Morgunblaðið - 04.11.1994, Side 29

Morgunblaðið - 04.11.1994, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1994 29 Morgunblaðið/Sigurgeir tækjablokka, sem nú virðist hafin í íslenskum viðskiptalífi. §r fyrirtækjablokkir? SH taldi eftir skoðun að fjár- festing í Vinnslustöðinni væri ekki fýsilegur kostur. SÍF telur að fisksölufyrirtæki hér á landi eigi í lengstu lög að forðast innbyrðis átök. ð aldrei? hann getur verið harður í horn að taka. Talið er að hann geti á vissan hátt orðið enn harðari í horn að taka, með fylkingu eignaraðila að baki sér, þar sem eru ÍS, VÍS og ESSO, sn fullvíst þykir að þessir aðilar muni kaupa drjúgan hluta þess hlutafjár sem að er stefnt að selja. Vissulega hafa þeir hjá SH verið vændir um að hafa sofið á verðinum, þegar ÍS gekk til samninga við Vinnslustöðina og Bjarni Sighvatsson seldi ÍS 30% hlut sinn og fjölskyldu sinnar í fyrirtækinu og öll viðskipti Vinnslustöðvarinnar flytjast til IS, Samskipa og VÍS. Kolkrabbi! Kolkrabbi! En þá má ekki gleyma því, að ef SH hefði fengið Sjóvá-AImennar, Skeljung og Eimskip í lið með sér, þannig að fyrirtækin hefðu komið fram sem ein blokk í viðræðum við Vinnslustöðina, eru miklar líkur á þvi, að slík ráðagerð hefði vakið upp mik- inn óróa, þar sem nafngiftin: „Kol- krabbi! Kolkrabbi!" hefði heyrst í hvetju skúmaskoti, eins og það var orðað af einum viðmælanda mínum. Velunnari SH sagði að slíkt hefði örugglega þótt óheyrilegur yfirgangur þessara fyrirtækja, en eftir að blokk- armyndunin hjá fyrrum Sambandsfyr- irtækjunum væri orðin opinber, með samstarfi þeirra um endurfjármögnun Vinnslustöðvarinnar, kynni slík af- staða að breytast, þannig að eðlilegt þætti að tvær blokkir fyrirtækja, á þessu sviði viðskiptalífsins, tækjust á um markaðshlutdeild og viðskipti op- inberlega. Því gæti þessi samningur ÍS og Vinnslustöðvarinnar átt eftir að hafa mikil og stefnumarkandi áhrif á viðskiptalíf hér á landi. Orð eins viðmælanda míns, sem hefur um árabil átt mikil og náin sam- skipti við SH og ávallt verið eindreg- inn talsmaður einkaframtaksins, eru kannski besta lýsingin á afstöðu tals- manna SH, Eimskips og Sjóvár- Almennra til þeirra samninga sem nú hafa tekist á milli Vinnslustöðvarinnar og ÍS: Dó Sambandið ekki?! „Frá sjónarhóli SH, Eimskips og Sjóvár-Almennra er þetta ekki gott. Þetta vekur í reynd upp þá tilfinningu að Sambandið hafi í raun og veru aldr- ei dáið, heldur í mesta lagi lagst í Margt kemur áóvart Þeir hjá Vinnslustöðinni og ÍS virð- ast á hinn bóginn ekki hafa miklar áhyggjur af þessu, þar sem þeir hafi a.m.k. níu mánaða undirbúningstíma til slíkrar markaðsöflunar, vegna þess að SH sé skuldbundin til þess að selja framleiðslu Vinnslustöðvarinnar í níu mánuði eftir að úrsögn úr- Sölumið- stöðinni tekur gildi. Þannig eigi nægur tími að gefast til markaðsöflunar hjá ÍS fyrir loðnuafurðir Vinnslustöðv- arinnar. Enn rætt um félagsform RAUNAR verður það að segjast eins og er, að ýmislegt kemur á óvart, þegar aðdragandi þessa samnings stórs sjávarútvegsfyrir- tækis í Vestmannaeyjum við aðila um hlutafjárkaup og endurfjár- mögnun er skoðaður grannt. Hvern hefði til dæmis órað fyrir því, að andstæðingar þess, að samningur- inn við ÍS tækist, leituðu til við- skiptabanka Vinnslustöðvarinnar, íslandsbanka, til þess að reyna að fá bankann i lið með sér á þann veg að Islandsbanki legði fram eigið fé sem hlutafé í Vinnslustöðinni? Lík- lega fáa, en engu að síður er það staðreynd, að þetta var reynt. íslandsbanki er í sjálfu sér upp- hafsaðili þessara endurfjármögn- unaraðgerða Vinnslustöðvarinnar, því hann var búinn að leggja mjög eindregið til við forsvarsmenn Vinnslustöðvarinnar, að fyrirtækið gerði gangskör að því að Iækka skuldir sínar umtalsvert. A liðnu ári lækkuðu skuldir fyrirtækisins um rúmar 700 milljónir króna, eins og fram hefur komið hér í Morgun- blaðinu. Bankinn vildi, auk þess, að reynt yrði að fá nýtt fjármagn inn í fyrirtækið, þannig að rekstr- argrunnur Vinnslustöðvarinnar væri treystur frá því sem verið hefur. Þegar óskum SH-manna var komið á framfæri við bankann, um að hann legði stein í götu viðskipta á milli Vinnslustöðvarinnar og IS ineð því að gerast sjálfur hluthafi i fyrirtækinu í samvinnu við SH og fleiri, voru undirtektir dræmar, að ekki sé meira sagt, samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins. Munu málshefjendur hafa verið þeirrar skoðunar, að hægt yrði um vik að fá íslandsbanka í lið með sér, til þess að koma í veg fyrir að „fram- sóknarfyrirtæki næðu fótfestu í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum". Svör bankans voru, samkvæmt þeim upplýsingum sem aflað hefur verið, á þann veg, að það hafi verið vegna krafna bankans að Vinnslu- stöðin gengi í það verkefni að minnka skuldir og auka eigið fé. Það hafi á hinn bóginn aldrei verið á verk- eða ákvarðanasviði bank- ans, að velja samstarfsaðila Vinnslustöðvarinnar til slíks verk- efnis. Slík ákvörðun væri, eðli máls- ins samkvæmt, eingöngu í höndum sljórnenda og eigenda fyrirtækis- ins. Reyndar kannaði ÍS það á síðari stigum málsins, hvort bankinn væri reiðubúinn til þess að taka þátt í endurfjármögnun Vinnslustöðvar- innar í samvinnu við IS og fleiri, en fékk þá sömu svör og þeir hjá SH höfðu fengið nokkrum vikum áður. dvala, en nú sjái þessi fyrrum Sam- bandsfyrirtæki, íslenskar sjávarafurð- ir hf., Vátryggingafélag Islands, Olíu- félagið og Samskip sér leik á borði við að mynda eina fjársterka blokk og kaupa sig inn í eitt höfuðvígi einka- framtaksins á íslandi, Vestmannaeyj- ar, með því að kaupa ráðandi hlut í Vinnslustöðinni — í stærstu verstöð landsins, þar sem SÍS og Framsóknar- flokkurinn hafa hingað til aldrei getað seilst til áhrifa og valda.“ Friðrik Pálsson, forstjóri SH, sagði í samtali við Morgunblaðið á þriðju- dag, að ÍS hefði, með kaupum á 30% hlut í Vinnslustöðinni, verið að kaupa sér veltu og viðskipti. Áratugum sam- an hafi verið í gildi heiðursmannasam- komulag á milli fisksölufyrirtækjanna um að þau væru ekki að sækjast eftir viðskiptum hvert hjá öðru, en ÍS hefði nú brotið það samkomulag. Hann kvað þennan nýja sið því vissulega sæta tíðindum. SH-menn skoðuðu það fyrir all- nokkru síðan, hvort það væri skynsam- legur kostur að kaupa hlut Bjarna Sighvatssonar og fjölskyldu í Vinnslu- stöðinni á því verði sem upp var sett, en samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins vildi Bjami fá tvöfalt nafn- verð bréfanna, eða um 170 milljónir króna. Niðurstaða SH varð sú, að hér væri ekki um fýsilegan fjárfestingar- kost að ræða fyrir SH. Bjarni mun, samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins, hafa farið mun lengra í þá átt, að fá verðhugmyndir sínar samþykktar en menn áttu almennt von á, i samning- um sínum við ÍS, því verðið sem ÍS mun hafa reitt fram, >«. .ui..- lega 1,6-falt nafnverð, eða yfir 140 milljónir króna. SH beitti sér svo fyrir því, þegar samningar Vinnslustöðvarinnar og IS voru langt komnir, að kannað yrði hvort Sölumiðstöðin og ákveðin fyrir- tæki hér í bæ gætu í sameiningu keypt hluta þess nýja hlutafjár sem nú er til sölu hjá Vinnslustöðinni. Þá var um það að ræða að ákveðin fyrirtæki hér í bæ sameinuðst um að kaupa 100 milljóna króna hlut á nafnverði í nýju hlutafé fyrirtækisins, og þannig yrði hlutafé Vinnslustöðvarinnar samtals 382 milljónir króna. Ef þetta hefði gengið eftir hefðu hinir nýju kaupend- ur orðið 26% eignaraðilar að Vinnslu- stöðinni. ESSO skuldbreytir 50 milljónum Þannig hefði Olíufélagið hf. fallið frá forkaupsrétti á 50 milljóna króna hlut í nýju hlutafé, og eignarhlutur þess lækkað úr tæpum 18% í rúm 13%. ESSO verður á hinn bóginn 14,66% hluthafi í Vinnslustöðinni, not- færi það sér forkaupsrétt á 50 milljóna hlutafé, af þeim 400 milljónum, sem ætlunin er að auka hlutaféð um, þann- ig að hlutafé verði 682 milljónir króna í stað 282 milljóna króna nú. Fullvíst er talið að ESSO notfæri sér þann forkaupsrétt að hlutafjáraukningunni, sem félagið á, og mun það að líkindum skuldbreyta 50 miiljónum króna af 200 milljóna króna skuld í hlutafé. Þessi frumkönnun SH var fram- kvæmd, þótt það sé grundvallarregla hjá Sölumiðstöðinni að kaupa ekkí hlut í eigendum sínum, framleiðendunum, enda á SH ekki hlut í einu einasta sjávarútvegsfyrirtæki á landinu, en ÍS eiga nú hluti í a.m.k. 12 sjávarútvegs- fyrirtækjum og í sumum mjög stóran hlut. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins fór slík könnun aldrei langt, þar sem þeir sem könnuðu málið, fyrir hönd SH og annarra, komust að þeirri niðurstöðu, að hér væri um sjónarspil að ræða af hálfu Vinnslustöðvarmanna, þar sem sú ákvörðun hafi þegar legið fyrir, að annaðhvort seldi Bjarni Sighvatsson ÍS hlut sinn og fjölskyldu sinnar, eða að engin sala færi fram. Velta ÍS eykst um allt að 15% Þótt velta ÍS muni aukast um ná- lægt 15% við það að fá allar afurðir Vinnslustöðvarinnar í umboðssölu, getur verið að ýmsir örðugleikar mæti fyrirtækinu til að byija með. Bent er á, að ÍS hafa ekki verið mikið í því að selja loðnuafurðir, þannig að nú geti það blasað við, að fyrirtækið þurfi að hefja mikið markaðsátak til þess að afla framleiðslu Vinnslustöðvarinn- ar markaða erlendis. FramleiAend- ur munu taka af skarið Athyglivert er, að margir viðmæl- enda minna hafa bent á, að í þessu Vinnslustöðvarmáli, aðdraganda þess og áhrifum af samningunum við ÍS, komi berlega í ljós, að félagsform það sem SH býr við, sem sameignarfélag, hái því, þegar það ætlar sér að keppa um viðskipti og markað við hreint hlutafélag eins og IS. Sölumiðstöðin hefur jafnan verið andvíg hugmyndum í þá veru, að breyta yfir í hlutafélagsformið, þótt vissulega eigi hlutafélagsformið sér einnig öfluga talsmenn innan SH, en þeir eru bara í minnihíuta. Viðhorf þeirra innan SH sem hlynntir eru óbreyttu félagsfonni eru þau, að Sölumiðstöðin sé félag með takmarkaða ábyrgð, sem gjaman er talinn vera einn aðalkosturinn við hlutafélög. SH sé því í raun lokað hlutaféiag, þar sem hægt sé að auka hlutafé, ef mönnum sýnist svo. Hægt sé að kaupa og selja eignar- hlut í SH, innan félagsins. Aðeins megi selja hlut sinn út úr félaginu, til framleiðenda, sem með kaupunum gerðist aðili að félaginu. Telja þeir, að ef félagið yrði opið hlutafélag, væri hætta á því, að eignarhaldið gæti færst á hendur annarra en þeirra sem hefðu hagsmuna að gæta varð- andi starfsemi félagsins að sölu- og markaðsmálum. Auk þess sé mikill akkur af því, fyrir framleiðendurna, að eiga sjálfir félagið. Þannig sé stefnumótun félags- ins á aðalfundum og stjórnarfundum í höndum eigendanna sjálfra, þar sem um sölu- og markaðsfyrirtæki þeirra sé að ræða. Stjórn SH felldi síðast fyrir rúmum tveimur árum tillögu Einars Odds Kristjánssonar, í þá veru, að SH væri breytt í hlutafélag. Þeir emu sem greiddu tillögunni atkvæði sitt, voru flutningsmaðurinn sjálfur og Brynjólf- ur Bjarnason, forstjóri Granda. Sig- hvatur Bjarnason, framkvæmdastjóri i Vinnslustöðvarinnar, var erlendis, þegar stjórnarfundurinn var haldinn, en hann hefur sagt, að hefði hann verið á fundinum, hefði hann stutt til- lögu Einars Odds. Áhyggjur framleiðenda Ganga menn svo langt, að segja að félagsformið sem slíkt sé að verða Akkillesarhæl! SH og vart geti farið hjá því að eigendur Sölumiðstöðvar- innar átti sig á því áður en langt um líður. Eigendur og stjórnendur Sölum- iðstöðvar hraðfiystihúsanna þurfi ein- faldlega að gera sér ljóst, að nú sé kominn sá tímapunktur hjá SH að fyrirtækið þurfí að fara í gegnum sama nálarauga naflaskoðunar og SlF og ÍS hafí þegar gert. Þessi sjónarmið eru rík innan SÍF og ÍS og eiga sér allnokkum hljómgrunn innan SH. Saltfiskframleiðendur, sem eru hlut- hafar í SÍF, hafa sagt við mig, að þeir telji að fisksölufyrirtækin, hvort sem þau heita SH, SIF eða ÍS, eigi í lengstu lög að forðast innbyrðis átök sín á milli. Þau eigi auðvitað fyrst og fremst að beina sjónum sínum og orku út á markaðina úti í heimi — það eigi fyrst og fremst að vera eðli slíkra físk- sölufyrirtækja. Víða heyrast áhyggjuraddir í þá veru, að ef stóru sölusamtökin sem selja frystan fisk, SH og ÍS, ætli sér í aívarlega markaðsbaráttu hér innan- lands, þá sé verið að fórna miklum hagsmunum fyrir þau smærri, sem geti orðið þjóðarbúinu kostnaðarsamt. Er óskandi að orð eins framleiðand- ans, sern við var rætt, reynist orð að sönnu: „Ég hef enga trú á því að fram- leiðendur á frystum fiski muni sætta sig við það, að allri orku sölusamtak- anna verði beitt i innantóm átök um markaðshlutdeild hér heima. Frekar hef ég þá trú, að framleiðendur muni taka af skarið og fórna þeim mönnum, sem verða í forsvari slíkrar baráttu og velja sér nýja starfsmenn — sem geta unnið eins og menn.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.