Morgunblaðið - 02.11.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.11.1994, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ 16500 ÞAÐ GÆTI HENT ÞIG Já, það gæti hent þig, því þessi ótrúlega gamanmynd er byggð á raunverulegum atburðum. Lögga á ekki fyrir þjórfé en lofar gengilbeinunni að koma með það daginn eftir eða þá að skipta með henni lottóvinningnum sínum... ef svo ólíklega færi að hann fengi vinning. En viti menn, hann vinnur og það enga smáaura, heldur fjórar milljónir dala! Aðalhlutverk: Nicolas Cage, Bridget Fonda, Rosie Perez og Stanley Tucci. Leikstjóri: Andrew Bergman („The Freshman", „Honeymoon In Vegas"). Sýnd kl. 5,7,9 og 11. GETRAUN Það gæti hent þig að vinna helgarferð með Flugleiðum til New York með gistingu á hinu stórglæsilega Plaza-hóteli. Það eina, sem þú þarft að gera, er að svara tveimur laufléttum spurningum og skila þeim í afgreiðslu Stjörnubíós fyrir 13. nóvember. Þá kemst þú í vinn- ingspott sem dregið verður úr á Bylgjunni í beinni útsendingu þann 15. nóvember 1994. Svarseðilinn færðu þegar þú kaupir miða á myndina. Svarseðilinn færðu þegar þú kaupir miða á myndina. FLUGLEIÐIR. Traustur hlenskurferðaféktgi “ STJÖRNUBÍÓLÍNAN SÍMI 991065 Taktu þátt f spennandi kvikmyndagetraun. Verðlaun: Boðsmiðar á myndir í Stjörnubiói og „It could happen to you" filofax. Verð kr. 39,90 mínútan. Sýnd kl. 5. KR. 800,- F. FULLORÐNA KR. 500,- F. BÖRN Sýnd kl. 9 og 11.05. Bönnuð innan 16 ára. ULFUR WOLF Sýnd kl. 6.45. ►FRANSKA ieikkonan Irene Jacob sló eftirminnilega í gegn í mynd Krzysztofs Kieslowskis Tvö- falt líf Veroniku eða „La Double Vie de Veronique". En um hvað fjallaði myndin? „Hún fjallar um þá eðlisávísun að við séum ekki ein í heiminum," segir Jacob. „Um söknuð og þrá þegar ung kona uppgötvar um hvað lífið, dauðinn, ástin, aðskilnaður og vonir snúast.“ Jacob hefur verið orðuð við eik- stjórann Kieslowski og leikur að- alhlutverkið í væntanlegri mynd hans sem nefnist Rauður eða „Rouge“. Myndin er hluti af þríeykinu frelsi (Blár), jöfnuð- ur (Hvítur) og bræðralag (Rauður), sem Kieslowski gerði eftir franska fánan- Og um hvað fjallar svo Rauð- ur? Jacob svarar því þannig: „Á hverjum degi göngum við þegar við þræðum gangstéttirnar sjáum við hluti sem gera okk- ur döpur, en nemum við nokkurn tíma staðar og mótmælum? Þess vegna er bræðralag dularfullt - hvað fær okkur til að nema staðar við einn mann en ekki annan.“ Næsta mynd Irene Jacob nefnist „All Men Are Mortal“ þar sem hún leikur á móti Stephen Rea, en hann var til- nefndur til Óskarsverð- launa fyrir leik sinn í myndinni „The Cry- ing Game“. Rautt bræðralag ÍTALSKI BOLTINN 43. leikvika , 29.-30. okt. 1994 | : Nr. Leikur: Röðin: Nr. Leikur: Röóin: 1. Kalmar - Hammarby - - 2 1. Juventus - Milan 1 - - 2. Man. lltd. - Newcastle 1 - - 2. Sampdoria - Napoli - X - 3. Notth For. - Blackburn - - 2 3. Cagliari - Torino 1 - - 4. Everton - Arsenal - X - 4. Brcscia - Fiorcntina - - 2 5. Tottenham - West Ham 1 - - 5. Bari - Genoa 1 - - 6. Sheff. Wcd - Chelsea - X - 6. Lazio - Cremonese 1 - - 7. Ipswich - Liverpool - - 2 7. Inter - Reggiana 1 - - 8. Southampton - Leeds - - 2 8. Padova - Foggia - X - 9. QPR - Aston Villa 1 - - 9. lldinese - Verona 1 - - 10. Coventry - Manch. City I - - 10. Piacenza - Fid.Andria 1 - - 11. Leicestcr - C. Palace - - 2 11. Viccnza - Venczia 1 - - 12. Derby - Charlton - X - 12. Ancona - Cosenza - - 2 13. Millwall - Sheff. Utd I - - 13. Palermo - Cesena - X - Heildarvinningsupphæðin: Hcildarvinningsupphæðin: 100 milljón krónur 11,9 milljón krónur 13 réttir: 1.342.480 | k, 13 réttir: 2.331.230 | k. 12 réttir: 24.390 I kr. 12 réttir: 15.030 1 kr. 11 réttir: 2.150 | kr 11 réttir: 840 | k. 10 réttir: 640 Jk, 1 10 réttir: 0 | kr. Siggi Björns með tónleika á Bolungarvík SIGGI Bjöms hélt útgáfutónleika í skemmtistaðnum Víkurbæ í Bol- ungarvík síðastliðið föstudagskvöld. Það var vel við hæfi að útgáfutón- leikarnir væru haldnir þar, því í hvert skipti sem hann kemur til Bolungarvíkur nær hann upp ríf- andi stemmningu, enda þekkir hann vel til Vestfjarða, fæddur og uppal- inn þar. Um er að ræða fyrstu breið- skífu kappans og nefnist hún „Bís- inn á Trinidad". Siggi Bjöms efalaust einn at- orkumesti tónlistarmaður Islend- inga. Hann hefur verið á ferð og flugi undanfarin tólf ár um allar trissur, jafnt hér heima sem erlend- is. Mönnum reiknast svo til að hann haldi að jafnaði 250 til 300 tónleika á ári á krám víða um heim. Hann hefur og atvinnu af þeirri spila- mennsku og komist að því að and- fætlingar okkar kunna ekki síður að meta hann en nágrannar í Evr- ópusambandinu. Siggi Björns lítur þó ekki á sig með sama hátíðleika og margir starfsbræður hans, sem kalla sig trúbadúra. Jlann titlar sig kráar- spilara og hugsar fyrst og fremst um það að ná upp góðri stemmn- ingu hvar sem hann kemur. Þá spilar hann efni eftir aðra en sjálfan sig og nýtir reynslu sína til hins ýtrasta til að velja lög sem hæfa aðstæðum hverju sinni. Þannig heyrir það til undantekninga að hann nái ekki að hrífa fólk með sér í fjöldasöng og hopp og hí. „Bísinn á Trinidad" er frumraun Sigga Björns hvað varðar frum- samda tónlist og þykir lofa góðu. Öll lög plötunnar eru eftir Sigga Björns og margir textanna, en lög- in hafa safnast saman á löngum ferli Sigga, sem hefur skeytt þeim inn í dagskrána eftir því sem tilefni hefur gefist til. Á plötunni eru mörg stemmningarlög og má þar einna helst nefna „Bubbann", sem á ugglaust eftir að vekja lukku á komandi tónleikaferðalagi hans um ísland, en Bubbi Morthens leggur honum einmitt lið í laginu og syng- ur hluta þess á plötunni. Aðrir koma og við sögu, því sér til liðsinnis við plötugerðina hafði Siggi Þorleif Guðjónsson bassaleikara, Tryggva Húbner gítarleikara og Halldór Lárusson trommuleikara. Kristján KK Kristjánsson lék að auki á munnhörpu í nokkrum lögum. Eftir tónleikana í Bolungarvík lagði Siggi Björns á hringveginn með gítarinn reiddán sér um öxl, raddböndin þanin og geislaplötur í farteskinu og linnir ekki látum fyrr en komið er fram í desember. Þá er bara að vona viðtökurnar verði eftir fram- taki farandspilarans; fjörugar og skemmtilegar. Morgunblaðið/Spessi SÓLEY Krisljánsdóttir og Magnús Hávarðarson reka Vík- urbæ, heimavöll Sigga Björns, á Bolungarvík. Þeim á vinstri hönd eru svo foreldrar Magnúsar; Hávarður Olgeirsson og Sóley Magnúsdóttir. ÞAU eru búin að þekkja Sigga síðan hann var lítill: Þorgerð- ur Einarsdóttir, Snorri Harðarson, Elísabet Kristjánsdóttir og Ásgerður Sigurvinsdóttir. SIGGI Björns hefur úr mörgum lögurn að velja þegar hann stígur á stokk. Oft grípur hann til jólalaganna, en það þótti eiginlega of stutt til jóla til að hann gæti leikið þau að þessu sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.