Morgunblaðið - 08.11.1994, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.11.1994, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Fjögur brúðkaup og jarðarför „Mátulega ógeösíeg hrollvekja og á skjön við huggulega skólann i , danskri kvikmyndagerð" ' *** Egill Helgason |^* Morgunpósturinn. Kr. 400. Sýnd kl. 5.05, og 7. Sýningum fer fækkandi HASKOLABIO SÍMI 22140 Háskólabíó STÆRSTA BIOIÐ. ALLIR SALSR ERU FYRSTA FLOKKS. BEIIU OGIUUIU HARRISON FORD 140 mín. Aðalhlutverk: Harrison Ford og Willem Dafoe Sýnd kl. 5.05, 9 og 11.10. SONGLEIKURINN SÍVINSÆLI Á BREIÐTJALDI ^hreyfimynda élagið HARIÐ Sýnd kl. 9. Síðasta sýning. ÞRIR LITIR: HVITUR ZBICNIEW ZAMACHOWSKI JULIE DELPY TROIS COULEURS FORREST GUIVIP SSr# KRZYSZTOF KIESLOWSKI MEÐIÁ Rómantík og gamansemi í annarri myndinni i þrileik meis- tara Kieslowski eftir litunum í franska fánanum, bláum, hví tum og rauðum - táknum hugsjóna frönsku byltingarinnar frelsis, jafnréttis og bræðralags. Karol getur ekki gagnast konu sinni sem heimtar skilnað og hann leitar hefnda. Sýnd kl. 5.05, 7, 9 og 11. Tom Hanks ei Forrest Gum Veröldin verður ekki sú sama... ... eftir ab þú hefur séð hana meb augum Forrest Gump. DTS IIV SELECTEQ THFATHFS 140 mín. Geislaplatan frábæra fæst í öllum hljómplötuverslunum. Sýnd Kl. 5.05, 6.30 oq 9.10. Afritunar- stöðvar með hugbunaði frá kr. 25.000,- ^BGÐEIND Austurströnd 12. Sími612061.Fax612081 __________________2 EDESA- ÞVOTTAVÉLAR Á FRÁBÆRU VERÐI. - 850 snúringar á Rm - Tekv 5 kg. af þvottL & Aðeins 47.750 kr. Staðgreitt. se m -m WlfíltKÍUERZLUK ISIflNDS If Skútuvogi 1, 104 Reykjavík, Sími: 688660 - FAX 680776. 8.11. 1994 Nr 349 VÁKORT Eftirlýst kort nr.: 4507 4100 0004 4934 4507 4500 0021 1919 4507 4500 0021 6009 4507 4500 0022 0316 4543 3718 0006 3233 4548 9018 0034 2321 ÖLL ERLEND KORT SEM BYRJA Á: 4550 50** 4560 60** 4552 57** 4941 32** Afgreiöslufólk vinsamlegast takið ofangreind kort út umferí og sendiö VISA islandi sundurklippt. VERÐUUN kr. 5000,- fyrir að klófesta kort og vísa á vágest. Álfabakka 16 - 109 Reykjavfk Sími 91-671700 Nýjar hljómplötur SSSól í fullu fjöri Hljómsveitin SSSól á að baki lengra líf en flestar hljómsveitir landsins og Eyjólfur Jóhansson gítarleikari SSSólar segir hana aldrei hafa verið lífvænlegri.. SSSóI er komin á áttunda árið sem telst hár aldur á hljómsveitarmæli- kvarða, en sveitinni hefur tekist að halda velli í fremstu röð allan þann tíma, sem sannaðist á sveitaböllum sumarsins, þar sem SSSól gekk sveita best. I dag sendir sveitin frá sér breiðskífuna Blóð. SSSói er í dag fjögurra manna sveit, eftir að hljómborðsleikarinn Atli Örvarsson slóst í hópinn, en lengst af var sveitin þó hljóðfær- atríó, bassi, trommur, gítar, og söngvari. í slíkri hljóðfæraskipan mæðir mest á gítarleikaranum, sem verður að vera allstaðar að slá takt og spila laglínur og taka spunakafla. Eyjólfur Jóhannsson gítarleikari SSSólar frá upphafi tekur og undir það að það hafi iðulega verið erilsamt að vera gítarleikari í SSSól; hann hafi þurft að halda rytma og halda gítarsólóum eins einföldum eins og hægt er. „Þú verður að vinna gítar-. leikinn allan inn í hljómum, því um Jeið og það dettur út þá missir tónlist- in fyllingu. Það var mjög skemmtileg breyting að fá hljómborðsleikara inn í hljómsveitina, sérstaklega vegna þess að mér hefur fundist yið Atli getað unnið vel saman. Ég var hræddur um það í upphafi þegar við ákváðum að fá hljómborðsleikara inn í hljómsveitina að það myndi mýkja hana frá því sem við stefndum að, en ég held að við séum blessunarlega lausir við allt slíkt, því Atli notar mikið af skemmtilegum „orginal" hljóðum sem hefur virkað vel. SSSól hljóðritaði Blóð á óvenju skömmum tíma með aðstoð Skot- anna Ians Morrows og Sandy Jones, Ljósmynd/Stefán Ralsson EYJÓLFUR Jóhannsson gitarleikari SSSólar. en segja má að allar hljóðritanir og hljóðblöndun hafi ekki tekið nema tvær vikur. Eyjólfur segir það hafa haft sitt að segja að ætlunin hafi verið að hafa plötuna hráa og kraft- mikla og því hafi nánast allur hljóð- færaleikur verið tekinn beint upp og samtímis. „Til að mynda stóðu allir grunngítarar og lítið var átt við þá og smámistök voru látin standa. Við vorum búnir að æfa lögin í bak og fyrir, Ian var búinn að koma hingað heim mánuði áður en við bytjuðum að taka upp og þá ákváðum við síð- ustu hluti í sambandi við útsetning- ar. Það var alltaf gaman í hljóðver- inu, þar komu aldrei upp nein vanda- mál. Okkur fannst þetta efni sem við vorum með í höndunum bjóða upp á það að vera mjög hrátt. Við vorum búnir að taka upp prufur á æfingum og okkur fannst ekki þurfa að gera mikið meira i viðbót, við vorum ánægðir með það hvernig þetta hljómaði á litlu kassettutæki og fannst því ekki ástæða til að vera að gera stórbreytingar frá því,“ seg- ir Eyþór. Hann tekur undir það að hljómsveit þurfi að vera vel samæfð og þétt til að geta unnið á þennan hátt og segir að sér finnist hljóm- sveitin hljóma sérdeilis vel um þessar mundir, en auk Atla gekk nýr bassa- leikari til liðs við SSSól í vor í stað Jakobs Magnússonar, sem leikið hafði með sveitinni frá upphafi. „Þetta hefur allt smollið mjög vel saman og Hafþór trommari og Bjöm bassaleikari ná mjög vel saman. Björn er allt öðruvísi bassaleikari en Jakob, með þyngra ,,sánd“, og fellur vel að því sem við erum að gera.“ Enginn bilbugur SSSól er sjö ára gömul um þessar mundir og því með elstu sveitum, en Eyjólfur segir að framan af hafi sveitin frekar verið tómstundagaman en starfandi hljómsveit. Hann segir að það sé engan bilbug að finna á mönnum, það hafi að vísu komið upp þreyta fyrir nokkru, en allir hafi komist vel yfir það „og svo hefur allt gengið svo vel að það er engin ástæða til að hætta sem stendur. Við erum jafn hressir og við vorum fyrir fimm árum og mjög ánægðir með þau lög sem við erum með og eru á þessari plötu.“ Til sölu er á Reyðarfirði Gistihús Kaupfélags Héraðsbúa. Húsið er byggt 1880. Gistihúsið hefur hlotið styrki úr húsfriðunarsjóði. Á efri hæð eru 8 gistiherbergi, sturta og salerni auk óinnréttaðs geymslulofts og geymslu. Á neðri hæð er m.a. íbúð, tvær borðstofur, setustofa, eldhús og pvottahús. Verð kr. 4 - 5 milijónir. Allar nánari upplýsingar veitir Haraldur hjá Kaupfélagi Héraðsbúa i síma 97-11200. Visual Basic námskeið 94023 Tölvu- og verkfræöiþjónustan Tölvuskóli Halldórs Kristjanssonar Grensásvegi 16 • ® 68 80 90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.