Morgunblaðið - 04.11.1994, Page 43

Morgunblaðið - 04.11.1994, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1994 43 ARNI M. MATHIESEN FRÉTTIR ■ SKÓLAKEPPNI Tónabæjar lýkur í kvöld, föstudaginn 4. nóvem- ber, með dansleik þar sem Páll Óskar og MUjónamæringarnir leika fyrir dansi. Sigurvegarar skólakeppninnar verða krýndir og verðlaunaafhending fer fram í þeim greinum sem keppt var í: Fótbolta, félagsvist og spurningakeppni. ■ NÁMSKEIÐ í sjálfrækt sem byggir á vinnu með heild persónu- leikans hefst laugardaginn 5. nóv- ember nk. Gerðar eru skriflegar æfingar til að gera upp bernskuna og úrelt hegðunarmynstur. Kennd- ar eru aðferðir til að byggja upp sjálfsvirðingu og laga til í samskipt- um. Fjallað er um líkamsrækt og hollt mataræði. Sérstök áhersla er lögð á aðferðir til að byggja upp jákvæða hugsun og setja sér skýr markmið. Þátttakendur læra önd- unar- og slökunaræfingar og grunnreglur í sambandi við hug- leiðslu. Einnig er fjallað um orsakir og leiðir til að sigrast á vandamál- um og byggja upp lífsstíl vel- gengni. Námið fer fram í formi fyrirlestra, umræðna og skriflegra æfinga. Hámarksfjöldi þátttakenda er 12. Kennslubók fylgir og auk þess er 14 daga stuðningsáætlun í sambandi við hugleiðslu, mataræði og líkamsrækt. Leiðbeinandi er Gunnlaugur Guðmundsson hjá Stjörnuspekimiðstöðinni, Kjörgarði, Laugavegi 59. ■ STJÓRNARFUNDUR hjá Lögreglufélagi Kópavogs haldinn 1. nóvember ályktar: Stjórn Lög- reglufélags Kóp'avogs harmar þann neikvæða fréttaflutning sem verið hefur undanfarið í ijölmiðlum um lögreglumenn í Kópavogi. Meðal annars hefur verið vitnað til skýrslu sem dómsmálaráðuneytið hefur lát- ið vinna um lögregluna í Kópavogi. Fjölmiðlar hafa nokkrum sinnum vitnað í skýrsluna sem átti að vera trúnaðarmál og á ekki að hafa ver- ið birt. Þar hefur verið fullyrt að hún væri til vansæmdar fyrir lög- reglumenn í Kópavogi án þess að heimildarmanna sé getið. Er það von okkar að þessum neikvæða fréttaflutningi linni, sem óhjá- kvæmilega skaðar lögreglu al- mennt. ■ KYNNINGARFUNDUR fyrir unglinga sem hafa áhuga á borg- aralegri fermingu 1995 og að- standendur þeirra verður haldinn laugardaginn 5. nóvember kl. 11-12.30 í Kvennaskólanum, Frí- kirkjuvegi 9, nýbyggingu, 1. hæð, stofum 2, 3 og 4. ■ I LA UGARDAGSKAFFI Kvennalistans 5. nóvember er yfir- skriftin Undir stjórn kvenna. Þar flytur Hansína B. Einarsdóttir erindi um stöðu kvenna á vinnu- markaði framtíðar og konur sem stjórnendur. Kaffið er á Laugavegi 17, 2. hæð og hefst kl. 11. Basar Hringsins um helgina KVENFÉLAGIÐ Hringurinn heldur sinn árlega handavinnu- og kökubasar sunnudaignn 6. nóvember kl. 14 í Fóstbræðra- heimilinu við Langholtsveg. Margir fallegir handunnir munir til jólagjafa og góðar kök- ur verða þar til sölu. Basarmunir verða til sýnis fram að basardegi í glugga verslunarinnar Dö- munnar, Laugavegi 32. Ennfremur verðatil sölu nýju jólakortin sem í ár eru með mynd eftir Karólínu Lárusdóttur sem hún gerði sérstaklega fyrir fé- lagið. Allur ágóði rennur til Barnaspítalasjóðs Hringsins. Hringskonur hafa af miklum dugnaði unnið að mannúðarmál- um í marga áratugi. Sérstaka rækt hafa þær lagt við Barnaspít- ala Hringsins og allan búnað hans. Nú er fyrirhuguð bygging sér- hannaðs barnaspítala. Hrings- konur hafa lofað 100 milljónum króna til byggingaframkvæmd- anna. Langur laugardagur LANGUR laugardagur verður á morgun, 5. nóvember. Kaupmenn við Laugaveg og Bankastræti standa fyrir Löngum laugardögum fyrsta laugardag hvers mánaðar. Þennan Langa laugardag er fyr- irhugað að Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík komi í heimsókn og verði með styrktardag ásamt því að sýna búnað sinn og vera með fjallbjörg- unarsýningu á Laugavegi. Tveir fall- hlífastökkvarar frá flugbjörgun- arsveitinni lenda í Hljómskálagarð- inum kl. 13. Hagkaup Kjörgarði býður upp á harmonikuleik og glímusýningu og skyr verður selt á gamla mátan úr trogi eftir hádegi. Hljómsveitin Lipstick Lovers skemmtir vegfar- endum milli kl. 14 og 16 fyrir utan veitingahúsið Tvo vini. Bangsaleik- urinn verður í gangi og í verðlaun verða fimm vinningar frá versluninni Herrahúsinu Adam, Laugavegi 47. Verslanir og veitingahús verða með tilboð í tiiefni dagsins. Á Löng- um laugardögum eru verslanir opnar frá kl. 10-17. Námstefna um líf og dauða BIBLÍU SKÓLINN við Holtaveg heldur námstefnu laugardaginn 12. nóvember kl. 12.45-18 sem ber heitið Upp á líf og dauða. Leitað verður svara við siðfræðilegum spurningum sem varða upphaf og lok lífsins. Pallborðsumræður og fyr- irspurnir verða í lokin. Gunnar J. Gunnarsson, iektor við KHÍ, fjallar um lífið og dauðann út frá kristnum skilningi, Vilhjálmur Árnason dósent í heimspeki við HÍ fjallar um siðfræði lífs og dauða, Leifur Þorsteinsson, líffræðingur, fjallar um tæknifijógvun, fósturvísa- rannsóknir og möguleika framtíðar- innar á því sviði og Haraldur Jó- hannsson, læknir, fjallar um tækni- lega möguleika á framlengingu lífs og líffæraflutninga. Námskeiðsgjald er 800 kr. og stendur innritun yfir. Námstefnan er öllum opin. Basar og kaffsala í Sunnuhlíð JÓLABASAR verður haldinn í Dag- dvöl Sunnuhlíðar í Kópavogi laugar- daginn 5. nóvember kl. 14. Verða þar seldir ýmsir handunnir mundir, unnir af eldra fólki, meðal annars margt skemmtiiegra jóla- gjafa. Kaffisala verður í matsal þjón- ustukjarna Sunnuhlíðar og verður þar á boðstólum kaffi og gott með- læti. Allur ágóði rennur til styrktar starfsemi Dagdvalar fyrir aldraða í Kópavogi, þar sem fólk nýtur ýmiss konar þjónustu og stuðnings til að geta búið sem lengst heima. Ný umferðarljós á Hringbraut KVEIKT verður á nýjum umferðar- ljósum laugardaginn 5. nóvember kl. 14 á mótum Hringbrautar og Bræðraborgarstígs. Ennfremur verður sama dag kveikt á hnappastýrðum gönguljós- um á Hringbraut við Birkimel/Ljós- vallagötu. Til að áminna ökumenn um hin væntanlegu umferðarljós verða þau látin blikka gulu Ijósi í nokkra daga áður en þau verða tekin í nptkun. Rætt um næringu á matvæladegi ÁRLEGUR matvæladagur Matvæla- og næringarfræðingafélags Islands (MNÍ) verður haldinn 5. nóvember nk. að Borgartúni 6 kl. 9-13. Yfirskrift dagsins í ár er: Mat- vælaiðnaður og manneldi. Flutt verðut inngangserindi um æskilega næringu og áhrif matvælafram- leiðslu á hollustu. Vinn ltm ngstöíur ■ ——■ miövikudaginn: 2.11.1994 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ A HVERN VINNING a ••<• 41.419.000 C% 5 af 6 CÆ+bónus 0 2.209.606 E1 5af6 4 151.137 ES 4af6 349 1.697 01 38,6 Ca+bónus 1.279 198 MVinningur: fór til Danmerkur og Noregs UPPtÝSINGAR, SIMSVARI 81- 88 15 11 L.UKKUUHAB9 1000-TEKTAVARP451 3IRT MED FYRIRVABA UM PRENTYILLUR 1 í EITT A F ÞREMUR EFSTU ] STUÐNINGSMANNASKRIFSTQFA DALSHRAUNI 1 1 • QPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL.1 D-2 2 • SÍMAR: 65 43 B9 /65 43 92 GunnarÁ. Beinteinsson, viðskiptafræðingur: „Ég kynntistÁnui í íþróttnnum. Hann kann að ná árangri og veit að til þess þarf vinnu og aftur vinnu. Hann er maðurframtíðarinnar, />ess vegna kýs ég luxnn. “ Gunnar I. Birgisson, verkfræðingur: „Ámi veit livað þarftil að efla atvinnulífið í ReykjaneskjöriUemi. Hann hugsartilframtíðar. Pannig mann styð ég. “ Marín Magnúsdóttir, kvikmyndagerðarkona: „Ég kýsÁma vegna þess að ég treysti honum jyrir skattjfeningunum m ínum og veit að hann misnotar ekki aðstöðu sína. “ Sigurbjörn Bárðarson, íþróttamaður ársins 1993: „Ámi er nutður sem ég treysti. “ Aöaitölur: 8YílYl2: ;14)(22)(32 BÓNUSTÖLUR Heildarupphæð þessa viku 127.916.649 áist: 3.659.649

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.