Morgunblaðið - 02.11.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.11.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1994 31 MINNINGAR því þú neitar að vera miklu yngri en hún. Enda ert þú fæddur í jan- úar 1976 en hún í desember 1974. Elsku Ásgeir minn. Takk fyrir alla hjálpina í gegnum tíðina og allar samverustundirnar. Það er nú hálfóraunverulegt að hugsa til þess að eiga aldrei eftir að heyra þig svara í símann eða sjá þig koma og sækja hana Auði. En svona er lífið, fullt af óvæntum atburðum. Það er þó mikill styrkur að vita að þér líður vel núna og ég veit að þú ert meðal okkar í dag og að eilífu. Elsku Auður og Sveinn, Ella og Simmi, Hrönn og Bessi og Auður Ýr mín. Megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Guð blessi ykkur öll. Kristín Pétursdóttir. Ég minnist þín og sakna, er sólin hærra stígur og sumarblómin vakna, eg aldrei gleymi þér. (Stefán Ágúst) Svo skyndilega ert þú farinn og þú kvaddir þennan heim. Þú fórst til betri heima. Það huggar mig að vita að loksins fannst þú frið. Samt er svo margt sem ég átti eftir að segja þér. Og öll orðin, öll samtölin og nærvera þín verða að yndislegum minningum. Og seinna, þegar allur sársaukinn er horfinn, þá hef ég þessar yndislegu minning- ar. Ég er þakklát fyrir það að þú treystir mér fyrir þínum leyndarmál- um og einnig treysti ég þér. Leynd- armálin mín, sem ég átti eftir að segja þér, mun ég segja þér seinna. Eg mun alltaf geyma í hjarta mfnu og varðveita það sem þú sagð- ir við mig í síðustu heimsókn þinni til mín. Og ykkur, Auður, Sveinn, Auja, Ella, Hrönn og fjölskyldur, vil ég votta innilega samúð mína. Elsku Ásgeir, ég mun aldrei, aldr- ei gleyma þér. Þín vinkona, Lena Viderö. í dag ætlum við að fylgja ástkær- um vini okkar Ásgeiri Erni Sveins- syni til grafar. Það var fyrir rúmum tveimur árum sem við kynntumst þessum lífsglaða og fjölhæfa dreng v sem stundaði nám við Verzlunar- skóla íslands eins og við. Hann tók fljótt þátt í félagslífi skólans með því að vera hljóðmaður í leikritinu „Hvenær kemurðu aftur rauðhærði riddari?" Að því loknu tók hann að sér uppsetningu á útvarpsstöð okkar verslinga. Ásgeir tók aðeins að sér það sem hann gat staðið við og lauk því ávallt með sóma. Hann var mjög + Kristín Fönn Ómarsdóttir var fædd á Eskifirði 17. nóvember 1978. Hún lést í bíl- slysi 24. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Eski- fjarðarkirkju 1. nóvember. Með ennið bjart og augun bláu okkur geymist myndin þín sem brosin ljúf í bemsku sáum og best við þekktum, Kristín mín. (Lílja Eðvarðsdóttir) MÁNUDAGINN 24. október barst okkur hræðileg frétt. Kristín Fönn bekkjarsystir okkar var látin, hún sem var í blóma lífsins. Minningamar um það' hve góð og yndisleg hún var fljúga í gegnum huga okkar þegar við minnumst hennar. Við kynntumst fyrst á leikskólanum á Eskifirði, síðan vorum við saman í bekk öll grunn- skólaárin. Kristín var alltaf hæg og róleg, var öllum góð og öllum líkaði vel við hana. Við munum aldrei gleyma öllum gleðistundunum sem við áttum saman. Það stendur okkur skýrt fyrir hugskotssjónum hve falleg hún var á fermingardaginn okkar, hinn 16. apríl 1992. Þá hefði aldrei hvarflað að okkur að eitt okkar ætti samviskusamur og vandvirkur í því sem hann tók sér fyrir hendur og gátum við því ávallt treyst á hann. Ásgeir var mjög laginn við allt sem tengdist rafmagnstækjum og upp frá því hóf hann störf við mynd- bandsvinnslunefnd skólans. Ásgeir var fljótur að tileinka sér starfshætti þá sem viðgengust innan nefndarinnar og var því ekki við öðru að búast en hann ætti eftir að starfa við þetta í framtíðinni. Metn- aður hans var slíkur að sumarið eftir sótti hann um starf hjá Stöð 2 og átti hann góða möguleika á að komast þar inn. Ásgeir var frekar skipulagður og sem merki um það þá kom hann ávallt með fjórar samlokur í skól- ann, raðaði þeim upp á vissum stað á skólaborðinu, jafnvel þótt hann færi bara í eina kennslustund. Hann var einnig svolítill grallari því hann borðaði oftast ekki nema tvær samlokur, seldi eina og hélt einni eftir handa hundinum sínum, Hektori Alexander. Ásgeir var vanur að fara sínar eigin leiðir, til dæmis fylgdi hann ekki alltaf tískunni í klæðaburði hveiju sinni, heldur klæddist hann því sem honum líkaði best. Hann var mjög laginn við allt sem tengd- ist bílum enda vann hann við það á verkstæði föður síns í nokkur ár. Einn draumur Ásgeirs var Must- anginn sem hann átti og var búinn að dunda við að gera upp í þónokk- urn tíma. í uppfærslu Nemendamótsnefnd- ar í fyrra á Jesus Christ Superstar starfaði hann ásamt tugum annarra við að gera uppfærsluna sem besta úr garði. Nú síðast starfaði hann sem sjón- varpsstjóri og var byrjaður að und- irbúa sjónvarpsútsendingu ásamt nefnd sinni, fyrir Verzlunarskólann. Þykir okkur því sárt að geta ekki notið krafta hans og vináttu áfram í þessu lífi. Við munum ávallt geyma minningu um hann í huga og hjarta okkar og treystum því að hann verði ávallt nálægt okkur. Þegar loksins lífíð fann, leið á hærri vegi, hnitaði andinn hringinn þann, hér sem lokast eigi. (Pétur Jónsson) Elsku Auður, Sveinn, Hrönn, El- ín, Auður Ýr og aðrir ástvinir, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Pétur Óli Gíslason, Samúel Bjarki Pétursson. Elsku Ásgeir minn. Ég veit ekki hvað ég á að segja því aldrei datt mér í hug að ég ætti eftir að skrifa kveðjuorð til þín. Aðeins nokkrum eftir að verða numið á brott svo fljótt. Þegar 10. bekk lauk fórum við öll saman í skólaferðalag hringinn í kringum landið. Það var mjög gaman og við skemmtum okkur öll mjög vel, sérstaklega í Vestmannaeyjum, Kristín var kannski glöðust okkar allra. í haust lágu leiðir okkar í sundur. Flestir voru áfram saman og fóru í Menntaskólann á Egilsstöðum, þar á meðal Kristín. Við hin héldum í aðr- ar áttir og söknum þess mjög að hafa ekki getað deilt síðustu ævidög- um hennar með henni. Góði Guð, þvi þurftir þú að taka hana burt svo unga? En sagt er að þeir deyi ungir sem guðirnir elska. Hin ytri fegurð fæðist til að deyja, ei fölnað hin, þitt skín um aldur, sofin, saklaus meyja sólarlags skin. (St. Thorst.) Elsku Hanna Stína, Ómar, Björg- vin, Kristrún, Dagný og aðrir að- standendur, við biðjum Guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg og sendum ykkur dýpstu samúðarkveðjur. Auður Sigrúnardóttir, Erna Grétarsdóttir. dögum eftir að við hittumst í síð- asta sinn. Mér finnst ég lifa slæma martröð og ég bíð eftir að vakna og hitta þig í skólanum, brosandi og glaðan. En ég verð víst að sætta mig við að þú ert dáinn. En ég hugga mig við að við mun- um hittast aftur en þangað til verð ég að láta mér nægja að loka 'augun- um og óska þess að þú sért hjá mér. Rifja upp allar góðu stundimar sem við áttum saman. Þær voru alltof fáar, en góðar. Ég kveð þig nú, Ásgeir minn, og vona að þér líði vel. Ég mun aldrei gleyma þér. Ég sendi Sveini, Auði, Auju, Ellu, Hrönn, Simma, Bessa og Hektori mínar innilegustu samúðarkveðjur. Sigríður Elín. Það er erfítt að hugsa til þess að þú sem varst svo uppfullur af gleði í gær skulir ekki vera með okkur í dag. Þó reyni ég að bægja frá öllum þesslags hugsunum og öllum þeim svarlausu spurningum sem upp í hugann leita. Frekar hugsa ég um allar þær dýrðlegu stundir sem ég átti með þér. Alla þá æðislegu drauma sem þú áttir og ég hefði svo mikið viljað sjá rætast. Þú varst sá mesti grúskari og brallari sem ég hef nokkum tíma kynnst og þau vom ófá öll þau tæki og tól sem þú dundaðir þér við að búa til. Það var líka sem þú kynnir svör við öllu sem við krakk- arnir veltum fyrir okkur. Ef eitthvað bilaði þá vissum við að þú gætir lagað það. Þú varst alltaf svo upp- fullur af hugmyndum sem okkur hinum fannst fáránlegt að fram- kvæma. Mikið vildi ég nú hafa tíma og getu til að framkvæma þær all- ar. Um leið og ég með þessum fá- tæku orðum kveð þig, elsku Ásgeir minn, vil ég votta fjölskyldu þinni mína dýpstu samúð. Svavar Pétur Eysteinsson. Það er svo stutt síðan við lékum okkur saman, smápollar í götunni. Og þó að Ásgeir hafi verið minnstur af okkur hafði hann stærsta hjartað og mestan hugann. En hann stækk- aði eins og við allir og vinskapurinn hélst alla tíð og Ásgeir hélt eiginleik- um sínum, sem góður vinur. Það var alltaf gaman að vera með Ásgeiri, það var alltaf stutt í brosið hjá honum og skemmtileg tilsvör. Hann var mjög metnaðar- gjarn og ef hann ætlaði sér eitthvað þá gerði hann það og gerði það vel. Ásgeir, þakka þér fyrir brosið, hláturinn, prakkarastrikin og vin- skapinn sem þú gafst okkur í gegn- um árin. Hann er ómetanlegur og mun hjálpa okkur í gegnum lífíð. Elsku Auður, Svenni og fjöl- skylda, guð veiti ykkur styrk í sorg- inni. Minningin um góðan dreng gleymist ei. Þínir vinir, Sveinbjörn Bjarki og Gestur Óskar. Ég vil þakka þér, elsku Ásgeir minn, fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Allar voru þær jafn yndislegar og sérstaklega sú síðasta. Þá ræddum við einmitt um það að okkur hefði aldrei sinnast, en þú varst nú samt mjög duglegur við að lesa yfir hausamótunum á mér þegar ég gerði eitthvað sem þér mislíkaði, en þátt fyrir það gat ég alltaf leitað til þín ef ég þurfti á að halda. Okkar síðustu kvöld- stund sagðir þú mér líka að litla ófædda barnið mitt sem allir biðu eftir með óþreyju ætti eftir að eiga þig að allt sitt líf. Einnig ræddir þú um hvað það yrði gaman þegar hægt væri að fara með það niður að Tjörn og flækjast með það út um allt. Þetta lýsir því best hvernig þú varst, svona ljúfur og góður og allt- af tilbúinn að standa við bakið á öðrum. Ég kvaddi þig með þeim orðum að ég myndi sjá þig næst uppi á fæðingardeild en þú sagðir að það yrði örugglega mjög langt í það þó svo að barnið ætti að vera löngu komið. Ég var ekki fyrr búin að loka dyrunum á eftir þér þegar allt fór af stað hjá mér og daginn eftir fæddist sonur minn. Þegar þú svo komst að heimsækja okkur á spítalann, grínaðist þú með það að það væri allt þér að þakka að hann fæddist þennan dag, vegna þess að þú hafðir sagt svo margt fyndið um kvöldið að strákurinn flýtti sér í heiminn til að geta skoðað þennan skrítna karl og ég er ekki frá því að það hafí verið rétt hjá þér. Mér þykir það svo leitt að þið tveir hafíð ekki getað kynnst betur en raun bar vitni. Ásgeir minn, ég veit það með vissu að eins og þér einum var lag- ið munt þú vaka yfír syni mínum og leiða hann rétta leið í gegnum lífíð ásamt mér, þú verður bara á öðrum betri og bjartari stað. Elsku Ásgeir, mér þótti svo og þykir enn svo vænt um þig og minninguna um þig mun ég alltaf geyma í hjarta mínu og sonur minn skal fá að vita*^ hver þú varst og hvaða mann þú hafðir að geyma, því lofa ég þér. Ég vil votta foreldrum þínum og systrum mína innilegustu samúð og megi guð geyma þau og styrkja í sinni miklu sorg. Elsku vinur minn, ég mun aldrei gleyma þér og ég kveð þig með söknuði í hjarta. Megi algóður guð vernda þig og blessa. Þín vinkona, Þórunn Ýr. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR J. BRIEM, Lönguhlíft 9, Reykjavík, sem lést 28. október sl., verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 4. nóvember kl. 13.30. Soffía Briem, Jón G. Briem, Sigrún Briem Fredenlund, Jan Fredenlund, Ingibjörg Briem, Baldur Héftinsson og barnabörn. t Innilegustu þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og úttför bróður okkar, JÓNS VILHJÁLMSSONAR vélstjóra, Hlíðarhvammi 7, Kópavogi. Systkini hins látna. Rýmum fyrir nýjum vörum. Afsláttur frá Barnafataverslunin Bláskjár Viö erum á Suðurlandsbraut 52, í bláu húsunum við Fákafen, vestan við Mac Donalds. Sími. 37 600. 'á ENSKA ER OKKAR MÁL SÉRMENNTAÐIR ENSKIR KENNARAR - LIFANDI NÁMSKEIÐ FJÖLBREYTT NÁMSKEIÐ FYRIR BÖRN, UNGLINGA OG FULLORÐNA V.R. OG FLEIRI VERKALÝÐSFÉLÖG TAKA ÞÁTT í NÁMSKEIÐSKOSTNAÐI i Ahersla á talmál HO kunnáttu stig iHámark 10 nem. í bekk Juiie Samuel Victoria Julia Lorcan Enskuskólinn TÚNGATA 5 - SÍMI 25330 KRISTIN FONN ÓMARSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.