Morgunblaðið - 08.11.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.11.1994, Blaðsíða 21
< MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Reuter CLINTON forseti heldur á kornabarni á kosningafundi í Seattle á Kyrrahafsströndinni á sunnudag. Skammar Balladur París. Reuter. JACQUES Chirac, fyrrum forsætis- ráðherra Frakklands, hvatti í sjón- varpsþætti á sunnudag Edouard Balladur forsætisráðherra til að bjóða sig ekki fram gegn sér í for- setakosningunum á næsta ári. Chirac hefur tvívegis beðið lægri hlut í forsetakosningum, árin 1981 og 1988, í bæði skiptin gegn Prancois Mitterrand. Ekki er búist við að Balladur lýsi því yfir fyrr en í janúar hvort að hann gefi kost á sér eða ekki. Chirac gagnrýndi störf forsætis- ráðherrans í viðtalinu, án þess þó að nefna hann á nafn, og sagði nauðsynlegt að grípa til róttækari aðgerða. Kosið um þingsæti og ríkisstjóraembætti í Bandaríkjunum Flest bendir til stór- sigjirs repúblikana Minneapolis. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti notaði gærdaginn til að styðja eftir mætti við hakið á frambjóðendum demókrata í kosningunum sem fram fara í dag en demókratar eru taldir eiga á hættu að missa meirihluta í báðum þing- deildum. Kosið er um öll 435 sæti í fulltrúadeildinni, 35 af 100 sætum öldungadeildarinnar og 36 ríkisstjóraembætti. Repúblikanar hafa að sögn frammámanns í Demókrataflokkn- um, Tonys Coehlos, reynt að telja fólki trú um að úrslitin séu í reynd ráðin og þeir muni sigra. „Helsta markmið þeirra er að draga allan kjark úr demókrötum", sagði Coehlo um baráttuaðferðir andstæðinganna. Hann sagði að Clinton hefði undanfarna daga tekist að auka baráttuþrekið og kjósendum Demókrataflokksins fyndist nú að full þörf væri á að taka þátt í kosn- ingunum. Forsetinn hefur undanfarna átta daga komið fram á kosningafundum í mörgum sambandsríkjum og voru þeir síðustu í Delaware, Michigan og Minnesota. Forsetinn hefur unnið umtalsverða sigra í utanríkismálum síðustu mánuði og uppgangur er í efnahagslífinu en óljóst er hvort al- menningur meti þessi afrek svo mik- ils að frambjóðendur demókrata hagnist á þátttöku forsetans í kosn- ingabaráttunni. Talsmenn forsetans segjast ekki óttast að meirihlutinn tapist. Þeir viðurkenna þó að búist sé við að repúblikanar bæti við sig fylgi, enda má það heita regla í bandarískum stjórnmálum að stjórnarandstöðu- flokkurinn styrkist á miðju kjörtíma- bili forseta. Repúblikanar þurfa að vinna sjö sæti í öldungadeild og 40 í fulltrúadeild til að ná meirihluta í báðum deildum þingsins sem þeir hafa ekki haft í 40 ár. Lítilli kjörsókn spáð Sérfræðingar eru yfirleitt sam- mála um að mikil kjörsókn gagnist meira demókrötum en repúblikönum en ný Gallup-könnun fyrir USA Today ogCNN, sem birt var í gær, sýndi að af þeim sem töldu líklegt að þeir myndu kjósa sögðust 51% ætla að styðja repúblikana en aðein 44% demókrata. í könnun NBC og Wall Strto: Journal kom fram að 61% flokl bundinna demókrata sögðust æL að kjósa en 75% repúblikana. Næi víst má telja að kjörsókn verði víð- ast hvar afar léleg miðað við það sem tíðkast í Vestur-Evrópu. Um 110 milljónir Bandaríkjamanna hafa rétt á að kjósa í dag en margir þeirra hafa ekki fyrir því að láta setja nafn sitt á kjörskrá. Er síðast var kosið á miðju kjörtímabili forseta, 1990, kusu aðeins 36,5% atkvæðisbærra manna. ^ indesi! 20% afsláttur kæliskápum Gerð Lítrar kæiir/frystir Mál hæð x breidd x dýpt Fullt verð Nú kr. Staðgr. verð C 1250 170/80 140x55x60 57.941 49.280 46.353 C1270* 190/80 149x55x60 63.419 53.906 50.735 C1280 1 182/93 142x60x60 62.564 53.179 50.051 R2600* 187/67 152x55x60 49.664 42.214 39.731 *Sjá mynd I.J B R Æ Ð U R JÍJ^R =)] ORMSSON HF Lágmúla 8. Sími 38820 ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1994 S 21 Pizzaland pizza Vl»í) Hrásalat 350gr kr. t # -' í)}) Agætis kartöfíumús Bananar kr./kg Pepsi Max hálfslítra yJ ... dóS W 4t) W.C. pappir 8 rúllur kr.| f W Grensásvegi Rofabæ Eddufelli Þverbrekku Álfaskeiði OPIÐ ALLA DAGA TIL KL. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.