Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994 15 Skreiðarmálið svokallaða Grandi vinnur mál vegna útflutnings á hausum tíl Nígeríu Sameinaðir framleiðendur og íslenzka umboðssalan greiði Granda hf. bætur HÆSTIRÉTTUR hefur kveðið upp dóm í svokölluðu skreiðar- máli, sem hefur verið í dómskerf- inu í nokkur ár. Grandi hf. stefndi upphaflega Sameinuðum framleið- endum og íslenzku umboðssölunni vegna vanefnda við útflutning á skreið og þurrkuðum hausum til Nígeríu. Dómur féll Granda að hluta til í vil í héraðsdómi, en stefndu áfrýjuðu til hæstaréttar, sem dæmdi Sameinaða framleið- endur og íslenzku umboðssöluna til greiðslu bóta að upphæð 3,5 milljónir auk vaxta. Málið var í raun tvíþætt. Annars vegar stefna vegna skreiðar, sem fór utan með flutningaskipinu Horsham og hins vegar hausa, sem fóru utan með fiutningaskipinu Selmar Enter- prise árið 1986. Forsaga þessa máls er sú, að miklir erfiðleikar höfðu verið við sölu skreiðar í nokkur misseri. Markaðurinn hafði verið lokaður í þijú ár, meðal annars vegna óró- leika í stjórnmálum í landinu. Mik- ið af skreið var framleitt á árunum upp úr 1980, en þorskafli náði þá hámarki árið 1981 í 461.000 tonni. Margir stóðu þá í tilraunum til útflutnings á skreið, en lítið gekk. Birgðir lágu undir skemmdum og afurðalán hlóðu á sig vöxtum. Verð á skreiðinni hafði einnig lækkað og hugsanlegt verð dugði ekki til greiðslu lána auk þess sem lokun markaðsins á ný lá í loftinu. Tæpra 13 milljóna krafizt í bætur Undir þessum kringumstæðum fluttu Sameinaðir framléiðendur út mikið af skreið og þurrkuðum hausum í tveimur skipum. I öðru tilfellinu var um að ræða flutn- ingaskipið Horsham, sem fór utan með um 60.000 pakka af skreið, án þess að venjubundnar greiðslu- tryggingar kaupenda fyrir fyrir kaupverði væru fyrir hendi í viður- kenndum bönkum. í hinu tilfellinu var um skipið Selmar Enterprise að ræða, en það fór utan með svipað magn af hausum. Þar skorti einnig greiðslutryggingar af hálfu kaupenda í Nígeríu. Grandi hf. átti 5.101 pakka af hausum í öðru skipinu og 1.481 pakka af skreið í hinu og var það flutt til Nígeríu á vegum Samein- aðra framleiðenda sumarið 1986 og selt þar. Fyrir þessar afurðir átti Grandi að fá tæpar 13 milljón- ir króna. Þegar málið var hafið, höfðu aðeins um 442.000 krónur skilað sér, árið 1988, og krafði Grandi þá stefndu um greiðslu mismunarins. Bóta vegna skreiðar hafnað Þarna var um að ræða svoköllu umsýsluviðskipti, en í þeim felst að útflytjandi, í þessu tilfelli Sam- einaðir framleiðendur, bera að öllu jöfnu ekki ábyrgð á efndum kaup- enda gagnvart framleiðenda. Á þeim forsendum var kröfu Granda vegna útflutnings á skreiðinni hafnað, enda talið ljóst að stjórn- endum fyrirtækisins hafa alla tíð verið ljóst að greiðslutryggingar voru ekki fyrir hendi. Hvað haus- ana varðar greinir málsaðila á um það, hvort Granda hafi verið ljóst að greiðslutryggingar hafi ekki verið fyrir hendi. Um viðskipti aðila þar um er ekkert til skriflegt utan eitt símbréf, sem sent var til Granda í nafni íslenzku umboðs- sölunnar, en íslenzka umboðssala og Sameinaðir framleiðendur voru með sameiginlega skrifstofu, framkvæmdastjóra og símnefni. Bótaskylda vegna útflutnings á hausum í símbréfinu er tilgreint verð verð á hveijum hausapakka og fleiri atriði auk þess sem sagt er að óafturkallanleg greiðslutrygg- ing sé á banka í Sviss. Stjórnend- ur Sameinaðra framleiðenda og íslenzku umboðssölunnar voru sammála um að mistök hafi verið að símbréfið var undirritað í nafni umboðssölunnar enda flutti hún engan fisk út til Nígeríu. Því sé íslenzka umboðssalan ekki aðili málsins. Jafnframt segja þeir að upplýsingar um, að greiðslutrygg- ing hafi verið afturkölluð, hafi borizt til stjórnenda Granda og þeim því verið fullkunnugt um þá stöðu mála er hausarnir fóru utan. Því beri Sameinaðir framleiðendur enga sök á því, að Grandi hf. hafi ekki fengið greitt fyrir hausana, enda sé um umsýsluviðskipti að ræða. Stjórnendur Granda segjast á hinn bóginn ekki fengið upplýs- ingar um að greiðslutrygging hefði verið afturkölluð og þar sem sím- bréfið er eina skriflega plaggið um þessi viðskipti, komst héraðsdóm- ur að þeirri niðurstöðu, að Samein- aðir framleiðendur og íslenzka umboðssalan skyldu bæði vera bótaskyld vegna hausanna, en sýkn vegna kröfum um bætur vegna skreiðarútflutnings. Hæsti- réttur komst svo að sömu niður- stöðu. Sératkvæði Hjartar Torfasonar Hæstarétt skipuðu að þessu sinni dómararnir Hrafn Bragason, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Hafstein. Hjörtur Torfa- son skilaði sératkvæði, þar sem hann taldi að sýkna bæri Islenzku umboðssöluna af öllum kröfum, enda hefði stjórnendum Granda átt að vera það fyllilega ljóst að það voru Sameinaðir framleiðend- ur, sem fluttu fiskinn utan, ekki umboðssalan. Grandi hefði áður flutt skreið og hausa utan með Sameinuðum framleiðendum og í þessari sendingu hefði Grandi merkt pakkana Sameinuðum framleiðendum. Á hinn bóginn var Hjörtur sammála öðrum dómend- um hvað varðaði kröfur á hendur Sameinuðum framleiðendum um greiðslu bóta og málskostnaðár. JBfrðunblnhih ÚR VERINU Morgunblaðið/Daníel Bergmann Trollið tekið í land PORTÚGALSKI togarinn Cidade De Amarente kom til hafnar í Reykjavík með trollið til viðgerð- ar. Þessi togari er með Gloriu- troli frá Hampiðjunni og stundar meðal annars veiðar á Reykjanes- hrygg utan landhelgi okkar. Risatrollin eru á við marga fót- boltavelli á stærð og verði þau óklár, en nánast ómögulegt að greiða úr þeim um borð. Því verða skipin oft að grípa til þess ráðs að koma til hafnar til að fá gert við trollin eins og Portúgalirnir voru að gera nú. Fiskifræðingar um stöðuna í Barentshafi Þorskkvóti svipaður áfram ÞORSKKVOTINN í Barentshafí verður líklega um 760.000 tonn á næsta ári eða litlu meiri en kvótinn á yfirstandandi ári, sem er 74Ö.000 tonn. Hrygningarstofninn er nú áætlaður 830.000 tonn en ráðgjaf- arnefnd Alþjóðahafrannsóknaráðs- ins telur, að hann muni minnka fari veiðin yfir 567.000 tonn. Yfir- völd líta hins vegar á það, að hrygningarstofninn er óvanalega stór nú og 100.000 tonnum stærri en að meðaltali um margra ára skeið. Ráðgjafarnefndin nefnir tvo kosti í tillögum sínum. Annars veg- ar 306.000 tonna veiði, sem færði hrygningarstofninn upp í 980.000 tonn 1996, og hins vegar 788.000 tonn, sem ylli því, að hrygningar- stofninn færi niður í 692.000 tonn. Inni í líklegum kvóta á næsta ári, 760.000 tonnum, eru 40.000 tonn af strandþorski en raðgjafarnefnd- in tekur enga afstöðu til veiða á honum vegna ónógra upplýsinga um þann stofn. Búist er við, að ýsukvótinn, sem er nú 120.000 tonn, verði aukinn í 155.000 tonn og á það ekki að koma í veg fyrir, að hrygningar- stofninn nái gamla meðaltalinu, 157.000 tonnum, árið 1996. Horf- ur eru einnig góðar með ufsan og talið er, að núverandi kvóti, 120.000 tonn, verði aukinn í 145.000. Raunar er hrygningar- stofn ufsans í sögulegu lágmarki en vegna tveggja sterkra árganga frá 1988 og ’89 er búist við, að hann fari upp í 259.000 tonn. Ráðgjafarnefndin er með sömu tillögur um grálúðuna og á síðasta ári, að ekkert verði veitt. Nýliðun er lítil vegna þess hve stofninn er illa staddur en hrygningarstofninn var áætlaður 40.000 tonn á síðasta ári. Erfitt þykir að meta stofn- stærð karfans og lagt er til, að aðeins verði veitt af honum 16.000 tonn. Sýning á Honda árgerð 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.