Morgunblaðið - 04.11.1994, Síða 25

Morgunblaðið - 04.11.1994, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1994 25 __________LISTIR________ Leikfélag Vestmannaeyja sýnir Dýrin í Hálsaskógi Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. LEIKFÉLAG Vestmannaeyja frum- sýnir í kvöld leikritið Dýrin í Hálsa- skógi undir leikstjórn Sigurgeirs Schewing. Verkið er 131. uppfærsla Leikfélagsins og jafnframt er þetta 40. verkið sem Sigurgeir leikstýrir á ferli sínum. Æfingar á leikritinu hafa staðið yfír undanfarnar vikur en 23 leikarar taka þátt í sýningunni og eru mörg börn meðal leikenda. Sumir leikar- anna eru að stíga sín fyrstu spor á sviðinu en aðrir eru þrautreyndir. Fjöldi starfsliðs stendur á bak við sýninguna og hefur mikil vinna farið í búningagerð en saumakonur í Leik- félaginu hafa séð um þann þátt. Undirleikur við söngva í leikritinu er ekki af bandi heldur leikur Rósa Guðmundsdóttir undir á hljómborð. Morgunblaðið leit við í Bæjarleik- húsinu í Eyjum á einni af lokaæfing- unum og var allt á fullri ferð. Það atriði sem rennt var í gegn meðan staldrað var við var vel flutt, tónlist og söngur með ágætum og mikið líf og fjör á sviðinu. Lofar atriðið góðu og gefur tilefni til að búast megi við góðri sýningu. Frumsýning á Dýrun- um í Hálsaskógi verður í Bæjarleik- húsinu í Eyjum í kvöld en sýningar verða síðan næstu daga. PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS í REYKJANESKJÖRDÆMI 5. NÓVEMBER „Hún er einhver mesti vinnuþjarkur sem ég þekki." Lára Margrét Ragnarsdóttir, alpingismaður Salome í 2. sætið Elísabet Jökulsdóttir opnar sýningu á Mokka kaffi á laugardag. Elísabet Jökulsdóttir á Mokka SÝNING á verkum eftir Elísa- betu Jökulsdóttur verður opnuð á Mokka kaffi við Skólavörðu- stíg á morgun laugardag. Elísabet er að upplagi rithöf- undur, en á þessari sýningu kveður hins vegar við nýjan og óvenjulegan tón í myndheimi lis- takonunnar þar sem hún bók- staflega þýðir hugsun sína yfir í áþreifanleg efni og hluti úr hversdagslífinu. í kynningu segir: „Inni á kaffihúsinu hefur Elísabet kom- ið fyrir lifandi fiskabúrum, sem hvert og eitt geymir vatnstæran og einfaldan heim úr huga henn- ar. Yfir búrunum hanga björg- unarhringir í mannlegum stærð- um með áletrunum úr hendi Elísabetar og vega merkin þannig salt á milli fljótandi yfir- borðsins og kafandi mynda á botni fiskabúranna." Sýningin stendur yfir í einn mánuð. Ásgeir Smári sýnir á Reyðarfirði NÚ UM helgina 5. og 6. nóvem- ber heldur Gallerí Fold sýningu á myndum Asgeirs Smára Ein- arssonar í Safnaðarheimilinu Reyðarfirði. Ásgeir Smári er fæddur 1955 í Reykjavík. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands og framhaldsnám í Stuttgart í Þýskalandi. Hann er þekktur fyrir myndir sínar af mannlífi í borgum og bæjum. Ásgeir Smári hefur dvalist í Danmörku undanfarin ár og eru fiestar myndirnar unnar þar. Sýningin verður opin á laugardag kl. 10-18 og sunnu- dag kl. 13-18. Aðgangur er ókeypis. EDESAwS ÞVOTTAVÉLAR Á FRÁBÆRU VERÐI. - 850 snúningar á mín. - Tekup 5 kg. nf þvotti. Aðeins 47.750 kr. Staðgreitt. _3E m m RHKMIERZUIN ISLHSIf Skútuvogi 1,104 Reykjavík, Sími: 688660 - FAX 680776. fóstudag 9-18 laugardag 10-17 sunnudag 13-17 mánudag 9-21 þriðjudag 9-21 í húsi Ingvars Helgasonar hfað Sævarhöfða 2. Þar færð fyrsta hálfa árið fylgir bílnum og Ingvar Helgason hf. Sœvarhöfða 2 Sími 674848

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.