Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994 7 FRÉTTIR Leitað að efni í brokkólí sem vinna gegn krabbameini Vilji til að rækta brokkólí hér á landi kannaður HINGAÐ til lands kom á föstudag Jed W. Fahey, sérfræðingur við rann- sóknarstofu hins virta John Hopkins- háskóla í Bandaríkjunum, er helst beitir sér á sviði læknisfræði. Fahey starfar að rannsókn undir stjórn Paul Talalay við lyfjafræði- og sameindavísindadeild skólans, sem miðar að því að rannsaka nátt- úrulegar afurðir og afmarka tilvist jákvæðra hvata í grænmeti er unnið geti gegn krabbameini og öðrgm meinum. Rannsóknin beinist nú að brokkólí og skyldum tegundum, en einnig er annað grænmeti í skoðun. Forráðamenn rannsóknarinnar hittu Baldvin Jónsson í september- mánuði sl. á sýningu á hreinum nátt- úruafurðum í Baltimore í Bandaríkj- unum, en Baldvin stýrir verkefni á vegum samtaka bænda sem miðar að því að kanna útflutningsmögu- leika íslenskra búvara á forsendum hreinleika og hollustu. Bandarísku vísindamennirnir sýndu þeim ylrækt- armöguleikum sem hér eru mikinn áhuga og var ákveðið í kjölfarið að Fahey kæmi hingað til lands, til að kanna möguleika á að hluti rann- sóknarinnar fari fram hérlendis. Baldvin segir þetta spennandi kost, þótt aðeins sé um að ræða anga af tilraun íslensks landbúnaðar til að staðsetja sig í umhverfi lífrænn- ar ræktunar í heiminum. Fahey fund- aði m.a. með fulltrúum frá líffræði- stofnun Háskóla íslands, Garðyrkju- skóla ríkisins í Hveragerði, krabba- meinslækna og NLFÍ. Minni myndun æxla Að sögn Fahey er aðstaða í rann- sóknarstofu John Hopkins-háskóla til grænmetisræktunar, sem sé ein- stætt við bandaríska háskóla. Allt er lífrænt ræktað þar sem ólífræn efni s.s. eitur og áburður geta spillt þeim efnum sem rannsóknin miðar að því að einangra. „Nýlega afmörkuðum við efni í einni tegund brokkolís sem nefnist „sulforaphane" og gefið var tilrauna- rottum í hreinni mynd, en þær höfðu áður verið sýktar af krabbameini. Árangurinn var hvatning til frekari rannsókna, þar sem í ljós kom að í þeim rottum sem fengu efnið varð myndun æxla sjaldgæfari og þau voru minni að stærð,“ segir Fahey en ítrekar að ekki sé um neina töfra- lausn að ræða, heldur aðeins skref í jákvæða átt. „Áhugi okkar beinist ekki að því að afmarka efni sem vinna hugsan- lega gegn krabbameini í því skyni að setja það í pillu, enda teljum við að erfitt geti verið að sannfæra fólk um að taka slíka töflu á hveijum degi. Hins vegar viljum við reyna að öðlast niðurstöður sem gætu verið leiðbeinandi fyrir fólk með tilliti til mataræðis þess.“ Hann segir stofnun sína hafa áhuga á samstarfi við íslenska aðila sem leggja stunda á ylrækt í gróð- urhúsum við náttúruleg skilyrði, vegna þeirra reynslu sem hér sé að finna, og vilji gjarnan að hér verði Jóhann sigr- aði Adams JÓHANN Hjartarson, stórmeistari, bar sigurorð af breska stórmeistar- anum Adams í gærkvöldi í PGA-Int- el atskákmótinu sem nú stendur yfir í París. Jóhann vann Adams í báðum skákun um og mætir að öll- um líkindum heimsmeistaranum Garrí Kasparov í næstu umferð sem tefld verður í dag. Tveir af sterkustu stórmeisturum heims voru slegnir út úr keppninni, sovéski stórmeistarinn Ivantjsúk og indverski stórmeistarinn Anand, sem er einn sterkast atskákmaður heims. Nú er vissara að koma hlaupandi! 28" Supertech (framleitt í Frakklandi) litasjónvarp með Nicam stereo, flötum skjá, textavarpi og fjarstýringu fæst nú á þessu ótrúlega verði! ímf Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 69 15 OO Verð miðað við staðgreiðslu. Afborgunarverð 65.900.- i ræktað brokkólí við 4-5 mismunandi aðstæður hvað varðar áburð og ljós- gjafa. Auðveldara sé að fylgjast með ræktun í gróðurhúsum heldur en á vettvangi. Um ræktun í smáum stíl væri að ræða. Háskólinn gæti lagt til fræ og umbúðir fyrir afurðir, en íslenski ræktandinn myndi annast ræktun og uppskeruvinnu. Afurðin yrði síðan send til Banda- ríkjanna til frekari þróunar og vinnslu. Niðurstöður rannsóknanna er að vænta innan tveggja ára og hyggjast forstöðumenn hennar gefa út greinar eða rit til að gera grein fyrir þeim. Fahey segir að þar yrði getið um hlut íslenskra þátttakenda í rannsókninni ef af þáttöku þeirra verður, sem hann voni en það muni skýrast innan skamms. Morgunblaðið/Sverrir JED W. Fahey, sérfræðingur við John Hopkins-háskóla, og BaldvinJónsson.markaðsráðgjafihjásamtökumbænda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.