Morgunblaðið - 02.11.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.11.1994, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1994 MIIVININGAR MORGUNBLAÐIÐ + Bjöm Vilhelm Magnússon var fæddur á Akureyri hinn 5. maí 1931. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 25. októ- ber síðastliðinn. For- eldrar hans vom Magnús Jón Sigurðs- son seglameistari og Sigurbjörg Björns- dóttir. Systkini hans vom Garðar, dó ung- ur, Sverrir blikk- smiður, Ármann Tryggvi húsgagna- smiður, Anton seglasaumari og Fanney Júlía Guðrún húsmóðir, öll látin. Björn lærði húsgagna- smíði og vann við þá iðn á með- an heilsan leyfði. Hann giftist eftirlifandi eiginkonu sinni, Björk Nóadóttur frá Húsavík 21. ágúst 1954. Böm þeirra em Reynir, Guðrún Þóra, Nói og Sigurbjörg. Áður hafði Björn eignast dreng, Sigtrygg. Útför Björns fer fram frá Ákureyrar- kirkju í dag. NÚ ER lífshlaupi Lilla vinar okkar lokið, eftir afar langa og stranga glímu. Það er frekar ástæða til að gleðjast yfir að hann skuli vera laus úr viðjum þeirra veikinda sem hann hefur mátt stríða við undanfarin 25-30 ár. En það er nú svo þegar vinir kveðja, að söknuður og tregi verður öðrum tilfinningum yfir- sterkari og minningamar hrannast upp. Bjöm Vilhelm var borinn og barnfæddur Akureyringur, og alltaf kallaður Lilli eða Lilli Bjössi af vin- um og vandamönnum. Hann var yngstur í sínum systkinahópi, en þau eru nú öll látin. Lilli lærði hús- gagnasmíði hjá Tryggva bróður sín- um og Gísla Kristinssyni og þótti afburða flinkur og vandvirkur, svo lengi sem hann hafði báðar hend- urnar heilar. Þau Björn og Björk kona hans stofnuðu fyrst heimili í húsi Zion við Hólabraut 13 og keyptu svo árið 1959 íbúð á Sólvöll- um 19. Þó að við hjónin værum búin að búa í nábýli við þau þar í nokkur ár, hófust kynni okkar við þau Lilla og Björk fyrst þegar börnin okkar fóm að vera saman og trúlofuðust. Síðan hefur sú vinátta þróast á milli þessara' íjölskyldna og aldrei borið skugga á. Auk þeirra tengsla sem bömin okkar sköpuðu höfum við verið i nábýli öll árin síðan. Lífið hefur sannar- lega ekki farið mildum höndum um Björk og Lilla og fjölskyldu þeirra, því auk veik- inda hans urðu þau fyrir þeirri sám sorg að sjá á bak litlum þriggja ára dóttursyni eftir mjög erfíð veik- indi. Ekki er hægt að telja hversu oft Lilli hefur verið við dauð- ans dyr og læknar og ættingjar álitið að hver stundin væri sú síðasta. En svo hefur hann sprottið upp með spaugsyrði á vömm um leið og hann mátti mæla. Eitt sinn man ég að hann sagði við mig, eftir að hafa verið milli heims og helju um tíma: „Þeir vildu mig ekki.“ Og svo hló hann. Svona var Lilli. Kannski var þetta hans aðferð við að takast á við þetta líf — líf sem okkur fannst stundum ekki vera neitt líf. Hann hafði að eðlisfari létta lund sem hefir eflaust hjálpað bæði hon- um og öðmm í gegnum erfíðleik- ana. Þó efa ég ekki að hann hafi átt sínar döpm stundir þótt hann væri ekki að flíka því við hvern sem var. Það er varla hægt að ímynda sér það álag sem hvílt hefur á ungum hjónum á fertugsaldri, með fjögur lítil böm og heimilisfaðirinn smám saman úr leik sem fyrirvinna og móðirin langtímum saman sem hjúkmnarkona hans auk þess að vera bæði móðir og fyrirvinna. Þrátt fyrir það, að hann gengi ekki heill til skógar, komu þó betri tímar inn á milli. Á þeim ámm fór- um við nokkrar fjölskyldur í ferða- lög um landið. Þarna áttum við saman margar glaðar og góðar stundir. Þá var Lilli hrókur alls fagnaðar og gaman að lifa. Hann var heldur ekkert að barma sér yfír því þó að hann kæmist ekki allt þar sem bílvegi þraut og hvatti okkur fremur en latti til að labba spottakorn. „Það fer ekki illa um mig hérna,“ var viðkvæðið hjá hon- um. Svo sat hann hinn rólegasti í bílnum og beið — stundum einn, stundum einhver með honum, sem ekki nennti að labba. Já, það er margs að minnast frá þessum ámm sem ekki verður rak- ið hér. Sameiginleg vinkona sagði eitt sinn: „Ég vildi að þú hefðir þekkt hann Lilla, þegar hann var heilbrigður og allt lék í lyndi." Það er sorglegt að hugsa til þess, að yngstu börnin þeirra og svo barna- börnin skuli ekki muna hann hress- an og frískan. Lilli starfaði mikið í íþróttafélagi fatlaðra þá tíma sem heilsan leyfði, tók þátt í mótum og keppti þá m.a. í boccía og var framarlega þar. Þarna eignaðist hann marga góða vini eins og alls staðar þar sem hann fór. Við kveðjum góðan dreng og óskum honum velfarnaðar í bjartri og sólríkari heimi en þeim sem hann var að yfírgefa og biðjum fjöl- skyldu hans blessunar. Hve mörg og þung er þjáning jarðarbarna í þrautum verður andinn skygp. En ofar skýjum ljómar lífsins stjama og ljóssins dýrð og æðsta tign. (Sig. Sv.) Kristín Halldórsdóttir og Sigurður Gestsson. Eftir nám í húsgagnasmíði hjá Gísla og Ármanni bróður sínum vann Bjöm hjá þeim í nokkur ár. Síðan lá leið hans í vinnu hjá Laxár- virkjun. Þá vann hann hjá Ólafi Ágústssyni, en síðast vann hann hjá Trésmíðaverkstæðinu Þór, hjá þeim Rafni og Eiríki, sem reyndust honum mjög vel, ekki síst í hans miklu veikindum á síðustu árum hans. Kynni okkar hófust fýrir 49 árum þegar ég kynntist systur hans Fanneyju, er síðar varð eiginkona mín. Góð vinátta varð strax á milli okkar Björns, enda var hann öð- lingsmaður og hvers manns hug- ljúfí. Hann var gamansamur og mikill grínisti í góðra vina hópi. Ég þakka honum fyrir alla ástúð sem hann sýndi systur sinni fyrr og síð- ar, það gleymist aldrei. Þó þau gætu ekki átt stundir saman vegna sjúkleika fengu þau jafnan fréttir hvort frá öðru gegnum símann. Alltaf var hringt þegar afmæli voru, það mátti ekki gleyma þeim. Við Björn störfuðum saman í Nýja bíói í nokkur ár. Sá tími var okkur báð- um til mikillar ánægju. Við vorum þá báðir iðnnemar. Þá var ekki greitt kaup í iðnnámi, aðeins fæði og húsnæði, svo við reyndum að afla tekna með kvöldvinnu í Nýja bíói. Fyrir 27 árum veiktist Björn hastarlega. Reyndist það vera hjartalokugalli og var Björn sendur til London til aðgerðar. Sú aðgerð tókst vel og varð hann vinnufær næstu fjögur árin en síðan kom hvert áfallið eftir annað og síðustu árin var hann að mestu á sjúkrahús- um og heilsuhælum. I gegnum öll þessi veikindi stóð hann sig alltaf eins og hetja. Þær voru erfíðar síðustu heim- sóknirnar til þessa góða vinar míns. Kona hans og böm sátu hjá honum frá morgni til kvölds. Mínar komur urðu styttri og styttri, því ég átti erfítt með að sjá þjáningar hans. Ég bað Guð að lækna hann og síð- ar bað ég að hann fengi að fara til fegri heima, Guðs um geim, þar sem móðir, faðir og systkini bíða hans. (Fyrirgefíð mér.) Það er sárt að sjá á eftir ástvinum sínum, en ennþá erfiðara að sjá þá þjást. Guð blessi þig, vinur minn. Þakka þér fyrir ævarandi tryggð sem aldr- ei bar skugga á. Björk og börnunum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið Guð að styrkja þau í þeirra mikla missi. Far þú í svo í friði, kæri vinur, og friður Guðs blessi þig. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Hinrik Hinriksson. + Oddný Sesselja Guðbrandsdótt- ir var fædd á Sæ- bóli í Aðalvík 8. ágúst 1906. Hún lést á öldrunar- heimilinu Skjóli í Reykjavík aðfara- nótt 26. október síð- astliðins. Sesselja var dóttir hjónanna Guðbrands Einars- sonar, f. 2. febrúar 1861 í Bjarneyjum, Breiðafirði, og Kristínar Guð- bjargar Sveinsdótt- ur, f. 5. apríl 1868 á Gili í Svart- árdal. Sesselja átti fjögur systkini sem öll eru látin, Svein, f. 9. september 1893 og lést á sama ári, Karólínu Ólöfu, f. 15. febrúar 1897, Magnús Valdi- mar, f. 5. júní 1901 og fóstur- bróður, Friðfinn Árna Elías- SAGA Sesselju og Bárðar er stutt og falleg og mun verða geymd lengst í hugum þeirra sem stóðu þeim næst og þau unnu mest, þó mörgum öðrum munu þau lengi verða minnisstæð. Sesselja fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Bolungarvíkur þegar hún var fímm ára og þar ólst hún upp fram að ungHngsárum. Þegar hún varð fimmtán ára fór hún í vist til Reykjavíkur hjá Jóni Helgasyni, þáverandi biskupi, og konu hans, þar sem hún lærði dönsku um vetur- inn. Leið hennar liggur síðan aftur til Bolungarvíkur þar sem hún trú- lofast æskuvini sínum, Bárði, og fer í húsmæðraskólann á Isafirði. Þegar Sesselja útskrifast úr hús- mæðraskólanum fer hún í vist til Örnólfs Valdimarssona og Hildar Þorvarðardóttur sem bjuggu á Suð- ureyri við Súgandafjörð. Þetta heimili var bammargt og gest- kvæmt, og hélt hún vinskap við þetta fólk alla tíð síðan. Bárður ólst einnig upp í Bolungarvík og hneigðist hugur hans fljótt til sjó- mannsstarfsins. Hann braust áfram með elju og dugnaði til meiri þekk- ingar á starfi sínu og náði ágætri sjómannamenntun með prófí frá sjómannaskólanum. Þá lagði hann út í lífið með veganesti það, sem hann hafði aflað sér og hann taldi nauðsynlegt. Og ekki gleymdi hann æskuvininum sínum, stúlkunni sinni, og vissulega brosti lífið við þeim Sesselju Guðbrandsdóttur og Bárði Bjarnasyni. Svo kom lífið með skúrum og skini eins og gengur og gerist. Sesselja smitast af berklum og verður að fara suður á Vífils- staðaspítala í aðgerð sem var kölluð að „plumbera". En tvö samstillt hjörtu sem bundin voru óijúfandi tryggðaböndum yfirstigu léttilega alla erfíðleika og bjartir voru alltaf framtíðardraumarnir. Stundum var baráttan við Ægi að vísu hörð, en kærleiksríkt heimili og vonin um að geta skapað því bjarta framtíð skóp nýjan þrótt og endurnýjaðan baráttuhug. Og þetta er öll sagan, — saga æsku og ástar, saga vinnu og fórnfýsi, saga bjartra vona og framtíðar og loks sagan um hina örlagaríku ferð, kallið mikla, fórnin ógleymanlega! Margar ástæður liggja til þess að Þormóðsslysið varð mönnum son, f. 14. október 1894. Sesselja gift- ist Bárði Arna Bjarnasyni 10. september 1930. Bárður var fæddur 10. mars 1904 á Ytri-Búðum í Bol- ungarvík, sonur hjónanna Bjarna Jóns Bárðarsonar og Kristínar Salome Ingimund- ardóttur. Sesselja og Bárður eignuð- ust tvö börn sem bæði eru fædd á Isafirði, Hönnu Karítas, f. 30. júní 1937, og Þórhall Gauta, f. 18. febrúar 1943. Bárður var alltaf á sjó og sigldi á stríðsár- unum, en fórst með Þormóði frá Bíldudal 18. febrúar 1943. Útför Sesselju fer fram frá Fossvogskirkju í dag. minnisstætt, enda mun með sanni mega segja að hinn ógleymanlegi atburður hafí, á þeim tíma, snortið hvert mannsbarn á landinu. Þar hurfu margir ágætir og valinkunnir menn sem úr hópi lifenda á einni nóttu. Sesselja elskaði og dáði Bárð, hún giftist ekki aftur og bar minn- ingu hans ætíð í hjarta sínu. Þeir sem kynntust henni komust ekki hjá því að veita því athygli, að hjá henni voru sameinaðir mannkostir þeir, sem góða konu prýða mest, enda ávann hún sér álit og traust hvarvetna og verður hveijum vini sínum og kunningja ógleymanleg. Minnisstæð mun einnig verða um- hyggja hennar sem hún bar í bijósti til heimilisins. Heimilisins, sem hún þráði svo mjög að mega lifa og vinna fyrir. Eiginmannsins sem hafði svo mikið af ástríki hennar að segja, barnanna þeirra ungu, sem hún elskaði svo mjög og móður sinnar sem hún af gleði óskaði að mega hafa hjá sér. Þegar Sesselja hafði misst Bárð fór hún til Reykjavíkur til að læra að sauma og sníða, vann svo fyrir heimilinu með saumaskap og hélt sauma- og sníðanámskeið fyrir kon- ur á ísafirði. Hún vann einnig á kvöldin við miðasölu í Alþýðuhús- inu, en þar voru ýmsar skemmtanir haldnar. Síðar fékk hún kennarastöðu við Gagnfræðaskólann á ísafirði og kenndi þar að sauma og sníða, en það var nýjung í handavinnu- kennslu á þessum tíma, að kenna maskínusaum. Hún veiktist aftur af berklum árið 1948 og fór aftur á Vífils- staði, heimilið flosnaði upp, börnin fara sitt í hveija áttina og einnig móðir hennar sem var á heimilinu. Hún barðist við veikindi sín í þijú ár og hafði sigur eftir mjög tvísýna baráttu. Hún stofnaði heimili aftur og þá í Reykjavík. Hún vann í nokk- ur ár við saumaskap í versluninni Geysi og síðar á Bifreiðastöð ís- lands. Sesselja var sterk og kjarkmikil kona sem varð að takast á við erfið- leika og veikindi sem komu upp síðar á ævi hennar. Líf hennar var ekki létt, þægilegt og laust við vanda. Hún hafði skilning á til- gangi þessa lífs og treysti frelsara sínum Jesú Kristi og vissi að hún yrði reynd og fengi tækifæri til að vaxa og þroskast. Þess vegna gerðu erfiðleikarnir hana ekki bitra og harða, heldur milda og auðmjúka. Það var alltaf hægt að leita til ömmu þegar eitthvað bjátaði á í lífinu. Hún var ekki dómhörð, held- ur umhyggjusöm og kærleiksrík. Ég kveð kæra ömmu, þegar hún er nú farin til ástvinar síns sem hún þráði svo mjög að vera hjá. Guð blessi þig. Bárður Árni Gunnarsson. + Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BALDUR KRISTJÁNSSON fyrrv. lögregluþjónn, Kúrlandi 5, Reykjavík, sem andaðist 24. október, verður jarösunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 4. nóvember kl. 13.30. Unnur Sveinsdóttir, Kristján Ágúst Baldursson, Stefanía Þorvaldsdóttir, Sveinn Baldursson, Sesselja Signý Sveinsdóttir, Einar Valur Baldursson og barnabörn. + Þökkum innilega samúð og vináttu við andlát og útför bróður okkar, mágs og frænda, KARLS FRANKLÍNS GUÐMUNDSSONAR málara. Steinunn Guðmundsdóttir, Valdimar Björnsson, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Sigurður Helgason, Ari Guðmundsson, Hulda Guðmundsdóttir, Ibsen Angantýsson BAUTASTEINN J Brautarholti 3. 105 Reykjavík Sími: 91-621393 BJÖRN VILHELM MAGNÚSSON SESSELJA GUÐBRANDSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.