Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NOVEMBER 1994 FRETTIR Sendibréf frá Ein- ari Benediktssyni FYRR í vikunni fannst sendibréf, dagsett 2. mars 1928, frá Einari Benediktssyni skáldi (1864-1940), þar sem hann veitir leyfi til þess að úrval ljóða hans verði þýtt á þýsku. Bréfið er stílað á Rúdolf K. Kinsky, sem var Vínarstúdent svokallaður í Háskóla íslands árið 1921 og hafði hrifist mjög af skáldskap Einars. Sonur Rúdolfs Kinskys, Falk Kon- ráð, fann bréfið fyrir tilviljun á mánu- daginn var í dóti, sem verið hefur í vörsiu hans um 12 ára skeið, en honum er ekki kunnugt um hversu mörg ljóða Einars faðir hans hafi þýtt, hann sé sífellt að finna fleiri. Rúdolf Kinsky fæddist í Vínarborg árið 1900 og var geðlæknir að mennt. Hann kvæntist íslenskri konu, Jónínu Pálsdóttur, en Falk Konráð sonur þeirra fæddist í Kaupmannahöfn og hefur verið búsettur á Islandi frá 1945. Árið 1973 gaf Rúdolf Kinsky út bók með úrvali ljóða Einars, en í bréfmu segir, í lauslegri þýðingu: „Þýðingar Rúdolfs K. Kinsky á úr- vali ljóða minna ná anda og innihaldi frumtextans svo fullkomlega að mér er ánægja að veita herra Kinsky leyfi til þess að þýða öll verk mín á þýska tungu.“ Að því búnu er bréfið dag- sett og undirritað af skáldinu. LANGARIMA, sem liggur frá Hallsvegi að Borgarvegi i gegnum Rimahverfi í Grafarvogi, var lok- að í gær fyrir allri umferð ann- arri en strætisvagna. Lokunin er á milli Hrísrima og Hvannarima sunnan megin og Rósarima og Mururima norðan megin. íbúar norðan megin við iokun- ina eru óánægðir með hana vegna þess að nú þurfa þeir að aka um Borgarveg til að komast út úr hverfinu. Ibúar sunnanmegin eru hins vegar ánægðir vegna þess að akstur \ gegnum hverfið minnkar verulega við lokunina. Að sögn Sigurðar Skarphéðins- sonar gatnamálastjóra gerir upp- haflegt skipulag ráð fyrir að þarna sé ekki gegnumakstur ann- arra en strætisvagna. Hann segir að götunni hafi verið lokað fyrir um það bil einu ári en þá hafi mótmælin norðan við lokun orðið það sterk að skipulagsnefnd og Morgunblaðið/Júlíus LÖGREGLUMENN sneru ökumönnum við í gær og bentu þeim á að aka um Strandveg og Borgarveg. Að sögn íbúa í nágrenni við lokunina á Langarima héldu vegfarendur uppteknum hætti og óku hiklaust eftir götunni, þrátt fyrir að búið væri að setja upp skilti sem bannaði umferð annarra en strætisvagna. Langarima lokað Ánægja öðrum megin, óánægja hinum megin W Nú stendur yfir Pentium-vika í verslun Nýherja. Tii sýnis og sölu eru ýmsar gerðir nýrra Pentium tölva fró Tulip computers og IBM. Þegar keypt er tölva með Pentium örgjörva skyldu menn varast framleiðendur sem stytta sér leið til að halda verðinu niðri. Kaup á Pentium tölvu í dag er fjárfesting til framtíðar. Þess vegna þarf að skoða vandlega hvað á boðstólum er áður en ákvörðun er tekin. Ekki er nóg að tölvan hafi öflugan Pentium örgjörva ef annar búnaður hennar er ófullkominn eða hœgvirkur. Þá nýtist ekki afl örgjörvans og afköstin í heild verða léleg og fjárfestingin slœm. Móðurborðin í IBM og Tulip Pentium tölvum eru sérstaklega hönnuð fyrir Pentium örgjörvann og fullnœgja öllum kröfum hans fyllilega. Þetta býður Nýherji: PCI - Intel PCI hönnun (Neptune) PCI skjástýring (á móðurborði) Aukið IDE (Enhanced IDE) tengt PCI Local Bus (SCSI hraði / PCI tengi / leyfir stcerri diska og önnur jaðartœki) Aukinn hraði með "Write-Back" tœkni (Allt að 15% hraðaaukning) v ECP - afkastameira hliðtengi (Tuttugufaldur hraði á hliðtengi / einkum heppilegt fyrir geislaprentara) Ethernettengi á móðurborði (í sumum gerðum) Orkusparnaður skv. Energy-Star staðli (Sé tölvan í gangi en ekki i notkun slökknar sjálfvirkt á skjá og tiftfðni örgjörvans fer niður í 0 MHz auk þess sem snúningshraði disksins minnkar. Þetta dregur úr orku- notkun um allt að 60%) Plug-and-Play (Kemur í veg fyrir árekstra milli tengispjalda) SPP aðgangsvarnarkerfi (Tryggir öryggi gagna, BIOS búnaðar og lesminnis) "Power-Lock" (Öryggislœsing sem hindrar óviðkomandi notkun tölvunnar) Hvað bjóða aðrir? Komdu og skoðaðu, hjá Nýherja eru Pentium sýningartölvur af öllum gerðum! ____ « pei\t»oin / .á vtröi° aö, ^iasto °9 töWa° ( futtkolTV ,nas'° borgarráð hafi ákveðið að taka upp kantsteina og fresta lokun þar til Straridvegur og Borgarvegur yrðu opnaðir. Nú er búið að opna þá báða en Borgarvegur var tek- inn forntlega í notkun fyrir u.þ.b. 10 döguin. I samræmi við sam- þykkt borgarráðs frá því í vor var því Langarima lokað aftur. Sigurður segir að þegar lokað hafi verið í fyrra hafi íbúar norð- an megin við lokun þurft, að fara mun lengri leið til að komast út úr hverfinu en nú, eftir opnun Strandvegar og Borgarvegar, sé vegalengdaraukning óveruieg. Ilann segir að í gær hafi ýmsir vegfarendur látið í ljós óánægju sína en hann segist eiga von á því að henni linni þegar menn átti sig á því hvað sé að gerast. Hann seg- ir hugsanlega verði einhveijar útfærslubreytingar gerðar á lok- uninni, einbætti gatnamálastjóra muni taka sér einhvern umþóttun- artíma til að skoða það mál. k'vtR1 ððíi^' fró kr Tulip Pentium 60 MHz vj 98.000 m/ofangreindum búnaði i iT-i na Tulip Pentium 90 MHz 238.000 m/ofangreindum búnaði IÁ Við höfum breytt og bœtt verslun okkar til muna og nú er líka opið alla laugardaga! TulBp computers THHi' Gæðamerkið frá Hollandi NÝHERJI SKAFTAHLÍÐ 24 - SÍMI 69 77 00 Alltaf skrefi á undan NÝHERJI / GÉPÉ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.