Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Milljón til markaðssetnmgar á Draumableiunni Alveg í skýjunum „ÉG ER alveg í skýjunum og eigin- lega ekki farin að trúa þessu enn- þá,“ sagði Hugrún Marinósdóttir frá Dalvík, framieiðandi Drauma- bleiunnar, um milljón króna fram- lag Atvinnuþróunarsjóðs til mark- aðsetningar á bleiunni. Bæjarráð Dalvíkur samþykkti erindið á síð- asta fundi sínum. Hugrún hefur unnið að þróun Draumableiunnar síðustu þijú árin. „Nú er bleian orðin eins og ég vil hafa hana, þ.e. bleiubuxur úr næloni og innlegg í þremur lög- um úr fiber- og bómullarefni. En að mörgu þarf að hyggja og ég verð að viðurkenna að áður en ákvörðun um framlagið var tekin var ég alveg að sigla í strand. Núna er ég nýbúin að láta endur- hanna merkið fyrir mig. Svo þarf að greiða fyrir ljósmyndir og fram- leiðslu umbúða,“ segir Hugrún. Morgunblaðið/Rúnar Þór HUGRÚN Marinósdóttir sér loks fram á að sjá árangur þriggja ára hönnunarstarfs koma í ljós. Errósýning í Listasafninu SÝNING á verkum eftir hinn kunna listamann Erró verður opn- uð í öllum sölum Listasafnsins á Akureyri laugardaginn 12. nóvem- ber kl. 16. Haraldur Ingi Haralds- son, forstöðumaður safnsins, segir að áhersla hafi verið lögð á smærri og meðalstórar myndir á sýning- unni. Verkin eru hluti af gjöf Er- rós til Reykjavíkurborgar. Haraldur segir að Erró hafi smám saman verið að bæta við listaverkagjöf til borgarinnar frá árinu 1989. „Gjöfin er samtals orðin um 2.700 verk, allt frá skiss- um og æskuteikningum upp í risa- stórar myndir frá allra síðustu árum. Hún gefur því fullkomna yfirsýn yfir listsköpun Errós og auðvitað þarf ekki að tala um hversu verðmætt slíkt safn er,“ sagði hann. Ólík viðfangsefni og aðferðir Á sýningunni verður lögð áhersla á að sýna feril Errós með sýnishornum af ólíkum viðfangs- efnum og aðferðum sem hann hefur nýtt sér í list sinni. Á meðal verka á sýningunni verða myndir úr myndröðinni Tónlistarmenn og 1001 nótt. „Annars vegar ofur raunsæi en hins vegar tilvísanir í teiknimyndir og vinnuaðferðir þeim tengdar. Erró teflir saman einu eða tveimur táknum sem andstæðum eða til að upphefja hvert annað eða hann setur saman frásagnarferli fyrir áhorfandann að lesa sig í gegnum,“ segir í fréttatilkynningu frá listasafninu. Eins og áður segir verður áhersla lögð á smærri og meðal- stórar myndir á sýningunni og verða meðal annars sýndar sjald- gæfar vatnslitamyndir eftir Erró sem ekki hafa sést hér á landi áður. Haraldur lagði í samtali við Morgunblaðið áherslu á hversu safninu þætti mikil ánægja að fá að taka þátt í kynningu á gjöf listamannsins til borgarinnar. Erró er listamannanafn Guð- mundar Guðmundssonar. Hann er fæddur árið 1932 og er búsettur til skiptis í París, Tælandi og á Spáni. 100.000 kr. sparnaður Hún segist aðallega hafa séð um framleiðsluna sjálf hingað til. „Ég hef líka verið með konu í hlutastarfi en sé nú fram á að þurfa að bæta eitthvað við mig. Svo hef ég verið með það sem þeir í Útflutningsráði kalla „mark- aðsstjóra til leigu" til aðstoðar í eitt ár. Hún ætlar að vera hjá mér áfram og fylgja Draumableiunni eftir á markað. Ekki má gleyma því að Elín Antonsdóttir hjá Iðn- þróunarfélagi Eyjafjarðar hefur veitt mér dyggan stuðning," segir hún. Hugrún segir að til þessa hafi sala aðallega farið fram í gegnum síma. Nýverið hafi Klasi hf. í Reykjavík hins vegar fengið vör- una til dreifingar í apótek. Vænt- anlega verði því hægt að fá Draumableiuna í flestum apótek- um í framtíðinni. Hugmyndir eru uppi um að skoða markað fyrir bleiuna erlendis á næsta ári. Notkun taubleia hefur stórauk- ist erlendis á síðustu árum og má í því sambandi geta þess 60% barna í Ástralíu og 20% í Þýska- landi nota taubleiu. Fyrst og fremst er hér líklega um umhverf- issjónarmið að ræða en kostnaður vegna taubleia er líka töluvert minni en vegna bréfbleia að sögn Hugrúnar. Hún hefur reiknað út að kostnaður vegna Draumableiu- notkunar barns, frá fæðingu til . tveggja og hálfs árs aldurs, nemi um rétt rúmum 27.000 kr. sam- tals. En samkvæmt könnun Neyt- endablaðsins í mars 1993 var áætl- aður kostnaður vegna bréfbleia á sama aldursskeiði 142.350 kr. Hér er því um rúmlega 100.000 kr. mismun að ræða. IBUDASKIPTI REYKJAVIK - AKUREYRI Vantar íbúö á Akureyri í skiptum fyrir (sem jöfnust makaskipti) 3ja herb. í Fossvogsdal. Verö ca 6-7 millj. ÞIXGIIOLT (iíMKWkí SUÐURLANDSBRAUT 4A Kjarni málsins! Messur MESSA verður í Akureyrarkirkju kl. 14 á sunnudag. Páll Friðriks- son, byggingameistari, predikar og bamakór undir stjóm Hólmfríð- ar Benediktsdóttur syngur. Sunnudagaskóli Akureyrarkirkju verður kl. 11 og Æskulýðsfundur í kapellunni kl,17. Messað verður í Hlíð kl. 16. Biblíulestur verður í safnaðarheimilinu kl. 20.30 á mánudagskvöld. Glerárkirkja í Glerárkirkju verður messað kl. 14. Kirkjukór Sauðárkróks ásamt organistanum Rögnvaldi Valbergssyni og sr. Hjálmari Jóns- syni kemur í heimsókn og leiða helgihaldið með sóknarpresti. Barnasamkoma verður kl. 11 og fundur æskulýðsfélagsins kl. 17.30. Á miðvikudag verður kyrrð- arstund í hádeginu, milli kl. 12 og 13. Léttur málsverður verður að stundinni lokinni. Hjálpræðisherinn Minningarsamkoma um Hólm- fríði Ólafsdóttur verður á vegum Hjálpræðishersins kl. 20 á sunnu- dag. Majór Daníel Óskarsson tal- ar. Imma, Óskar, Elsabet og fleiri taka þátt í samkomunni. Heimilis- samband fyrir konur verður kl. 16 á mánudag. Kaþólska kirkjan Messa verður í kaþólsku kirkj- unni kl. 18 á laugardag og kl. 11 á sunnudag. m&m Skyr fní KEA er sannkal ráðherraskyr ogfiesL nú\ flestim} niuri'<>nti:ershtnf náttúrul ega fitusnautt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.