa eftirlit með því hvernig dísilolía er notuð.“ Þar sem gjaldskyldan fer eftir notkun hefði kannske verið rétt- ara að segja: Eftirlit með gjald- skyldu, annarsstaðar en á bensín- stöðvum, er nánast útilokað. Svo sem áður er sagt var niður- staða nefndarmanna frá Vegagerð ríkisins sú að þungaskattskerfið sé í raun réttlátasta kerfið og með nokkrum endurbótum og auknu eft- irliti sé hægt að gera það að rétt- Ég tek undir með full- trúum Vegagerðar rík- isins, sem sögðu, að ol-. íugjald með litun sé eini raunhæfí kosturinn, segir Vilhjálmur Jóns- son, ef yfirvöld eru staðráðin í því að koma á olíugjaldi í stað þungaskatts. látu og skilvirku skattkerfi. Ef yfir- völd séu hinsvegar staðráðin í að koma á olíugjaldi í stað þungaskatts „sé olíugjald með litun eini raun- hæfi kosturinn." Án þess að blanda mér í deilur um hvort þungaskatts- kerfið eða olíugjaldskerfið sé réttlát- ara og skilvirkara er enginn vafi í mínum huga um að litun olíu er „eini raunhæfi kosturinn" ef taka á upp olíugjald í stað þungaskatts. Ég hef hér að framan gert grein fyrir göllum á endurgreiðslukerfmu og bent á að þar verði engu raunhæfu eftirliti við komið. Skal nú vikið að göllum þeim, sem fulltrúar fjármála- ráðuneytisins telja á að lita olíuna. Vinnuhópur frá ráðuneyti og ol- íufélögunum samdi skýrslu um kostnað við fjárfestingu og dreifingu ef tekin yrði upp lituð olía. Komust þeir að þeirri niðurstöðu að fjárfest- ingarkostnaður í upphafi sé u.þ.b. 400 milljónir, þar af helmingur vegna nýrra tankbifreiða, rekstara- kostnaður 160 milljónir á ári, þar Hvort viljum við dönsku eða kannski frönsku (- með belgískum hreim)? ÞAÐ er hressandi og andlega upplyftandi, er hin opinbera umræða í landinu einstöku sinnum hefur sig upp yfir kveinstafi og víl okkar allra vegna erfiðrar lífsbaráttu, sem skyndilega gerði vart við sig með þjóðinni, þegar falskur efnahags- staðall verðbólgu og skyndigróða hrundi frá henni fyrir nokkrum árum með þeim hörmulegu afleiðingum, að hér á landi þurftu menn sem víð- ast annars staðar að fara að haga lífsstíl eftir innihaldi pyngjunnar. Nú hefur á síðustu dögum upphafist slík umræða, um mál, sem ekki er beint tengt fjárhagshagsmunum, al- gjörlega úr öllu samhengi við sið- ferði stjórnmálamanna og ætti í raun að vera óviðkomandi sjálfbyrgings- hegðun okkar á veiðislóðum úthaf- Sjálfstæðisfóik í Reykjavík Kærar þakkir! Ég þakka öllum stuðningsmönnum mínum fyrir það traust sem þeir sýndu mér í prófkjörinu um síðustu helgi. Það gladdi mig mikið að hljóta atkvœði 95,4% þeirra sem þátt tóku. Nú snúum við okkur að nœsta verkefni sem er að gera veg Sjálfstæðisflokksins og hugsjóna hans sem mestan í komandi alþingiskosningum. Geir H. Haarde anna ... og þó ... Eg á við spurning- arnar sem hafa heyrst um það hvort danskan sé hallærisleg og hvort enskan sé töff. Tilefni þessara spuminga eru þær bollaleggingar, sem komið hafa fram í nefndaráliti til mennta- málaráðherra og fjalla m.a. um stöðu tungu- málakennslu. Sam- kvæmt fréttum af áliti þessu er það skoðun þeirra lærðu manna, sem þar hafa um vélað, að rétt sé að færa dönsku- kennslu íslenskra skóla skör lægra en hún hingað til hefur verið sett og flytja enskukennslu í fyrsta sæti erlendra mála. Ekki veit ég nánar um rök þau, sem kunna að hafa verið borin fram í greinargerð með tillögum þessum, önnur en að kennslan hafi ekki ver- ið markviss og að hún þjóni litlum tilgangi í nútímaumhverfi okkar ís- lendinga. Svipuð rök hafa einnnig heyrst frá utandagskrárumræðum á Alþingi um þessi efni. Um hvað er hér verið að fjalla? Reynum að skoða það frá bæjardyr- um sögu og menningar, en einnig frá sjónarhorni líðandi stundar; pólí- tfskt, efnahagslega, samskiptalega og menntunarlega. Setjum það þá líka í samhengi við heitustu umræðu dagsins í löndum frændþjóða okkar og nágranna — aðild að Evrópusam- bandinu eða ekki — íslenska þjóðin hefur í aldanna rás verið óumdeilanlegur hluti og aflvaki hins norræna menningar- heims. Einkum á yfirstandandi öld og sér í lagi eftir síðustu heimsstyij- öld höfum við átt því láni að fagna að hafa verið tekin inn í hina nor- rænu samvinnu á sviði menningar, menntunarmála og ekki síst efna- Ásmundur Brekkan hagsmála á þann hátt, sem samstarfsaðilum okkar hefur verið hinn mesti sómi að, og við notið þar jafnræðis og í raun mun meira þrátt fyrir smæð okkar dvergríkis. Allir þeir íslendingar, sem eiga og hafa átt einhver samskipti og samstarf við norræna frændur okkar, vita að úr þeirri átt höfum við nánast eingöngu mætt vinsemd og ótrúlegum áhuga á landi okkar og öllum högum. í raun vita allir þeir, sem vilja vita og hafa meira en gripsvit, að afstaða nágranna okkar til íslands og alls þess, sem íslenskt er, hefur . verið mun jákvæðari, fölskvalausari íslenska þjóðin hefur í aldanna rás, segir As- mundur Brekkan, ver- ið óumdeilanlegur hluti o g aflvaki hins norræna menningarheims. og lausari við hroka og jfirdreps- skap en afstaða margra Islendinga til þessara sömu þjóða. Nægir þar að benda á, að einn af áhrifamestu fjölmiðlum þessa lands hefur áratugum saman beint og óbeint talað skáhallt niðurávið til stærstu frændþjóðar okkar, Svía, sem aftur hafa verið duglegastir í því að styðja við bak okkar, t.d. í efnahagsmálum á vegum norræna fjárfestingarbankans og víðar, og ennfremur tekið hundruð ef ekki þúsundir ungmenna frá þessu landi til menntunar og starfsþjálfunar í háskólum og öðrum menntastofn- unum. Af nærtækum dæmum má af 100 milljónir vegna rekstrar nýrra tankbifreiða. Heildarmagn af dísilolíu til dreif- ingar breytist ekkert við litun. Sami fjöldi tankbifreiða ætti því að geta dreift olíunni þótt flotanum væri skipt til dreifingar á litaðri og ólit- aðri olíu. Auk þess vefengi ég að ekki megi nota sömu tankbifreiðir til dreifingar á litaðri og ólitaðri olíu með góðu eftirliti við tæmingu á tankbifreiðum, sambanber að sömu tankbifreiðir dreifa nú bensíni með mismunandi oktantölu. Sérstaka birgðageyma þyrfti að hafa fyrir lit- aða olíu á birgðatönkum á strönd- inni og myndi kosta nokkurt fé að reisa þá. Á aðalbirgðastöðvum er til nóg af tönkum. Fyrir löngu er kominn tími til að hætta hér sölu á bensíni með blýinni- haldi svo sem gert hefur verið víða um lönd. Ef það væri gert myndi mega nota það geymakerfi, sem nú er notað fyrir blýbensín fyrir aðra tegundina af dísilolíu. Jafnvel þótt talið yrði óhjákvæmilegt að hafa sérstaka bíla fyrir litaða olíu, myndi með góðu skipulagi og smávegis samvinnu milli olíufélaga, á minni stöðum út um land, vera hægt að annast dreifingu á álíka stórum tankbílaflota þótt kerfin væru tvö. Ef birgðakerfi á ströndinni, sem nú er notað fyrir blýbensín, væri tekið fyrir ólitaða dísilollu á bíla, myndi stofnkostnaður við þess breytingu verða tiltöluelga lítill. Allt eftirlit væri tiltöluelga auðvelt. Ég tek því undir með fulltrúum Vegagerðar ríkisins, sem sögðu: „Olíugjald með litun er eini raun- hæfi kosturinn ef yfirvöld eru stað- ráðin í því að koma á olíugjaldi I stað þungaskatts." Höfundur er fyrverandi forsljöri Olíufélagsins hf. nefna lítt ígrunduð ummæli ýmissa forsvarsmanna sjómanna og jafnvel annarra heildarsamtaka um Noreg og Norðmenn, nú alveg á síðustu mánuðum. Þá er fljótt að gleymast bæði Vestmannaeyjagosið, áratuga stuðningur við skógrækt og sam- starf í hafrannsókna- og öðrum menningarmálum. Hvað um Dani, sem tala þetta hallærismál, sem mönnum virðist vera svo uppsigað við þessa stund- ina? Hafi Svíar (og raunar bæði Norðmenn og Danir) verið ótrauðir við að taka við íslenskum náms- mönnum og styðja við bakið á okkur á ýmsa lund síðustu áratugina, þá skulum við aldrei gleyma því, að að frátalinni fornaldarmenningu okkar og bókmenntaarfi (sem óneitanlega bjargaðist að verulegu leyti til Dan- merkur!), þá hefur meginstraumur mennta og menningar sem þessi þjóð byggir á í dag komið til okkar þaðan um fimm hundruð ár. Við erum löngu vaxnir upp úr því að þurfa að nota Dani sem þjóðernisgrýlu, eins og nauðsynlegt var og afsakan- legt í þjóðveldisbaráttu fyrri aldar og snemma á þessari; okkur sæmir betur að viðurkenna, að Danir og dönsk yfirvöld voru okkur hvorki betri né verri en gekk og gerðist alls staðar í Evrópu á þeim tímum. Mér líður persónulega illa, þegar ég verð að vera viðstaddur þær at- hafnir, að menntaðir íslendingar skuli láta sér það sæma í norrænu samstarfi að mæla á enska tungu og það oft með mjög einhæfum orða- forða og lélegum framburði. Þetta er ekkert annað en misskilin fordild og minnimáttarkennd, því engin norræn mállýska er skýrari og auð- skildari um öll Norðurlönd en sú danska, sem skýrmæltur íslendingur mælir fram. Nei, góðir íslendingar, í samfélagi framtíðarinnar, hvort heldur sem við lendum innan eða utan Evrópusam- bandsins, þá eru tengslin við nor- ræna frændur okkur lífsnauðsynleg, menningarlega, pólítískt og efna- hagslega. Látum því það verða fram- hald af því málræktarátaki, sem nú er hafið, að hefja Norðurlandamál til þeirrar virðingar og þess sess, sem okkur er sómi og nauðsyn að. -Annar valkostur og raunar lík- legri en enskan væri franska — með belgískum hreim. Höfundur er prófessor.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.