Morgunblaðið - 08.11.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.11.1994, Blaðsíða 24
24 ÞIUÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ f LISTIR Leikfélagið frumsýnir Ofælnu stúlkuna ÞORGERÐUR Hlöðversdóttir við nokkur verka sinna. Nálgun ogjafnvægi MYNPLIST Stöðlakot PAPPÍRSMYNDVERK ÞORGERÐURHLÖÐVERS- DÓTTIR. Opið alla daga frá 14-18. Til 19 nóvember. Aðgangur ókeypis. NÁMSFERILL Þorgerðar Hlöð- versdóttur verður að teljast all sér- stæður, því að áhugi hennar á mynd- listamámi virðist fyrst hafa vaknað sjö árum eftir að hún útskrifaðist úr Fóstruskólanum. Hún hóf nám við Myndlistarskóla Reykjavíkur 1984, en innritaðist svo í Myndlista- og handíðaskóla íslands árið eftir og að lokinni útskrift úr deild textíla 1990 lá leið hennar aftur í Myndlist- arskólann. Hún hefur verið leikskóla- kennari í rúman áratug og var full- trúi Félags leikskólakennara í fram- kvæmdanefnd Listhátíðar barna í Reykjavík 1991. Þá hefur hún haldið myndlistamámskeið fyrir böm og fullorðna í Heimspekiskólanum og Heimilisiðnaðarskólanum. Námsbrautin telst þó fullkomlega eðlileg, því líkast til hefur umgengnin við böm í leikskólum reynst kveikja og aflgjafí sköpunarþarfarinnar. En þó er öllu algengara að þessu sé öfugt farið og að lærðir úr MHI kenni við leikskólana, eða ætti í öllu falli að vera það við eðlilegar kringumstæður. Sýningarskráin getur ekki um neinar framkvæmdir Þorgerðar á vettvanginum, ekki einu sinni hvað samsýningar snertir, svo að gera verður ráð fyrir að hér sé urp frum- raun hennar að ræða. Þorgerður gengur hreint til verks og segja má og verk hennar í neðra rýminu verði að teljast til hreinnar innsetningar þótt veggverkin geti allt eins staðist ein og sér. Um er að ræða pappírsverk, sem hafa yfir sér svip mun harðara efnis, t.d. steins og gips. Átta ferhyrndar plötur, sem hafa svip af grásteini, umlykja þá níundu, sem er líkust gifsformi, þar sem skel myndar miðjuformið. Fram- kvæmdin nefnist „Leikur" og byggist á mjög samsvarandi formum og hnitmiðaðri niðurröðun. Eftir endi- löngu gólfínu er svo mjór kassi fyllt- ur sandsalla en smáskeijar mynda beina línu eftir endilöngu og eins konar teikningu í sandinn. Hvítkalk- aðir veggirnir að baki myndanna veikja nokkuð samlitt gipsformið og hefðu verkin vafalítið notið sín betur á dekkri grunni. Leikurinn er í senn barnslegur sem hnitmiðaður með skeljaformið sem gegnumgangandi ferli og telst það þungamiðja gjörningsins. En hér hefði verið fróðlegt að vita hugmynd- ina að baki, og í því skyni hefðu nokkrar línur í sýningarskrána með greinargóðum upplýsingum verið meira en vel þegnar. Mjög er vandað til verks, jafnvel full mikið, og hefðu óstýrilátir æsku- hormónar mátt gegna meira hlut- verki og blóðstreymið vera meira. Uppi eru svo níu sjálfstæð verk hugmyndafræðilegs eðlis, en form- rænt séð yfirleitt full tilviljanakennd og óákveðin. Tvö þeirra fannst rýnin- um bera af eins og gull af eiri hvað markvissa og ótvíræða skírskotun snertir; „Einn“ (3) og ,,Nálgun“(4). Sem frumraun er sýningin verð allrar athygli. Bragi Ásgeirsson LEIKFÉLAG Reykjavíkur frumsýn- ir á litla sviði Borgarleikhússins nýtt íslenskt spennuleikrit um ungl- inga á morgun, 9. nóvember. Nefn- ist það Ófælna stúlkan og er höf- undur verksins Anton Helgi Jóns- son. Ófælna stúlkan er leiksmiðjuverk og samið útfrá hinni kunnu þjóð- sögu um drenginn sem kunni ekki að hræðast. Þjóðsagnaminni eru þannig rauði þráðurinn í starfi á Litla sviðinu, en þar standa nú yfir sýningar á Óskinni, sm einnig bygg- ist á þjóðsögu. í fréttatilkynningu segir: „Að- standendur Ófælnu stúlkunnar fara fijálsum höndum um efni þjóðsög- unnar rétt eins og Jóhann Sigur- jónsson fyrir áttatíu árum. Ófælni drengurinn sem kunni ekki að FJÖLVAÚTGÁFAN, öðru nafni Fjolva-Vasa, gefur út margar bæk- ur fyrir jólin þrátt fyrir erfiðleika. Ýmsar bækur munu bíða útgáfu í þeirri von að úr rætist. Undarlegt ferðalag Undarlegt ferðalag nefnast hug- leiðingar og skáldskapur eftir Jón Óskar. Að sögn útgáfunnar ræðir skáldið um tilvist okkar og óræða framtíð. Baksviðs birtist hrun Ber- línarmúrsins og óhugnaður Persa- flóa- og Bosníustríðsins. Ný skáldsaga er Eilífðarvélin eftir Baldur Gunnarsson, en í fyrra gaf Fjölvaútgáfan út eftir hann skáldsöguna Með mannabein í maganum. Nýja skáldsagan fjallar um íslenskan uppfinningamann og sérvitring. Ljóðabókin Að baki mánans eft- ir Ágústínu Jónsdóttur kom út í haust. Eyjafjallafár, skrímsli og aldahvörf Fár undir Fjöllum eftir Kristin Helgason segir frá hinu sérkenni- lega Eyjafjallamáli þar sem yfír- MARGRÉT Vilhjálmsdóttir í Ófælnu stúlkunni. heyrslur, handtökur, varðhöld, dómar, lögtök og uppboð létu -fáa ósnortna. íslensk skrímsli er samkvæmt kynningu allsheijar úttekt á ís- lenskum furðuverum í vötnum og sjó. Höfundur bókarinnar, sem er 500 blaðsíður, er Þorvaldur Frið- riksson. Sérstakur þáttur er um rannsóknir Þórbergs Þórðarsonar á þessu sviði. Þess er vænst að bókin nái á markað fyrir jól. Þeir Albert Jónsson og Trausti Valsson hafa með Aldahvörfum gert eins konar úttekt á stöðu ís- lands í heiminum um leið og þeir horfa til framtíðar. Tolkien og Schindler Annað bindi Hringadróttinssögu Tolkiens nefnist Tvítyrnið og er eins og hið fyrra í þýðingu Þor- steins Thorarfensen. Fyrsta bindi, Föruneyti hringsins, verður endur- prentað. Meðal annarra þýddra bóka er Listi Schindlers, en eftir henni var kvikmyndin kunna gerð. Hitlersbörnin eftir Gerald L. Posn- er segir frá börnum stríðsglæpa- manna. hræðast er nú stúlka sem ásamt tveim kunningjum sínum kemur að kvöldlagi inn í geymsluhúsnæði í borginni. Þremenningarnir eiga einskis ills von en áður en þau vita af fara öfl að stjá sem þau kunna ekki ráð við. Spennan verður alls ráðandi. Fíkniefni og ofbeldi koma við sögu. Eitt er leikur og annað alvara og oft er erfitt að greina þar á milli.“ Það er Hlín Agnarsdóttir sem setur Ófælnu stúlkuna á svið. Stígur Steinþórsson gerir leikmynd og bún- inga, en Þórólfur Eiríksson hannar leiknum hljóðmynd. Lýsingu gerir Ögmundur Þór Jóhannesson. Hlut- verkin í verkinu leika Árni Pétur Guðjónsson, Benedikt Erlingsson, Ellert A. Ingimundarson, Jóhanna Jónas og Margrét Vilhjálmsson. Heilsa og heilsufarsslys Stóra fluguhnýtingabókin er eft- ir Jacqueline Wakeford og er þýdd af Friðjóni Árnasyni. Ný Topp- formsbók, kverið Létt og ljúffengt eftir Marilyn Diamond kemur út. Móðuraflið er ein af jógabókum Sri Chinmoys. Bók um amalgam, silfurfyllingar í tönnum, er sögð lýsa einu mesta „heilsufarsslysi" aldarinnar. Góð ráð við gigt er eftir Dan Dale Alexander. Kordúla og frægðarsól Kordúlubækurnar eru barnabækur eftir þýsku skáldkon- una Cordulu Tollmien. Út koma tvær bækur í þessum flokki. Margrétarbækur Gilberts Delahay- es halda áfram að koma út. Me'ðal bóka sem eru í vinnslu, en óvíst hvort ná að koma út á þessu ári eru Frægðarsól íslands rís, saga íslendinga í Kaupmanna- höfn fyrir daga Jóns Sigurðssonar eftir Aðalgeir Kristjánsson; bók um Dublin eftir Jónas Kristjánsson og írlandsbók eftir Sigurð Á. Magnús- son. Skáldskapur og fróðleikur hjá Fj ölvaútgáfunni Furður á landi og í sjó n.ur Kvennapólrtík til hægri í ffamhaldi af fundi ungra sjálfstæðiskvenna um kvennapólitík til hægri á Hótel Borg 22. okt. sl. hafa verið stofnaðir eftirtaldir málefnahópar og verða fyrstu fundir sem hér segir: Skatta- og lífeyrismál Formaóur: AslaugMagnúsdóttir Fundur; Þriðjudag 8. nóv ld. 18. Hugmyndafræði sjálf- stæðra kwenna Formaðurilnga Dóia Sigfúsdóttir Fundun Miðvikudag 9. nóv kl. 18. Lagaleg staða fjölskyldunnar Formaður: Guðrún Bjöik Bjamadóttir Fundur: Þriðjudag 8. nóv kl. 20. Launamál Formaður: Hiund Hafsteinsdóttir Fundur: Miðvikudag9. nóv kl. 18. Réttindi karla Formaðun Jóhanna Vtlhjálmsdóttir Fundur: Þriðjudag 8. nóv kL 20. FundirverðahaldniríValhöU, Háaleitisbrautl. Allarnánariupplýsingarvetttarísima 682900. Nýjar bækur Saga Halldóru Briem arkitekts KVEÐJA frá annarri strönd - Saga Halldóru Briem eftir Steinunni Jó- hannesdóttur er komin út. Sagt er frá bernsku Halldóru á Hrafnagili í Eyjafirði, Mosfelli í Grímsnesi og á Akranesi þar sem faðir hennar, séra Þorsteinn Briem, þjónaði sem prestur. Halldóra settist í stærðfræðideild Menntaskólans í Reykjavík meðal fyrstu kvenna og lauk þaðan stúdenisprófi 1935. Þá er sagt frá náms- og þroska- árum Halldóru í Stokkhólmi. Þar var hún m.a. samtíða frænda sínum Ei- ríki Briem, Jónasi Haralz, Halldóri Jónssyni, Sigurði Þórarinssyni o.fl. Hún varð fyrst íslenskra kvenna til þess að læra arkitektúr og hlaut sérstaka viðurkenningu í Svíþjóð á sínu sviði. Á námsárunum í Stokk- hólmi kynntist Halldóra verðandi eiginmanni sínum, læknanemanum Jan Ek. „Fjölskyldusaga þessarar Islensku konu í Svíþjóð er baráttu- saga. Hjónaband hennar og Jans Ek var stormasamt og erfiðleikar hennar við að sameina eigin starfs- frama og uppeldi barna voru miklir. Eftir að hún var orðin ekkja með fímm böm skaut hún skjólshúsi yfír Halldóra Steinunn Briem Jóhannesdóttir fjölda íslendinga í Stokkhólmi,“ seg- ir í_ kynningu útgefanda. Á lífsleiðinni var Halldóra í vin- fengi við marga andans menn svo sem Halldór Laxness,‘Jón Helgason, Olof Lagercrantz og listakonuná Siri Derkert. Halldóra lést í Stokkhólmi 21. nóvember 1993 skömmu eftir að Steinunn hafði Iokið ritun bókar- innar. Saga Halldóru Briem er 327 bls. í stóru broti prýdd á annað hundrað Ijósmynda af fjölskyldu, vinum og atburðum. Prentvinnsla Oddi hf., útgefandi er Hörpuútgáfan á Akra- nesi. Bókin kostar 3.580 krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.