Morgunblaðið - 02.11.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.11.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1994 37 Stóraukin þjónusta Athugasemd við skrif Karls Steinars Guðnasonar Frá Ingibjörgu Pétursdóttur: í MORGUNBLAÐINU 25. október rakst ég á bréf frá Karli Steinari Guðnasyni, forstjóra Trygginga- stofnunar ríkisins. Bréf hans er svar við fyrirspum frá ellilífeyris- þega sem spyrst fyrir um hlutverk upplýsingadeildar Trygginga- stofnunar ríkisins og lýsir yfir óánægju sinni með afgreiðslu þar. í svari forstjórans kemur fram sú skoðun „að upplýsingamiðlun í víðu samhengi væri veikasti þátt- urinn í starfsemi stofnunarinnar“. Þessi staðhæfing kemur mér mjög á óvart, - svo mjög að ég get ekki orða bundist. Upplýsingaflæði Ég er yfiriðjuþjálfi á Reykja- lundi sem er stærsta endurhæfing- arstofnun landsins. Hér hef ég starfað í 14 ár og í gegnum starf mitt hef ég kynnst ýmsum hliðum á starfsemi Tryggingastofnunar, bæði góðum og slæmum. Eitt af því sem hefur breyst mjög til batn- aðar á undanförnum árum er stór- aukið upplýsingaflæði frá stofnun- inni til neytenda. Ásta R. Jóhann- esdóttir, deildarstjóri upplýsinga- deildar, hefur verið mjög ötul við að skrifa greinar í dagblöð og upplýsa lífeyrisþega um rétt þeirra. Auk þess er mér persónu- lega kunnugt um að hún hefur á vegum hagsmunasamtaka fatl- aðra frætt lífeyrisþega um rétt- indamál, enn fremur hef ég verið á kynningarfundi fyrir iðjuþjálfa á vegum Hjálpartækjamiðstöðvar Tryggingastofnunar þar sem Ásta fræddi okkur iðjuþjálfa um rétt skjólstæðinga okkar. Hjá kollegum mínum og skjól- stæðingum fer það orð af upplýs- ingadeiid Tryggingastofnunar rík- isins að þar vinni fólk sem undir forystu deildarstjórans hafi gert stórátak í upplýsingamálum. Oft heyri ég að deildarstjóri upplýsingadeildar sé einn af þeim starfsmönnum Tryggingastofnun- ar sem gott og gagnlegt sé að leita til. Því ráðlegg ég ellilífeyris- þeganum að gefast ekki upp við svo búið. Neikvæð umfjöllun Tryggingastofnun fær oft nei- kvæða umfjöllun í fjölmiðlum og er það ekki að undra þar sem þar er oft fjallað um afar viðkvæm mál. Þess vegna ber að þakka það sem vel er gert og finnst mér upplýsingadeildin eiga þakkir skildar. Annað jákvætt framtak á veg- um Tryggingastofnunar ríkisins á undanförnum árum - sem ég má til með að nefna - er tilkoma Hjálp- artækjamiðstöðvarinnar í Kópa- vogi. Þar vinnur gott starfsfólk þ. á m. iðjuþjálfar sem sjá um ráðgjöf og úthlutun hjálpartækja fyrir fólk í heimahúsum. Þetta fólk vinnur gott og þarft starf og vil ég einnig þakka þeim svona í leiðinni. INGIBJÖRG PÉTURSDÓTTIR, yfiriðjuþjálfi á Reykjalundi. Arð- bærasta fjárfest- ingin? Frá Ásgeiri Leifssyni: UNDANFARIN ár hefur verið tölu- verð umræða um opinberar fjárfest- ingar og arðsemi þeirra. Hátt á blaði hafa verið ýmsar vegaframkvæmdir og hefur m.a. Vegagerð ríkisins reynt að stýra framkvæmdum m.t.t. arðsemi þeirra. Talað hefur verið um að arðbærustu vegaframkvæmdimar á landinu væru í höfuðborginni og víst er það að víða em framkvæmdir nauðsynlegar til að létta umferðina. Það hafa verið töluverðar fram- kvæmdir til að bæta umferðina á höfuðborgarsvæðinu. Áberandi hafa verið frágangur á vegbrúnum, merk- ingar og uppsetning umferðarljósa, sem em af hinu góða, en er tilefni bréfs þessa. Það er nefnilega svo að skipting ljósanna, með nokkmm und- antekningum, er ekki samhæfð. Undantekningar era á þessu, t.d. Miklabraut, Sæbraut á kafla og tvö ljós á Breiðholtsbraut. Annars er það frekar regla en undantekning að rek- ast á hvert rauða ljósið á fætur öðru, þó að fylgt sé löglegum hraða. BRÉFRITARI telur að með betri samtengingu umferðar- ljósa megi spara drjúgan skilding. í nýlegri grein í Morgunblaðinu er greint frá umferðarkostnaði sem hægt væri að spara í Þýskalandi. Þar var kostnaðurinn við ónauðsyn- lega bið metinn og kostnaður á klukkutíma við umferðargest metinn á kr. 570. Einnig var metin bensí- neyðsla meðan á biðinni stóð. Að ég best veit hefur könnun um kostnað við ónauðsynlegar tafir við umferðar- ljós ekki verið gerð hér, en víst er að um verulegar upphæðir er að ræða fyrir utan ergelsið sem fylgir því að mæta of seint o.fl. Það má vera að samhæfing um- ferðarljósa sé flókið mál, en örugg- lega eru til sérfræðingar á þessu sviði, og framkvæmdin við að stilla ljósin er mjög ódýr. Það er því trú mín að með litlum tilkostnaði sé hægt að spara verulegan kostnað og auk þess létta töluverðu ergelsi af umferðargestum." ÁSGEIR LEIFSSON, Torfufelli 5, Rvík. Off nú er hann tvöfaldur! Veröur hann 100 milljóiiir? IffÍIi- | Grilljónauppskrift Emils: : f 1. Skundaðu á næsta sölustað íslenskrar getspár. 2. Veldu réttu milljónatölurnar eða láttu sjálfvalið um getspekina. 3. Snaraðu út 20 krónum fyrirhverja röð sem þú velur. 4. Sestu í þægilegasta stólinn í stofunni á miðvikudagskvöldið og horfðu á happatölurnar þínar krauma í Víkingalottó pottinum í sjónvarpinu. 5. Hugsaðu um alltþað sem hægt er að gera fyrir 100 milljónir. Verði ykkur að góðu!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.