Morgunblaðið - 08.11.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.11.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ Norskur saltfiskur seldur undir „Islandia“ merkinu SJF kærir spænskan innflytjanda fyrir að nota vörumerki sitt NOKKUR brögð virðast að því, að saltfiski sé pakkað og hann merkt- ur sem íslenzkur, þó hann sé framleiddur í öðrum löndum. Hann er síðan seldur sem gæðavara undir íslenzkum merkjum á hefðbundnum saltfiskmörkuðum okkar. Nýlega kom í ljós dæmi um þetta á Spáni. Spænskur innflytjandi hafði þá pakkað norskum fiski sem íslenzkum og vörumerki SÍF, Islandia, að auki verið notað. Það mál hefur verið kært og er í höndum lögfræðinga. Gunnar Örn Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri SÍF, segir ekki mikil brögð um svindl af þessu tagi. Umrætt tilvik sé það eina, sem sölusambandinu sé nú kunnugt um. „Það er mjög alvarlegt mál, ef aðrar þjóðir eru að pakka lak- ari fiski en okkar, en selja hann engu að síður undir gæðamerkjum SÍF. Við bregðumst hart við slíku svindli eins og síðasta dæmið ber vitni um. Okkur er reyndar ekki kunnugt um að veruleg brögð séu að því að norskum fiski sé pakkað sem íslenzkum og hann seldur sem slíkur á mörkuðunum. Réttur uppruni fisksins komi fram Við höfum um það stífar reglur meðal framleiðenda okkar, að rétt- ur uppruni fisks, sem hér er fram- leiddur, komi fram við útflutning. Sé um rússafisk að ræða eða salt- fisk af hentifánaskipum í íslenzkri eigu, er fiskurinn ekki fluttur út sem íslenzkur," segir Gunnar Örn Kristjánsson. Norska sjávarútvegsblaðið Fi- skeribladet greinir frá öðru dæmi af þessu tagi. Þar kemur fram að íslendingurinn Joel Kristjánsson, sem starfar hjá Vesteraalen- og Lofotbedriften Arsea, hafi uppgöt- vað svindl af þessu tagi, er hann var á ferð á Spáni ásamt hópi norska fiskútflytjenda. Joel komst þá að því, að fiskur, sem merktur var sem íslenzkur, var ekki héðan að heiman, enda flattur með öðrum hætti en hér tíðkast. Fiskkaupmað- urin hafði greitt hátt verið fyrir fískinn í góðri trú um íslenzk gæði. Norskur fiskur fyrr merktur íslandi Blaðið segir að norskir saltfi- skútflytjendur hafi lengi vitað um svindl af þessu tagi. Saltfiskur frá ýmsum löndum hafí verið seldur sem íslenzkur. Haft er eftir stjórn- arformanni Cofish Export á Mæri, að þar til fyrir tveimur til þremur árum, hafi norskur saltfiskur nær alltaf verið seldur sem íslenzkur á markaðnum í Madrid. Bamaefm um útveginn FISKISTOFA Breta, Seafish, hefur nú gefíð út námsefni um sjáv- arútveg fyrir nemendur barnaskóla og framhaldsskóla. Námsefninu er ætlað að skýra út fyrir börnum og unglingum mikilvægi fiskveiða og vinnslu og hollustu fiskneyzlu. Námsefnið er gefið út undir slagorð- inu „Catch them young“, eða náði þeim á unga aldri. ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1994 19 ÚR VERIIMU Gæðamál í fiskiðnaði RANNSÓKNARÞJÓNUSTA Háskól- ans hefur gefið út bókina Quality Issues in the Fish Industry, sem á íslensku gæti útlagst Gæðamál í físk- iðnaði. í bókinni eru 18 erindi sem flutt voru á evrópskri námstefnu sem Samstarfsnefnd atvinnulífs og skóla hélt haustið 1992 og sótt var af yfir 70 þátttakendum. Erindin fíalla í víðu samhengi um gæðamálefni sjávarútvegs frá ís- iensku og evrópsku sjónarhomi. Með- al þeirra sem eiga erindi í ritinu má nefna Sighvat Bjarnason, forstjóra Vinnslustöðvarinnar hf. og Ágúst Einarsson prófessor við Háskóla ís- lands, sem báðir fjalla um gæðamál í sjávarútvegi, Grím Valdimarsson forstjóra Rannsóknastofnunar físk- iðnaðarins sem fjallar um meðhöndl- un ferskfísks um borð í fískiskipum, og Rögnvald Ólafsson vísindafulltrúa við sendiráð íslands í Brussel sem fjallar um evrópska samvinnu innan sjávarútvegsins. Ufsanetin dregin • ÁHÖFIN á netabátnum Guð- rúnu VE 122 er hér að draga netin á Reykjaneshrygg. Góð veiði af ufsa var þá á Hryggnum og netin bunkuð af ufsa. Neta- veiðin er nú orðin algengari en Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson áður utan hefðbundinnar vetrar- vertíðar. Bátarnir fara lengra og dýpra með netin og hafa sumir þeirra til dæmis verið að fá svo- kallaðan aldamótakarfi, alltað 15 kílóa fiska, í netin. VAIL VAIL VAIL VAIL VAIL VAIL VAIL VAIL VAIL VAIL VAIL VAIL VAIL VAIL VAIL VAIL VAIL VAIL VAIL i p p H F I r £ H r i P i r 1 H r £ r 2 H r i r i r i r i r i r VAIL VAIL VAIL VAIL VAIL VAIL VAIL VAIL VAIL VAIL VAIL VAIL VAIL VAIL VAIL VAIL VAIL VAIL VAIL Skíðaferð til Colorado Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar hf. býður upp á stórkostlega skíðaferð til Klettafjalla á stærsta skíðasvæði Bandaríkjanna, Vail, Colorado. Farið verður 16. febrúar og komið til baka 3. mars. Innifalið í verði er flug til Denver, ferðir milli flugvallar og gististaðar. Gist er á hótel Inn, sem er glæsilegt í miðjum bænum. nánari upplýsinga. OUDMUNDAR JÓNASSONAR HF. Borgartúni 34, sími 683222 Vetrarskoðun hjá Toyota Nú býðst Toyotaeigendum að koma með bíla sína í fullkomna vetrarskoðun á verkstæði okkar við Nýbýlaveg. Pantaðu tíma í síma 63 44 00. Við skutlum bér frá verkstæði og sækium big begar bíllinn er tilbúinn. Innifalið í skoðuninni er: • Vélarþvottur • Vélarstilling • Bremsur prófaðar • Allar reimar athugaðar • Hleðsla mæld • Rafgeymir athugaður og hreinsaður • Þurrkur og rúðusprautur athugaðar og bætt á vökva ef þarf • Ljós og Ijósabúnaður skoðaður • Ljósastilling • Frostþol kælikerfis mælt og frostlegi bætt við ef þörf krefur • Hurðalæsingar og hurðalamir smurðar • Dekk athuguð og loftþrýstingur í þeim • Sílíkon borið á hurðaþéttingar • Reynsluakstur 15% afsláttur af varahlutum sem viðkoma skoðuninni. Tilboðsverð 7.770 kr. ® TOYOTA Tákn um gæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.