Morgunblaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C/D tvttunlilfifeife STOFNAÐ 1913 252. TBL. 82. ARG. FOSTUDAGUR 4. NOVEMBER 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Púað á Arafat í jarðarför ÞUSUNDIR Palestínumanna, sem voru viðstaddir útför blaða- manns sem myrtur var á mið- vikudag, púuðu í gær á Yasser Arafat, leiðtoga Frelsissamtaka Palestínu (PLO), og komu í veg fyrir að hann yrði viðstaddur athöfnina. Hótaði mannfjöldinn því að morðsins yrði grimmilega hefnt, en bíll blaðamannsins Hani Abed var sprengdur í loft upp á Gazasvæðinu. Kenna bæði Ham- as og PLO ísraelsku leyniþjón- ustunni um sprenginguna. Bosníumaður rænir flugvél í innanlandsflugi í Noregi Gafst upp eftir 6 tíma samningaþóf O.'iló, Gardemoen. Morgunblaðið, Reuter. BOSNÍUMAÐUR, sem rændi SAS- flugvél í Noregi í gær, gafst upp í gærkvöld, um kl. 20.30 að ísl. tíma. Maðurinn hafði þá haldið 68 f arþegum og fjögurra manna áhöfn um borð frá því fyrr um daginn en 59 farþegar höfðu áður fengið að fara frá borði. Vélin var á leið frá Bardufoss til Bode í Norður- Noregi er henni var rænt, og vár henni flogið til Gardemöen-vallar við Ósló, þar sem ræninginn gafst upp. Norska lögreglan staðfesti í gær að kona að nafni Eva Dröfn Stef- ánsson hefði verið flugfreyja um borð. íslenska sendiráðið í Ósló fékk þær upplýsingar hjá SAS að hún ætti íslenskan föður. Ekki náðist í hana í gærkvöldi. Flugræninginn krafðist þess að hjálparstarf við Bosníu yrði aukið. Opnaðar yrðu flutningsleiðir fyrir. mat og að komið yrði á rafmagni. Vildi hann ná sambandi við bosn- íska embættismenn, helst sendi- Hálf-íslensk kona var flugfreyja um borð í vélinni herra, auk þess sem hann krafðist þess að hitta Harald Noregskonung og Gro Harlem Brundtland, forsæt- isráðherra. Ræninginn lét til skarar skríða er vélin var á leið frá Bardufoss til Bodo. Ekki er ljóst hvaða vopn maðurinn kvaðst vera með en hann sagðist ekki vera hryðjuverkamað- ur. Sagði lögregla að hann hefði fyrst og fremst virst viljað vekja athygli á ástandinu í heimalandi sínu, ránið hefði verið neyðaróp vegna þessa. Einn að verki Talið er að maðurinn hafi verið einn að verki. Að sögn lögreglu- manna virtist hann rólegur og yfir- vegaður. Ógnaði maðurinn farþegum ekki og nokkrir þeirra sem voru með farsíma voru í beinu símasambandi við norska sjónvarpið. í Bodo var börnum, konum og körlum yfir sex- tugt hleypt frá borði. Flestir farþeg- anna voru hermenn á leið í leyfi. Eftir sex og hálfan tíma og samn- ingaþóf við lögreglu á Gardemoen, tilkynnti maðurinn að hann vildi gefast upp. Ekki hefur verið gefið upp hvort hann fékk einhverjum kröfum framgegnt. Sprengjuhótun Um svipað leyti og vélin átti að lenda á Gardemoen, barst hótun um að sprengja væri á Fornebu- flugvelli og var hann rýmdur. Akveðið var að opna hann um klukkustund síðar og var umferð um hann að komast í eðlilegt horf, er dularfullur kassi fannst á Garde- moen, sem talið var að gæti inni- haldið sprengju. Svo reyndist þó ekki vera. Mavrodij viU hefja starfsemi í Bretlandi Moskvu. Reuter. YFIRMAÐUR rússneska fjárfest- ingarfyrirtækisins MMM, Sergej Mavrodíj, sagðist í gær hyggja á að færa starfsemi sína í vesturátt. Mavrodíj, sem hefur hunsað kröfur hluthafa í fyrirtækinu um endur- greiðslu eftir að hann lýsti bréfin ógild, var kosinn á þingtaukakosn- ingum um síðustu helgi. Á blaða- mannafundi í gær kvaðst Mavrodíj einungis hafa sóst eftir þingsæti til að njóta þinghelgi og komast á þann hátt hjá handtöku, svo að fyr- irtæki hans gæti hafið starfsemi að nýju. „Aðalmarkmið mitt var að gera MMM kleift að starfa á eðlilegan hátt, bjarga því undan þrýstingi stjórnvalda. Trúið mér, það er erfitt að stýra fyrirtæki úr fangaklefa," sagði Mavrodíj. Mavrodíj Mavrodíj sat í fangelsi í tvo mán- uði vegna skattsvika. Hann var lát- inn laus í síðasta mánuði, eftir að hann lýsti yfir framboði sínu í auka- kosningum. Hans bíður þó tæpast neitt sæld- arlíf í þinginu, Borís Fjodorov, fyrr- um fjármálaráðherra, segist ekki munu heilsa Mavrodíj nema með orðunum „sæll svindlari". Nú hyggst Mavrodíj hins vegar færa sig í vesturátt og hefur nefnt Bretland sem álitlegan kost. Reuter SAS-vélin á Gardemoen-flugvelli, við Ósló. Bosníumaðurinn, sem hélt 62 mönnum um borð, gafst upp eftir rúmlega sex stundir. Líkti norska lögrelgan flugráninu við neyðaróp, ætlun mannsins hafi einungis verið að vekja athygli á ástandinu í Bosníu. Hætt við að einka- væða póstþjónustuna London. Reuter. BRESKA ríkisstjórnin féll í gær frá áætlunum um að einkavæða póst- þjónustuna. Er þetta talið skýrt dæmi um það að áhugi almennings á einkavæðingu hefur dalað mjög í fimmtán ára stjórnartíð íhalds- flokksins. Þá er þessi ákvörðun sögð mikið áfall fyrir Michael Heseltine viðskiptaráðherra. Mikil andstaða hafði verið við einkavæðinguna á þingi og hafði hópur þingmanna Ihaldsflokksins varað Heseltine við því að þeir Enn eitt áfallið fyrir bresku ríkis- stjórnina myndu ekki styðja einkavæðingar- áætlun hans, sem hljóðaði upp á 450 milljónir punda. Almenningur hefur áhyggjur af því að einkavæðing myndi verða til þess að fjölmörgum pósthúsum um allt land yrði lokað. Þessi niðurstaða er talin áfall fyrir Heseltine, sem hafði lagt mik- ið undir' í málinu. Hann hafði lagt til að 51% af bréfa- og pakkadeild póstþjónustunnar yrði boðið út en ríkið myndi áfram hafa með hönd- um rekstur um 20.000 pósthúsa. John Major forsætisráðherra hef- ur ekki verið eins áfram um einka- væðinguna og Heseltine, vildi að henni yrði frestað svo að flokknum gæfist ráðrúm til að vinna aftur traust kjósenda. Keeler var njósnari Rússa London. Reuter. CHRISTINE Keeler, sem Prof- umo-hneykslið snerist að stór- um hluta um, hefur viðurkennt að hún hafi njósnað fyrir Rússa en hún hefur hingað til neitað því. Keeler átti í ástarsambandi við John Profumo, varnarmála- ráðherra, á sama tíma og hún var ástkona liðsforingja í sov- éska sjóhernum. Varð Profumo að segja af sér vegna hneykslisins árið 1963, sem m.a. var fjallað um í kvikmyndinni Scandal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.