Morgunblaðið - 04.11.1994, Síða 28

Morgunblaðið - 04.11.1994, Síða 28
28 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ 4 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: \Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MAKALAUSAR UTANFERÐIR SKATTGREIÐENDUR í Bretlandi báru á síðastliðnu ári kostnað af sex utanlandsferðum maka brezkra ráð- herra. Kostnaðurinn var samtals um 1,2 milljónir íslenzkra króna. Frá þessu var sagt á forsíðu dagblaðsins The Inde- pendent og þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu það, sem þeir kölluðu óhóflega eyðslu í ráðuneytum. Sú gagn- rýni byggist auðvitað á því að makar ráðherra eru ekki fulltrúar ríkisstjórnarinnar og óeðlilegt að greiða ferðalög þeirra nema færa megi rök fyrir að þeir séu í opinberum erindagjörðum. Strangar reglur gilda um það í Bretlandi við hvaða tæki- færi megi greiða kostnað vegna ferðalaga maka ráðherra af opinberu fé. Leita þarf leyfis forsætisráðherra í hvert sinn sem maki fer með ráðherra í opinbera heimsókn til útlanda. Greiða má ferðakostnað maka „einstaka sinnum", ef ljóst er að það þjóni hagsmunum ríkisins. Hér á landi eru reglur um ferðalög maka með ráðherrum augljóslega of slakar. Raunar segir í reglum um ferðalög opinberra starfsmanna að ekki eigi að greiða kostnað vegna maka nema um sé að ræða opinbera heimsókn eða mjög sérstakar aðstæður. Hvað varðar maka ráðherra virðast hins vegar engar skráðar reglur vera til um það hversu oft teljist eðlilegt að þeir fari með ráðherrum til útlanda, við hvaða kringumstæður eða hver eigi að leyfa slíkt. Þegar svo makar eru með í för, fá þeir greidda hálfa dagpeninga ráðherra. Það er sláandi staðreynd að hér er eytt margfalt meiru af fé skattgreiðenda vegna utanferða maka ráðherra ríkis- stjórnarinnar — og það í krónum talið — en í Bretlandi, milljónaþjóðfélagi þar sem ráðherrar eru margfalt fleiri en í ríkisstjórn íslands! Árin 1989-1991 var að meðaltali eytt fjórum milljónum króna á ári vegna ferðalaga maka ís- lenzkra ráðherra til útlanda. í Bretlandi þykir rúm milljón mikið! Það er ljóst að löngu er kominn tími til að spurt sé hvort nauðsynlegt sé að makar fylgi ráðherrum eða öðrum opinber- um starfsmönnum á ferðalögum á kostnað almennings. Ef spurt væri í hversu mörgum tilfellum slíkt þjónaði beinlínis hagsraunum ríkisins, er hætt við að fátt yrði um svö|\ Reglum um greiðslu ferðakostnaðar maka þarf þess vegna að breyta og eðlilegast væri að fella niður dagpeninga til maka og ferðagreiðslur einnig, nema í einhveijum þeim tii- fellum, þar sem um opinbera heimsókn er að ræða. Og þá þurfa að vera til skýrar reglur um hvernig ákvörðun um slíkt er tekin. EFTIRLIT MEÐ OFBELDISMYNDUM MENNTAMÁLARÁÐHERRA, Ólafur G. Einarsson, hefur kynnt í ríkisstjórninni frumvarp um skoðun kvik- mynda og bann við ofbeldiskvikmyndum. Menntamálaráðherra segir í Morgunblaðinu í gær að ætlunin sé að koma eftirliti með kvikmyndum á sterkari lagagrunn, en mikilvægasta nýmæli frumvarpsins sé að heimilt verði að leggja tölvuleiki að jöfnu við kvikmyndir. Eftirlit með tölvuleikjum, sem fram að þessu hefur verið lítið, er mikilvægt í því ljósi að í mörgum leikjum er leikand- inn sjálfur kominn í hlutverk dráparans í stað þess að vera aðeins áhorfandi og er verðlaunaður fyrir ofbeldisverkin. Tilgangur kvikmyndaeftirlits er fyrst og fremst að vernda börn og óharðnaða unglinga fyrir skaðlegum áhrifum ofbeld- ismynda. Allt tal um að ofbeldi í sjónvarpi hafi ekki áhrif á börn, er út í hött. Ef svo væri, væri jafntilgangslaust að sýna uppbyggjandi sjónvarpsefni, sem gefur gott fordæmi. Hafa ber í huga að börn eiga erfitt með að gera greinarmun á réttu og röngu og leika það stundum eftir, sem þau hafa séð í kvikmyndum, nema forráðamenn þeirra uppfylli þá skyldu sína að benda þeim á hið rétta. Nýleg brezk rannsókn leiddi í ljós að aðgangur barna að ofbeldisefni á myndbandsspólum er mun auðveldari en talið hafði verið. Niðurstöður könnunarinnar leiddu jafnframt. í Ijós að foreldrar vanræktu oft að leiðbeina börnum um það hvað þau mættu horfa á og hvað ekki, eða fylgdust yfirhöf- uð ekki með því á hvers konar sjónvarpsefni og kvikmynd- ir þau horfðu. Þess vegna er brýnt að minnka ofbeldisefni í sjónvarpi, en það tekur ekki frá foreldrum ábyrgð á að sinna þörfum barna sinna að þessu leyti og uppfylla með því grundvallar- skyldu. SJÁVARÚTVEGUR VINNSLUSTÖÐIN HF. Vestmannaeyjum, gegnir lykilhlutverki í þeirri valdabaráttu á milli fyriri Dó Sambandi Þótt það hljómi ótrúlega, virðist sem margir úr viðskiptalífinu líti fyrst og fremst á kaup ÍS á stórum hlut í Vinnslustöðinni út frá póli- tísku sjónarhomi, en ekki viðskiptalegu. Þessu lýsir Agnes Bragadóttir m.a. í síðari grein -----——--------------;?----------------------- sinni, um áhrif þess, að Islenskar sjávarafurð- ir hf. keyptu 30% hlut í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Einnig er fjallað um þær tvær fyrirtækjablokkir, sem líklega munu tak- ast á af meiri hörku í viðskiptalífínu hér innan- lands, eftir að ÍS, ESSO, VÍS og Samskip hafa haslað sér völl í Eyjum. Verða h< ÍS auka veltu sína um 15% með kaupum sínum á hluta í Vinnslustöðinni. AF INNLENDUM VETTVANGI AÐALFUNDUR Vinnslu- stöðvarinnar verður hald- inn í Vestmannaeyjum síð- degis á morgun. Þar verður m.a. greint frá því, að fyrirhugað er, að hlutabréf fyrirtækisins verði skráð á verðbréfaþingi fyrir lok þessa mán- aðar. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hefur stjómendum fyrir- tækisins gengið þokkalega að útvega hlutafjárloforð, upp í þá 400 milljóna króna hlutafjáraukningu, sem heimil- uð var á aðalfundi félagsins fyrir ári. ,Ekki liggur enn ljóst fyrir hversu há upphæð verður í hlutafjárútboðinu, þegar fyrirtækið verður skráð á mark- aði, þar sem að endanleg pphæð mun ráðast af því hversu f margir nýta sér forkaupsrétt að hlutafjáraukningunni og að hve miklu leyti, þannig að raun- ar fer fram lokað hlutafjárútboð á bréfum Vinnslustöðvarinnar fram undir miðjan"mánuð. Sighvatur Bjamason, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir, að þær tölur sem Friðrik Páls- son, forstjóri SH, hefur gefið upp, um að framleiðsla Vinnslu- stöðvarinnar á sl. ári hafí vegið 5,05% af tekjum SH, fái ekki staðist; „Á síðasta reikningsskilaári veltúm við 1.671 milljón króna í fryst- ingu (fob, sem er nettó-verð, að frá- dregnum umboðslaunum og fleiru. Þannig að óhætt ætti að vera að bæta við um 10%, til þess að fá út söluverð- ið - innskot blm.), þannig að við höf- um a.m.k. staðið undir 7% tekna SH,“ segir Sighvatur. Mest velta ly'á SH Sölumiðstöðin hefur alltaf verið mun stærra fyrirtæki en ÍS og áður sjávarafurðadeild Sambandsins, enda ,er SH nú með mesta veltu allra fyrir- tækja á landinu. Velta SH árið 1993 var 21,5 milljarðar króna, en IS 14 milljarðar króna. Bilið á milli sölufyrir- tækjanna hefur aukist til muna, það sem af er þessu ári, því fyrstu 10 mánuði þessa árs jókst velta SH um 40% miðað við sama tímabil í fyrra og var í ár, eftir 10 mánuði, rúmir 25 milljarðar króna, en rúmir 18 millj- arðar frá janúar til októberloka í fyrra. Á þessu ári hefur framleiðsla hjá fyrir- tækjum sem framleiða fyrir SH aukist um 13% miðað við sama tíma í fyrra, en hjá ÍS-framleiðendum fyrstu níu mánuðina dróst fram- leiðslan aftur saman um 9,3% á þessu ári, miðað við sama tíma í fyrra. Því hafa stærðarhlutföllin á milli fyrirtækjanna breyst frá því í fyrra, en þá voru þau 63% á móti 37%, í að vera 67% hjá SH á móti 33% hjá ÍS. Við það að framleiðsla Vinnslu- stöpvarinnar færist nú í umboðssölu til ÍS minnkar bilið á milli frajnleiðend- anna i að vera tæplega 40% hjá ÍS- framleiðendum á móti rúmum 60% hjá SH-framleiðendum. Sighvatur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, hefur sýnt fram á það, frá því hann tók við stjórn Vinnslustöðvarinnar, að Horft á máliA með pólltísk- um gleraugum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.