Morgunblaðið - 08.11.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.11.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1994 27 AÐSENDAR GREINAR Draumur rætist LENGI hefur notendur bókasafna í þessu landi dreymt um nýtt þjóð- bókasafn: nýja stofnun til að varð- veita menningarverðmæti og ávaxta þau betur en hingað til, stofnun til að leita þekkingar og miðla henni með nýjustu tækni. Heil kynslóð hefur vaxið úr grasi meðan ný um- gerð um þetta hlutverk varð til og beðið þess að stofnunin sjálf fyllti hana lífi. Nú er komið að þeim tíma- mótum að draumurinn rætist og stofnunin sjálf, hið nýja Landsbóka- safn - Háskólabókasafn, geti farið að starfa, sækja í sig þrótt og efla þróttinn í andlegu lífi þjóðarinnar. Ánægjulegt er til þess að vita að ný kynslóð notenda, háskólastúdent- ar, tekur fagnandi á móti því tæki- færi sem býðst með nýju safni og sýnir hug sinn með sérstöku átaki til að styrkja þessa stofnun. Von- andi tekur almenningur erindi þeirra vel. Nýlega sýndi starfsfélagi minn, Þorsteinn I. Sigfússon, með ágætri grein hér í blaðinu hve öflugt tæki þetta nýja safn verður til rannsókna. Hann benti á hve prýðilega það mun þjóna hlutverki háskólabókasafns, ef vel verður að því búið. Mig lang- ar að víkja hér að öðrum þætti í starfi safnsins, þætti sem er hinum samofinn en þó sérstakur, hlutverki þjóðbókasafnsins. íslenskar bækur Landsbókasafnið eigum við öll, segir Vésteinn Olason, og þegar það lýkur upp hurðum sín- um skulum við taka höndum saman um að gera veg þess sem mestan og búa sem best að því. verður handritageymsla og sérstakur handrita- lestrarsalur. Þar verða eimiig geymd ýmis sér- söfn eins og hið stór- merka Benediktssafn, kennt við gefandann Benedikt kaupmann Þórarinsson. Þar er að finna mikinn hluta af íslensku prenti fram á fyrri hluta þessarar ald- ar. Þar verður líka Nonnasafn og sérstakur staður tengdur Halldóri Laxness og útgáfum á verkum hans. Kjarninn er þjóðdeildin sjálf, ís- Vésteinn Ólason lenskar bækur frá upp- hafi til okkar dags, og lestrarsalur hennar sem leysir nú lestrarsal Safnahússins af hólmi. Þarna munu koma saman ungir og aldnir áhugamenn um íslensk fræði, íslenskir og er- lendir, þekktir og óþekktir, menn með háa lærdómstitla og fræðimenn • sem engin hafa prófin en hafa gengið í skóla bóka og handrita og látið heill- ast af fjársjóðum þeirra. Þjóðdeild í þjóð- bókasafni gegnir margþættu hlut- verki: eitt er varðveisla og efnislegt viðhald menningarlegra verðmæta. Forstöðumenn bera ábyrgð á að varðveita efniskostinn tryggilega og sjá til að skilyrði eins og hiti og raki séu sem best verður á kosið. En hér verður líka mikið að gera við viðgerðir og frágang. En þjóð- deild á ekki aðeins að varðveita held- ur ávaxta. Þar er unnið margþætt skráningar- og skipulagsstarf til að gera upplýsingar um rit og önnur gögn aðgengilegar, veita þeim út til notendanna og örva notkunina með ýmsum hætti. Þjónusta þessarar deildar er að vísu mikilvæg fyrir háskólann, en hún er í raun þjón- usta við þjóðina í heild og menningu hennar. Við höfum lengi beðið eftir að Þjóðarbókhlaðan verði fullgerð, og nú býður hún stórkostlegt tæki- færi. Afl slíkrar menningar- og upp- lýsingamiðstöðvar er hartnær ótæm- andi og verður ekki séð fyrir eða reiknað út. En það kostar mikið fé að reka slíka stofnun þannig að auður hennar nýtist. Vonandi ber fjárveitingarvaldið gæfu til að tryggja myndarlegan rekstur svo að þessi mikla fjárfesting liggi ekki illa nýtt. Vonandi er einnig að þjóðin verði áræðin og kappsfull að nota sér tækifærin. Stúdentar hafa þegar sýnt hver hugur er í þeim, en Þjóðar- bókhlaðan er ekki bara þeirra hús. Landsbókasafnið er meira en há- skólabókasafn. Við eigum það öll, og þegar það lýkur upp hurðum sín- um skulum við taka höndum saman um að gera veg þess sem mestan og búa sem best að því. Höfundur er prófessor í íslenskum bókmcnntum við Háskóla íslands og á sæti í stjórn Landsbókasafns - Háskólabókasafns. og handrit og önnur gögn í þjóð- deild Landsbókasafns - Háskóla- bókasafns verða notendum safnsins fróðleiksbrunnur á sama hátt og erlendur ritakostur þess, og gagna- netin sem opna okkur leið að birgð- um erlendra safna munu einnig opna fræðimönnum sem sitja erlendis greiða leið að þessari uppsprettulind íslenskra fræða og menningar, Þjóð- arbókhlöðunni. En hlutverkið er meira. Saga Landsbókasafnsins er merkileg. Um leið og menn fóru að huga í alvöru að eflingu og endur- reisn sjálfstæðrar íslenskrar menn- ingar blasti við þörfin fyrir bókasafn þjóðarinnar allrar, og Landsbóka- safnið var stofnað árið 1818 (hét reyndar í fyrstu Stiftsbókasafn). Rétt er að gefa því gaum að áhugi á að rækta menningarlegt sjálfstæði vaknaði fyrr en áhugi á stjórnarfars- legu sjálfstæði, varð í senn undanf- ari þess og undirstaða. Vegur safns- ins var raunar ekki mikill í fyrstu, enda þjóðin fátæk og vanmegnug, en þó styrktist það smátt og smátt. Það er svo athyglisvert að þegar stjórnin fluttist inn í landið 1904, leið ekki á löngu áður en ráðist var í að reisa veglega byggingu yfir Landsbókasafnið og önnur söfn þjóð- arinnar, Safnahúsið við Hverfisgötu, sem enn er borgarprýði. Þar hefur Landsbókasafn átt að mörgu leyti góða, en æðiþrönga vist nærri níu tugi ára. Mig langar til að biðja le- sandann að ganga með mér af 2. hæð nýju Þjóðarbókhlöðunnar, þar sem komið verður inn úr anddyrinu, niður á 1. hæðina, þar sem þjóðdeild- in er til húsa. Þar verður allt lok- aðra en á efri hæðum og gæsla meiri á því efni sem þar er varð- veitt, enda eru þar á meðal þjóðar- gersemar. Ut um gluggana blasir við síkið og garðurinn umhverfis bygginguna og minnir safngestinn á miðaldir, en þangað á hann reynd- ar einnig greiða leið gegnum bækur safnsins og handrit. Á þessari hæð HYunDni tj Sonata fyllti ákveðið tómarúm á íslenska bflamarkaðinum og höfðaði strax til þeirra sem vildu eignast bfl sem bæri merki glæsibifreiðar í útliti og aksturseiginleikum - án þess að verðið þyrfti að endurspegla það. • 5 gíra • 2000 cc - 139 hestöfl • Vökva- og veltistýri • Rafdrifnar rúður og speglar • Samlæsing • Styrktarbitar í hurðum • Útvarp, segulband og 4 hátalarar á mun betra verði en sambærilegir bílar Verö frá 1.598.000,- HYunoni ...til framtidar kr, á götunai Hafið samband við sölumenn okkar eða umboðsmenn um land allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.