Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994 11 LAUSNARBEIÐNI FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA Davíð Oddsson forsætisráðherra Rétt mat Guðmundar Áma Stefánssonar að fara frá DAVÍÐ Oddsson for- sætisráðherra segir að ný atriði í skýrslu Rík- isendurskoðunar hefðu gert það að verkum að neikvæð umræða um verk Guð- mundar Árna Stef- ánssonar hefði haldið áfram. Því hefði ákvörðun Guðmundar Árna um að víkja úr ríkistjórninni verið rétt. „Ég fellst á að það sé rétt mat félags- málaráðherrans að til að ríkisstjómin fái starfsfrið og menn sjái verk henn- ar í réttu ljósi verði þessu máli að linna,“ sagði Davíð við Morgun- blaðið. Hann sagði að ákveðið hefði verið að biðja um álitsgerð Ríkis- endurskoðunar. „Ég hefði kosið að málið yrði afgreitt fýrr, en þar sem þessi leið var farin var nauð- synlegt að álitsgerðin myndi varpa kyrrð á málið og slétta úr því. Hún gerir það ekki þótt segja megi að álitsgerðin sé ekki jafn óhagstæð ráð- herranum og ýmsir fjölmiðlar höfðu gefið til kynna. Þarna koma upp ný atriði, einkum þó eitt sem gerir það að verkum, þótt um- deilanlegt sé, að málið yrði bersýnilega í nei- kvæðri umræðu áfram,“ sagði Davíð. Hann sagðist að- spurður eiga við starfslok tryggingayf- irlæknis. „Þar kemur fram, sem ég vissi til að mynda ekki um áður, að fyrir lá álit ríkislögmanns um að hægt og rétt væri að veita þessum tiltekna embættismanni lausn frá störfum bótalaust,“ Erfið umræða Þegar Davíð var spurður hvort hann teldi þau verk, sem Guð- Davíð Oddsson mundar Árna, sem Ríkisendur- skoðun ijallar um, þess eðlis að hann ætti að víkja úr ríkisstjórn, sagði hann félagsmálaráðherra hefði sjálfur viðurkennt að í ákveðnum tilvikum væri ekki um rétta embættisfærslu að ræða og beðist velvirðingar á því. „Auðvitað verður flestum ef ekki öllum ráðherrum á í einhveij- um efnum og kannski myndi eitt þessara verka eða jafnvel mörg þeirra ein og sér ekki leiða til þess að ráðherra yrði knúinn til afsagnar. En umræðan hefur verið ráðherranum mjög erfið og á sama tíma hafa komið upp önnur atvik, þótt óskyld væru, til að mynda í Hafnarfirði, sem hafa gert ráð- herranum mjög erfitt fyrir póli- tískt. Ekki síst af því hann gegndi embætti félagsmálaráðherra á sama tíma. Öll þessi umræða og allt þetta samandregið er þess eðlis, að ég held að það hafí verið rétt mat hjá honum að koma friði á málið. Það var allt traust hrunið og hann verður að fá að byggja sig upp á nýjan leik og afla trausts sem stjómmálamaður.“ Davíð vildi ekki svara því hvort hann hefði sjálfur vikið Guðmundi Árna frá embætti, hefði hann eða Alþýðuflokkurinn ekki tekið af skarið. „En ég lagði áherslu á það við Alþýðuflokkinn að lausn á þessu máli fengist á [föstudag] eða [laugardag].“ - Var önnur lausn til en að hann færi frá? „Lausn varð að fást; meira vil ég ekki segja. Og lausn er fengin eftir ákvörðun ráðherrans sjálfs og það tel ég farsælast.“ Davíð sagði aðspurður að málið hefði haft neikvæð áhrif á ríkis- stjórnina. „Slíkt á heldur ekki að nægja til að ráðherra víki, en svo getur ástandið orðið að pólitískt ráði menn ekki við það. Ég tala nú ekki um þegar hver forustu- maður viðkomandi stjórnmála- flokks á fætur öðrum gerir opin- bera kröfu um afsögn ráðherr- ans,“ sagði Davíð Oddsson. Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræöingur Einstakt í stjórnmála- sögunni GUNNAR Helgi Kristirisson dós- ent í stjórnmála- fræði við Há- skóla íslands segir að afsögn Guðmundar Áma Stefáns- sonar félags- málaráðherra sé einstök í stjórn- málasögunni, þar sem aldrei hafi komið fyrir áður að ráðherra segði af sér vegna embættisfærslna sinna sem ráðherra. Gunnar Helgi sagði að tvívegis hefðu ráðherrar sagt af sér vegna viðskipta sinna utan ráðherraemb- ættis, en það voru Albert Guð- mundsson árið 1987 og Magnús Guðmundsson árið 1932. Hann sagði að ráðherraábyrgð á íslandi hefði verið afar veik og óvirk. Sagðist hann telja að lausn- arbeiðni Guðmundar Árna myndi hafa fordæmisgildi. „Það verður hægt að vísa í það í framtíðinni og mál verða borin saman við þetta mál,“ sagði hann. Gunnar Helgi Kristinsson Morgunblaðið/Sverrir ÞINGFLOKKUR Alþýðuflokksins kom saman til fundar í kjölfar lausnarbeiðni Guðmundar Árna Stefánssonar, félagsmálaráðherra, í gær og þar var ákveðið að Rannveig Guðmundsdóttir yrði félagsmálaráðherra í stað hans. Merkileg tímamót sem munu hafa mikil áhrif Halldór Asgrímsson „ÉG tel að Guðmundur Árni hafi gert rétt með því að segja af sér. Ráðherra sem ekki hef- ur lengur traust sam- starfsmanna sinna, hvað þá stjórnarand- stöðu, getur ekki setið lengur í ríkisstjórn," sagði Halldór Ásgríms- son, formaður Fram- sóknarflokksins. „Það eru mikil tíðindi að ráð- herra segi af sér með þessum hætti og ég tel að það aðhald sem hef- ur komið fram hjá fjöl- miðlum og almenningi í þessu máli sé merki- leg tímamót í íslenskri stjórnmála- sögu og eigi eftir að hafa mikil áhrif í framtíðinni.“ „Ég held hins vegar að það sé ljóst að ríkisstjórnin mun sitja áfram fram á vorið en á von á að það verði óróasamt innan hennar. Mér heyrist Guðmundur Árni fara frá mjög sár og aðdragandinn hefur verið heldur óskynsamlegur," sagði Halldór. „Það var að mínu mati rangt að biðja um álit Ríkisendurskoðunar enda leiddi hún ekkert nýtt í ljós að því er best verður séð.“ „Það má ekki líta þannig á að það að Rík- isendurskoðun gagnrýni ráðherra leiði sjálfkrafa til þess að þeir eigi að segja af sér. Það er hins vegar rétt hjá Guðmundi Áma að það hafa komið upp ýmis atvik í okkar stjómsýslu sem eru um- hugsunarverð í þessu samhengi. í slíkum til- vikum hefur ekki verið krafíst afsagnar mér vitanlega en ég býst þó við að þetta eigi eftir að breyt- ast og ef ráðherrar verða uppvisir. að því að taka óskynsamlegar ákvarðanir þá megi þeir búast við því að þurfa að segja af sér.“ „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem spurningin kemur upp um það hvort ráðherra ætti að segja af sér en okkur hefur skort betri mælikvarða Halldór Ásgrímsson á það hvenær það ætti að gerast,“ sagði Halldór Ásgrímsson. Ráðherra sjálfur dómbærastur „Það getur hins vegar enginn metið betur en ráðherrann sem í þessu stendur. Um leið og hann er farinn að skaða sína ríkisstjórn og finnur að hann nýtur ekki trausts inn á við og út á við getur hann ekki annað en farið frá. Ég held þó að starfsemi Ríkisend- urskoðunar og aðhald hennar á und- anförnum árum sé byrjað að hafa áhrif. Það var hugsunin með stofn- uninni á sínum tíma að hún væri til aðhalds með framkvæmdavaldinu. Ég setti þessa tillögu fram fyrir alllöngu síðan og er ánægður með hvaða gagn Ríkisendurskoðun er farin að hafa. Hún getur ekki verið allsheijar dómari en beinir athygli almennings, fjölmiðla og stjórnar- andstöðu að hlutum sem eiga ekki að eiga sér stað og það er þá alþing- is, og fjömiðla og almennings að fylgja málum eftir," sagði Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknar- flokksins. Kristín Ástgeirsdóttir Snerist aldrei um skýrslu Ríkis- endurskoðunar „MÉR fannst Guð- mundur Árni vera með yfirklór því málið snýst ekki um fjárhag heil- brigðisráðuneytisins eða hvernig fjárrreið- um þess hefur verið háttað heldur fyrst og fremst um hina sið- ferðilegu hlið á emb- ættisfærslu ráðherr- ans og það var vitað að Ríkisendurskoðun mundi ekki fella dóm um það,“ sagði Kristín Ástgeirsdóttir, þing- maður Kvennalista, um afsögn Guðmundar Árna Stefánssonar úr embætti félagsmálaráðherra og ræðu hans þar sem hann gerði grein fyrir skýrslu Ríkisendurskoðunar og ástæðum afsagnar sinnar. „Hann var auðvitað að reyna að skjóta sér undan ábyrgð, en það er gott að loksins hefur verið tekið á málinu og ég tel að það hefði verið mikið áfall fyrir íslensk stjórnmál'og stjórnmálasiðferði ef hann hefði setið áfram og menn ekki tekið á þessu,“ sagði Kristín ennfremur. Kristín Ástgeirsdóttir mæli eiga auðvitað rétt á sér en ég vil minna á að við kvennalistakonur kröfðumst þess að Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra segði af sér í kjölfar Hrafns-málsins og ég held ég muni rétt að í umræðunni um SR- mjöl hafi þess verið krafist af Þorsteini Pálssyni sjávarút- vegsráðherra, sagði Kristín. Röðaf stjórnarathöfnum „Hins vegar urðu þau mál ekki eins stór og þessi málasúpa í kringum Guðmund Árna. Það sem greinir mál hans frá þeim sem hann vísar til er fyrst og fremst það að þar er yfirleitt um einstök mál að ræða en hjá honum er um að ræða röð af stjórnarathöfnum og fortíð hans frá Hafnarfirði sem er auðvitað ekki hægt að horfa fram hjá og hann getur ekki kom- ið sér undan ábyrgð á því fjármála- sukki." Reynt að drepa málinu á dreif Hún sagði að með því að ræða málið út frá skýrslu Ríkisendur- skoðunar væri Guðmundur Árni að reyna að drepa málinu á dreif, ræða það á forsendum sem honum henti best en ættu ekki við. „Við höfum sagt að skýrslan mundi ekki breyta hans máli,“ sagði Kristín. „Auðvitað 'er það merkilegt hvernig hann skaut á aðra ráð- herra og gagnrýndi að hann væri gerður að blóraböggli meðan aðrir fengju að sitja áfram. Þau um- Veikir ríkisstjórnina „Ég tel að þetta veiki ríkis- stjórnina sem hefur verið illa starf- hæf og verður áfram og ég held að það hefði verið þjóðinni fyrir bestu að boða til kosninga og kjósa sem fyrst,“ sagði Kristín. Hún kvaðst telja_ að pólitísk framtíð Guðmundar Árna Stefáns- sonar, sem lýsti yfir því að hann mundi einbeita sér að þingstörfum og varaformennsku í Alþýðu- flokknum, væri býsna óljós og Alþýðuflokkurinn væri í sárum vegna málsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.