Morgunblaðið - 02.11.1994, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 02.11.1994, Blaðsíða 48
MORG UNBLADIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, fÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 86 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Ný smáskífa með Björk í febrúar Altman vill lag af Gling gló í kvikmynd FYRSTA smáskifa af væntan- legri plötu Bjarkar Guð- mundsdóttur kemur út í febr- úar, en Björk er að leggja síðustu hönd á hana með upp- tökustjóra sínum, Nellee Hooper. Einnig má geta þess að bandaríski kvikmyndaleik- stjórinn Robert Altman, sem leikstýrði kvikmyndinni The Player, vill fá lag af plötu Bjarkar Guðmundsdóttur með Tríói Guðmundar Ing- ólfssonar, Gling gló, í kvik- mynd sem hann er að ljúka við og fjallar um tískuheim Parísarborgar. Þá hefur Smekkleysa s/m hf. gert samning við útgáfuna One Little Indian um útgáfu á Gling gló en One Little Indi- an gaf út plötu Bjarkar, Deb- ut, í Bretlandi. Björk hefur sett það skilyrði að platan verði aðeins gefin út í 10 þúsund eintökum. Björk vinnur nú að næstu breiðskífu sinni, sem koma á út á næsta ári og kemur fram í svonefndum „Unplugged“- þætti MTV-sjónvarpsstöðvar- innar 7. nóvember. Einnig mun hún koma fram við afhendingu evr- ópsku MTF-tónlistarverð- launanna í Berlín um miðjan mánuð en hún er tilnefnd sem besta söngkonan og lag- ið Big Time Sensuality af Debut hefur verið tilnefnt sem besta lagið. Mjólkurframleiðsla er allt of lítil í haust MJÓLKURFRAMLEIÐSLA á land- inu hefur minnkað meira í haust en búist var við, sérstaklega á Suðurlandi, og eiga afurðastöðvar í vissum erfiðleikum vegna þessa. Óskar Gunnarsson, formaður Sam- taka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, segir að horfur séu á að hálfgert vandræðaástand skapist. Hann segir að á næstu dögum verði bændum tilkynnt um hvað mikið verði greitt fyrir umframmjólk á þessu verðlagsári og segist vona að það verði til að hvetja bændur til að auka framleiðslu í vetur. Rætt um leiðir til að auka framleiðsluna „Framleiðslan mætti vera meiri. Það hefur dregið mikið úr mjólkur- framleiðslunni í haust og það má lítið út af bera þegar framleiðslan er nánast jöfn innanlandsneyslu. Heyin eru sennilega ekki eins góð nú og árið áður. Þetta kemur þann- ig út að við þyrftum meiri mjólk yfir vetrarmánuðina frá nóvember til marsmánaðar," sagði Óskar og Formaður afurða- stöðva talar um vandræðaástand bætti við að búast mætti við að hálfgert vandræðaástand yrði í þessum mánuðum. I fyrravetur minnkaði mjólkur- framleiðsla einnig mikið, fyrst og fremst á Norðurlandi, en hey voru þar almennt slæm. í Haust virðist það sama ætla að verða upp á ten- ingnum, en samdrátturinn er mest- ur á framleiðslusvæði Mjólkurbús Flóamanna. Óskar sagði að til umræðu Væru ýmsar leiðir til að örva framleiðslu yfir vetrarmánuðina. Hann sagði að á næstu vikum yrði bændum tilkynnt hversu mikið yrði greitt fyrir umframmjólk á þessu verð- lagsári. A síðasta verðlagsári voru greiddar 20 krónur fyrir hvem mjólkurlítra. Ákvörðun um þessar greiðslur var hins vegar ekki til- kynnt fyrr en undir lok verðlagsárs- ins og var það gagnrýnt af mörgum bændum. Of mikil fita, en of lítið prótein Það sem veldur erfíðleikum við að stýra mjólkurframleiðslu er að sala á mjólkurafurðum unnum úr mjólkurfitu hefur minnkað, en eft- irspurn eftir mjólkurpróteini hefur aukist. Staðan er þannig í dag að skortur er á próteini en offram- leiðsla á fitu. Þetta birtist m.a. í því að við uppgjör á mjólkurfram- leiðslu síðasta framleiðsluárs var ákveðið að draga tvo aura af verði hvers mjólkurlítra, reiknað á svo- kölluðum fítugrunni. Samtals nem- ur þessi verðskerðing tæplega tveimur milljónum króna. Pening- amir verða notaðir til að kosta útflutning á smjöri, en bændur verða sjálfir að kosta þennan út- flutning eftir að ríkið hætti þvi. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi afturvirka verðskerðing á fitu er framkvæmd. * Aritanir þarf ekki vegna styttri ferða VEGABRÉFSÁRITANIR íslend- inga vegna dvalar í Bandaríkjunum í skemmri tíma en 90 daga verða óþarfar næstu tvö árin. Að sögn Craig White, ræíismanns í banda- ríska sendiráðinu, hafa fulltrúadeild bandaríska þingsins og öldungadeild samþykkt lög þessa efnis, en forseti Bandaríkjanna á hins vegar eftir að undirrita þau. Sambærilegar reglur hafa gilt undanfarin þijú ár fyrir ísléndinga og íbúa 20 annarra þjóða, en lög þar að lútandi giltu til 30. septem- ber síðastliðins. Þar sem bandaríska þingið hafði þá ekki samþykkt ný lög um afnám áritunarskyldu voru reglumar framlengdar út október. Craig White sagði að þar sem báðar deildir þingsins hefðu nú samþykkt lögin væri litið á undirritun Banda- ríkjaforseta sem formsatriði. ** Reglur þessar gilda fyrir þá sem hafa gilt vegabréf, farseðla báðar leiðir og dveljast skemur en 90 daga í Bandaríkjunum. Skíðalyftur opnaðar Morgunblaðið/RAX Skoðanakönnun Jóhanna fengi 19,7% BOÐAÐ framboð Jóhönnu Sig- urðardóttur í kosningum til Alþingis fengi 19,7% atkvæða ef kosið væri nú. Þetta er meðal niðurstaðna skoðanakönnunar, sem Félagsvís- indastofnun Háskóla íslands hefur gert fyrir Morgunblaðið. Jóhanna nýtur meira fylgis en Framsóknar- flokkurinn. Sjálfstæðisflokkurinn fær mest fylgi svarenda í könnuninni, 33,8%. Álþýðubandalagið stendur nánast í stað frá seinustu könnun með 13,7% fylgi og Alþýðuflokkur sömuleiðis með 5,8% fylgi. Framsóknarflokkur- inn og Kvennalistinn tapa báðir fylgi frá síðustu könnun. Framsóknar- flokkurinn fær nú 17,1% stuðning og Kvennalistinn 9,2%. 50,1% þeirra, sem afstöðu taka, eru andvígir ríkisstjórninni. ■ Skín stjarna/4 SKIÐALYFTURNAR í Breiðholti voru opnaðar í gær. Æskufólkið lét ekki á sér standa að nota að- stöðuna og nýfallinn fyrsta si\jó vetrarins i höfuðborginni, enda glaðværð og kátína í þessum hóp. Ytri-Langamýri í Austur-Húnavatnssýslu Fé skorið vegna riðu RIÐA fannst fyrir skömmu í kind frá ■Ytri-Löngumýri í A-Húnavatnssýslu og verður öllu fé á bænum lógað. í september fannst riða í fé frá Þverá í Svarfaðardal og var allt fé frá bænum skorið, en í Svarfaðardal fannst einnig riða á bænum Ingvör- um sl. vor. Bæimir verða fjárlausir í tvö ár og þarf að sótthreinsa hús og vélar áður en nýr fjárstofn er fenginn. í þessum tilfellum er um gömul riðusvæði að ræða. Sigurður Sigurðarson, dýralæknir á Tilraunastöð Háskólans á Keldum, sagði sótthreinsun á þeim bæjum þar sem riðu verður vart kosta mikla vinnu og nákvæmni. Þar sem riða hefði verið lengi væri mikið smit- magn í umhverfinu, og þótt hægt sé að sótthreinsa hús sé það spurn- ing hvernig hægt sé að sótthreinsa umhverfið. „Það er reiknað með því að hættan sé mest umhverfís húsin þar sem ekki er samfelldur gras- vöxtur heldur arfi sem bendir til þess að tað sé ekki langt undir yfir- borðinu. Það getur vaðist upp, og þess vegna þarf að malbera slík svæði,“ sagði hann. Sigurður sagði að síðustu árin hefði borið á riðu í nautgripum á Bretlandi, og því teldi hann mjög mikilvægt að nýr fjárstofn væri ekki hafður í húsi með nautgripum sem verið hefðu á staðnum frá því riða hefði fundist. Þorskblokk hækkar í Bandaríkjunum VERÐ á þorskblokk hefur heldur þokazt upp á við og er nú komið í 1,85 dollara á hvert pund. Nokkr- ar birgðir eru af þorskflökum, en sala þeirra hjá Coldwater, dóttur- fyrirtæki SH í Bandaríkjunum, hefur aukizt á árinu, bæði í magni og verðmæti. Magnús Gústafsson, forstjóri Coldwater, segir heildarsölu fyrir- tækisins svipaða og á sama tíma í fyrra. „Það er enn þá hart barizt í sölu á þorski. Við verðum ekkert varir við að skortur sé á þorskflök- um, nema síður sé, enda erum við undirboðnir í öllum pakkningum. Við erum sæmilega settir með birgðir; af þorskpakkningum, en þó vildum víð hafa meira magn- af afurðum úr stærri flökum. Okk- ur skorti ýsu í upphafi árs, en úr því hefur rætzt. Salan gengur vel og þar erum við með langhæsta verðið. Sala á karfa hefur einnig aukizt verulega,“ segir hann. Hann segir einnig að akkurinn við verðhækkun þorskblokkar sé takmarkaður, því nú sé mun minna notað af henni. „Notkunin hefur færzt yfir í aðrar og ódýrari teg- undir. Varasamt er þó að hækka afurðir unnar úr þorskblokk, því það myndi enn minnka varanlega notkun á henni,“ segir hann. ■ Verð á þorskblokk/B2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.