Morgunblaðið - 12.11.1994, Side 13

Morgunblaðið - 12.11.1994, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994 13 ÍBA 50 ára Vegleg af- mælis- dagskrá ALMENNINGI er boðið að taka þátt í fjölbreyttri afmælisdagskrá í tilefni af 50 ára afmæli íþróttabandalags Akureyrar í íþróttahöllinni um helg- ina. f aðalsalnum verður Fimleikaráð Akureyrar með kynningu kl. 13, íþróttafélagið Akur kl. 14, Tennis- og badmintonfélag Akureyrar kl. 15, blakdeild KA kl. 16 og knattspyrnu- deild KA/KRA kl. 17 á laugardag. Á sama stað verður körfuboltadeild Þórs með kynningu kl. 12, handboltadeild Þórs/HRA kl. 13 og Ungmennafélag Akureyrar kl. 15 á sunnudag. Boccia-maraþon Boccia-maraþon á vegum íþrótta- félagsins Eikar hefst í hliðarsal kl. 13 á laugardag. Valdimar Sigurðs- son, sem er með ættgengan band- vefssjúkdóm, ætlar að leika boccia í 24 klukkustundir og safna áheitum til styrktar rannsóknum á sjúkdómi sínum. Lyftingafélag Akureyrar verður með kynningu í lyftingasal kl. 14 og á sama tíma hefst laugar- dagsganga Félags hjartasjúklinga. Afmælishlaup ÍBA í umsjón Ung- mennafélags Akureyrar hefst kl. 12 á sunnudag. Sögusýning verður í anddyri og veitingastofu. í tengslum við sýning- arbás ÍBA verður viðamikil dagskrá um almenningsíþróttir. -----»-»-♦.—... Tvennir tónleikar KAMMERHLJÓMSVEIT Tónlistar- skólans á Akureyri heldur tónleika í bóknámshúsi Fjölbrautarskólans á Sauðárkróki kl. 16 á laugardag og í Akureyrarkirkju kl. 20.30 á mánu- dag. Á efnisskrá hljómsveitarinnar verð- ur Hátíðargöngulag eftir Áma Bjömsson. Ámi samdi verkið í tilefni af stofnun lýðveldis á íslandi 17. júní árið 1944. Önnur verk á tónleikunum verða eftir Gabriel Fauré, Johannes Brahms, Jean Sibelius, Maurice Ravel og Modest Mussorgskí. Flest þeirra eiga eftir að láta kunnuglega í eyrum tónleikagesta. Stjórnandi sveitarinnar er Guð- mundur Óli Gunnarsson skólastjóri Tónlistarskólans. ----■■■♦■■■»■■■»- Myndin Blár í Borgarbíói KVIKMYNDAKLÚBBUR Akureyrar (KVAK) sýnir kvikmyndina Blár (BLEU) í Borgarbíói kl. 18 á sunnu- dag og 19. á mánudag. Kvikmyndin hlaut fyrstu verðlaun á kvikmynda- 1 hátíðinni í Feneyjum í fyrra. Blár er eftir Kryzysztof Kicslowski sem einnig gerði myndina Tvöfalt líf Veróniku og sjónvarpsþáttaröðina Boðorðin tíu. Kvikmyndin segir frá ekkju tónskálds sem er nýlátið í bíl- slysi ásamt dóttur hjónanna. Eigin- maðurinn hefur skilið eftir sig allt að því fullklárað tónverk er aðstoðar- maður hans vill ljúka. -----» »■♦------- Síðasta sýn- ingarhelgi SÝNINGU 40 starfandi myndlistar- manna undir yfirskriftinni Salon ’94 í Deiglunni lýkur um hélgina. Sýningin var fyrst sett upp í Reykjavík en opnuð, aukin og endur- bætt, í Deiglunni 22. október. Sýn- ingin stendur til 13. nóvember og er opin alla daga frá kl. 14 tit 18. LAIMDIÐ Morgunblaðið/Aðalheiður H. Högnadóttir SR. HALLDÓR Gunnarsson í Holti tók fyrstu skóflustunguna að hinni nýju safnkirkju sem rísa mun í Skógum á næstu tveim árum. Við hæfi þótti að nota til verksins gamla kirkjureku frá Dyrhólakirkju í Mýrdal. Safnkirkja rís í Skógum Hellu - Fyrsta skóflustugan að safnkirkju sem rísa mun við byggðasafnið í Skógum undir Eyjafjöllum var tekin sl. laugar- dag. Þórður Tómasson safnvörður hefur haft veg og vanda af að hrinda verki þessu í framkvæmd en meðal aðstandenda byggða- safnsins og heimamanna er ein- hugur um að fá þessa viðbót við safnið. Að byggingu kirkjunnar standa sóknarnefnd Eyvindarhóla- kirkju, skólanefnd Skógaskóla og stjóm byggðasafnsins í Skógum. Fjöldi gesta var við athöfnina sl. laugardag m.a. dóms- og kirkju- málaráðherra Þorsteinn Pálsson. Kirkja úr afgöngum Að sögn Þórðar safnvarðar hef- ur það lengi verið draumur hans að fá kirkju við safnið í Skógum. „Minjasafn endurspeglar mannlíf fyrri tíma, fólkið og menningu þess, en kirkjan hefur alltaf verið stór þáttur í daglegu lífi fólks hér á landi. Mér finnst að kirkja við safnið muni fulkomna þá mynd horfinna tíma Sem við blasir hér á staðnum." Samið var við Hjör- leif Stefánsson arkitekt um teikn- ingu kirkjunnar sem unnin er út frá hugmyndum Þórðar. „Við eig- um alla kirkjubekkina úr Kálf- holtskirkju frá 1879, prédikunar- stól frá Hábæjarkirkju, skreyting- ar úr kórdyraboga úr Eyvindar- hólakirkju og glugga úr Grafar- kirkju í Skaftártungu. Ennfremur eigum við grátur, altari, klukkur, ljóshjálma, hurðir og ýmislegt fleira frá mörgum stöðum. Þetta eru hlutir hver úr sinni áttinni, en ætlunin er að þeir myndi sam- ræmda heild og að útkoman verði sveitakirkja úr timbri, turnlaus með klukknaporti, frá seinni hluta 19. aldar.“ Forn kirkjustaður Skógar eru einn af hinum fomu kirkjustöðum landsins, en þar stóð kirkja allt frá fyrstu kristni til ársins 1890. Nýja kirkjan mun verða í svipaðri stærð og sú kirkja sem síðast stóð í Skógum en það var timburkirkja byggð 1845. Margar gjafir og styrkir hafa þeg- ar borist kirkjunni í Skógum, m.a. úr Jöfnunarsjóði sókna, sóknar- nefnd Eyvindarhólakirkju og frá fjölmörgum einstaklingum. „Ég vil leggja áherslu á það að við lítum ekki á þessa kirkju sem geyinslu fyrir gamla muni. Hún verður lifandi og nýtt á margvís- legan hátt, t.d. af nemendum Skógaskóla, heimamönnum og gestum byggðasafnsins,“ sagði Þórður Tómasson að lokum. ykktir bestu þakkir dyggan stuöning í próflýörinu 5. nóv. sl. tek viö trausti ykkar í og mun leggja mig fram um aö reynast þess verö í störfum mínum á Alþingi. Fylkjum liðí til framtíðar undir merki Sjálfstæðisflokksins. alþingismaður. ÞUSPARARKR. 1.050.000! Aöeins eitt raðhús við Af lagranda ★ Nýtt hús - glæsileg eign í góðu hverfi. ★ Tilbúið undir tréverk - þú innréttar eftir eigin höfði. ★ Nóg plóss - 207 fm, stækkanlegt í yfir 230 fm. ★ Fjölbreyttir möguleikar - opið rými og mikil lofthæð. ★ Sérstaklega vandaður frógangur að innan sem utan. ★ Fróbær staðsetning - við KR, Vesturbæjarlaugina og Grandaskóla. ★ Múrhúðað að utan, fínpússað að innan, steyptir stigar. ★ Fullfrógengin lóð - hellulögð bílastæði með hitalögn. ★ Verð aðeins 13,9 milljónir. ★ Verðlækkun um eina milljón og fimmtíu þúsund ó þessu eina húsi. ★ Lóttu drauminn rætast - fyrstur kemur, fyrstur fær. __ _ Birgir R. Gunnarsson hf., byggingarfyrirtæki, Stigahlíð 64, s. 32233. 21150-21370 LARUS P. VALDIMARSSON, framkvæmoastjori KRISTJAN KRISTJANSS0N, loggiltur fasteigmasali Til sýnis og sölu m.a. athyglisverðra eigna: Á vinsælum stöðum í Vesturborginni 4ra herb. íb. tæpir 100fm skammt frá Sundlaug Vesturbæjar. Gott lán. 3ja herb. íb. rúmir 85 fm skammt frá Háskólanum. Góð sameign. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga. Skammtfrá Menntaskólanum við Sund mjög gott steinh. ein hæð 165 fm auk bílsk. 23,3 fm. Vinsæll staður. Eignaskipti möguleg. Óvenju hagstæð eignaskipti ( Seljahverfi óskast 4ra-5 herb. íb., má þarfn. endurbóta., í skiptum fyrir 2ja herb. úrvalsíb. m. bílsk. i' sama hverfi. Hveragerði - Reykjavfk - eignaskipti Einbhús - gott timburhús um 120 fm auk bílsk. Hagst. eignaskipti á minni eign í borginni. Sumarhús - vinnupláss - frábært verð á vinsælum stað á Vatnsleysuströnd nýl. timburh. hæð m. portbyggðu risi. Grunnfl. 6x6 fm. Gott vinnuhúsn. fylgir 8x6 fm m. 3 m vegghæð. Eignarland 6000 fm. Útsýnisstaður í góðu vegasambandi. Aðstaða fyrir bát í fjöru. Verð aðeins kr. 2,3 millj. Á söluskrá óskast m.a. Einbhús i Árbæjarhverfi, Austurbæ Kópavogs eða Garðabæ. Raðhús m. stórum bflsk. helst í Árbæjarhverfi, Selási eða efra Breiðholti. íbúðir, sérhæðir eða einb. í gamla bænum. Mega þarfn. endurbóta. í Vesturborginni óskast eignir af flestum stærðum og gerðum. Góðar greiðslur fyrir rétta eign. s. • • • Opið ídag kl. 10-14. Fjöldi fjársterkra kaupenda. Almenna fasteignasalan sf. var stof nuö 12. júlí 1944. AIMENNA FASTEIGNASAIAN LÁÖGwÉGmsÍM^n&PzíaTÖ FÖNIX RAFTÆKJAKYNNING ASKO ÞVOTTAVÉLAR, , ji ÞURRKARAR OG » - UPPÞVOTTAVÉLAR. * Al FSLÁTTUR QlMAf KÆLISKÁPAR, . |i FRYSTISKÁPAR OG X « FRYSTIKISTUR. f Al FSLÁTTUR NILFISK FÖNIX KYNNIR NÝJU W J (§)« [| GM-RYKSUGURNAR. f AFSLÁTTUR INNBYGGINGAR- . [1 OFNAROG þ « HELLUBORÐ. # Al FSLÁTTUR Oturbo ELDHÚSVIFTUR: L J@a2(§)% 15GERÐIROGLITIR.f AFSLÁnuR EMIDE (j'lifi'iiíiii^) euRhs idelins LITLU TÆKIN Á k J LÁGA VERÐINU. f A <MrJ% FSIATTUR VELKOMIN í FÖNIX, SÉRVERSLUN MEÐ VÖNDUÐ RAFTÆKI /FOnix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI (91)24420

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.