Morgunblaðið - 08.11.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.11.1994, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Útgerð í Vestmannaeyjum hafnar aðild að LÍÚ: Svona, vertu ekki að þessu þrasi, góði. Þú tekur nú ekki þessar krónur með þér hvort sem er . . . Ályktun miðstjórnar Alþýðubandalags Stofnaður verði björgun- arsjóður húsnæðismála MIÐSTJÓRN Alþýðubandalagsins samþykkti á aðalfundi sínum um helgina ályktun um sérstakar björg- unaraðgerðir vegna vanda heimil- anna í húsnæðismálum, skattamál- um og la'unamálum. Forystumenn Alþýðubandalagsins segjast ætla að leggja þessi atriði fram í viðræð- um um myndun nýrrar ríkisstjórn- ar. Þeir segjast ennfremur vantrú- aðir á að aðilum vinnumarkaðarins takist að ganga frá nýjum kjara- samningum áður en stjórnarskipti hafa farið fram. Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður Alþýðubandalagsins, sagði á fréttamannafundi í gær, að ábyrgir flokkar þurfi að búa sig undir að eitt fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar verði að ganga frá kjarasamning- um. Steingrímur J. Sigfússon, vara- formaður flokksins, sagði að fátt benti til að lokið verði gerð nýrra kjarasamninga fyrir næstu ríkis- stjórnarskipti, a.m.k. ekki samn- inga sem gildi til langs tíma. ENGIN samþykkt var gerð um að fara í viðræður við Jóhönnu Sig- urðardóttur og Kvennalistann um sameiginlegt framboð þótt um- ræður færu fram um þessi mál á aðalfundi miðstjórnar Alþýðu- bandalagsins um helgina, að sögn Steingríms J. Sigfússonar, vara- formanns flokksins. Steingrímur sagði að það hefði verið útbreidd skoðun á fundinurn Ný ríkisstjórn gangi frá kjara- samningum í ályktun miðstjórnarinnar er lagt til að stofnaður verði sérstakur björgunarsjóður húsnæðismála. Varið verði verulegum fjármunum til sjóðsins, sem komi frá ríki, sveit- arfélögum, bönkum og lífeyrissjóð- um. Björgunarsjóðurinn starfi í nokkur ár og hlutverk hans verði að veita sérstök greiðsluerfiðleika- lán, fjármagna lengingu fasteigna- veðlána í húsbréfakerfinu, lengja ián í félagslega kerfinu og létta um tíma greiðslubyrði. Sjóðurinn verði notaður til að auðvelda einstakling- um og fjölskyldum að halda íbúðum á meðan þær leita lausnar á tíma- bundnum erfiðleikum. Þá er lögð til ný skattastefna til tekjujöfnunar sem verði hrundið í framkvæmd á fyrsta ári nýrrar rik- að Alþýðubandalagið ætti að vera opið fyrir slíkum viðræðum hér eftir sem hingað til en bæði Stein- grímur og Ólafur Ragnar Gríms- son, formaður flokksins, sögðu á fréttamannafundi í gær að frétta- flutningur um helgina um að flokkurinn hefði samþykkt að leita eftir slíkum viðræðum væru rang- ar. isstjórnar, og að fluttir verði 5-7 milljarðar króna frá fjármagnseig- endum, hátekjufólki og gróðafyrir- tækjum til lágtekjufólks og mið- tekjuhópa. Þetta verði m.a. gert með hækkun skattleysismarka í áföngum, afnámi tvísköttunar á líf- eyrisgreiðslum og að persónuaf- sláttur fólks með laun undir skatt- leysismörkum verði greiddur út. Tilfærslurnar verði m.a. fjármagn- aðar með fjármagnstekjuskatti, sér- stökum stighækkandi hátekjuskatti á fjölskyldutekjur yfir 350-400 þús. kr. á mánuði, nýju þrepi í tekju- skatti fyrirtækja þegar hreinn hagnaður fer yfir ákveðin mörk, breyttum reglum sem þrengi notk- un rekstrartaps fyrirtækja sem keypt hafa tapfyrirtæki og nýjum tímabundnum tekjutengdum stór- eignaskatti. Loks er lagt til að ný ríkisstjórn efni til viðræðna við samtök launa- fólks og atvinnulífs um framkvæmd nýrrar launastefnu sem komi til framkvæmda upp úr miðju ári 1995. Hún feli m.a. í sér að sett verði lög um afkomutryggingu og verulega hækkun lægstu launa, komið verði á einföldu samræmdu launakerfi og sett verði hámark á laun bankastjóra, forstjóra, ráðu- neytisstjóra og annarra stjórnenda opinberra stofnana. Forystumenn úr ASÍ og BSRB á fundi miðstjórnar Ýmsir forystumenn verkalýðsfé- laga úr ASI og BSRB sátu fund miðstjórnarinnar um helgina sem flokksmeðlimir í Alþýðubandalag- inu og tóku þátt í afgreiðslu þessar- ar ályktunar, sem var samþykkt samhljóða, en þeirra á meðal voru bæði Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, og Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Landssambands iðn- verkafólks, en þeir eru báðir fulltrú- ,ar í miðstjórninni. Miðstjórn Alþýðubandalagsins Engin samþykkt um sameiginlegt framboð Oflugt félagsstarf eldri borgara Fólkið sjálft fær hugmyndirnar Það var mikið um að vera í Gjá- bakka, félags- heimili eldri borgara í Kópavogi, um helgina en þar var öðru sinni haldinn fjölskyldu- dagur og skemmti fólk á öllum aldri sér saman. „Þetta var afskaplega ánægjulegur dágur og fólk skemmti sér saman án til- lits til aldurs, þeir sem komu fram voru á aldrin- um frá 8 ára og upp í átt- rætt,“ sagði Sigurbjörg en mjög var vandað til dag- skráratriða, leikararnir Róbert Arnfinnsson og Bríet Héðinsdóttir lásu upp úr Jörð í Afríku sem hópur borgara ætiar að sjá á næstunni, þá söng Barnakór Digranesskóla undir stjórn Kristínar Magnúsdóttur og fólk úr nýstofnuðum lista- skóla í Kópavogi kom fram. Þessi listaskóli heitir Brunnurinn og þar er fólki skipti í fjóra hópa, í æskubrunni eru yngstu nem- endurnir, unglingar eru í gos- brunni, þeir fullorðnu í visku- brunni og elsta fólkið er í reynslubrunni. Sigurbjörg segir að í Brunninum sé reynt að laða fram það besta hjá hveijum og einum, hvort sem um er að ræða á sviði tónlistar, leiklistar eða myndlistar. Skólanum stjórna þrjár konur úr Kópavogi og höfðu þær einnig umsjón með skemmtidagskrá hópsins á fjöl- skyldudeginum í Gjábakka um helgina. Boðið var upp á ríkuleg- ar veitingar og síðan var slegið upp dansleik þar sem fólk á öll- um aldri skemmti sér af hjartans lyst. „Þessi dagskrá tókst vel, betur en þegar við reyndum þetta í fyrra, en þá var ekki eins mikil breidd í aldri gestanna. — Er starfsemi eldri borgara í Kópavogi óvenju öflug? „Já, hún er það, hér er heil- mikil starfsemi, það voru til dæmis um 130 manns hér síð- asta föstudagskvöld á spila- kvöldi og hingað kemur fjöldinn allur af fólki til að tefla og þá eru margvísleg námskeið í gangi sem laða að mikið af fólki. Fólk sem hingað kemur er ekki allt héðan úr Kópavogi, það kemur mikið frá nágrannabyggðalög- um okkar, Reykjavík og Hafnar- firði, til að taka þátt í því sem hér býðst,“ sagði Sigurbjörg. Hún sagði að leitað væri eftir hugmyndum frá fólkinu sem sækti félagsmiðstöðina, hvers konar starfsemi það vildi að færi fram; hvað það sjálft vildi gera. „Við sem störfum í öldrun- arþjónustunni hérna eru ekki að láta fól.kið leika hlutverk í okkar leikriti, við leitum eftir þeirra hugmyndum enda trúum við því að það viti best hvers konar starfsemi eigi að bjóða upp á hér,“ sagði forstöðumaðurinn. „Það er stundum alltof mikil forræðishyggja ríkjandi í þessum málefnum, fólk er að reyna að hafa vit á því hvað eigi að bjóða þessum hópi upp á. Okkar sjón- armið er á hinn veginn, við leit- um fyrst til fólksins eftir þeirra hugmyndum. Því miður er oft eins og menn hugsi á þann veg að þegar 67 ára aldrinum er náð verði fólk að þiggjendum og það fer að bera á tilhneigingum í þá átt að vernda þurfí þennan hóp. Slagorðið: „Búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld" er angi Sigurbjörg Björgvinsdóttir ► SIGURBJÖRG Björgvins- dóttir forstöðumaður Gjá- bakka, félagsheimilis eldri borgara í Kópavogi, er fædd í Fljótum í Skagafirði árið 1941. Hún hefur búið í Kópavogi síð- ustu ár og eftir að hafa komið fimm börnum á legg hóf hún nám í Menntaskólanum í Hamrahlíð árið 1985. Hún lauk stúdentsprófi árið 1989 og hóf þá nám við Félagsvísindadeild Háskóla íslands. Sigurbjörg hefur verið forstöðumaður Gjábakka i eitt og hálft ár. Eiginmaður hennar er Haukur Hannibalsson. af þessu. Þeir sem eru áhyggju- lausir verða óvirkir, það ætti fremur að tala um öruggt ævi- kvöld í þessu sambandi. Eg tei mikilvægt að eldri borgarar séu áfram virkir í okkar samfélagi,“ sagði Sigurbjörg. Starfsemin í Gjábakka tekur mið af þessu, þar er til að mynda starfandi glerlistahópur, fólk sem kemur saman og vinnur að þessu áhugamáli sínu og einn úr hópnum stendur við stjórnvöl- inn, og eins er háttað í göngu- hópi sem starfar af miklum krafti við félagsmiðstöðina. „Þessir hópar og fleiri starfa sjálfstætt, fólk ræður sér sjálft og það þarf enginn utanaðkom- andi að skipta sér af því sem þetta fólk er að gera. Það er mikið um ferðalög, lengri eða skemmri, og þátttakendur sjá um skipulagninguna, þannig vilj- um við hafa þetta og það má segja að þetta hafi verið að þró- ast í áratug og ég held við getum sagt að vel hafi tekist til. Það er geysigóð þátttaka í starfinu þannig að fólkið er vonandi ánægt,“ sagði Sigurbjörg. — Eru einhverjar nýjungar í starfseminni? „Við vorum að fara af stað með enskunámskeið og nýlega byrjaði hjá okkur myndlistarná- mskeið. Þátttaka á bæði þessi námskeið er mjög góð. Þá má nefna að áhugi er fyrir tréskurð- arnámskeið, þannig að starfsem- in er vaxandi hjá okkur,“ sagði Sigurbjörg. Loks má nefna að hinn hefð- bundni jólabasar eldri borgara verður haldinn í Gjábakka 9. og 10. nóvember eftir hádegi báða dagana og árlegur laufabrauðs- dagur verður síðar í þessum mánuði og mun kór eldri borg- ara syngja þar nokkur lög undir stjórn Sigurðar Bragasonar þannig að greinilegt er að áfram er mikið og fjölbreytt starf í gangi í Gjábakka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.