Morgunblaðið - 12.11.1994, Síða 1

Morgunblaðið - 12.11.1994, Síða 1
80 SIÐUR LESBOK/C/D 259. TBL. 82. ÁRG. LAUGARDAGUR12. NÓVEMBER1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Rolling- amir á Intemet Los Angeles. Reuter. BRESKA rokkhljómsveitin The Rolling Stones ætlar að verða fyrst til þess í næstu viku að halda tónleika á tölvuneti, þ.e.a.s. á alþjóð- lega tölvunetinu Internet. Hafa Rollingarnir, sem eru á tónleikaferð um Banda- ríkin, gefið margmiðlunar- fyrirtæki í New York leyfi til að senda út fimm fyrstu lögin á tón- leikum í Dallas í Tex- as 18. þessa mánaðar. ____________ Stephan Mick Jaggcr Fitch, tals- maður margmiðlunarfyrirtækisins „Thinking Pictures", segir, að aðdáendur Rollinganna muni geta náð útsending- unni hafi þeir réttan búnað til þess en myndgæðin verða þó ekki jafn mikil og í venju- legu sjónvarpi. Ted Mico, talsmaður hýómsveitarinn- ar, sagði, að hún biði spennt eftir útkomunni. Upplýsingafíkill „Mick Jagger notar Inter- net heilmikið enda er hann frétta- og upplýsingafíkill og finnst gaman að leita fanga víða um heim. Þess vegna er Internet svo sann- arlega eitthvað fyrir hann.“ Tónleikarnir á Internet- inu í næstu viku kosta ekk- ert og hljómsveitin litur á þá sem auglýsingu fyrir tón- leika 25. nóvember, sem verða sendir út á kapal- kerfi. Tónleikarnir 18. næst- komandi munu hefjast klukkan 8.30 að nóttu að ísl. tíma og verða á netinu á „http://www.stones.com“. Bandar í kj astj órn hættir að framfylgja vopnasölubanni á Bosníustjórn Mikil óánægja með ákvörðun- ina í Evrópu Sarajevo, Washington, London, Moskvu. Reuter. ÁKVÖRÐUN Bills Clintons, forseta Bandaríkjanna, um að standa ekki lengur að vopnasölubanni á Bosníustjórn hefur verið illa tekið meðal banda- manna Bandaríkjanna og einkum í þeim ríkjum, sem sent hafa gæsluliða til Bosníu. Haris Siajdzic, forsætisráðherra Bosníu, fagnaði henni aftur á móti og sagði augljóst, að Bandaríkin væru ekki í hópi þeirra ríkja, sem teldu brýnast að refsa fórnarlambinu. Líklegt þykir, að spenna milli Bandaríkjastjórnar annars vegar og breskra og franskra stjórnvalda hins vegar muni aukast vegna þessa máls þótt ekki sé búist við, að yfirlýs- ing Clintons breyti miklu í raun fyr- ir múslima í Bosníu. Ljóst er, að vopnasölubannið hefur ekki haldið nema að hluta en þessi ákvörðun Bandaríkjastjórnar er þeim hins veg- ar mikill, siðferðilegur stuðningur. Reuter Fallinna minnst BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, baðst fyrir í gær við gröf ókunna hermannsins í Arlington-kirkjugarði í Washington en þá voru liðin 76 ár frá vopnahlésdeginum 1918, lokum fyrri heimsstyrjaldar. Síðar í gær hélt hann í 10 daga ferð til Asíu. Clinton, sem er undir miklum þrýstingi frá Bandaríkjaþingi þar sem repúblikanar eru nú í meiri- hluta, skipaði yfirmönnum í Banda- ríkjaher að hætta að framfylgja vopnasölubanninu á Bosníustjórn frá og með deginum í dag. Hafa áhafn- ir þriggja herskipa í Adríahafi feng- ið skipanir um að sigla burt þaðan. Hörð viðbrögð Rússar brugðust mjög illa við ákvörðun Clintons og átti að ræða í dúmunni síðar í gær mjög harðorða ályktun. Þar var skorað á Borís Jelts- ín, forseta Rússlands, og Víktor Tsjernomyrdín forsætisráðherra að grípa til „viðeigandi ráðstafana til að koma í veg fyrir alvarlegar afleið- ingar af aðgerðum Bandaríkjastjórn- ar“. Douglas Hurd, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í viðtali við breska ríkisútvarpið í gær, að ákvörðun Clintons ylli sér áhyggjum og undir það tóku stjórnvöld á Spáni, Hol- landi og Danmörku. Þýska stjórnin hafði þó ekkert um hana að segja að svo stöddu. Franska stjórnin hefur beðið um fund með fulltrúum stórveldanna, sem stóðu að tillögunni um frið í Bosníu, og Willy Claes, fram- kvæmdastjóri Átlantshafsbanda- lagsins, NATO, lagði á það áherslu í gær, að bandalagið myndi áfram framfylgja vopnasölubanninu. Aukin spenna Mistök lijá BBC Drottning- armóðirin sögð látin London. Reuter. BBC-sjónvarpsstöðin sagði í gær frá því fyrir mistök að drottningarmóðirin væri látin. Ekki er nema rétt ár síðan ástr- ölsk sjónvarpsstöð flutti svip- aða frétc. Yfírmenn BBC voru skömm- ustulegir þegar þeir báðust nokkru síðar afsökunar á frétt- inni, sem birt var í textavarpi. Sögðu þeir að fyrir mistök hefði æfingahandrit að fréttum verið sent út. Voru mistökin þegar leiðrétt og fyrir liggur að málið verður rannsakað ofan í kjölinn. Talsmaður drottningarmóð- urinnar hló þegar honum voru sagðar fréttirnar og sagði að sér þætti leitt þegar líf drottn- ingarmóðurinnar væri háð tölvumistökum. Skoðanakannanir um Evrópusambandsaðild í Svíþjóð Hnífjafnt fylgi Stokkhólmi, Osló. Reuter. TVÆR skoðanakannanir, sem birt- ar voru í Svíþjóð í gær, sýndu stuðn- ingsmenn og andstæðinga ESB- aðildar hnífiafna en Svíar ganga til þjóðaratkvæðis um aðild á morgun. Samkvæmt skoðanakönnun er gerð var fyrir blaðið Dagens Nyhet- er ætla 40% Svía að greiða atkvæði með en 40% á móti. 20% hafa enn ekki gert upp hug sinn. Göran Persson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, varaði Svía við því að fella aðild í gær og sagði, að ef sú yrði raunin myndi reynast nauðsyn- legt að skera niður ríkisútgjöld verulega. Naumur mcirihluti í Noregi Úrslitin í Svíþjóð eru talin eiga eftir að hafa veruleg áhrif á gang mála í Noregi. Tvær skoðankannan- ir í gær sýndu að mjög naumt yrði á mununum í Noregi ef Svíar segðu já. Samkvæmt könnun Opinion- stofnunarinnar fyrir Aftenposten ætla 46% Norðmanna að samþykkja aðild ef Svíar gera það en 41% að hafna henni þrátt fyrir það. 13% voru óákveðin. Þetta er í fyrsta skipti frá því í apríl að stuðningsmenn aðildar eru fleiri en andstæðingar í könnunum stofnunarinnar. Nokkuð önnur niðurstaða kom út úr könnun ALTB-fréttastofunnar, sem unnin var af Nielsen Norge. Þar sagðist 41% vera fylgjandi, 41% á móti en 18% óákveðin ef Svíar samþykktu aðild. ■ Fréttir: Evrópa/18 Reuter Fordæmir sprengju- tilræði YASSER Arafat, leiðtogi Frelsis- samtaka Palestínumanna (PLO), fordæmdi í gær sprengjutilræði palestínsks hryðjuverkamanns á Gaza-svæðinu sem varð þremur ísraelskum hermönnum að bana og særði fjóra, þaraf tvo alvar- lega. Hann lofaði að gera þegar í stað nauðsynlegar ráðstafanir vegna hryðjuverka á svæðinu og boðaði öryggismálaráð samtak- anna til fundar. Tilræðismaður- inn, sem var á reiðhjóli, lét lífið í árásinni en hér kanna ísraelsk- ir lögreglumenn vegsummerki.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.