Morgunblaðið - 02.11.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.11.1994, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. OPINBERAR FJÁRREIÐUR UMRÆÐUR í þjóðfélaginu síðustu vikur sýna ber- lega, að vaxandi þungi er í kröfum borgaranna á hendur stjórnmálamönnum um bætt siðferði í meðferð almannafjár. Fólk á einfaldlega erfiðara með en áður að sætta sig við hvers kyns óráðsíu í opinberum rekstri, enda hafa skattgreiðendur orðið fyrir tekjusamdrætti í efnahagsörðugleikunum og mátt sæta síaukinni skatt- heimtu. Lausung í opinberum fjármálum kallar því á harðari viðbrögð en áður. í umfjöllun sunnudagsblaðs Morgunblaðsins nýlega um meðferð opinbers fjár er vitnað til athugasemda yfirskoðunarmanna ríkisreiknings fyrir ári, en þeir sögðu: „Á liðnum misserum og árum hefur komið æ betur í ljós, að launakerfi ríkisins er að hruni komið. Innan þess þrífast m.a. alls konar aukagreiðslur og fríðindi, svo sem: Óunnin yfirvinna, bifreiðahlunnindi, húsnæðis- fríðindi, risna, greiðslur fyrir aukastörf, ferðakostnað- arhlunnindi, nefndalaun, stjórnarlaun. Einkum verða þessar aukagreiðslur fyrirferðarmiklar þegar ofar kem- ur í embættismannakerfi hins opinbera. Má segja að um sé að ræða tvö launakerfi.“ Sigurður Þórðarson, ríkisendurskoðandi, segir, að skortur sé á skráðum reglum um meðferð opinberra fjármuna. Þá séu illa skilgreindar starfsvenjur hafðar til hliðsjónar, svo og hefð, sem skapast hafi í áranna rás. Um aukasporslur, sem eru í raun dulbúnar kaup- hækkanir, segir hann, að þær séu hluti af launakerfinu og hafi tíðkazt í áratugi. Þessi ummæli ríkisendurskoðanda og yfirskoðunar- manna ríkisreiknings sýna ljóslega vandann, sem við er að glíma í meðferð opinberra fjármuna og eru áfell- isdómur yfir því kerfi, sem smátt og smátt hefur þróast í ríkisrekstrinum. Hér er vafalaust ekki við neinn ein- stakan að sakast, en þó ber framkvæmdavaldið, sem annast daglegan rekstur ríkisins, mikla ábyrgð. Mestur hluti hennar hlýtur þó að falla á Alþingi, sem eitt hef- ur fjárveitingavaldið samkvæmt stjórnarskrá. í þess höndum er og eftirlitið með opinberum fjárreiðum. Alþingi hefur framselt fjárveitingavald sitt að nokkru, þótt slíkt nái að sjálfsögðu engri átt. Gott dæmi um þetta er sérstakt ráðstöfunarfé ráðherra, sem fyrst kom inn í fjárlög fyrir árið 1990. Rökstuðningur var þá, að féð væri ætlað til að mæta ýmsum tilfall- andi útgjöldum og draga þar með úr þörf á aukafjár- veitingum. Á næsta ári eru ætlaðar 84 milljónir króna til þessa, auk 100 milljóna króna, sem ríkisstjórnin fær í sama skyni. Framsal Alþingis á úthlutun þessa fjár til ráðherra hefur valdið úlfúð í þjóðfélaginu að undanförnu. Ástæð- an er sú, að fólk hefur grunsemdir um, að ráðherrar noti þetta fé til að hygla vinum og kunningjum. Yfir- skoðunarmenn ríkisreiknings segja um þetta sérstaka ráðstöfunarfé ráðherra: „Notkun þessara fjármuna hefur farið úr böndunum.“ Pálmi Jónsson, yfirskoðunar- maður, segir og: „Við leggjum til, að settar verði skýr- ar reglur um meðferð á óskiptum fjárlagaliðum, svo sem að ráðstöfunarfé ráðherra verði varið til einhverra tiltekinna verksviða, t.d. þar sem fjárlagaliðir duga ekki til að ljúka verkefnum, en jafnframt að kveðið verði á um, að fé verði ekki varið til dæmis til verk- efna, sem Alþingi hefur hafnað við fjárlagaafgreiðslu.“ Engin rök hníga að því, að ráðherrar fái milljóna- tugi til ráðstöfunar á eigin ábyrgð. Þeir hafa ekki fjár- veitingavald samkvæmt stjórnarskrá. Alþingí. starfar nú allt árið og komi upp brýn úrlausnarefni er minnsta mál að kalla fjárlaganefnd saman, eða jafnvel þingið sjálft. Það sýnir vel, hvernig framkvæmdavaldið geng- ur á hlut Alþingis, að yfirskoðunarmaður ríkisreiknings telur þörf á reglum um, að óheimilt sé að verja fé til verkefna, sem Alþingi hefur hafnað. Slíkt er reyndar svo fráleitt, að um það ætti ekki að þurfa reglur, en þó má minna þingmenn á, að ráðherrar starfa í um- boði þeirra, þeirra er valdið og því ábyrgðin. STJÓRNMÁL Frambj óðendur kjósendur færri er AF JNNLENDUM vETTVANGI SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR- INN í Reykjavík hefur við- haft prófkjör fyrir allar kosningar til Alþingis nema einar frá þvl árið 1970. Prófkjörið 1970 (vegna kosninganna 1971) var opið, eins og prófkjör flokksins í borginni voru framan af, þ.e. náði ekki eingöngu til floícksbundinna sjálfstæðismanna, heldur einnig þeirra sem undirrituðu stuðningsyf- irlýsingu við flokkinn. í opnu próf- kjörunum gilti sú regla að niðurstöð- ur væru bindandi ef atkvæði voru fleiri en sem nam kjörfylgi flokksins í seinustu kosningum. Kosning var bindandi í einstök sæti, fengi við- komandi frambjóðandi meira en helming greiddra atkvæða. Frambjóðendur í þessu fyrsta prófkjöri voru 25 talsins, og var kosið á milli þeirra með þeim hætti að krossað var við nöfn manna, en ekki númerað í sæti. Þátttakan var mikil; 9271 sjálfstæðismenn greiddu atkvæði. Geir Hallgrímsson, þáverandi borgarstjóri í Reykjavík, var efstur í prófkjörinu með 71,24% gildra at- kvæða. Jóhann Hafstein, forsætis- ráðherra og formaður flokksins, varð hins vegar í öðru sæti með 65,14%. Samkomulag náðist hins vegar eftir prófkjörið um að þeir Jóhann og Geir skiptust á sætum. Gunnar Thor- oddsen varð þriðji og Auður Auðuns í fjórða sæti. Til þingkosninganna 1974 var boðað með skömmum fyrirvara og ekki efnt til prófkjörs, heldur raðaði kjömefnd á framboðslistann, en þar var Geir Hallgrímsson í fyrsta sæti. Albert skákaði Geir 1977 Aftur var efnt til prófkjörs 1977 vegna þingkosninga árið 1978. Alls buðu 43 sig fram í prófkjörinu og var aftur krossað við nöfn. Alls greiddu 9.877 stuðningsmenn Sjálf- stæðisflokksins atkvæði. Albert Guð- mundsson skákaði Geir Hallgríms- syni úr efsta sætinu og fékk 75,7% atkvæða, en Geir fékk 71,4%. Næst komu þau Ragnhildur Helgadóttir, Ellert B. Schram, Gunnar Thorodd- sen og Friðrik Sophusson. Haft var á orði eftir prófkjörið 1977 að umsvif margra framþjóð- enda hefðu verið gífurleg. Þróunin hefur verið sú að frambjóðendum í prófkjörum hefur fækkað og margir hafa talið að mikill kostnaður væri ein ástæða þess að færri legðu i þann harða slag, sem prófkjör hafa stundum orðið. í prófkjörinu 1979, fyrir kosningar síðar það ár, voru frambjóðendur þó 25 talsins. í þetta sinn var ______ tekin upp sú nýbreytni að raða í sæti með því að setja tölur við nöfn fram- bjóðenda. Þátttaka í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei verið meiri; manns greiddu atkvæði. Geir Hallgrímsson endurheimti Þátttaka í prófkjörí Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um helgina var dræm miðað við mörg fyrri prófkjör, og frambjóðendur fáir, en stuðningur við efsta mann meira 0 afgerandi en nokkru sinni fyrr. Olafur Þ. Stephensen rifjar upp úrslit í fyrri próflgorum Sj álfstæðisflokksins. Davíð Oddsson GeirH. Haarde Birgir ísleifur Gunnarsson Gott gengi í prófkjöri Hefur tvisvar sinn- um fengið afgerandi kosningu i 1. sætið. Enginn hefur fengið hærra hlutfall greiddra atkvæða. Fékk góða kosningu þótt borgin hefði tapazt. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir Alþingiskosningar 1970-1994 Prófkjör haldið: Kosningar Pátttaka % af kjörskrá Efsti 27.-28. sept.1970 7. apríl 1971 9.271 Opið prófkjör Geir Ekkert prófkjör 30. júní 1974 19.-21. nóv. 1977 25. júní 1978 9.877 Opið prófkjör Albe 28.-29. okt 1979 2.-3. des. 1979 11.637 Opið prófkjör Geir 28.-29. nóv. 1982 23. apríl 1983 8.155 73,40% Albe 18. okt. 1986 25. apríl 1987 6.546 61,11% Albe 26.-27. okt. 1990 20. apríl 1991 8.480 70,66% Daví 29.-30. okt. 1994 1995 7.297 48,6% Daví ir ísleifur Gunnarsson, sem fékk flest atkvæði á heildina litið, eða 72,6%. Kjósendur virðast ekki hafa viljað refsa Birgi ísleifi, sem verið hafði borgarstjóri, fyrir að meirihlutinn í borgarstjóm Reykjávíkur hafði tap- azt í kosningum árið áður. Krossað aftur 1982 kosningamar stofnaði Albert Borg- araflokkinn og vék af framboðslist- anum, þannig að Friðrik Sophusson leiddi hann í kosningunum. Lokuð prófkjör eftir 1986 43 f rambjóA- endur1977 — 14 nú 12.223 Prófkjör var haldið síðla árs 1982 til að velja framboðslista vegna kosn- inganna árið eftir. Reglum var breytt á þann hátt að menn urðu að skrá sig til þátttöku fyrirfram og voru ________ um 12.000 manns á kjör- skrá. Af þeim greiddu 8.155 atkvæði. Að þessu sinni var aftur krossað við nöfn frambjóðenda, og var það í seinasta sinn sem sú Frá og með prófkjörinu, sem var haldið 1986 vegna kosninga árið eftir, hafa prófkjör Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík aðeins verið opin flökksbundnum sjálfstæðis- mönnum. Þetta hafði eðlilega þau áhrif að kjósendum í prófkjörum fækkaði. Kosning telst bindandi, kjósi fleiri en helmingur _______ flokksmanna.Árið 1986 fyrsta sætið, fékk 68,9% af öllum gildum atkvæðum. Hann fékk hins vegar harða samkeppni frá Albert Guðmundssyni og fékk ekki nema 37,5% atkvæða í 1. sæti. Albert varð I öðru sætinu með 67,5% allra greiddra atkvæða. Næstur kom Birg- aðferð var viðhöfð. Formaður Sjálfstæðisflokksins, Geir Hallgrímsson, féll úr fyrsta sætinu niður í það sjöunda í þessu prófkjöri og fékk 54,12% atkvæða. Albert Guðmundsson náði fyrsta sætinu að nýju og fékk 73,9% at- kvæða. Friðrik Sophusson kom næst- ur með 69,5% og Birgir ísleifur Gunnarsson fékk 68,76%. Fyrir voru 10.707 á kjörskrá í . . prófkjörinu, en af þeim ©,nnu- kusu 6.546. forystl Frambjóðendur voru fimmtán og röðuðu kjósendur þeim í sæti. Albert Guðmundsson hélt fyrsta sætinu, fékk 65% allra greiddra atkvæða, en ekki nema 38,15% í fyrsta sætið. Flest atkvæði í heildina fengu hins vegar þeir Frið- rik Sophusson, sem fékk 80,9% af greiddum atkvæðum og varð í öðru sæti, og Birgir ísleifur Gunnarsson, sem varð í þriðja sætinu og hlaut

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.