Morgunblaðið - 08.11.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.11.1994, Blaðsíða 22
MÖRGUNBLAÐIÐ 22 ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1994 LISTIR Tékkneskir tónar TONLIST Ilátcigskirkja TÓNVERK EFTIR PETR EBEN, JÓN LEIFS OG " BACH Tónverk eftir Petr Eben, Jón Leifs og J.S. Bach. Marta G. Halldórs- dóttir sópran; Ásgeir Steingríms- son/Eirikur Orn Pálsson trompet, Sigurður Þorbergsson/Oddur Björnsson básúna, Árni Áskelsson slagverk, Pavel Manásek orgel, Dómkórinn/Kór Tónlistarskólans í Reykjavík, sljórnandi Marteinn H. Friðriksson. LJÓMANDI aðsókn var að tón- leikubum í Háteigskirkju á laugar- daginn var á vegum Tónlistardaga Dómkirkjunnar, og er kannski ekki að sökum að spyija, þegar stór og föngulegur blandaður kór Dómkirkj- unnar og Tónlistarskólans í Reykja- vík taka til óspilitra mála, því ijöldi aðstandenda er að sama skapi mikill. En það er einnig óhætt að segja, að tilstandið nú hafi verið með meira móti, því látúnskvartett, slagverkari og orgelleikur bættist við söng- manna fjöld, að ógleymdum ein- söngvara (eða -um, því þótt þess væri hvergi getið í tónleikaskrá, mátti auk Mörtu einnig greina eins- söngsstrófu úr barka Halidórs Vil- helmssonar í lokaverkinu, sem að þessu sinni virtist hafa kosið að syngja incognito)). Það var því auð- skiljanlegur eftirvæntingarandi sem sveif yfir áheyrendum umrætt laug- ardagssíðdegi. Heiðursgestur Tónlistardaga Dómkirkjunnar, tékkneska tön- skáldið Petr Eben, sagður fremsti núlifandi Tékklendingur í greininni, og svo til jafnaldri Jóns Nordals og Jóns Ásgeirssonar, var viðstaddur tónleikana. Eftir hann voru flutt tvö verk. Fyrst frumflutti Dómkórinn mótettu hans „Visio Pacis“ (Friðar- sýn) án undirleiks (a cappella). Þarnæst söng Marta G. þrjú kirkju- lög op. 12a, „Vertu guð faðir, faðir minn“, „Allt eins og blómstrið eina“, og „Upp, upp mín sál og allt mitt geð“ við orgeiundirleik Háteigsorg- anistans Pavels Manáseks, er síðan lék hina sveiflandi F-dúr tokkötu J.S. Bachs á orgelið. Að lokum fluttu kórfélagar, pjátursblásarar og orgel- leikarinn ordinarium-messu Ebens, „Missa cum populo" fyrir blandaðan kór, blásara og orgel. Verkið er einn- ig sagt fyrir „safnaðarsöng", en undirrituðum tókst ekki að verða var við hann annars staðar frá en úr strjúpum Tónlistarskólakórsins, er fylkti liði í syðra hliðarskipinu, Dóm- kirkjukórnum til vinstri handar. Eflaust hefði sá þáttur verksins orð- ið áhrifameiri, hefði „söfnuðurinn", þ.e. í þessu tílviki tónleikagestir, verið virkjanlegur, en til þess hefði ugglaust þurft almennara nótnalæsi en tíðkast hér á landi, og jafnvel séræfingu. „Friðarsýn“ Ebens upp úr Jesaja spámanni (11: 1-9), þar sem ljón og lömb leika sér í haga, var flutt á latínu. Mótettan var fremur stutt og bauð af sér góðan þokka, enda ágætlega flutt af Dómkórnum, sem verkið mun hafa verið samið fyrir. Eins og í seinna og umfangsmeira kórverki Petrs Ebens á dagskránni var stíllinn hóflega módernískur og gat á köflum jafnvel minnt á ný- klassisisma Stravinskys og Hon- eggers. Hið sígilda vandamál ís- lenzkra kóra, fáliðun karlaradda, var nokkuð áberandi í Dómkórnum, ekki 'sízt fyrir þá sök, að Eben skrifar mjög fyrir kraftmesta svið sóprans- ins, og „massi“ velblandaðs kórs naut sín því ekki alltaf sem skyldi. Tónninn í mótettunni var eins og textinn gaf tilefni til, bjartur, ljóð- rænn og jafnvel „eterískur" á stund- um. Seinna verk Ebens, „Missa cum populo" sem ekki er gefið upp hve- nær hafi verið samið, en ef að líkum lætur nokkuð nýlegt, var öllu ágeng- ara í anda en mótettan, jafnvel að brassi og slagverki slepptu, og bar með sér enduróm af angist og stríðsátökum; hefði þess vegna mátt heita „Missa in temppre belli“. Ein- hverra hluta vegna náði það ekki að heilla undirritaðan alla leið upp úr skónum, e.t.v. sumpart vegna þess „aggressíva" tóns, sem þar á ofan hefur nánast riðið húsum í flest- allri framsækinni samtímatónlist á seinni hluta aldarinnar og verður fyrir bragðið einkennilega óeftir- minnilegur, þrátt fyrir alla faglega kunnáttusemi. Þáttur lúðra, slag- verks og orgels í flutningnum var þokkalegur, en skorti stundum snerpu, e.t.v. af óþarflegri varfærni, enda jafnvægi milli jafnmargra og ólíkra hljóðgjafa í kirkju vandfengið. Marta Guðrún Halldórsdóttir söng hin fallegu, austrænt ljómandi kirkjulög Jóns Leifs við ofureinfald- an orgelundirleik af hæfilega ham- inni ástríðu, og stillti víbratói tærrar sópranraddarinnar, sem í sterkum söng hættir til að verða nokkuð hvellt, í hóf. Pavel Manásek var ekki með æskilegasta hljóðfærið í höndum og fótum fyrir hina dýrð- legu F-dúr snertlu Bachs — kosmísk- asta gleðivals orgelbókmennta — því smágert pfpuorgel Háteigskirkju er sannast sagna ekki burðugt til neinna stórræða; einkum var tónn- inn í fótspilinu loðinn og ámátlegur. Engu að síður komst organistinn klakklaust fyrir horn á allhröðu en viðeigandi tempói, sem að vísu heimtaði sinn toll af feilnótum, áður en yfir lauk. Ríkarður Ö. Pálsson SVÖLULEIKHÚSIÐ frumsýnir í kvöld kl. 20 Jörfagleði á stóra sviði Borgarleikhússins. Ellefu dansarar, fimm leikarar, hreyfi- listamaður, átján mann kór og átta manna hljómsveit taka þátt í sýningunni og er hún unnin í samvinnu við Islenska dans- flokkinn. „Sýningin byggir á söguleg- Jörfagleði frumsýnd um grunni en þar segir af fólki sem fer til skemmtunar að bæn- um Jörfa í Haukadal, en þar var venja að gleði væri haldin ár- lega. Þá var stiginn dans, kveð- in ástarkvæði og leiknir ýmsir leikir og skrípalæti og lausung í frammi höfð. Þarna sleppti fólk af sér öllum hömlum en yfir hversdagslegu lífi þeirra vofði óvægið ómskerfi með hegningu í formi axar, hýðingar og drekkingar." Stærðfræðin og Bach TÓNLIST Gcrðubcrg PÍ ANÓLEIKUR KRYSTYNA CORTES Bach: Prel. og fúgur. Mendelssohn: Duetto og Variations sérieuses. Chopin: Næturljóð og h-moll sónat- an. Laugardagur 5. nóvember. ÞAÐ fyrsta sem fyrir augun ber við komuna í Gerðuberg er efnis- skráin. Áður en tónleikar Krystyna hefjast sekkur maður ofan í hávís- indalega umfjöllun Reynis Axelsson- ar um tilurð Das wohltemperierte Klavier eftir J.S. Bach. Ekki munu allir vera alveg sammála Reyni um endanlegar niðurstöður, en það breytir ekki því að skrif hans eru engar fullyrðingar út í loftið, heldur verða til vegna mikillar þekkingar, áhuga á efninu og leit að sannfær- andi og sannri niðurstöðu. Maður furðar sig nokkuð á þessum áhuga Reynis, þar sem hann kynnir sig ekki fyrst og fremst sem tónlistar- mann, þótt samið hafi nokkur söng- lög, heldur sem stærðfræðing. Bak- grunnur Das wohltemperierte Klvier er að vísu mjög áhugaverð stærð- fræði í tónum, sem rekja má allt til Píþagórsar, a.m.k., en bakgrunnur- inn er ekki bara stærðfræði og virð- ist Reynir einnig þar heima. Við viss- um að stærðfræði væri músík, en ekki var jafnöruggt að músík væri stærðfræði. Best er líklega að hætta sér ekki lengra inn í málefnið, það er of spennandi. En greinar Reynis verða lesnar af miklum áhuga hér eftir, maður- inn hlýtur að vera af- bragðs kennari og Gerðuberg hefur þarna „dottið“ niðúr á vísan mann. Ekki er auðvelt mál fyrir okkur íslendinga að stíga fram sem ein- leikarar, kannske með eins eða tveggja ára millibili, þegar best læt- ur. Áheyrandinn gefur lítil grkL.og ætlast til lýtalausrar frammi- stöðu. í flestum tiifell- um má ekki minna en marga tónleika á ári til þess að ein- leikaranum auðnist að sýna það sem í honum býr og hér heima er þessi vettvangur því miður ekki fyrir hendi og það bitnar á okkur öllum. Fyrir koma tónleikar þar sem ein óheppn- in eltir aðra, allt tii enda, og við slík- um tónleikum er það eitt að gera að láta þá ekki draga úr sér kjark. Tónleika þessu marki brennda heyrði ég hjá Pollini fyrir rúmu ári, þar sem hver óheppnin elti aðra fram að hléi. Krystyna Cortes mátti þola þessa óheppni elta sig á tónleikunum að þessu sinni. Prelúdíurnar og fúgurn- ar tvær í es-moll og G-dúr, úr Das wohltemperierte Klavier, lék hún mjög fallega. Fyrri prelúdíuna, í es- moll dálítið rómantíska, en mjög fallega dregnar línur og fúgan vel formuð og minnti á sumar hægu orgelfúgur Bachs í breidd og tign. G-dúr Prelúdíuna og fúguna spilaði Krystyna tært og skýrt, en fyrir minn smekk í það hraðasta. { Duetto Mendeisshons op. 38 sýndi Krystyna einnig mjög fallega ljóðrænu. Kannske hefði „cantabile“-lag- línunnar notið sín enn betur ef hún hefði hald- ið meira aftur af sér í styrkleikabreytingum og Mendelsshon- expressívoið er jú tölu- vert hamið expressívo. Variations sérieuses eftir Mendelsshon er fingurbijótur píanólei- kurum, víða mjög erfitt og hættur á hveiju strái. Krystyna sýndi þó oft sérlega góða tækni og um leið hvers hún er megnug sem píanóleik- ari, en hér byijaði óheppnin að banka á dyrnar. Ekki er hægt að segja að Kryst- yna hafi valið sér auðveldustu verk- in til flutnings, því eftir hlé lék hún Chopen-Næturljóðið í c-moll og h- moll sónötu hans. Eftirtektarvert er að Chopin byggir báðar píanósónur sínar líkt upp, báðar í fjórum þátt- um, báðar með Scherzo sem annan þátt og hægi þátturiniriSem þriðji, á undan Presto-þætti. En hvað um það. Krystyna hefur nú, að ég best veit, ieikið báðar þessar mjög svo erfiðu sónötur á tónleikum og von- andi er ísinn nú brotinn, því Kryst- yna á margt mjög fallegt tii í leik sínum. Ragnar Björnsson Krystyna Cortes fimmtudaginn 10. nóvember, kl. 20.00 Hljóms veitarstjóri: Guillermo Figueroa Einleikari; Gunnar Kvaran Guillermo Figueroa Efnisskrá: Gunnar Kvaran Felix Mendelssohn: Luigi Boccherini: W. A. Mozart: Draumur á Jónsmessunótt, forleikur Sellókonsert í B-dúr Sinfónía nr. 41, Júpíter On vo s; R 2 8 $ I £ £ Blómstrandi j ó m s v e i t Leikfélag Reykjavíkur 40. sýning á Oskinni ÓSKIN eftir Jóhann Siguijónsson verður sýnd fimmtudaginn 10. nóv- ember á Litla sviði Borgarleikhússins í 40. sinn. Það er Páll Baldvin Baldvinsson er leikstjóri og gerir hann jafnframt búningana. Stígur Steinþórsson hannar leikmynd, Hilmar Öm Hilm- arsson semur tónlist og Lárus Björnsson hannar lýsingu. I hlutverki Steinunnar vinnukonu er Sigrún Edda Björnsdóttir en Loft leikur Benedikt Erlingsson. Dísa biskupsdóttir er leikin af Margréti Vilhjálmsdóttur, en ráðsmanninn á Hólum leikur Theódór Júlíusson. _EII- ert A. Ingimundarson leikur Ólaf vinnumann, en blindan ölmusumann leikur Árni Pétur Guðjónsson. Leiktexti sýningarinnar hefur ver- ið gefinn út auk veglegrar leikskrár með áður óbirtum myndum frá ferli skáldsins. BENEDIKT Erlingsson og Árni Pétur Guðjónsson í hlut- verkum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.