Morgunblaðið - 10.11.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.11.1994, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Fjölgar íslendingum nógu hratt? MORGUNBLA.ÐIÐ birti grein eft- ir Elínu Pálmadóttur undir fyrir- sögninni „Fjölgar íslendingum of hratt?“ 23. október síðastliðinn. Til- efnið var viðtal við Reyni Tómas Geirsson kvensjúkdómalækni, og langar okkur að mótmæla ýmsu sem fram kemur í þessari grein. Sjónarmið Reynis Tómasar I grein EPá er orðrétt vitnað í viðtalið við Reyni Tómas og segir hann meðal annars: „í sjálfu sér eigum við íslendingar við fólksfjölgunarvandamál að etja eins og aðrir á tímum atvinnuleysis og minnkandi þorskgengdar. ... Þannig er takmörkun fólksfjölda okkur hagsmunamál rétt eins og í þróunarríkjunum. í okkar daglega lífi kefjumst við þess að geta haldið uppi ákveðnum lífsgæðum. Til dæm- is þykir nú hverjum unglingi sjálf- sagt að eiga bíi. ... Færra fólk nyti betri efnahags því arðurinn af fisk- unum sem veiðast dreifist á færri hendur. Ég tel því að íslendingar ættu að nota getnaðarvarnir betur og meira og gera sig ánægða með tvö eða þijú börn í stað fjögurra eða fimm.“ Varðandi þessi orð langar okkur að benda á eftirfarandi: (a) Höfundur gefur sér að ekki sé hægt að auka hagvöxt á íslandi svo neinu nemi, og því sé fólksfækk- un eina leiðin til bættra kjara fyrir hvern einstakling. Hann telur með öðrum orðum að ekki sé hægt að stækka „þjóðarkökuna". Þessi full- yrðing er bæði órökstudd og byggð á úreltri hagfræðikenningu. Óllum nýlegum skýrslum um framtíðar- horfur í efnahagsmálum hins vest- ræna heims ber saman um það, að auður þjóðanna liggi helst í hugviti og vel nýttu vinnuafli, en að litiu leyti í náttúruauðiindum. (b) Hann ber fólksfjölgun á Íslandi saman við fólksfjölgun í þróunarlöndum sem er íáránlegt og villandi, þar sem íslendingar eru meðal auðugustu þjóða heims. (c) Hann virðist halda að hömlur gegn fólksfjölgun geti verið ráð við atvinnuleysi, sem er órökstutt og ólíklegt; að minsta kosti eru mörg dæmi um þjóðir þar sem atvinnuleysi er meira en hér þótt fólksfjölgunin sé minni. (d) Loks mætti nefna að Reynir lætur sem íslendingar eigi yfirleitt fjögur eða fimm börn, þegar tölur sýna að hver íslensk kona (1992) á 2,220 börn og það þarf 2,08 til að halda mann- fjölda í landinu óbreyttum (heimild: Haglýsing íslands eftir Sigurð Snævarr). Fullyrðing Reynis um að fæðingar í landinu séu allt að 20-30% of margar bendir því til þess að hann telji æskilegt að íbúun- um fækki verulega. Þó að fólksíjölg- un sé nokkuð mikil á Islandi er vert að minna á að stöðugt hefur dregið úr henni allt frá sjötta áratugnum, er hún var í hámarki. íslendingar eru afar upplýst og vel menntuð þjóð og eflaust mjög fróð um getnaðarvarnir, að minnsta kosti miðað við þær þjóðir sem glíma við raunverulegt fjölgunarvandamál, ólíkt því sem ætla mætti af orðum læknisins. Benda mætti Reyni á þá hugsanlegu skýringu á fijósemi ís- lenskra kvenna, að hér sé tiltölulega gott að eiga börn, þrátt fyrir skort á þjónustu á borð við skólamáltíðir og leikskólapláss - og að konurnar eignist börnin sín yfirleitt viljandi, en ekki af slysni, fáfræði eða ábyrgð- arleysi. Hvarflar það ekki að honum að það sé jákvæður vitnisburður um land og þjóð að konur á Islandi nota Orðsending frá Lífeyrissjóði Verkfræðingaféiags íslands Til sjóðfélaga Lífeyrissjóður Verkfræðingafélags íslands hefur sent sjóðfélögum sínum yfirlit yfir móttekin iðgjöld á tímabilinu 1. janúar til 31. ágúst 1994. Hafi einhver ekki fengið yfirlit, en dregið hafi verið af launum hans í Lífeyrissjóð Verkfræðingafélags íslands, eða ef yfirlitið er ekki í samræmi við frá- drátt á launaseðlum, þá vinsamlegast hafið sam- band við skrifstofu sjóðsins nú þegar og eigi síðar en 20. nóvember nk. Verði vanskil á greiðslum iðgjalda til lífeyris- sjóðsins geta dýrmæt réttindi glatast. Gættu réttar þíns í lögum um ábyrgðarsjóð launa segir meðal annars: Til þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar ábyrgðarsjóðs launa vegna gjaldþrota, skulu launþegar, innan 60 daga frá dagsetningu yfirlits ganga úr skugga um skil vinnuveitenda til við- komandi lífeyrissjóðs. Séu vanskil á iðgjöldum skal launþegi, innan sömu tímamarka, leggja lífeyrissjóði til afrit launaseðla fyrir það tímabil, sem er í vanskilum. Komi athugasemd ekki fram frá launþega, er viðkomandi lífeyrissjóður ein- ungis ábyrgur fyrir réttindum á grundvelli iðgjalda þessara að því marki sem þau fást greidd, enda hafi lífeyrissjóðnum ekki verið kunriugt um iðgjal- dakröfuna. Lífeyrissjóður Verkfræðingafélags íslands, Engjateigi 9,105 Reykjavík, sími 688504, fax 688834. Ekkert hefur komið fram sem sýnir, segjaþau Ásta Bjarnadóttir og Arni SigTirjónsson, að íslendingum væri meiri akkur í fækkun en fjölgun íbúa í framtíðinni. pilluna í minna mæli en konur í nálægum löndum, að fóstureyðingar eru hér færri og að íslenskar konur eru tregar til að gangast undir ófijó- semisaðgerð strax á unga aldri? Vandséð er til hvers læknirinn telur (í ^ndursögn EPá) að „fleiri ættu að láta gera á sér ófijósemisað- gerðir en verið hefur“. Þó að at- vinnuleysi sé nú orðið svipað á ís- landi og það hefur verið í grannlönd- um okkar um árabil og þótt fjárhag- urinn gæti verið betri, þykir okkur kyndugt að prófessor í læknisfræði leggi til „efnahagsráðstafanir“ í formi ófijósemisaðgerða. Úttekt Elínar í blaðagrein Elínar Pálmadóttur eru ýmis hæpin rök notuð til þess að spyrða félagsleg vandamál á borð við atvinnuleysi og upplausn fjöl- skyldunnar saman við óábyrgar barneignir, 'en gersamlega er sneitt framhjá þeirri grundvallarspurningu sem svara hefði þurft fyrst, hvort hægari fólksfjölgun myndi leysa ein- hver af þessum vandamálum. Grein- arhöfundur virðist byija á því að gefa sér að íslendingum fjölgi raun- verulega of hratt og síðan er leitað til sérfræðinga úr heilbrigðisstétt- um, og þeir spurðir hvað sé til ráða. Engin tilraun er gerð til að svara þeirri spurningu hvort einhver rök bendi til þess að færri íslendingum myndi í framtíðinni vegna betur en fleiri íslendingum. En þegar spyija á menn hve marga landið geti borið má hafa hugfast að til eru auðug lönd sem hafa litlar auðlindir, og nægir þar að minna á Japana, sem byggja velgengni sína á þessari öld fremur á hugviti .sínu, stjórnkænsku og dugnaði en náttúrulegum auð- lindum. Elín segir að ekki líti nú alltof vel út með sjávarútveginn, vatnsútflutn- inginn og rafmagnssöluna. Hér kem- ur fram sú meginforsenda hennar (og Reynis), að við getum ekki lifað á öðru en því að selja hráefni sem landið gaf okkur. Þessi forsenda er röng, því enn hafa íslendingar ekki BISN - Samtök sérskólanema BANDALAG ís- lenskra sérskólanema (BÍSN) var stofnað 10. nóvember 1979 og á því 15 ára afmæli nú um stundir. í dag er BÍSN hags- munasamtök 15 sér- skóla á framhalds- og háskólastigi og eru skól- arnir eins ólíkir og þeir eru margir. Þessir skól- ar eru: Fiskvinnsluskól- inn í Hafnarfirði, Fóst- urskóli íslands, Garð- yrkjuskóli ríkisins í Hveragerði, Iþrótta- kennaraskóli Islands á Laugarvatni, Kennara- háskóli íslands, Leiklistarskóli ís- lands, Myndlista- og handíðaskóli íslands, Samvinnuháskólinn á Bif- röst, Stýrimannaskólinn í Reykjavík, Söngskólinn í Reykjavik, Tónlistar- skólinn í Reykjavík, Tækniskóli ís- lands, Tölvuháskóli Verzlunarskól- ans, Vélskóli íslands og Þroska- þjálfaskóli íslands. Nemendafjöldinn í þessum skólum hefur verið á bilinu 3.000-3.500 í gegnum árin og þar af leiðandi hef- ur fjöldi félagsmanna í BISN einnig verið á þessu bili. Að jafnaði hefur fjöldinn þó verið kringum 3.500 fé- lagsmenn. Hlutverk BÍSN Lykilhlutverk BÍSN er að gæta hagsmuna félagsmanna hjá Lána- sjóði íslenskra námsmanna og að miðla upplýsingum um námslán til félagsmanna. Samfara undirritun þjónustusamnings við LÍN á síðasta ári gerist það að skrifstofa BÍSN verður nokkurs konar afgreiðsluútibú fyrir LIN þar sem allir sér- skólanemar geta leitað eftir sérhverri þjón- ustu er tengist starf- semi LÍN. BISN áfull- trúa í stjórn LIN og gegnir hann lykilhlut- verki í þessu sam- bandi. Bandalagið rekur einnig ýmsar miðlanir, s.s. atvinnu-, hús- næðis-, barnagæslu- og hlutastarfamiðlun. BISN er einnig málsvari sérskóla- nema gagnvart stjórnvöldum á hveijum tíma. Bandalag íslenskra sérskólanema er einnig félagasamtök og starfar náið í samvinnu við nemendafélög aðildarskólanna. Miðlun upplýsinga og annars efnis til félagsmanna er stór þáttur í starfsemi BÍSN. Gefin er út símaskrá allra skólanna ár hvert. Fréttabréf er gefið út fjórum sinnum á ári að jafnaði og Málpíp- an, málgagn sérskólanema, kemur út einu sinni á ári. BÍSN stendur fyrir menningarviku ár hvert. Menn- ingarviku þar sem reynt er að vekja athygli á þeim skólum sem aðild eiga að BISN og efld eru tengsl á milli nemenda í ólíku námi. Menningar- vikan gefur nemendum hvers skóla eða aðildarfélags möguleika á að koma hugmyndum sínum á fram- færi. Þröstur Sigurðsson reynt aðrar leiðir af þeirri þolinmæði og alvöru sem til þarf. í samtali við Elínu heldur Sóley Bender hjúkrunarfræðingur því fram að ákvarðanir íslenskra kvenna um barneignir séu oft „ómeðvitað- ar“, og virðist telja að íslenskir for- eldrar sinni börnum sínum ekki nógu vel. Hvorugt er rökstutt í greininni, en þó er þetta látið styrkja þá full- yrðingu að barneignir séu of miklar á íslandi. Dr. Sigrún Júlíusdóttir hefur kom- ist að þeirri niðurstöðu, að ytri að- búnaður íslenskra barnafjölskyldna sé verri en í grannlöndunum. Elín Pálmadóttir getur þessarar rann- sóknar og lætur sem hún styrki þá kenningu að fjölgun barna sé of mikil á íslandi, meðan hin eðlilega ályktun væri að bæta þurfi hag barnafjölskyldna. Á sama hátt eru orð Helgu Hann- esdóttur, um að tilfinningaleg og hegðunarleg vandamál íslenskra barna séu að aukast, misnotuð sem röksemd fyrir því að við eigum að eignast færri börn, þar sem hin eðli- lega niðurstaða ætti auðvitað að vera sú að hjálpa þurfi fólki til að hugsa betur um börn sín. Eða hefur einhver sannað að sá sem á þijú börn og hugsar illa um þau mundi hugsa vel um börnin sín ef hann ætti bara tvö? Til að bera í bakkafullan lækinn fylgja þessu öllu kveinstafir um „rofnar fjölskyldur“. Enn er verið að kenna börnunum um þjóðfélags- vandamál - eða eru einhveijar líkur til að þeir sem eiga færri börn lendi síður í „rofinni fjölskyldu" en hinir sem eiga mörg? Félagslegu vandamálin, sem reif- uð eru í grein Elínar, eiga sér stjórn- málalegar rætur en eru óháð fólks- fjölgun. Stjórnvöld á íslandi hafa ekki valið að eyða fé okkar í lausn þeirra og þau munu ekki hverfa þótt okkur fjölgi hægar. Ekkert hefur komið fram sem sýnir að íslendingum væri meiri akkur í fækkun en fjölgun íbúa í framtíðinni. Vel getur hugsast að það sé einmitt stórfelld fjölgun sem kaémi þjóðinni best. Höfundar búa í St. Paul, Minncsota, Bandaríkjunum. Lykilhlutverk BÍSN er að gæta hagsmuna félagsmanna hjá Lána- sjóði íslenskra náms- manna, segir Þröstur Sigurðsson, og að miðla upplýsingum um námslán til félagsmanna. Byggingarfélag námsmanna Byggingarfélag námsmanna (BN) er starfrækt af BISN. BN var stofn- að árið 1989. Með stofnun BN var stigið fyrsta skrefið í að jafna hús- næðisaðstæður sérskólanema við það sem gerist hjá stúdentum við bæði Háskóla íslands og Háskólann á Akureyri. BN rekur nú nemenda- garðinn Höfða við Skipholt með alls 35 herbergjum á þremur hæðum. Á sumrin er starfrækt þar hótel undir nafninu Hótel Höfði. Framtíð BN verður að teljast björt ef vel er hald- ið á spöðunum og ef framhald verð- ur á þeim mikla velvilja sem BN hefur r.otið á undanförnum árum. Næsta verkefni BN verður bygging eða kaup á íbúðum fyrir pör eða litl- ar fjölskyldur, en þar er þörfin hvað brýnust nú um stundir. Þegar hefur verið fengið vilyrði fyrir lóð á svæði Kennaraháskólans, staðsetning sem hentar mjög vel þorra félagsmanna BN og BÍSN. Það er vonandi að stjórnvöld sjái sér fært að styðja við bakið á þessu málefni því þörfin er brýn eins og áður hefur komið fram. Höfundur er formaður BÍSN.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.