Morgunblaðið - 02.11.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.11.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ DAIMS MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1994 33 Rúmlega 200 þátttakendur á fyrstu alþjóðlegu dans- keppnínní á Islandi ___________Dans_______________ íþróttahúsiö við Strandgötu Ilafnarfirði FYRSTA alþjóðlega danskeppnin, Viking Open Hafnarfjörður 1994, var haldinn síðastliðinn laugardag, 29. oktbóber. Keppnin var haldin á veg- um Nýja dansskólans og Flugleiða og fór fram í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfírði. Dagskráin hófst með því að fána- beri bar inn íslenska fánann, eins og hefð er orðin á danskeppnum á íslandi. Gestir risu úr sætum og heilsuðu íslenska fánanum og þótt viðstaddir hafi margir hveijir oft áður upplifað athöfn af þessu tagi, er hún alltaf jafn hátíðleg og kemur við viðkvæmustu strengi í okkar litla og stolta þjóðarhjarta. Þar næst tók skipuleggjandi keppninnar og keppn- isstjórinn Níels Einarsson danskenn- ari til máls. Hann bauð gesti og kepp- endur velkomna og sagðist vona að allt gengi sem best fyrir sig. Hann minntist á að þetta væri fyrsta al- þjóðlega danskeppni á íslandi og vonast hann eftir að hún verði að árlegum viðburði. Keppendur voru rúmlega 200 og var keppendum skipt í nokkra aldurs- flokka, og gátu flestir keppendur valið hvort þeir kepptu í einum dansi eða 4 og 4 og eldri keppendur og atvinnumenn í 5 og 5 dönsum. Flest- ir keppendurnir voru íslenskir, en að þessu sinni voru erlendu pörin 3. Eitt par frá Skotlandi sem keppti í flokki 16 ára og eldri, par frá Austur- ríki sem keppti í flokki 35 ára og eldri og loks fyrrum heimsmeistarar í 10 dönsum, Martin og Allison Lamb frá Englandi. Áhorfendur voru fjöl- margir og oft vel með á nótunum. Það blés ekki byrlega í upphafí, því að fyrsta liðnum þurfti að fresta því það vantaði eitt keppnisparið í húsið. En gamla máltækið um að „fall sé fararheill“ sannaði sig svo sannar- lega í þetta sinn, því tímatafla stóðst nokkuð vel það sem eftir var dags- ins. En mikið mundi það hjálpa skipu- leggjendum danskeppna og annarra íþrótta-og listkeppna ef keppendur væru stundvísir og tilbúnir þegar að þeim kemur, það er með öllu óþol- andi að láta nokkur hundruð áhorf- endur og keppendur bíða eftir einum kærulausum einstaklingi! Miklar framtíðarvonir bundnar yngsta fólkinu Það er óhætt að segja að keppend- ur hafi staðið sig með mjög vel í alla staði og augljóst að dansinn er í hraðri jákvæðri þróum hér á landi, a.m.k í flestum tilfellum. Eins og við var að búast slógu yngstu keppendumir rækilega í gegn, þarna var jú margt af okkar bestu keppnisdönsurum, sem framtíðarvonir okkar era hvað mest bundnar við. Því eins og Ferenc Polai, einn dómaranna, sagði þá eigum við Islendingar mikið af mjög góðum dönsurum, sérstaklega í yngstu flokk- unum. Hann sagði jafnframt að við þyrftum að halda áfram skynsam- legri uppbyggingu ungu kynSlóðar- innar, því aðeins með því að hlúa vel að henni gætum við náð miklum árangri á alþjóðlegum vettvangi. Gnótt frambærilegra dansara Um eldri pörin, þá sérstaklega flokk 16 ára og eldri, vil ég aðeins segja það að þar var gnótt frambæri- legra dansara sem sýndu þó nokkur tilþrif, en þar var eitt sem mér fannst skyggja töluvert á. Andlits grettur og fettur keyrðu fram úr hófi í þetta sinn og á stundum var eins og sumir dansaranna væra með óbragð í munn- inum. Þegar slíkt gerist verður dans- inn hálf innihaldslítill og yfírborðs- kenndur. Eins og málarinn notar liti og form til að tjá sig og söngvarinn röddina sína þá notar dansarinn lík- amann og hreyfíngar hans til að tjá sig, ekki bara andlitið. Vandinn við suður-amerísku dansanna er einmitt sá að mörgum er kennt, eða öllu held- ur ekki kennt, að andlitstjáningin og líkamstjáningin séu tveir aðskyldir hlutir, að grettumar, sem ég vil kalla, séu punkturinn yfir i-ið. Við þetta þá virðast tilfinningar og tjáning ekki vera í neinu samhengi við hreyfíngar líkamans, dansarinn bætir einhveij- um andlitsæfingum við sporin sín, sem eru afar óeðlilegar, í stað þess að þetta komi allt af sjálfu sér. Þá er í raun sáralítið eftir. Annað var það, sem mér þótti ósmekklegt í hæsta lagi, en það er þegar keppandi rekur út úr sér tunguna framan í áhorfend- ur og dansfélagann sinn. Þetta á víst að vera fyndið, en er ekkert annað en rætinn dónaskapur, sem ég vona svo sannarlega að ég sjái aldrei aft- ur, því þetta á ekkert skylt við dans. Gott skipulag keppninnar Rúsínan í pylsuendanum var svo keppni atvinnumannanna. Þar voru tvö íslensk pör mætt til leiks og eitt enskt, fyrrverandi heimsmeistarar í 10 dönsum, Martin og Alison Lamb. Atvinnumennirnir kepptu aðeins í ÁRNI Traustason og Helga Þóra Björgvinsdóttir. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson FYRRVERANDI heimsmeistarar í 10 dönsum, Martin og Alison Lamb, voru ánægð með ferð sína hingað. BENEDIKT Einarsson og Berglind Ingvarsdóttir sigruðu bæði í standard og suður-amerískum dönsunum í flokki 12-13 ára. ANNA Björk Jónsdóttir og Gunnar Sverrisson sýna okkur hér fallega „oversway“- línur en þau sigruðu í suður-amerískum dönsum í flokki 16 ára og eldri. suður-amerísku dönsunum 5 að þessu sinni. Mér fannst virkilega gaman að sjá íslensku pörin dansa við hliðina á Martin og Alison og við megum vera stolt af þeim því þau sýndu okkur góðan dans í háum gæðaflokki og ég trúi ekki öðru en að þau eigi eftir að komast þónokkuð áfram í keppnum. atvinnumanna í næstu framtíð. Keppnin var vel skipulögð og fór einstaklega vel fram, í flesta staði, og í raun ótrúlegt að svo fáar hendur hafí unnið svona gott og mikið verk. Starfs- menn keppninnar stóð sig með mestu ágætum. Einu hnökrarnir voru, að mér fannst, í tónlistinni. Hún var “fade-uð“ alltof hægt niður, þannig að keppendur vissu ekki hvort þeir ættu að hætta eða dansa áfram. Oft á tíðum fannst mér “jive-in“ í hægari kantinum, en það er jú smekksatriðið hversu hröð þau eigi að vera. En þó er það eitt sem mér fannst slæmt, en það er að í flokki 11 ára og yngri var spilað mambó-lag þegar börnin áttu að dansa samba. Það er ekki nógu gott og getur ruglað þessa keppendur, lagið virkar hægt og svolítið silalegt. Að þessu þarf að gæta vel. En að öðru leyti var tónlistin vel valin, falleg og taktgóð, en það að velja góða tónlist fyrir danskeppni er enginn hægðarleikur. Góðir dómarar Dómaramir vora þrír og ekki af verri endanum, David Roberts frá Englandi, Jesper Fredriksen frá Danmörku og Ferenc Polai frá Austum'ki. Þeir stóðu sig vel og held ég að undantekningalítið hafi allir verið ánægðir með störf þeirra. Verðlaunagripimir fyrir fyrsta sætið voru módelhannaðir víkingar, sem voru ákaflega fallega og skemmtilega hannaðir af Sigríði Bjamadóttur og komu mikið á óvart. Það væri of langt mál hér að telja upp alla starfsmenn keppninnar en þeir stóðu sig ákaflega vel í alla staði, eins og fyrr var skráð, og eiga þakk- ir og hól skilið fyrir sín störf. Þessari fyrstu alþjóðlegu dans- keppni á íslandi lauk á tíunda tím- anum, eftir mjög svo skemmtilegan og vel heppnaðan dag. Andrúmsloft- ið var sérlega afslappað og gott og allir wvora í spariskapinu sínu, sem skemmir jú ekki fyrir á hátíðarstund- um sem þessari. Ég vil fyrir hönd áhorfenda óska aðstandendum keppninnar til hamingju með hana, með óskum um að hún verði að árleg- um viðburði. Úrslit 9 ára og yngri einn dans, cha cha 1. Davíð G. Jónsson og Halldóra Sif Hall- dórsdóttir,_ Reykjavík 2. Sigurður Ágúst Gunnarsson og Stefanía Tinna Miljevic, Reykjavík 3. Gunnar Mar Jónsson og Anna Claessen, Reykjavík 10—11 ára einn dans, enskur vals 1. ísak Halldórsson Nguyen og Halldóra Ósk Reynis,d., Kópavogi 2. Fannar Helgi Steinsson og Sigríður H. Guðmundsd., Reykjavík 3. Róbert Traustason og Ágústa Ósk Back- man, Reykjavík 11 ára og yngri, latín 1. Haraldur Anton Skúlason og Sigrún Ýr Magnúsdóttir, Garðabæ 2. Ámi Traustason og Helga Þóra Björg- vinsdóttir, Reykjavík 3. Oddur Jónsson og Elísabet Kristofers- dóttir, Garðabæ 11 ára og yngri, standard 1. Haraldur Anton Skúlason og Sigrún Ýr Magnúsdóttir, Garðabæ 2. Gunnar H. Gunnarss. og Ragnheiður E. Eiríksd., Reykjavík 3. Ámi Traustason og Helga Þóra Björg- vinsdóttir, Reykjavík 12-13 ára einn dans, jive 1. Ragnar Már Guðmundss. og Elín Bima Skarphéðinsd., Reykjavík 2. Hafsteinn Valur Guðbjartsson og Nfna Haraldsdóttir, Reykjavik 3. Magnús S. Einarsson og Hrund Ólafs- son, Reykjavík 14-15 ára einn dans, quickstep 1. Katrín íris Kortsdóttir og Magney Ósk Bragadóttir, Reykjavík 2. Snorri Júlíusson og Eva Hermannsdótt- ir, Reykjavík 3. Jóhann Gunnar Óskarss. og Guðrún H. Hafsteinsd., Reykjavfk 16 ára og eldri einn dans, rumba 1. Þorvaldur Harðarson og Eva Magnús- dóttir, Reykjavík 2. Frímann Sigurðsson og Eyrún Magnús- dóttir, Reykjavík 25 ára og eldri einn dans, enskur vals 1. Guðmundur Æ. Guðmundsson og Aðal- heiður Jóhannsd., Kópavogi 12-13 ára, latín 1. Benedikt Einarsson og Berglind Ingvars- dóttir, Garðabæ 2. Eðvarð Þór Gíslason og Ásta Lára Jóns- dóttir, Hafnarfirði 3. Hafsteinn Jónasson og Laufey Karitas Einarsdóttir, Reykjavík 12-13 ára, standard 1. Benedikt Einarsson og Berglind Ingvars- dóttir, Garðabæ 2. Hafsteinn Jónasson og Laufey Karitas Einarsdóttir, Reykjavík 3. Eðvarð Þór Gíslason og Ásta Lára Jóns- dóttir, Hafnarfirði 14—15 ára, latín 1. Sigursteinn Stefánsson og Elísabet Sif Harðardóttir, Reykjavík 2. Brynjar Örn Þorleifsson og Sesselja Sig- urðardóttir, Reykjavik 3. Þorvaldur Gunnarsson og Jóhanna Ella Jónsdóttir, Hafnarfirði 14-15 ára, standard 1. Brynjar Örn Þorleifsson og Sesselja Sig- urðardóttir, Reykjavík 2. Sigurður G. Sigmarsson og Lóa Ingvars- dóttir, Reykjavík 3. Sigursteinn Stefánsson og Elfsabet Sif Haraldsdóttir, Reykjavík 16 ára og eldri, latin 1. Gunnar Sverrisson og Anna Björk Jóns- dóttir, Kópavogi 2. Davíð Arnar Einarsson og Eygló K. Benediktsdóttir, Garðabæ 3. Halldór Örn Óskarsson og Dagbjört Rut Bjamadóttir, Reykjavík 16 ára og eldri, standard 1. Davfð Arnar Einarsson og Eygló K. Benediktsdóttir, Garðabæ 2. Gunnar Sverrisson og Anna Björk Jóns- dóttir, Kópavogi 3. Stevart Marin og Andrea Marin, Englandi 35 ára og eldri, standard 1. Anton Novak og Susanna Novak, Aust- urríki 2. Jón Stefnir Hilmarsson og Berglind Freymóðsdóttir, Reykjavík Atvinnumenn, latín 1. Martin Lamb og Alison Lamb, Englandi 2. Jón P. Úlfljótsson og Kara Arngríms- dóttir, Kópavogi 3. Haukur Ragnarsson og Esther Inga Níelsdóttir Jóhann Gunnar Arnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.