Morgunblaðið - 08.11.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.11.1994, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B tvgunblftfeifr STOFNAÐ 1913 255. TBL. 82. ARG. . ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Fylgi ESB-andstæðinga vex í Svíþjóð Aukin svart- sýni meðal ESB-sinna KaupmannahSfn, Stokkhólmi. Morgunblaðið. Reuter. NÝJAR skoðanakannanir í Svíþjóð benda til þess að meirihluti þeirra Svía sem enn hafa ekki tekið afstöðu til aðildar að Evrópusambandinu (ESB), muni hafna henni í þjóðaratkvæðagreiðslu nk. sunnudag. Gætir nokkurrar svartsýni meðal fylgismanna aðildar. Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði í gær að staða málsins væri afar tvísýn. Sagði Bildt, að yrði ekki ,já"-sveifla hjá hinum óákveðnu í vikunni, benti allt til þess að aðild yrði hafnað í kosningunum. Nú keppast sænskir stjórnmála- Óákveðnum hefur fækkað úr 25% í leiðtogar við að útmála fyrir þjóðinni hvað taki við, verði aðild hafnað. Bæði Ingvar Carlsson forsætisráð- herra og Göran Persson fjármálaráð- herra hafa varað við neikvæðum efnahagsáhrifum og Carlsson sagð- ist hreinlega ekki sjá hvernig Svíar ættu að ráða við efnahagserfiðleika sína utan ESB. í gær sagði Göran Persson að ekki væri hægt annað en að benda á að ef Svíar höfnuðu aðild væri ljóst að vextir hækkuðu, sem leiddi til aukins halla í ríkisbúskapnum og þá hertra aðgerða. Hann sagðist ekki hafa neina tilbúna áætlun, en útilok- aði ekki að hún gæti séð dagsins ljós í desember. Staða sænsku krónunnar hefur veikst eftir að skoðanakannan- ir hafa á ný sýnt forystu ESB-and- stæðinga. Viðbrögð viðskiptalífsins við minnkandi fylgi létu ekki á sér standa, því hlutabréf lækkuðu um 1,2 prósent í kauphöllinni í Stokk- hólmi og vextir hækkuðu. Auðir seðlar gilda Eftir því sem- óákveðnum kjósend- um fækkar benda nýjustu skoðana- kannanir til að meginstraumurinn liggi inn í raðir ESB-andstæðinga. 17% og þá breyttist staðan úr óveru- legum meirihluta fylgjenda aðildar í jafna stöðu hópanna eða jafnvel meirihluta andstæðinga. Um áramót- in voru andstæðingar tuttugu pró- sent fleiri. Um leið hefur málflutningurinn harðnað á báða bóga. Oákveðnir geta haft áhrif á niðurstöðuna, því- auðir seðlar gilda einnig, gagnstætt því sem var í Finnlandi, þar sem aðeins voru taldir já- og nei-seðlar. Biskupar með aðild Trúmál hafa blandast tölvuvert inn í ESB-umræðuna í Svíþjóð og því verið borið við af hálfu andstæð: inga að ekki væri eftirsóknarvert að Svíar færu að tala með rökum Vatík- ansins, sem réði lögum og lofum inn- an ESB. Fyrir skömmu skrifuðu þrír sænskir biskupar grein í Dagens Nyheter, þar sem þeir lýsa sig hlynnta aðild, til að sænska kirkjan gætu styrkt áhrif mótmælendakirkj- unnar innan Ev rópusambandsins. Hinir ellefu sænsku biskuparnir eru sömu skoðunar. ¦ Finnska þingið/18 Reuter Ottast að 100 manns hafi faríst EITT mesta óveður sem geisað hefur í norðurhluta ítalíu á öld- inni hefur kostað að minnsta kosti 59 manns lífið en óttast er að allt að 100 manns hafi farist. Mikil reiði er í garð stjórnvalda, sem sögð eru hafa brugðist of seint við. Voru gerð hróp að Silyio Berl- usconi, forsætisráðherra ítalíu, er hann kom til bæjarins Alba, á flóðasvæðunum. Á myndinni virð- ir björgunarmaður fyrir sér húsa- rústir í þorpinu San Raffaele Cim- ena. Tókst að bjarga fjögurra mánaða gömlu barni úr eðjunni en móðir þess fórst í aurskriðu sem færði húsið því sem næst í kaf. Sigrar bosníska stjórnarhersins Ný sókn gegn Serbum í undirbúningi Sarajevo. Reuter. MESTU orrusturnar hafa ekki verið háðar enn og sigrar bosníska stjórnarhersins að undanförnu eru aðeins undanfari langvarandi styrjaldar um landsvæði, sem nú eru í höndum Serba. Létu hátt- settir herforingjar í stjórnarhernum svo ummælt í gær og talsmað- ur friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna fullyrti, að Bosníustjórn væri að undirbúa nýja sókn. Mótmæli í Moskvu í tilefni 77 ára byltingarafmælis Trúðarí stað komm- únistanna Moskvu. Reuter. UM 15.000 kommúnistar gengu um miðborg Moskvu í gær til að minnast þess að 77 ár eru liðin frá byltingu bolsévíka árið 1917. Mótmælendurnir, sem voru flestir miðaldra og aldraðir, héldu á rauð- um fánum og mótmælaborðum þar sem krafist var afsagnar Borís Jeltsíns forseta og stjórnar hans. „Svikarana burt úr Kreml," sagði á einum borðanna og í fyrsta sinn í langan tíma bar meira á myndum af Jósef Stalín en Lenín. Lögreglan var með mikinn viðbún- að en skipti sér ekki af mótmælun- um og ekki kom til átaka. Borgaryfirvöld hafa bannað mótmæli við Rauða torgið, þar sem haldnar voru hersýningar á sovét- tímanum. Kommúnistarnir fengu Reuter Þýskirvel- ferðarsvanir? SVANIR sem hafast við á Alster- vatni í kjarna Hamborgar á sumr- in eru fluttir til vetrarstöðva sinna á bA1 imi en áður þurfa starfsmenn dýragarðsins í borginni að binda fuglana svo að ekki komi til upp- þota á leiðinni. Um 60 svanir eru að jafnaði á vatninu á sumrin. Ekki kom fram í fréttum hvort svanirnir hafi látið þýska velferð- arkerfið gjörspilla sér með of- dekri og nenni ekki lengur að blaka vængjunum. því ekki að ganga þangað, en fóru þess í stað að Lúbjanka-torgi, þar sem sovéska öryggislögreglan KGB var með höfuðstöðvar. Mörgum kommúnistum sárnaði að þeim skyldi ekki leyft að ganga að Rauða torginu. í stað þeirra voru j)ar trúðar frá Bandaríkjun- um, Astralíu og Bretlandi. „Hérna Reuter ' voru haldnar hersýningar og nú eru þeir að fíflast hérna," sagði ellilífeyrisþegi sem fylgdist með trúðunum. „Þetta er móðgun." Byltingarafmælið er enn há- tíðisdagur að hluta í Rússlandi þrátt fyrir þriggja ára umbætur sem miða að því að afmá arfleifð kommúnismans. „Þetta er aðeins byrjunin," sagði Mustafa Hajrulahovic, hershöfðingi í stjórnarhernum. „Við höfum verið að birgja okkur upp og bæta skipu- lagið og þeim undirbúningi er raunar ekki lokið enn." Bosníski stjórnarherinn hefur unn- ið verulega sigra á Serbum að undan- förnu og tekið af þeim nokkurt land. Hefur hann nú á valdi sínu mikil- væga flutningaleið til Sarajevo. Jov- an Divjak hershöfðingi sagði, að ekki yrði látið staðar numið fyrr en tekið hefði verið allt land, sem áður var að mestu byggt múslimum. Koos Sol talsmaður gæsluliðs SÞ sagði að Bosníuher hefði lagt undir sig nokkurt land við Sarajevo og margt benti til, að hann undirbyggi sókn frá bænum Bugojno í Mið-Bosn- íu að Donji Vakuf, sem Serbar íáða. Serbar hafa í hótunum Hafa Serbar hótað að beita „öllum tiltækum vopnum" gegn stjórn- arhemum hætti hann ekki sóknarað- gerðum og m.a. kváðust þeir mundu leggja hald á stórskotaliðsvopn, sem nú eru í höndum gæsluliðsins. Bosníski stjórnarherinn hefur lært af mistökum sínum fyrr í styrjöldinni og ræðst ekki lengur beint fraraan að víglínu Serba, heldur veldur hann fyrst usla að baki henni með smáum herflokkum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.