Morgunblaðið - 04.11.1994, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 04.11.1994, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Bæjarfulltrúi vill draga úr starfsemi Tónlistarskólans Kaup á konsertflygli ekki fyrst í forgangsröð ODDUR Halldói’sson bæjarfulltrúi Framsóknarflokks í bæjarstjórn Akur- eyrar leggur til að dregið verði úr starfsemi Tónlistarskólans á Akureyri eða hann jafnvel lagður niður. Hann ræddi hugmyndina á fundi bæjarstjóm- ar í vikunni en skólanefnd Tónlistarskólans hefur ályktað um brýna nauð- syn þess að keyptur verði konsertflygill til eflingar tónlistarlífi bæjarins. „Ég er ekki á móti Tónlistarskól- anum í sjálfu sér en mér finnst rekstur þessa skóla mjög dýr. Við erum að sjá í ijárhagsáætlun að til menningarmála af ýmsu tagi fara 73 milljónir króna á ári, til alls íþrótta- og tómstundastarfs fara 110 milljónir en bara það að reka einn tónlistarskóla kostar 52 millj- ónir króna, eina milljón á viku,“ sagði Oddur. Hann benti á að konsertflygill sem rætt væri um að kaupa kost- aði um 6 milljónir króna sem léti nærri að vera sama upphæð og árslaun 10 verkamanna. „Eins og atvinnustigið er hér í bænum fínnst mér réttara að reyna að útvega vinnu og greiða laun en kaupa kon- sertflygil. Það má vera að hljóðfær- ið sem til er sé ekki nógu gott og ósköp skiljanlegt að fólk vilji fá gott hljóðfæri. Ég er ekki að bera brigsl á að hljóðfærið sé nauðsyn- legt en þetta er spurning um for- gangsröðina og í mínum huga á ekki að setja konsertflygil í for- gang. Hvað ætlum við að segja við atvinnulausa íjölskyldu sem ekki á fyrir mat á sama tíma og við eyðum fleiri milljónum í hljóðfærakaup," sagði Oddur. „Ég er ekki á móti tónlistarskól- anum bara til að vera á móti hon- um, mér finnst bara út úr korti hvað rekstur þessa skóla er dýr og hvað menningin fær í raun mikið fé til dæmis miðað við íþróttastarf- semi.“ Orgel o g heimspeki ORGELTÓNLEIKAR verða í Akureyrarkirkju á morgun, laugardaginn 5. nóv., kl. 12.00 Bjöm Steinar Sólbergsson flyt- ur verk eftir Bach, Messiaen og Langlais. Kkl. 13.30, flytur Páli Skúlason prófessor fyrir- lesturinn Trú, list og hugsun í Safnaðarheimilinu. Páll mun leitast við að skýra tengs! trú- ar, listar og hugsunar í ljósi þriggja spuminga; Hveiju get- um við treyst í veruleikanum, hvernig getum við tjáð tilfínn- ingar okkar og hvemig getum við safnað reynslu okkar og hugsunum saman? Læknislist Á MORGUN, laugardag, verður opið hús í Deiglunni í Grófarg- ili undir yfirskriftinni „Læknisl- ist“ í tilefni þess að 60 ár eru frá stofnun Læknafélags Akur- eyrar. Verður þar leitast við að kynna ýmsar nýjungar í læknis- fræði á aðgengilegan hátt auk þess sem læknar sýna með ýmsu móti hvað þeim er til lista lagt. Dagskráin hefst við Torfu- nefsbryggju kl. 13.00 með fall- byssuskotum en síðan fram haldið í Deiglunni til kl. 16.30. Félagið býður upp á kaffí og konfekt í Café Karolínu af þessu tilefni. Dulræn helgi SÁLARRANNSÓKNARFÉLAG Akureyrar gengst fyrir „Dul- rænni helgi“, sem hefst með kvöldvöku í húsakynnum fé- lagsins við Strandgötu 37b í kvöld, föstudagskvöld. Rætt verður um mikilvægi ástar og kærleika. Á morgun verður heilun kynnt frá kl. 13-16. Kl. 16.15 verður hugleiðsla og kl. 20.30 kvöldvaka. Þar flytur Þórhallur Guðmundsson miðill erindi. Á sunnudag verður heil- un kynnt frá kl. 13 til 16. Bjöm Mikaelsson ræðir um huglækn- ingar kl. 16.15. Kl. 17 verður hugleiðsla. „Dulræn helgi“ er öllum opin, ókeypis. Mokið fyrir blaðbera BLAÐBERAR Morgunblaðsins á Akureyri hafa margir átt í erfiðleikum með að komast með blaðið heim að húsum vegna snjóa og hálku. Víða slúta snjó- hengjur fram af þakskeggjum. Húseigendur em góðfúslega hvattir til að gera þeim leiðina greiðari og draga úr hættu á slysum. Land míns föður á Dalvík Dalvík - Leikfélag Dalvíkur frumsýnir í kvöld, föstudags- kvöldið 4. nóvember, söngleik- inn Land míns föður eftir Kjart- an Ragnarsson í leikstjórn Kol- brúnar Halldórsdóttur.Tónlist- arstjóri er Gerrit Schuil, en tón- list í verkinu er eftir Atla Heimi Sveinsson. Æfingar hafa staðið yfir undanfarnar 6 vikur en um 40 leikarar taka þátt í sýning- unni. Onnur sýning á verkinu verður á laugardagskvöld, 5. nóvmeber, en næstu sýningar 17.18.19. og 20. nóvember. Á myndinni eru Steinar Stein- grímsson, Gunnhildur Ottósdótt- ir, Katrín Sigurjónsdóttir og Heimir Kristinsson í hlutverkum sínum í leikritinu. Karamellukvörnin Fullorðnir greiða hér eftir barnaverð LEIKFÉLAG Akureyrar hefur lækk- að verð aðgöngumiða fuliorðinna á Karamellukvömina og greiða þeir hér eftir bamaverð fyrir miða sína. Setja þurfti upp aukasýningu um síðustu helgi þegar börnum bauðst að bjóða foreldrum sínum með sér í leikhúsið frítt. Viðar Eggertsson leikhússtjóri sagði að leikfélagsfólk yrði vart við fjárskort aimennings. Vissulega væri afstætt hvað væri dýrt, en greinilegt að fjölskyldufólki þætti mikið að greiða aðgöngumiða í leikhús fyrir alla ljölskylduna. „Það er mikil upplif- un að fara í leikhús, sérstaklega fyr- ir böm en við höfum tekið eftir að foreldrar eru að senda börnin, stund- um nokkuð ung, ein í leikhúsið. í til- efni af ári íjölskyldunnar viljum við leggja okkar af mörkum að gera fjöl- skyldum kleift að koma í leikhúsið með bömum sínurn," sagði Viðar, en troðfullt var á sýningar um síðustu helgi þegar fullorðnir þurftu ekki að greiða aðgangseyri. Hér eftir munu því bæði börn og fullorðnir greiða 1.100 krónur fyrir miðann á Kara- mellukvörnina en næsta sýning er á laugardag kl. 14. Undur hafsins á Bautanum UNDUR hafsins kalla þeir Bauta- menn sjávarréttahlaðborð þar sem á milli 20 og 30 réttir úr greipum Ægis eru á boöstólum á veitinga- staðnum á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöldum. Þetta er árlegur viðburður á Bautanum, hefur tekið við af „októberfestinu" svokallaða og stendur þar til jóla- hlaðborðið er sett upp í desember- byrjun. Á myndinni eru mat- reiðslumenn við hlaðborðið, sem m.a. inniheldur smjörsteiktan steinbít með banönum, tjómasoðna löngu í gráðostasósu, pönnusteikt- an háf, langhala í appelsínusósu, fylltan smokkfisk, lúðumedalíur og rússneskt síldarsalat. LAIMDIÐ Morgunblaðið/Silli FRÁ ráðstefnu Húsgulls sem haldin var á Húsavík fyrir stuttu. Náttúruvemd heim í hérað? Húsavík - Húsgull, félag áhuga- manna um landvernd, boðaði um síð- ustu helgi til ráðstefnu á Hótel Húsa- vík, „til að komast nær því hvort umhverfismálum eigi að stjórna heima í héraði eða hvort þeim sé best borgið hjá miðstýrðum stofnun- um í Reykjavík". Framsögumenn voru fimmtán, og m.a. flutti Halldór Blöndal sam- gönguráðherra ávarp, þar sem sagði að raunveruleg náttúruvernd ætti sér ekki stað nema í sambandi við heima-' menn í héraði og með því að nota í samvinnu við fagmenn þekkingu þeirra, því þeir þekktu best sitt heimahérað. Ávatp ráðherrans var ívafið Ijóðum nokkurra þjóðskálda okkar sem sýndi hve heitt þeir elsk- uðu sitt land. Til framsögu um hina ýmsu mála- flokka, sem landvernd varða, fékk Húsgull eftirgreinda menn til að ræða málin frá sem flestum sjón- arhornum: Sigurður Þráinsson, full- trúi í umhverfisráðuneytinu, Helgi Bjarnason, verkfræðingur Lands- virkjunar, Gísli Viggósson, verkfræð- ingur Vita- og hafnamála, Guðni Guðbergsson, líffræðingur hjá Veiði- málastofnun, Jakob Björnsson, orku- málastjóri, Ingunn St. Svavarsdóttir, sveitarstjóri, Guðrún Lára Pálma- dóttir, héráðsfulltrúi Landgræðsl- unnar, Sigurður Rúnar Ragnarsson, sveitarstjóri, Gísli Már Gíslason, pró- fessor, Bjöm Jósef Arnviðarson, lög- fræðingur og bæjarfulltrúi, Einar Hjörleifur Ólafsson, áhugamaður um landvemd, Vík í Mýrdal, Valgarður Egilsson, læknir, Aðalheiður Jó- hannsdóttir, lögfræðingur og fram- kvæmdastjóri Náttúruverndarráðs, og Þröstur Eysteinsson, aðstoðar- skógræktarstjóri. Flestir þingmenn kjördæmisins sátu ráðstefnuna og ávörpuðu Val- gerður Sverrisdóttir og Tómas Ingi Olrich viðstadda. Þar sem nú liggur fyrir alþingi frumvarp um náttúru- vernd, mun það hafa verið áhuga- vert fyrir þingmennina að heyra hin ýmsu sjónarmið, sem fram komu í framsöguræðum og fyrirspurnum, sem fram voru bornar. I fundarboði þeirra sem að ráð- stefnunni standa, segir að mikið sé rætt um að ný valddreifing verði að eiga sér stað í þjóðfélaginu og nokk- uð sé horft til sveitarstjórna þegar rætt er um flutning verkefna frá ríki til sveitarfélaga. En á sama tíma aukist miðstýring í mörgum málum og umhverfismálin séu þar ofarlega á blaði og einsýnt sé að stofnana- vald sé þar miklu meira en almennt er viðurkennt. Ráðstefnuboðendur telja að um- ræður um stórvirkjanir á sviði orku- mála gefi tilefni til að skoða ítarlega hvaða þátt heimanen eigi að hafa í ákvarðanatöku um slík mál, en mörg þeirra snerta umhverfismál. á einn eða annan hátt. Til þess að geta myndað sér skoðun þar um sé nauð- synlegt að vita um hvað er íjallað í stofnunum og ráðunejdum víðs fjarri framkvæmdastöðum slíkra stórverk- efna. Fundarboðendur telja engin teikn vera á lofti um að skipan umhverfis- mála verði breytt nema að frum- kvæði heimamanna í héraði. Innan héraðs verði menn að gera sér grein Lyrir því hvort sveitarstjórnarmenn séu í stakk búnir til að taka ákvarð- anir um umhverfismál. Tilgangur ráðstefnunnar sé því að komast nær því hvort umhverfismál eiga heima í héraði eða hvort þeim sé best borgið í miðstýrðum stofnun- um í Reykjavík. í fundarlok ávarpaði Árni Sigur- bjömsson, formaður Húsgulls, við- stadda og sagði að þetta væri fjórða ráðstefnan, sem Húsgull stæði fyrir og að hann teldi að sýnilegur árang- ur hefði orðið af þeim öllum. Hann taldi að niðurstaða þessarar ráð- stefnu væri sú, farsælast mundi verða að þekking og áhugi heima í héraði í samstarfi við sérþekkingu fagmanna væri það heppilegasta til framgangs þess, að endurgræða landið. í því sambandi má minna á orð Valgarðs Egilssonar læknis um að því fjær vettvangi sem ákvörðun sé tekin þvi vitlausari verði hún og nefndi Valgarður sem dæmi að Bret- ar fluttu járnbrautarvagna til íslands á stríðsárunum. .Tillaga hans var að 2/3 valds ættu að vera á heimaslóð og 'h valds í samræmdum stofnun- um. í lok ávarps síns fór Ingunn St. Svavarsdóttur með skátaheitið: „Stefndu að því að skilja við heiminn í örlítið betra ásigkomulagi en hann var í þegar þú komst í hann.“ Ráðstefnugestjr þáðu léttan há- degisverð í boði Kaupfélags Þingey- inga og ráðstefnunni lauk með ávarpi samgönguráðherra, sem bauð að lok- um upp á léttar veitingar. fslensk vika á Selfossi Langnr laugardagur Selfossi - Langur laugardagur verð- ur í verslunum á Selfossi á morgun, 5. nóvember, í tilefni íslenskrar viku sem lýkur formlega 6. nóvember. Ýmsar uppákomur verða á morg- un, Gunnar Egilsson torfærukappi mun keyra yfir gamla bíla í miðbæn- um, björgunarsveitarmenn sýna sig utan á Vöruhúsi KÁ, skothraði hand- boltakappa Selfoss verður mældur með radar í kjallara vöruhússins og Samkór Selfoss syngur í verslun Hafnar-Þríhyrnings og Vöruhúsi KÁ. Bílar Brunavama Árnessýslu og björgunarsveitarinnar Tryggva Gunn- arssonar verða ti! sýnis svo og fornbíl- ár í eigu Selfyssinga. Boðið verður upp á kaffihlaðborð í Hótel Selfoss og í Kaffi-krús verður sýning lista- verka eftir unga listamenn á Selfossi. Þennan dag verða flestar verslanir opnartil klukkan 18.00 ogí matvöru- verslunum verða kynningar á ýmsum matvörum framleiddum á Selfossi og verða þær margar hveijar á mjög góðu tilboðsverði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.