Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samræming skatta barna og unglinga Ráðherra kynnir áform um lagabreytingu í ríkisstjórn FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun áform sín um að leggja til breytingar á skattalögum og reglum um innheimtu tekjuskatts og útsvars af launum barna og ungl- inga. Ráðherra segist munu skila skýrslu um málið til þingmanna og hafa samstarf um lagabreytingar við Alþingi. Ekki sé á valdi ráðherra að breyta ákvæðum laga um þessa skattheimtu. Morgunblaðið/Júllus KOMIÐ með slasaða ökumanninn á Borgarspítalann í gærkvöldi. Umferðarslys í Borgarfirði Þyrla sótti ökumarin Friðrik segir að taka verði á því máli, að framkvæmd fyrirmæla ríkisskattstjóra frá 1988, um að taka skuli staðgreiðslu af launum blaðburðar- og blaðsölufólks, hafí verið mismunandi eftir skattum- dæmum. Nauðsynlegt sé að sam- ræma þetta. í raun hafi ekki verið deilt um skattskyldu blaðburðar- og sölubarna, hún sé ótvíræð sam- kvæmt lögum, heldur framkvæmd skattheimtunnar. Hann nefnir tvær leiðir af nokkr- um, sem hægt sé að fara. í fyrsta lagi að gera undantekningar hjá vissum launþegum, þá helzt blað- sölubörnum og börnum, sem selja merki og happdrættismiða í lausa- sölu. Þá vakni hins vegar einnig sú spurning, hvort þeir, sem eru eldri en 16 ára og stunda þessi störf, eigi jafnframt að njóta skatt- frelsis. Erfíðleikarnir við að fara þessa leið, séu hins vegar það ójafnræði að til dæmis sendlar eða unglingar í fiskvinnu þurfí að borga skatta, en ekki blaðsöluböm. í öðru lagi segir Friðrik koma til greina að hafa frítekjumark fyrir böm undir 16 ára aldri. „Þar virkar jafnræðisreglan, en fram- kvæmdin verður hins vegar mjög erfið,“ sagði Friðrik. Hann sagði að ekki hefði verið tekin afstaða til þessara kosta og fleiri kynnu að vera fyrir hendi. Ekki á valdi ráðherra Friðrik segir nauðsynlegt að samræma þessi mál með laga- breytingu. „Ráðherra hefur ekki á valdi sínu að breyta þessu, þótt sumir hafi gefið það í skyn með yfirlýsingum sínum. Ég gat ekki fallizt á þau sjónarmið, en taldi eðlilegt að bæði lög og reglur væru endurskoðuð,“ sagði Friðrik. Borgarfírði. Morgunblaðið. HARÐUR árekstur jeppa og fólks- bíls varð rétt fyrir austan Stórás í Hálsasveit í Borgarfirði síðdegis í gær. Ökumaður fólksbílsins slas- aðist nokkuð og var fluttur í þyrlu Landhelgisgæzlunnar á Borgar- spítalann. Ökumaður jeppans var fluttur á sjúkrahúsið á Akranesi. Hvorugur var í bílbelti. Ökumaður fólksbílsins var rjúpnaskytta á heimleið úr veiði- ferð. Slysið varð með þeim hætti að bifreið hans lenti framan á jeppabifreiðinni og er ónýt eftir. Nokkurn tíma tók að ná ökumann- inum úr flakinu. Veður var gott og hann vel klæddur og hjálpaði það til. Bíódagar keppa um Oskarinn Á FUNDI í Félagi kvikmyndagerð- armanna fýrr í vikunni var kvik- mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Bíódagar, valin til að keppa um til- nefningu til Óskarsverðlauna. Valið stóð á milli Bíódaga og myndar Þorsteins Jónssonar, Skýjahallar- innar. Eintak af myndinni verður nú sent bandarísku kvikmyndaaka- demiunni í Hollywood, en þangað senda um 50 ríki kvikmyndir, sem keppa um fimm tilnefningar til Óskarsverðlauna í flokki mynda, sem ekki eru á ensku. Akademían veitir einni mynd af þessum fimm verðlaun. Kvikmynd Friðriks Þórs, Börn náttúrunnar, hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna 1992. Á hátíð á Puerto Rico Bíódagar hlutu fyrr á árinu Amanda-verðlaunin sem bezta kvikmyndin á Norðurlöndum. Myndin hefur verið sýnd á kvik- myndahátíðum víða um heim, þar á meðal í Locamo, Vancouver og Toronto. Friðrik Þór er nú á hátíð á Puerto Rico, þar sem Bíódagar eru sýndir. Um 27.000 manns hafa nú séð myndina í Stjörnubíói. Stefnt að opnu profkjori TILLAGA stjórnar kjördæmisráðs Alþýðuflokksins í Reykjaneskjör- dæmi um að viðhafa opið prófkjör við val á framboðslista fyrir næstu alþingiskosningar verður tekin fyrir á kjördæmisþingi sem ráðgert er 22. nóvember. Stefnt er að því að halda prófkjörið síðari hluta janúar. Að sögn Eyjólfs Sæmundssonar, formanns kjördæmisráðsins, hafa nokkrir sýnt áhuga á framboði. Allir þingmenn kjördæmisins, Rannveig Guðmundsdóttir, Guð- mundur Árni Stefánsson og Petrína Baldursdóttir, hafa lýst því yfir að þeir muni gefa kost á sér í prófkjör- inu og fram hefur komið að bæði Rannveig og Guðmundur Árni sæk- ist eftir fyrsta sæti listans. Forseti ASÍ segir deilu Atlanta og Félags íslenskra atvinnuflugmanna stór-félagspólitíska FORRÁÐAMENN Flugfélagsins Atlanta áttu fund í gærmorgun með Benedikt Davíðssyni, forseta Alþýðusambands íslands, og skýrðu báðir aðilar viðhorf sín til kjaradeilu Félags íslenzkra at- vinnuflugmanna við Atlanta, en FÍA hefur boðað allsherjarverkfall hjá flugfélaginu 18. nóvember, semjist ekki við sex félagsmenn þess hjá Atlanta. Arngrímur Jóhannsson, forstjóri Atlanta, sagðist hafa á fundinum lýst furðu á því að stéttarfélög á Suðurnesjum skyldu ætla í samúð- arverkfall með blessun ASI. „Þá segir Benedikt að þetta sé tvíþætt mál. í sjálfu sér hafi hann enga samúð með flugmönnum og honum sé sama hvort þeir hafi 200 þúsund eða 500 þúsund á mánuði. Það skipti sig engu máli og þar á milli hafí aldrei verið nein samúð. Hins vegar sé það prinsippmál að Frjálsa flugmannafélagið hafí verið stofn- að, meðan á samningaviðræðum stóð og það sé aðför að verkalýðs- hreyfíngunni í landinu," sagði Arn- grímur. Hann sagðist hafa spurt forseta ASÍ hvort hann ætlaði að fóma flugfélaginu á altari einhverrar félagshyggjupólitíkur. „Hann sagði bara já við því, en i næstu setningu sagði hann að sér væri mjög illa við ef við færum út úr landinu. Þetta eru þversagnir fram og til baka. Hann sagði að þeir yrðu að fara í þessar hörðu aðgerðir til að hafa betri vopn í komandi kjarasamningum,“ sagði Arngrímur. Viðbrögðin eins í sambærilegum málum Getum ekki samið um for- gangsrétt við annað féiag Hann sagði að enginn árangur héfði orðið af fundinum að sínu mati. FÍA hygðist nú reyna að stöðva flug Atlanta hvar í heimin- um sem væri. „Við berjumst við ómöguleikann. Ég er búinn að beij- ast á móti stofnun svona félags alveg síðan 1989. Af tvennu illu tókum við þann kost að gera samn- ing við Frjálsa flugmannafélagið, sem var þó með 24 af okkar flug- mönnum, og við sömdum við okkar fólk frekar en Flugleiðafólkið. Fé- lagsdómur lýsti þetta löglegt, og FFF-menn, sem vinna hjá okkur, hafa forgangsrétt til starfa hjá Atlanta, alveg eins og FÍA-menn sem vinna hjá Flugleiðum,“ sagði Arngrímur. Ekki mismunað eftir félagsaðild sagðist hafa !agt fram gagntillögu. að bókun í samningaviðræðunum við FÍA, svohljóðandi: „Á gildistíma þessa samn- ings, skulu þeir einstakl- ingar, sem samningurinn tekur til, ráðnir til starfa hjá Flugfélaginu Atlanta hf. eftir því sem verkefnastaða félagsins leyfír, að mati forráðamanna þess, á einstakar flugvélategundir sem Hann flugfélagið er með í rekstri á þessu tímabili. Mun flugfélagið ekki mis- muna eftir stéttarfélagsaðild við slíkar ráðningar." Arngrímur sagðist því vera bú- inn að opna málið, en gæti ekki gengið lengra. „Við getum ekki samið um forgangsrétt við annað félag en FFF. Samkvæmt orðanna hljóðan væri það þá bara orðið rugl,“ sagði hann. „Prinsippmál“ Benedikt Davíðsson sagðist hafa á fundinum með Amgrími kynnt hvers vegna ASÍ vildi að hafa af- skipti af vinnudeilunni við FÍA. „Það er auðvitað fyrst og fremst þessi félagspólitíska aðkoma, sem miðstjórn ASÍ sá í málinu og taldi nauðsynlegt að láta til sín taka,“ sagði hann. „Það er ekkert breytt og við höfum ekki verið neinir gerendur í þessari kjaradeilu flug- mannanna, heldur höfum við fyrst og fremst verið að fjalla um málið hjá okkur, á grundvelli þess verk- lags, sem í deilunni hefur verið, að stofnað er nýtt stéttarfélag í miðri deilu. Atvinnurekandinn tek- ur sig til og semur við þetta nýja félag þrátt fyrir áður boðaðar við- ræður sáttasemjara við það stéttarfélag, sem fyrir var í grein- inni.“ Um ummæli Amgríms sagði Benedikt: „Þetta er auðvitað stór- félagspólitískt mál, sem við teljum vera algert prinsippmál. Við tökum ekki afstöðu gegn Atlanta sem slíku, heldur erum við fyrst og fremst að ræða málið á grundvelli almennrar umræðu um þessar að- ferðir í vinnudeilunni.“ Aðspurður hvort ASÍ myndi bregðast við með sama hætti og styðja samúðarað- gerðir, kæmi svipuð staða upp hjá. öðru fyrirtæki, sagði Benedikt svo tvímælalaust vera. Hann sagðist standa við að hann hefði áhyggjur, færi Atlanta úr landi. „Það er mjög mikilvægt að til séu fleiri en eitt stórt flugfélag hér á landi til að tryggja sam- keppni. Ég bað Amgrím að koma því á framfæri ef hann talaði við fjölmiðla, að það væri ------------ alrangt, sem ég hefði heyrt haft eftir honum, að við væram að gera einhveija aðför að Atl- anta sem slíku,“ sagði ____________ Benedikt Davíðsson. Stuðningur að utan Tryggvi Baldursson, formaður FÍA, sagði að félagið hefði sótt ASÍ lætur til sín taka vegna aðferð anna um aðild að Norræna flutninga- mannasambandinu í því skyni að geta beðið um stuðning, ákvæði félagið að grípa til aðgerða gegn Atlanta erlendis. „Það hefur verið fullyrt við okkur að við munum fá þann stuðning, jafnvel áður en við verðum fullgildir meðlimir,“ sagði Tryggvi. Hann sagði það rangt að FÍA hefði hafnað samningnum við Atl- anta. Slitnað hefði upp úr viðræð- unum þegar ljóst hefði verið að FÍA-menn fengju ekki að njóta fyrri forgangs til vinnu hjá Atl- anta, heldur yrðu yngri menn með minni reynslu teknir framyfír. Að- spurður um áðurnefnda bókun Arngríms, sagði Tryggvi hana einskis virði. „Hann kom svo sjálf- ur með aðra bókun, þar sem sagði að ef hann myndi segja þeim öllum upp, þá væri réttur FÍA enginn til frambúðar, ekki heldur fyrir þessa menn, og það er náttúrlega óað- gengilegt." Tryggvi gagnrýnir það yfirlit Atlanta um laun flugmanna, sem vitnað er til í Morgunblaðinu í gær. „Dagpeningar hafa aldrei verið taldir til mánaðarlauna í þessu landi,“ sagði hann. Tryggvi sagði jafnframt villandi að nefnt ________ væri að reikningar Flug- málastjómar vegna skoðunar flugvéla Atl- anta hefðu verið 17 millj- ónir. „Málið er að hann skiptir svo hratt um flug- vélar. Þetta era skrásetn- ingar- og skoðunargjöld. Það hefur enginn skráð stórar flugvélar á þessu ári nema Amgrímur í Atl- anta,“ sagði Tryggvi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.