Morgunblaðið - 09.11.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.11.1994, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1994 25 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. TEKJUTENGING BÓTA FRIÐRIK Sophusson, fjármálaráðherra, hefur upplýst á Alþingi, að tekjutenging barnabótaauka og vaxta- bóta spari ríkissjóði um fimm milljarða króna á ári. Fram kemur, að á þessu ári nema greiðslur barnabótaauka 1,9 milljörðum króna, en hefðu numið 6,4 milljörðum króna, ef ekki hefði verið um tekju- og eignatengingu bóta- greiðslna að ræða. Tekjutengingin ein skerðir þessar greiðslur úr ríkissjóði um 3,5 milljarða króna. Sömu sögu er að segja um vaxtabætur. Alls eru á þessu ári greiddir 3 milljarðar króna i vaxtabætur, til 27 þúsund fjölskyldna, en ef ekki hefði komið til tekju- tengingar, hefðu vaxtabætur numið 4,5 milljörðum króna. Hér er augljóslega um mikla hagsmuni að ræða fyrir ríkissjóð og þar með skattgreiðendur, þar sem útgjöld vegna tekju- og eignatengingar, einungis vegna þessara tveggja bótaþátta, dragast saman um samtals sex millj- arða króna og munar um minna, þegar litið er á halla- rekstur ríkissjóðs. Tekjutengingunni fylgir aukið réttlæti, vegna þess að þeir, sem hafa minnsta möguleika á að afla sér góðra tekna, njóta hér bóta frá velferðarkerfinu, umfram þá sem eru tekjuháir eða eiga möguleika á að auka tekjur sínar með aukinni vinnu. Þannig stuðlar tekjutengt bóta- kerfi að auknum jöfnuði í þjóðfélaginu. Velferðarkerfið er dýrt, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, og ríkissjóður þarf á miklum fjármunum að halda til þess að halda því uppi. Rikissjóður á því miður ekki í mörg önnur hús að venda með tekjuöflun en þau sem heita vasar skattborgaranna. En í þessum efnum sem öðrum verða menn þó að gæta fyllstu hófsemi, til þess að þeir verði ekki fyrir óréttlæti skattkerfisins, sem síst skyldi. Það er stað- reynd, að um 25% skattgreiðenda þessa lands bera höfuð- þunga af greiðslum á tekju- og eignaskatti, eins og fram hefur komið hér í Morgunblaðinu. Líklega er höfuðskýr- ing þessa sú, hversu óheyrilegur íjöldi þeirra sem afla sér tekna, kemst upp með það, að svíkja lungann úr tekj- um sínum undan skatti, þannig að áætlað er að skatt- svik nemi hér um 11 milljörðum króna á ári, að minnsta kosti. Hins vegar getur tekjutengda bótakerfið komið illa við ungt fólk, sem er að hefja lífsbaráttuna. Unga fólkið, sem er að koma sér upp þaki yfir höfuðið í fyrsta sinn, stofna fjölskyldu og ráðast í barneignir. Unga fólkið þarf í dag að vinna hörðum höndum, til þess að rísa undir þeim verðtryggðu skuldbindingum, sem það hefur tekist á herð- ar, og vegna mikillar vinnu getur það lent í hátekju- flokki og er skattlagt samkvæmt því. Þetta unga fólk verður þannig að sætta sig við, að jaðarskattar þess aukist einnig, því það fær ekki sama barnabótaauka og þeir sem tekjuminni eru, eða sömu vaxtabætur. Það þarf að leggja meira á sig fyrir vikið og til sanns vegar má færa að tekjutenging bótakerfisins lengi þann tíma sem þetta unga fólk er fast í vítahring mikillar vinnu og hárrar greiðslubyrði. Þeir sem eldri eru, hafa margir litla samúð með og takmarkaðan skilning á þessum vanda ungra húsbyggj- enda eða húsnæðiskaupenda í dag. Ailt fram til byijunar síðasta áratugar áttu húsbyggjendur og fasteignakaup- endur sér dijúgan liðsmann, sem hét ýmist verðbólga eða óðaverðbólga. Verðbólgan tók ríkulegan þátt í að greiða niður húsbyggingar og húsnæðiskaup um langt skeið. Að auki voru öll vaxtagjöld frádráttarbær frá skatti. Það er nauðsynlegt að huga að endurbótum á hinu tekja- tengda kerfi með þennan vanda unga fólksins í huga. Það er ljóst, að auknar skattbyrðar verða ekki lagðar í ríkum mæli á það lága hlutfall skattgreiðenda, sem stendur undir svo stórum hluta af tekjum ríkissjóðs. Meginverkefnið hlýtur því að verða, að finna Ieiðir, sem breikka stofn skattgreiðenda til muna frá því sem nú er. Það verður ekki gert, nema með því að koma böndum á neðanjarðarhagkerfið og svarta atvinnustarfsemi í land- inu. Þannig verður skattkerfið réttlátara. Þannig verður samkeppnisaðstaða jöfnuð í þjóðfélaginu. Þannig verða fleiri til að bera byrðarnar, fyrir hina sem eru ófærir um það og þurfa á hjálp samfélagsins að halda. KJARADEILA SJÚKRALIÐA + SJÚKRALIÐAR héldu fjölmennan félagsfund í gær, þar sem farið var yfir stöðu samningamála. 00 AF INNLENDUM VETTVANGI ELLEFU hundruð sjúkraliðar leggja niður störf á mið- nætti þann 10. nóvember, náist ekki samningar fyrir þann tíma. Verkfall sjúkraliða kemur verst niður á stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík og á öldrunarstofnunum, því margir sjúkraliðar á landsbyggð- inni eru í öðrum félögum en Sjúkral- iðafélagi íslands og áhrif verkfallsins því víða lítil eða engin þar. Viðbrögð sjúkrahúsa í Reykjavík verða þau að draga sem mest úr innlögnum með því að sinna aðeins brýnum tilfellum, auk þess sem sjúklingar verða útskri- faðir fyrr en ella. Það hefur svo keðju- verkandi áhrif, því ásókn í heima- hjúkrun mun þá aukast. Sjúkraliðar kenna óbilgimi samninganefndar rík- isins og Reykjavíkurborgar um þann hnút sem málið er nú komið í og segja nefndina ekki virða viðlits þá ósk sjúkraliða að lagðar verði fram raun- hæfar tölur um launaskrið annarra stétta, sem hægt sé að taka mið af í samningum. Samninganefndin hefur hins vegar sagst vera tilbúin til samn- inga við sjúkraliða með hliðstæðum hætti og við önnur félög opinberra starfsmanna. Sjúkraliðafélag íslands hafi á síðasta hausti, eitt félaga innan BSRB, hafnað samningi hliðstæðum þeim sem gerðir höfðu verið á al- mennum markaði og við hluta opin- berra starfsmanna. Deila um vaktir í verkfalli til Félagsdóms Þrátt fyrir að verkfallið nái til 1.100 sjúkraliða innan vébanda Sjúkraliðafélags íslands munu þeir ekki allir leggja niður störf á mið- nætti á morgun, þar sem félagið held- ur uppi neyðarþjónustu. Þar eru menn ekki á eitt sáttir, en þó er nú að Ijúka vinnu við að skipuleggja neyðarþjón- ustuna víðast hvar. Hart er deilt milli sjúkraliða og Landakotsspítala. Sjúkrahúsið leitaði í gær til Félags- dóms til að leita stuðnings við þann skilning á lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna að sjúkralið- um sé skylt að virða skrá yfir hversu mörgum þeirra beri að starfa á hverri deild sjúkrahússins þrátt fyrir verk- fall. Málflutningur verður líklega fyr- ir Félagsdómi á föstudag og dóms er að vænta innan fárra daga. Ljóst er að verkfall sjúkraliða veld- ur margvíslegum vanda á sjúkra- Samningar eruekki í sjónmáli \ Ekkert bendir til annars en að verkfall sjúkraliða heffist á miðnætti annað kvöld. Samningafundur hefur að vísu verið boðaður í dag, en ekkert þokað- ist í samkomulagsátt í gær fremur en fyrri daginn. Ragnhildur Sverrisdóttir kynnti sér afstöðu sjúkraliða og viðsemjenda þeirra og þau áhrif sem verkfallið hefur á sjúkrastofnunum. stofnunum. Eins og áður hefur komið fram hefur verið dregið úr innlögnum. Á Borgarspítala kemur verkfallið verst við öldrunardeildir og endurhæf- ingar- og taugadeildir og á þessum deildum er fyrirsjáanlegt að senda verði sjúklinga heim. Á Landspítalanum er reiknað með rifa þurfí seglin á lyflækninga- og handiækningadeildum, en Bergdís Kristjánsdóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri, sagði í gær að á þess- um deildum yrði legurýmum líklega fækkað um 30%. Þá verði einnig ein- hver fækkun á barnadeildum. „Það eru auðvitað takmörk fyrir því hvað við getum dregið saman í starfsem- inni, því hér er fjöldi sjúkinga sem ekki er hægt að útskrifa," sagði hún. „Ástandið mun að sjálfsögðu versna eftir því sem verkfallið dregst á lang- inn.“ Bergdís sagði að hún ætti ekki von á að nein vandræði kæmu upp varð- andi neyðarþjónustu sjúkraliða. „Þetta er ábyrgt fólk, svo það kemur áreiðanlega ekki til neinna slíkra vandræða." Logi Guðbrandsson, framkvæmda- stjóri St. Jósefsspítala, Landakoti, sagði að á sjúkrahúsinu væru deildir sem ekki væri mögulegt að loka. „Við getum ekki sent fólk á hjúkrun- ardeildunum heim. Fólk á oft ekki að neinu að hverfa og aðstandendur geta ekki sinnt því eins og þarf. Við erum hins vegar ekki með neinar bráðavaktir á handlækninga- eða lyfjadeild, svo þar getum við minnkað umsvifin með því að taka ekki inn nýja sjúklinga." Álag í heimahjúkrun eykst Verði fólk sent heim af hjúkrunar- deildum eða öðrum deildum fyrr en ætlað var, hefur það annan vanda í för með sér, því þá eykst álag á heimahjúkrunina. Heilsugæslustöðv- ar sinna hluta heimahjúkrunar, dag- þjónustu, en Heilsuverndarstöð Reykjavíkur hefur einnig slíka dag-. þjónustu á sinni könnu, auk kvöld- og helgarþjónustu í borginni. Búast má við auknu álagi á heimahjúkrun heilsugæslustöðvanna, að sögn Ragn- heiðar Ragnarsdóttur, hjúkrunarfor- stjóra á Heilsugæslustöð miðbæjar. „Hjá okkur starfar enginn sjúkraliði, en ef sjúkrahúsin útskrifa fjölda sjúkl- inga eykst áíagið hjá okkur. Hjá Heilsuverndarstöðinni starfa sjúkra- liðar við kvöld- og helgarþjónustu og þar má búast við erfíðleikum með aukinni eftirspurn eftir þjónustunni. Ég vona bara að verkfallið verði ekki langt, en því miður hafa síðustu verk- föll heilbrigðisstéttanna oftast verið mjög löng.“ Sjúkraliðar hafa kosið að fara í verkfall nú, þar sem þeir telja sig l(afa dregist aftur úr öðrum stéttum; ekki aðeins heilbrigðisstéttum. Krist- ín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélagsins, segir að þau rök séu notuð gegn sjúkraliðum, beri þeir sig saman við hjúkrunarfræðinga, að hjúkrunarfræði sé nám á háskólastigi og eðlilegt að launin séu hærri. Krist- ín segir að sjúkraliðar sjái ekki ofsjón- um yfír launum hjúkrunarfræðinga, en hins vegar séu þessi rök léttvæg. „Hjúkrunarfræðingar voru með 20% hærri laun en sjúkraliðar eftir að nám þeirra færðist á háskólastig og við getum í sjálfu sér fellt okkur við þann mun, þrátt fyrir að aðeins 500 af 2.000 hjúkrunarfræðingum séu með háskólamenntun. Nú hefur enn dreg- ið í sundur með þessum stéttum. Við höfum þó ekki horft eingöngu til hjúkrunarfræðinga eða annarra heil- brigðisstétta, því við teljum að það hafí orðið umtalsvert launaskrið miklu víðar. Við viljum sjá þær tölur, raunhæfar tölur sem við getum miðað okkar kjör við. Samninganefnd ríkis- ins og borgarinnar hefur hins vegar ekki viljað fara yfir nein slík plögg. Þar á bæ viðurkenna menn launa- skrið, en vilja ekki líta til þess hvað okkur varðar. Það hefur ekkert miðað í samningaviðræðum hvað beinar kjarabætur varðar, en við höfum þó rætt um menntunarmál og samninga sjúkraliða úti á landi.“ Kristín segir að stefnan sé greini- lega sú að halda fjölmennum lág- launahópum niðri. „Forsætisráðherra og fjármálaráðherra tala um batnandi þjóðarhag. Verkalýðshreyfíngin sam- þykkti að taka þátt í að kveða niður verðbólgu með þjóðarsátt, en þá var líka um það rætt að láglaunahópar nytu þess þegar betur áraði. Núna er það ekki hægt, því ef við fáum kjarabætur vilja sjálfsagt ýmsir hópar fylgja á eftir; starfsstúlkur, sem eru á smánarlegum launum, afgreiðslu- fólk og fleiri og fleiri. Fjölmennar, lágt launaðar kvennastéttir sitja eft- ir.“ Langt íland Þorsteinn Geirsson, formaður samninganefndar ríkisins og Reykja- víkurborgar, segir að hann vonist til að samningar náist sem fyrst, en hins vegar sé langt í land. „Við höfum rætt við sjúkraliða af og til í marga mánuði og boðið upp á svipaða samn- inga og flestir launþegar hafa gert. Það hafa þeir hins vegar ekki viljað sætta sig við.“ Þorsteinn sagði að komið hefði verið til móts við sjúkraliða með við- ræðum um menntunarmál þeirra og hvernig viðbótarmenntun myndi nýt- ast til hækkunar í launaflokkum. „Hvað beinar kauphækkanir varðar höfum við hins vegar miðað við þann ramma, sem flestir launþegar eru innan í sínum samningum. Það hefur ekki gengið upp og því miður er enn langt í land.“ Fimm ár frá falli Berlínarmúrsins Hik og ráðleysi í V estur-E vr ópu AÐ KVÖLDI níunda nóvember 1989 gáfu stjómvöld kommúnista í Austur-Berl- ín skyndilega vörðum við Berlínarmúrinn fyrirmæli um að hindra ekki fólk sem vildi komast til Vestur- Berlínar. Þótt mikið hefði gengið á vikumar á undan í alþýðulýðveldinu, mótmælafundir og mannaskipti á æðstu stöðum, kom þetta svo flatt upp á flesta að langt var liðið á kvöldið er það var ljóst að sjálfur Múrinn, tákn kúgunar kommúnista og Kalda stríðs- ins, var fallinn. Þúsundir manna streymdu að úr öllum áttum, fyrstu gestunum að austan var tekið með gríðarlegum fögnuði og gleðitárum, kampavínið rann í stríðum straumum. Vestur- þýska stjórnin gaf daginn eftir gest- unum að austan vasapeninga svo að þeir gætu notið vestrænnar ofgnóttar og keypt sér banana. Næsta ár sameinuðust þýsku ríkin tvö í eitt en fögnuðurinn tók skjótt enda. Austurhémðin gegna nú oft því hlutverki í hugum kjósenda vesturhér- aðanna að vera aðalorsök helstu vandamála í landinu. Sumir eru ekki svo harðorðir en segja að fátt sé til yndisauka hjá þjóðbræðrunum í austri, þar sé „flatt og leiðinlegt lands- lag, niðurníddar íbúðarblokkir frá kommúnistatímanum, umferðarhnút- ar vegna stanslausra byggingarfram- kvæmda og fólk sem er illa við okk- ur“. Þannig lýsa vestur-þýsk hjón ástandinu og segjast heldur vilja fara til Búdapest eða Prag ef þau feiðist austur á bóginn. Fimm árum eftir hrun múrsins og kommúnismans í leppríkj- um Sovétmanna hafa mál ekki þróast að öllu leyti eins og við var búist, hvorki í vestri né austri. Göfuglyndi vestrænna stórvelda var í _________ upphafi mikið og rætt um stórfellda fjárhagsaðstoð við þjóðirnar sem loksins höfðu brotið af sér hlekki kommúnismans. Þær voru boðnar vel- komnar í hóp fijálsra þjóða, nú átti að gera þeim kleift að auðgast með því að koma á markaðsbúskap og fijálsum viðskiptum við Vesturlönd, allir myndu hagnast. \4nþakklæti og leti Þýskir hagfræðingar og flestir stjórnmálaleiðtogar eru bjartsýnir og benda á að framfarir í austurhéruð- Vestræn ríki tóku því fagnandi er kommúnista- stjómirnar í Austur- og Mið-Evrópu hrundu hver af annarri 1989 og næstu ár en í grein Kristjáns Jónssonar segir að loforðin til handa nýfijálsu þjóð- unum um fjárhagsaðstoð og aðgang að mörkuðum hafí ekki verið efnd. unum séu miklar, allt bendir til þess að efnahagslegum jöfnuði milli lands- hlutanna verði náð innan áratugar og hvarvetna er verið að byggja og end- urbæta. Hvað sem því líður fínnst almenningi í vesturhlutanum að aust- anmenn séu vanþakklátir, latir og fastir í því fari að ríkisvaldið eigi að annast þarfír þeirra. Austanmenn saka nýju systkinin um hroka og skilningsleysi, margir segjast nú harma að öllu góssi komm- únistaríkisins hafí verið fleygt á haug- ana, sumt hafí þrátt fyrir allt verið nýtilegt. Hlutverk kvenna Þeim finnst einnig að vestrænt neyslukapphlaup sé stundum svo uppáþrengjandi að minni á andleg hermdarverk, Konsumterror er hug- takið nefnt á þýsku. Konur í austurhéruðunum hafa orð- ið að sætta sig við að minna framboð er nú af dagvistum og ríkjandi við- horf til kynjanna í vesturhéruðunum eru meira í ætt við hefðbundna hlut- verkaskipan en tíðkaðist í alþýðulýð- veldinu. „Konan á að vera heima og hugsa um börnin og pottana" er enn býsna algengt við- kvæði fyrir vestan, eink- ___________ um til sveita. Pólveijar, sem áttu í geysilegum þrengingum, fengu nokk- urt liðsinni fyrst eftir hrun kommúnis- mans og erlendar skuldir þeirra voru að verulegu leyti afskrifaðar. Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn studdi þá með ýmsum ráðum, einkum til að styrkja gjaldmiðilinn. En efnahagsaðstoðin mikla við Austur-Evrópu varð aldrei að veruleika annars staðar en í austur- héruðum Þýskalands. Deila má um það hvort nýfijálsu þjóðirnar muni standa verr að vígi án efnahagshjálpar þegar upp er staðið. ESB verndar eigin markaði með tollum Þar sem ekki var um neitt óeðlilegt fjárstreymi inn í hagkerfið að ræða var ekki hægt að hækka laun á tilbún- um forsendum án stoðar í aukinni og bættri framleislu. Aukin samkeppnishæfni Allra síðustu árin hefur komið í ljós að samkeppnishæfni fyrirtækja Tékka, Pólveija og Ungveija á al- þjóðamörkuðum er í mörgum tilvikum orðin meiri en keppinauta þeirra í austurhéruðum Þýskalands sem notið hafa bróðurlegrar aðstoðar. Frum- kvæðið er öflugra, fleiri smáfyrirtæki eru stofnuð í þessum löndum, ábyrgð- artilfinning stjórnenda er víða sterk. Það er varla tilviljun að litlar verslan- ir og ódýrir veitingastaðir á landa- mærum Póllands og Þýskalands eru flest Póllandsmegin. Margir munu vafalaust nota tæki- færið á fimm ára afmælinu og tala um að nýr múr, efnahagslegur að þessu sinni, sé að rísa milli austur- og vesturhluta álfunnar. Með slíku tali er verið að vanmeta efnahagsleg tækifæri íbúanna í gömlu kommún- istaríkjunum. Hins vegar vanmeta Vestur-Evrópu- menn einnig þann vanda sem samkeppni við þessi ríki á alþjóðamörkuðum getur orðið þegar þeim vex fiskur um hrygg. Vaclav Klaus, forsætisráðherra Tékklands, gagnrýndi nýlega Vestur- Evrópuríkin. „Kerfíð hjá þeim er þrúg- að af reglugerðafargani og ofstýr- ingu“, sagði hann og taldi það engan veginn geta orðið Tékkum heppileg fyrirmynd. Ef til vill er Klaus of fljót- ur að hreykja sér. Þótt framfarir hafi verið miklar í Tékklandi er enn beitt þar gamaldags miðstýringu og hvers kyns ríkisafskiptum en miklu skiptir að þorri kjósenda í landinu virðist hafa tekið þá ákvörðun að sætta sig Framfarir og eftirsjá í A-Þýskalandi við lág laun og léleg lífskjör meðan verið sé að framkvæma þá efnahags- legu hundahreinsun sem Klaus og menn hans hafa staðið fyrir. Síðar megi njóta erfiðisins. Fjárhagsaðstoðin lét á sér standa en verra er að viðskiptafrelsið hlaut sömu örlög. Útflutningur vestrænna þjóða til gömlu austantjaldsríkjanna hefur vaxið á hveiju ári frá falli kom- múnismans 1989. Þeim fyrirtækjum í nýfijálsu ríkjunum sem helst hefðu getað selt framleiðslu sína á vestræn- um mörkuðum, þ.e. stálverksmiðjum, vefnaðarvörufyrirtækjum og mat- vælaframleiðendum, hefur þrátt fyrir þetta verið bægt frá mörkuðum ESB með tollum og innflutningshömlum. Ógnir í austri. Reyndar hafa V-Evrópuríkin keypt minna af landbúnaðarvörum frá þess- um ríkjum síðustu árin en gert var á tímum kommúnistaveldisins; verndar- stefnan hefur færst í aukana í ESB samfara batnandi hag útflutningsfyr- irtækja grannanna í austri og mark- aðssókn þeirra allra síðustu árin. Þau eru orðin ógn og viðbrögðin eru þau að loka enn fleiri dyrum með hefð- bundnum aðferðum niðurgreiðslna og öðrum bolabrögðum til að vernda hagsmuni bænda í sambandinu. Staðreyndin er sú að fengju Pólveij- ar, Tékkar og Ungveijar aðild að sam- bandinu, eins og rætt er um að gæti orðið um aldamótin, yrði nauðsynlegt að stokka upp landbúnaðarstefnu sambandsins. Oflug hagsmunasamtök bænda beijast gegn öllum slíkum tilsl- ökunum og þau eru sterk á þjóðþing- unum. Hve lengi geta ráða- menn V-Evrópuríkjanna leyft hiki og ráðleysi að ríkja? Óvíst er hvort þolln- ________ mæði A-Evrópuþjóða verði nægilega mikil, hvort þær geti beðið meðan ráðamenn í vestri eru að safna kjarki til að taka á þeim óþægilegum málum sem hrun kommúnismans hafði í för með sér. Taki efnahagsumbæturnar í ný- fijálsu löndunum, með öllum sínum pólitísku og félagslegu púðurtunnum, of langan tíma getur örvæntingin tek- ið völdin. Þá gæti V-Evrópuríkjum reynst erfítt að spoma við nýrri ógn; herskörum fólks á flótta undan fá- tækt og blóðugum átökum. Viðskipta- legur múr dygði ekki. í j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.