Morgunblaðið - 04.11.1994, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 04.11.1994, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ríkisendurskoðun Fjárhagsendur- skoðun á ráðu- neytinu í heild Morgunblaðið/Sverrir Kuldagallatíð SIGURÐUR Þórðarson ríkisendur- skoðandi segir að athugunin sem Ríkisendurskoðun vinnur að sé venjubundin íjárhagsendurskoðun á heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu í heild fyrir allt síðasta ár og fyrstu níu mánuði þessa árs. Hann segir að það skýrist eftir helgi hvenær endurskoðunarskýrslan verður tilbú- in. Tilefni endurskoðunarinnar _ er gagnrýni á störf Guðmundar Árna Stefánssonar, fyrrverandi heilbrigð- is- og tryggingamálaráðherra. Þing- flokkur Alþýðuflokksins gerði sam- þykkt í lok september þar sem fram kemur að Guðmundur Árni og Sig- hvatur Björgvinsson núverandi heil- brigðisráðherra myndu skrifa Ríkis- endurskoðun og óska eftir því „að hún kanni til hlítar þau gagnrýniatr- iði, sem beint hefur verið að fv. heil- brígðisráðherra og svörum hans við þeim, í framlagðri skýrslu, og komist að niðurstöðu um hvort embættis- færsla hans sé í samræmi við viður- kenndar stjórnsýslureglur og venj- ur“. Eins og fram kemur í svari ríkis- endurskoðanda hér að framan tekur Ríkisendurskoðun verkefnið sínum eigin tökum með því að framkvæma íjárhagsendurskoðun á heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu í heild á umræddu tímabili í stað þess að svara spurningum ráðherranna um tiltekin atriði í embættisfærslu Guðmundar Áma. Fjárhagsendurskoðun beinist al- mennt að lögmæti og reglusemi fjár- málastjómar og reikningshalds, að söggi ríkisendurskoðanda og fer m.a. fram með endurskoðun gagna og viðtölum við starfsmenn. Skýrsla um endurskoðunina verður afhent heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra. Úttekt á utanríkisráðuneyti ekki hafin Vegna gagnrýni í DV óskaði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- hen-a jafnframt eftir því við Ríkis- endurskoðun að fram færi stjórn- sýsluendurskoðun á starfsemi ráðu- neytisins. Sigurður Þórðarson segir að þgssi úttekt sé ekki hafín en hún sé á verkefnaskrá stofnunarinnar. KRAKKARNIR á leikskólanum Ós eru kátir og láta rokið og nepjuna ekki spilla leikjum sin- um. Fyrsti snjórinn er kominn og þá er þeim sem hafa húfu, trefil, vettlinga og góðan kulda- galla ekkert að vanbúnaði að vera úti tímunum saman þótt gott sé að komast í skjól á leik- svæðinu af og til. Atvinnuleysistrygg- ingasjóður Stór hópur þiggur bæt- urmóti hlutastarfi MARGRÉT Tómasdóttir, fram- kvæmdastjóri Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs, segir að stór hópur fólks, einkum konur, sem áður var í fullu starfi, þiggi nú bætur á móti hluta- starfi hjá sama fyrirtæki. Margrét segir að tekið hafi að bera á slíkum umsóknum í fyrra- haust og sé sagan að endurtaka sig nú. „Við höfum ekki tekið fjöldann saman en þetta stingur mann á haustin," segir hún og bætir við: „Svo fær maður gi-unsemdir, sem ekki er hægt að staðfesta, að þetta sé samkomulag á milli starfsmanns og vinnuveitanda," en fram kemur að hennar sögn að fyrirtæki skýri breytt fyrirkomulag með samdrætti. Hún segir jafnframt að lögum samkvæmt sé ekki gert ráð fyrir þessu en hefðin hafi skapast áður fyrr. „Þetta er regla sem myndaðist á árum áður þegar atvinnuleysi var nánast ekkert. Ef þeim, sem höfðu áunnið sér fullan bótarétt í annarri vinnu, bauðst hlutastarf myndaðist sú vinnuregla að greiða bætur á móti svo fólk tæki starfið," segir hún en munurinn er sá að ekki var uin sama fyrirtæki að ræða. Agremingur í ríkis- stjóm um námaleyfi Islenskt hús í Þýskalandi GER GmbH, samstarfsfyrirtæki Ármannsfells hf. og Íslenskra aðalverktaka sf. um byggingar erlendis, er að Ijúka við byggingu fjögurra íbúða húss með Perma- form-aðferð í nágrenni Stuttgart í Þýskalandi. Húsið hefur hlotið afar jákvæðar viðtökur og hefur þegar verið ákveðið að hefja byggingu 20 íbúða í byrjun næsta árs. Væntanlega verður hafist handa við aðrar 20 næsta vor. Vegna umsvifanna ytra hefur samkvæmt fréttatilkynningu frá Ármannsfelji hf. verið ákveðið að Ármann Örn Ármannsson stjórni framkvæmdum Ger GmbH um sinn. Haukur Magnús- son hefur verið ráðinn tímabund- ið í starf forstjóra í stað Ár- manns. Hann tekur við 1. janúar 1995. RÍKISSTJÓRNIN hefur ekki sam- þykkt að námaleyfi Kísiliðjunnar í Mývatnssveit verði ekki íramlengt eftir árið 2010 þótt fyrrverandi um- hverfisráðherra og iðnaðarráðherra hafi gert um það samkomulag árið 1993. Þetta upplýsti Össur Skarphéð- insson umhverfisráðherra í fyrir- spurnartíma á Alþingi í vikunni. Hann sagði að þegar ákveðið var árið 1993 að framlengja vinnsluleyfi Kísiliðjunnar til ársins 2010 hafi þáverandi iðnaðarráðherra og um- hverfisráðherra gert um það sam- komulag að vinnsluleyfið yrði ekki framlengt eftir það. Átti að leggja fram stjórnarfrumvarp á Alþingi því til staðfestu. Össur sagði að slíkt frumvarp hefði verið lagt fram í ríkisstjóminni af Eiði Guðnasyni þáverandi um- hverfisráðherra 6. apríl 1993 en frestað og tveimur vikum síðar var Halldóri Blöndal landbúnaðarráð- herra og Eiði Guðnasyni falið að ganga frá málinu. Ekki sátt „Það náðist ekki sátt um það milli þeirra tveggja og því var frumvarpið einungis lagt fram til kynningar. Ég hef sfðan, vegna þess að ég taldi þarna vera um að ræða opið sam- komulag, meðal annars við Náttúru- vemdarráð, um að gera þetta mál með þessum hætti, tvívegis reynt að fá þetta frumvarp samþykkt í ríkis- stjóminni. Það hefur ekki tekist; það hefur strandað á mönnum innan rík- isstjórnarinnar," sagði Össur. Halldór Blöndal staðfesti við Morgunblaðið að hann hefði neitað að samþykkja umrætt fmmvarp í ríkisstjórninni. „Kísiliðjan er mjög gott útflutningsfyrirtæki og það er burðarás atvinnustarfsemi í Mý- vatnssveit og umsvifa hafnarinnar á Húsavík. Það er ljóst í mínum huga að ef við myndum á þessari stundu slá því föstu að kísilvinnsla hér á landi yrði bönnuð árið 2010 væri útséð um að þessi rekstur gæti haldið áfram. Þetta yrði ann- ars flokks rekstur og atvinnuöryggi alls þessa fólks stefnt í hættu,“ sagði Halldór. Hann sagði að ekkert samkomulag hefði verið gert innan ríkisstjórnar- innar um að hætta þessum rekstri, og ekki væri rétt að stjóm Kísiliðj- unnar hefði verið ásátt um að rekstr- inum yrði hætt 2010. „Engu siíku samkomulagi var til að dreifa milli iðnaðarráðherra og Kísiliðjunnar," sagði Halldór. Þrjú skip skráð á íslandi eru við veiðar í Smugunni ásamt tveimur hentifánaskipum Hunsa tilmæli stjórn- valda um að veiða ekki FIMM íslensk skip em við veiðar í Smugunni þrátt fyrir að stjórnvöld hafi beint þeim tilmælum til útgerð- armanna að íslensk skip stundi þar ekki veiðar á tímabilinu 1. nóvember til 1. apríl nema á sérútbúnum skip- um. Kristinn Gestsson, skipstjóri á Snorra Sturlusyni, sem er við veiðar í Smugunni, segir að aðstæður í Smugunni séu góðar, norðaustan gola og tveggja stiga hiti. Hann segir fara best á þvf að skipstjórum sé treyst fyrir því að meta aðstæður og ákveða hvar skipunum sé haldið til veiða. Skipin fimm eru Snorri Sturlu- son, Helga II, Rauðinúpur, Óttar Birting og Siglir, en tvö þau síðast- nefndu sigla undir hentifána. Heiga II og Snorri Sturluson eru búin að vera yfir mánuð í Smugunni, en Siglir og Rauðinúpur fóru út 11. október. Fyrir rúmri viku beindi ríkisstjórn- in þeim tilmælum til útgerðarmanna að halda skipum sínum ekki til veiða norðan 72 gráðu norðlægrar breidd- ar yfír vetrarmánuðina nema þau væru búin sérstökum aukaöryggis- búnaði. Búnaðurinn snertir fjar- skipti, stöðugleika, björgunarför og fleira. Skipin sem nú eru í Smug- unni uppfylla ekki öll þessi skilyrði. Ekki sleppt og haldið Jóhann Ólafsson, framkvæmda- stjóri Jökuls á Raufarhöfn, sem ger- ir út Rauðanúp, sagðist vera þeirrar skoðunar að með því að beina þess- um tilmælum til útgerðarmanna væru stjórnvöld að reyna að firra sig ábyrgð ef eitthvað kæmi upp á í Smugunni. Hann sagði að Rauðin- úpur væri með fullgild leyfi frá Fiski- stofu og með nýtt haffærisskírteini frá Siglingamálastofnun. Skipið væri því í fullum rétti til að veiða í Smugunni. „Menn geta ekki bæði sleppt og haldið. Ég held að það hefði verið eðlilegra, ef stjómvöld vilja ekki að skipin fari í Smuguna á þessum tíma, að þau hefðu gefið út reglugerð frek- ar en að vera með þessi tilmæli,“ sagði Jóhann. Jóhann sagði óvíst hvað tæki við hjá Rauðanúp þegar hann kæmi heim um miðjan þennan mánuð. Ekki væri útilokað að hann færi aftur í Smuguna, en skipið hefur stundað veiðar þar síðan í júní. Það hefur ekki veitt fisk innan íslenskrar lögsögu það sem af er þessu fisk- veiðiári. Gott veður í Smugunni Kristinn Gestsson, skipstjóri á Snorra Sturlusyni, sagði að aðstæð- ur í Smugunni væru góðar um þess- ar mundir. Þegar Morgunblaðið tal- aði við hann var norðaustan gola og tveggja stiga hiti. Hann sagði að veður væri búið að vera gott síð- ustu vikurnar og betra en hann hefði oft kynnst á heimamiðum á þessum árstíma. Hann sagðist gera sér grein fyrir að veiðum á þessu svæði á þessum árstíma fylgdi viss áhætta, en sú áhætta væri víðar fyrir hendi. „Ég held að það fari best á því að treysta stjórnendum skipanna til að taka ákvarðanir um hvar skipunum er haldið til veiða. Fyrst okkur er treyst til að stunda veiðar á heimam- iðum þá hlýtur okkur að vera treyst- andi til að stunda veiðar hérna,“ sagði Kristinn. Veiði glæðist í Smugunni Mjög léleg veiði hefur verið í Smugunni undanfarnar vikur. Veið- in hefur aðeins skánað í þessari viku. Að sögn Kristins hafa skipin verið að fá 2-3 tonn í hali eftir 6-8 tíma tog. Snemma í vikunni var veiðin heldur meiri, t.d. fékk Rauðinúpur eitt 11 tonna hal. Kristinn sagðist vera kominn með lítinn afla þrátt fyrir langa útiveru. Hann sagðist ætla að þrauka enn og minnti á að það hefði gert ágæta veiði í Smug- unni í fyrra um mánaðamótin nóv- ember/desember. Nokkur rússnesk skip eru að veið- um í Smugunni, en Kristinn sagðist ekki vitað til að þau hefðu reynt veiðar þar áður. Ástæðan fyrir veið- um Rússa í Smugunni er að engin veiði er á Svalbarðasvæðinu og eins er kvóti þeirrá þar að verða búinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.