Morgunblaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ leysir vandann Reflectix er 5/16" þykk endurgeislandi einangrun írúllum. 7 lög en 2 ytri alúminíum-lög endurgeisla hitann. Breiddir: 2' & 4'. Rúllulengdir: 50', 125’ og 250'. háaloft, bak við ofna, í fjós, hesthús, á rör, á veggi, tjaldbotna, sessur, svefnpoka o.m.fl. Skæri, heftibyssa og límband einu verkfærin. BYGGINGAVÖRUVERSLUN P. ÞORGRIMSSON & CO Alltaf tll i tmgmr Ármúla 29, sími 38640 Verð frá: 41952 kr staðgrettt sem hægt er að fá í tveimur breiddum 50 eða 60 cm. Fæst með eða án blástursofns. Góð eldavél gott verð Umboösmenn um land allt. Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SlMI 69 15 OO AÐSENDAR GREIIMAR Yfirlýsing frá SVFÍ vegna uppsagnar Hálf- dans Henrýssonar MORGUNBLAÐINU barst í gær yf- irlýsing frá Slysavamafélagi Islands vegna uppsagnar Hálfdans Henrýs- sonar, sem er svohljóðandi: „Á undanförnum áratugum hefur Slysavarnafélag íslands unnið af alúð og óeigingimi að slysavörnum um allt land og átt þátt í því að bjarga lífi hundruða manna jafnt til sjós sem lands. Þá sögu þekkja landsmenn allir enda hafa þeir ætíð stutt dyggi- lega við bakið á samtökunum og skapað þeim þann starfsgrundvöll sem tryggir öflugt mannúðar- og öryggisstarf Slysavarnafélags ís- lands um allt land. Undanfarin ár hefur SVFÍ gengið í gegnum róttækt breytingaskeið og endurskipulagningu í takt við þarfír og kröfur tímans. Þetta gamla og virta félag hefur þurft, rétt eins og öll félög, að laga sig að örum breyt- ingum sem verða frá einum tíma til annars. Ein kynslóð tekur við af annarri, áherslur og aðferðir breyt- ast og starfsemin er sniðin að nýjum þörfum og kröfum. Breytingar sem þessar hafa af eðlilegum ástæðum í för með sér ólík sjónarmið og margs konar ágreining, sem fólk ræðir og leysir í bróðerni sín á milli. Því er augljóst að svo öflug fjöldahreyfing, sem Slysavamafélagið er, verður að gera þær kröfur til félaga sinna og starfsfólks að það hafi víðsýni og félagslegt umburðarlyndi til að bera svo hægt sé að samræma skoðanir og fylgja markaðri stefnu félagsins. Öllum er ljóst að stefnuna mótar hinn almenni félagi með þátttöku sinni í starfinu. Fulltrúar á lands- þingi kjósa stjórn SVFÍ til að fram- fyigja þeirri stefnu sem mótuð hefur verið af heildinni og ber starfsmönn- um félagsins, undir stjóm fram- kvæmdastjóra, að vinna samkvæmt henni. Endurskipulagning á starfsemi SVFÍ hófst á aðalfundi á Egilsstöð- um 1985 og hefur staðið yfir síðan, enda lýkur slíku starfi seint. Að frumkvæði þáverandi forseta, Har- aldar Henrýssonar, var á árunum 1988-89 unnið að gerð nýs skipurits fyrir félagið og gerðir nýir ráðning- arsamningar við starfsfólk þess. Yf- irlýst markmið voru þau að breyta stjórnskipulagi á þann veg að stjórn Slysavarnafélags íslands mótaði stefnu félagsins samkvæmt sam- þykkt aðalfundar og landsþings, sem framkvæmdastjóra þess bæri að framkvæma með starfsfólki sínu. Stjórnskipulag var fært í nútímalegt horf eins og gerist hjá öðrum félaga- samtökum og stofnunum. Sam- kvæmt þessu hafa stjórnarmenn Slysavamafélagsins ekki dagleg af- skipti af einstaka starfsmönnum, enda er allur daglegur rekstur í hönd- um framkvæmdastjóra, eins og al- menna reglan segir til um. Því miður hefur það gerst að einn starfsmaður, Hálfdan Henrýsson, sem sagt hefur verið upp störfum sökum samskiptaörðugleika og trún- aðarbrests, hefur séð ástæðu til að fara með málið í ljölmiðla og túlkað það mjög einhliða._ Stjóm og fram- kvæmdastjóri SVFÍ sáu ekki ástæðu til að senda frá sér fréttatilkynningu vegna uppsagnar eins starfsmanns, en vegna einhliða fjölmiðlaumflöll- unar, sem hefur verið afar villandi, verður nú í stærstum dráttum gerð grein fyrir nokkmm þeirra atriða sem leiddu til þess að Hálfdani var sagt upp starfi. Nokkur dæmi um samskiptavandamál: Hálfdan Henrýsson starfaði fyrst hjá SVFÍ frá 1. júlí 1974 til 1. maí 1975 sem erindreki. Hann kom á ný til starfa 1. mars 1987 sem deild- arstjóri björgunardeildar og gegndi því starfi til 20. október 1994. Þegar Árni Gunnarsson, fyrrv. alþm., var ráðinn framkvæmdastjóri í janúar ’92 vom ráðningarsamning- ar starfsfólks endurskoðaðir. Þá varð strax vart við andstöðu Hálfdans, sem skapaði ókyrrð og óvissu á vinnustað. Það leiddi til þess að ein- um framkvæmdaráðsmanni var falið að ræða við Hálfdan fyrir hönd fram- kvæmdaráðs SVFÍ. Ástandið lagað- ist lítið eitt um sinn en þrátt fyrir það kom oft fyrir að daglegum störf- um var seint eða ekki sinnt. Við þetta skapaðist trúnaðarbrestur milli Hálfdans og framkvæmdaráðsins og stjórn félagsins gerði sér grein fyrir því að þessi þróun mála gæti ekki gengið til lengdar. Árni Gunnarsson ræddi við stjórn- armenn um nauðsyn þess að Hálfdan starfaði samkvæmt mótaðri stefnu félagsins. Fengist hann ekki til þess yrði hann að víkja. Hálfdan beitti sér þá með ýmsum hætti gegn nýja framkvæmdastjóranum. Ein af ástæðum þess að Árni sagði starfi sínu lausu síðla árs ’92 var að hann vildi ekki efna „til átaka og úlfúðar við heimaríka menn“. Stjórn SVFÍ réð Esther Guðmundsdóttur fram- kvæmdastjóra frá og með 18. októ- ber ’92. Hálfdan sótti einnig um starf framkvæmdastjóra. Hann setti sig strax upp á móti ráðningu Estherar og lýsti því yfir að hann myndi ekki láta hana stjórna sér og sínum. Hann taldi Esther ekki geta verið yfirmann sinn þar sem hún hefði hvorki mennt- un né reynslu í björgunarmálum. Framkvæmdaráð Slysavarnafélags- ins fól þá Einari Siguijónssyni, for- seta félagsins, að áminna Hálfdan um stöðu hans og ræða ágreinings- mál. Þetta nægði ekki. Hálfdan hélt áfram að skapa óróa á vinnustað. Framkvæmdaráðsmenn eyddu miklum tíma í að leiðrétta ýmsar rangfærslur sem hann dreifði til fé- lagsmanna. Ofan á þetta bættist að Hálfdan var jafnan tregur til að veita framkvæmdastjóra umbeðnar fag- legar upplýsingar. Hálfdan notaði oft fundi SVFÍ til þess að láta skerast í odda með mönnum um ýmis málefni og ber þar einna hæst fund formanna björg- unarsveita í Reykjavík í apríl 1993, tveimur vikum fyrir aðalfund. Stjórn Slysavarnafélagsins reyndi að fá þeim fundi flýtt fram í mars en Hálfdan lagðist gegn því. Síðar stað- festu nokkrir björgunarsveitafor- menn að markmið þeirra, að halda fundinn sem næst aðalfundi, hafi verið það að „hita menn upp“ gegn stofnun björgunarskóla í samvinnu viðaðra. Á fundi stjórnar, varastjómar, umdæmisstjóra og deildarstjóra á Úlfljótsvatni í okt. ’93 lýsti Hálfdan því aftur yfir að hann teldi sig vera óbundinn af stjómvaldi fram- kvæmdastjóra. Fimm stjórnarmenn SVFÍ gagnrýndu hann fyrir þessi ummæli og áminntu hann um sam- þykktir stjórnar, skipurit félagsins og ákvörðunarferil. Skömmu fyrir síðasta landsþing í maí ’94 byrjaði óróleiki að nýju með- al björgunarsveitamanna sem rakinn var til Hálfdans. Gunnar Tómasson, 1. varaforseti SVFÍ, og fleiri stjórn- armenn urðu að róa þingfulltrúa þegar upp úr sauð vegna málflutn- ings starfsmanna björgunardeildar undir stjórn Hálfdans. Hálfdan vann leynt og ljóst á móti samningnum við Landsbjörgu, sem undirritaður var í desember ’93, og verða það að teljast óeðlileg vinnubrögð af starfs- manni félagsins, þegar stefnumörk- un félagsins lá fyrir. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi 5. nóvember 1994 Við styðjum Ama Ragnar Arnason tíl áframhaldandi þingsetu - tryggjum honum góða kosningu Hildur Jónsdóttir, ferðamálafulltrúi, Seltjarnarnesi Magnús Margeirsson, matreiðslum., Seltjarnarnesi Majpús Erlendsson, framkv.stjóri, Seltjarnarnesi Lovisa Cristiansen, arkitekt, Hafnarfriði Hafsteipn Þórðarson, verksm.stjóri, Ila&iarfirði Birgir Omar Haraldsson, forstjóri, Kópavogi Maria Valdimarsdóttir, tollvörður, Keflavík Sigríður Aðalsteinsdóttir, húsmóðir, Njarðvik Jón Pétur Iindal, sveitarstjóri, Kjalarnesi Pétur Friðriksson, kerfisfræðingur, Kjalarnesi Björn Jónsson, bóndi, Kjalarnesi Helga Hermannsdóttir, deildarstjóri, Kópavogi Hilmar Sigurðsson, viðskiptaff., Mosfellsbæ Guðmar Magnússon, framkv.stjóri, Seltjarnarnesi Friðrik Gunnarsson, framkv.stjóri, Seltjarnarnesi Sigurður K Oddsson, byggingart.fr., Seltjarnarnesi Örn Kjærnested, framkv.stjóri, Mosfellsbæ Sigurveig Sæmundsdóttir, yfirkennari, Garðabæ Guðni Stefánsson, bæjarfulltrúi, Kópavogi Einar Guðberg, fyrrv.form Þroskahjálpar, Keflavík Anna Lea Björnsdóttir, íþr.kennari, Njarðvík Halldór Ibsen, framkv.stjóri, Keflavík Jón Olafsson, oddviti, Kjalarnesi Magnús Jónsson, sérleyfishafi, Kjalarnesi HallgrímurÁrnason, húsasm.meistari, Kjalarnesi Jón Þórður Jónsson, tæknifr., Mosfellsbæ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.