Morgunblaðið - 04.11.1994, Page 14

Morgunblaðið - 04.11.1994, Page 14
14 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI í haustskýrslu Seðlabanka íslands segir að þó aukin ástæða sé til bjartsýni þurfi að fara með mikilli gát við hagstjórn Frekari vaxtalækkun ekki iíkleg á næstunni AUKNAR kröfur Seðlabanka ís- lands á ríkissjóð, svo nemur 10,8 milljörðum króna frá áramótum til loka september, útstreymi gjaldeyris sem birtist í 8 milljarða króna lækk- un gjaldeyrisforða Seðlabanka á sama tíma og erlendar vaxtahækk- anir benda til þess að frekari lækkun vaxta sé ekki líkleg á allra næstu mánuðum hér á landi. Þetta kemur fram í nýrri haustskýrslu Seðlabank- ans um peningamál, gengi og greiðslujöfnuð. í haustskýrslu Seðlabankans er þróun vaxta ítarlega rakin. Þar seg- ir m.a. að við skilyrði heftra fjár- magnshreyfínga til og frá landinu þurfi tengsl erlendra og innlendra vaxta ekki nauðsynlega að vera sterk, jafnvel þótt gengi sé haldið föstu. Það breytist hins vegar um leið og fjármagnshreyfingarnar séu orðnar að fullu fijálsar. Þá ráðist innlendir vextir af erlendum að teknu tilliti til væntinga um gengis- breytingar og það feli í sér að ekki sé hægt að halda innlendum vöxtum og gengi föstu samtímis. Um næstu áramót verður síðustu hömlum á fjármagnsflutningurti á milli Islands og annarra landa rutt úr vegi. Við þær aðstæður sem þá myndast muni innlendir vextir ráð- ast að miklu leyti af erlendum vöxt- um að teknu tilliti til væntinga um gengisbreytingar. Það felur í sér að þær aðstæður geta skapast að ekki sé hægt að halda innlendum vöxtum og gengi krónunnar föstum samtím- is. Ef halda á genginu föstu verða vextir að ráðast af erlendum vöxtum og innlendum markaðsaðstæðum. I frétt Seðlabankans segir að þetta leiði til þess að Seðlabankinn geti hvenær sem er þurft að beita stjórn- tækjum peningamála, þar með töld- um vöxtum sem hann ræður eða hefur áhrif á, til þess að mæta mis- vægi á peninga- eða gjaldeyrismark- aði. Möguleikar frekari vaxtalækkana Á fyrstu mánuðum þessa árs keypti Seðlabankinn umtalsvert magn af ríkistryggðum verðbréfum til að styðja við vaxtalækkun. Um svipað leyti fóru erlendir langtíma- vextir hækkandi og á ársfundi bank- ans sl. vor var bent á að mjög hefði dregið saman með erlendum og inn- lendum vöxtum og nær útilokað að þrýsta langtímaraunvöxtum neðar með peningaaðgerðum einum. í skýrslunni er rakið að möguleik- ar frekari vaxtalækkana hér á landi liggi í trúverðugri lækkun lánsfjár- eftirspurnar hins opinbera á næstu misserum og í frekari lækkun vaxta erlendis. Þannig segir að auknar kröfur Seðlabankans á ríkissjóð, út- streymi gjaldeyris og eriendar vaxtahækkanir bendi til þess að frekari lækkun vaxta sé ekki líkleg á allra næstu mánuðum hér á landi. PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS í REYKJANESKJÖRDÆMI 5. NÓVEMBER STUÐLUM AÐ STERKUM LISTA Solome í 2. sætið STUÐNINGSMENN STEINAR WAAGE - s SKOVERSLUN Tegund: 30013 litur: Svart lakk Stærðir: 23-33 Tegund: 3125 litur: Svart lakk Stærðir: 23-33 Tegund: 3111 Iitir: Svart, hvítt og rautt lakk Stærðir: 23-33 Verð: 1.995 Tegund: 3126 PÓSTSENDUM SAMDÆGURS • 5% STAÐGREIDSLUAFSLÁTTUR V STEINAR WAAGE J? SKÓVERSLUN J SIMI 18519 <T ■■■■■■» Langur laugardagur Ioppskórinn A VELTUSUNDI - SÍMI: 21212 ' ViÐ INGÓLfSTORG STEINAR WAAGE ^ SKÓVERSLUN ^ SÍMró89212 ** Opið sunnudag 13.00-17.00 J Vaxtaþróun ríkisskuldabréfa 1994 Óverðtryggð 5 ára bréf, nafnávöxtun á eftirmarkaði Verðtryggð bréf*, 26. okt. 1994, Breyt. frá raunávöxtun á frummark. % vextir á ári: áram., %: ísept.1994, Breyt. frá Danmörk I 8.6 I ■ 2,9 %áári: áram.,%: Finnland I 9.3 I [383,9 ísland (101 5.0 1 | 0,0 Noregur l 8,3 J ■ 3,2 Bretland (91 13.8 1 1 0,7 Svíhióð 110.4 I ■4,2 Svíþjóö (20) fiandaríkin I 7.5 I ■ 2,4 Kanada (27) fím ■ 1.3 Þýskaland | 7,2 l ■ 2,2 Ástralía (20) 15.4 I H 2,0 Japan I 4.1) ■ 2,0 * Unstími bréfanna innan sviga Bretland I 8.8 I ■ 3,2 ** Siðasta uppboð íjúni 1994 Lítil verðbólga ogjákvæður viðskiptajöfnuður í haustskýrslu Seðlabankans er lögð áhersla á að þótt nú sé meiri áhersla tii biartsýni en á síðasta ári sé ljóst að við hagstjórn verði að fara með mikilli gát. Hafa beri í huga að stöðnun hafi ríkt allt frá árinu 1987 og að þrátt fyrir nokk- urn hagvöxt í ár verði þjóðartekjurn- ar liðlega 2,5% lægri en 1987. „Auk- in fjárfesting í atvinnuvegunum læt- ur enn bíða eftir sér og atvinnuleysi er mikið og meira en við höfum átt að venjast og ekki horfur á að úr því dragi á næsta ári,“ segir í frétt með skýrslunni. í skýrslunni kemur fram að lítil verðbólga og jákvæður viðskipta- jöfnuður veki öðru fremur athygli þegar litið er á árangur í hagstjórn að undanförnu. Þannig segir að þær staðreyndir að verðlag haldist óbreytt á þessu ári og þriðja árið í röð mælist verðbólga vel innan við 5% veki óneitanlega vonir um að varaniegur árangur hafi náðst í að kveða niður verðbólgu. „Á alþjóða- vettvangi er viðurkennt að til lengri tíma litið sé stöðugt verðlag helsta forsenda hagvaxtar og bættra lífs- kjara. Því verður að leggja höfuð- áherslu á að viðhalda þeim stöðug- leika sem hér hefur ríkt að undan- förnu, að öðrum kosti minnka líkurn- ar á að unnt verði að draga úr at- vinnuleysi." Hræringar innan stærsta hluthafahópsins í Olís Minnihlutínn í Sundum vill selja EINHVER hreyfing er meðal erf- ingja Óla Kr. Sigurðssonar heitins í Olís um sölu hluta í eignarhalds- fyrirtækinu Sundum hf. sem aftur er stærsti einstaki hluthafahópur- inn í Olís með um 45% hlutjár. Það eru synir Óla sem hafa sýnt áhuga á að selja hlut sinn í Sundum en hann samsvarar um 15% hlut í Olís. Gunnþórunn Jónsdóttir, ekkja Óla Kr. er meirihlutaeigandi í Sund- um hf. Heildarhlutafé Sunda í Olís eru um 300 milljónir að nafnvirði og hlutur bræðranna samsvarar því að hlutur þeirra í Olís sé um 100 milljónir eða í kringum 280 milljón- ir miðað við núverandi gengi á bréf- unum. í samningur sem gerður var í kringum skiptin á búi Ola Kr. var hins vegar ákvæði um gagkvæman forkaupsrétt bréfa milli erfmgj- anna. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hafa synir Óla Kr., Sig- urður Óli og Janus um skeið haft hug á að losa fé sem bundið er í Sundum og felst fyrst og fremst í hlutabréfaeigninni í Olís. Eftir því sem næst verður komist hafa þeir þó ekki lagt fram formlegt tilboð um sölu á hlut sínum í Sundum enn sem komið er en einhverjar óform- legar þreifingar hafa átt sér stað án þess að hafa leitt til niðurstöðu. Bræðurnir hafa nú leitað til Kaup- þings um að annast sölu á hlut sín- um í einu lagi. Annar bræðranna Sigurður Óli vildi þó ekkert um málið segja að svo stöddu í samtali við Morgunblaðið í gær og Pálmi Kristinsson hjá Kaupþingi varðist einnig allra frétta af málinu. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins mun það einnig hafa áhrif í þessu efni að salan er talsvert flók- in í skattalegu tilliti vegna gengis- hækkunar á hlutabréfum Olís sem bundin eru Sundum, sem aftur verður til að umtalsverður skatt- skyldur söluhagnaður myndast við sölu á hlutum í Sundum. Rök fyrir sölu á fyrrgreindum hlutum í Sund- um munu hins vegar m.a. vera þau að kaupandinn eignist við það for- kaupsrétt að bréfum Gunnþórunnar Jónsdóttur í Sundum og þar með í Olís. Á móti er hins vegar á það bent að Gunnþórunn hafí ekki haft uppi neina tilburði í þá átt að selja og hafí m.a. hafnað viðræðum við kandaríska fyrirtækið Irving Oil í þá veru. Á sama tíma sé meirihluti hennar í Sundum tryggur og ekk- ert sem knýi hana til sölu á hlut sínum. Minnihlutaeign í Sundum geti því af þessum ástæðunum vart talist sérlega fýsilegur fjárfestinga- kostur fyrir utanaðkomandi aðila, og þannig vandséð að af sölu verði nema með samningum milli hlut- hafanna í Sundum. Prófkjör á Reykjanesi 5. nóvember Ungur maður úr aívinnulífiiiu VIKTOR B. KJARTAINSSON í^. SÆTI Kosningaskrifstofur: Bæjarhrauni 22, Hafnarfirði, s. 91-650735 og Hafnargötu 38, Keflavík, s. 92-12100.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.