Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994 17 NEYTENDUR Uppskrift vikunnar Ferskt hráefni á japanska vísu AÐ MÁ segja að þijár tegundir japanskra veit- ingastaða séu sameinað- ar hér, því í Japan eru veitingastaðir oftast sérhæfðir,“ segir Ragnar Baldursson sem ný- lega opnaði japanska veitingastað- inn Samurai við Ingólfsstræti í Reykjavík. Þarna var garnverslun- in Hof áður til húsa og hefur hús- næðið óneitanlega tekið stakka- skiptum. Þar sem áður voru litríkar garnhnotur er nú kominn bar. Það eru helst Japanir sem hingað koma, sem setjast við barinn og fá sér sushi, sem þeir renna niður með sake-hrísgrjónavíni og japönskum bjór. Það er pláss fyrir 65 manns í sæti og staðnum er honum skipt í tvo litla sali og lítið gallerí. Myndverk Hauks Halldórssonar, sem vísa til japanskra þjóðsagna, setja sterkan svip á Samurai, en Haukur átti einnig stóran þátt í listrænni útfærslu á innréttingum. Matseðillinn er skreyttur mynd eft- ir Hauk og þegar seðillinn er skoð- aður byijar ballið fyrir alvöru. Þar standa orð eins og Tonk- atsu, sem mun merkja djúpsteiktar svínasneiðar, Yaki Ramu, grillaðir lambakjötsbitar á teinum, Soba, sem eru núðlur, og Hirame Yaki, grillaðir lúðubitar. Sem betur fer er Ragnar til halds og trausts. Hann mælir með nokkrum réttum, og útskýrir ólíkar matarvenjur Jap- ana og Islendinga um leið og bragð- að er á veigunum. Viski með matnum „Við fáum okkur auðvitað sake og japanskan bjór með matnum,“ segir Ragnar, en bendir á að oft drekki Japanir viskí með mat. „Jap- anskt viskí er milt og fellur vel að þessari matargerð. Það er ekki fá- anlegt hér, en verði það flutt inn, kem ég til með að kaupa það.“ Fram eru bomir ýmsir smárétt- Japanir fara ekki endi- lega á veitingastað til að borða heila máltíð, segir Ragnar Bald- ursson í samtali við Brynju Tomer, en hann opnaði nýlega japanskan veitingastað í miðbæ Reykjavíkur. ir, sem heita tampin. Lögð er áhersla á að náttúrulegt bragð hverrar fæðutegundar njóti sín og er krydd notað til að undirstrika það. Ferskt hráefni er undirstaða japanskrar matargerðarlistar, enda sjávarfang o£t lítið eða ekki eldað. Verð á smáréttum er öðru hvorum megin við 400 krónur, en hægt er að fá m/so-súpu fyrir 250 kr. Ragn- ar segir að gestir eyði að meðal- tali um 2.000 krónum á mann fyr- ir mat og vín. „Ég hef í sjálfu sér engan sér- stakan áhuga á veitingarekstri," segir Ragnar, „en mig hafði lengi langað til að hér væri japanskur veitingastaður. Japanskar matar- venjur eru hluti af þeirri menningu sem mig langar að kynna íslend- ingum.“ Bjór og smáréttir Helsta muninn segir Ragnar vera þann að í Japan fari fólk ekki endilega á veitingastað til að borða heila máltíð og sé Samurai byggður upp með það fyrir augum. „Japan- ir fara oft á veitingastað eftir vinnu, fá sér bjór og einn eða tvo smárétti með. Sömuleiðis er al- gengt að á kvöldin sé farið milli staða og nokkrir smáréttir borðaðir á hveijum þeirra. Uppistaða í mat- seðlinum hjá okkur eru smáréttir, en til að koma til móts við venjur okkar, eru einnig nokkrir aðalrétt- ir.“ Ragnar nefnir annað dæmi um hvernig hann lagar Samurai að ís- lenskum siðum. „Við erum vön að drekka hvítvín eða rauðvín með mat, en þótt mér fmnist þau ekki eiga vel við japanskan mat, höfum við þau á boðstólum. Á hinn bóginn verða hvorki hnífar né gafflar á borðum nema beðið sé sérstaklega um það. Bara pijónar." Tveir japanskir matreiðslumenn eru starfandi á Samurai og gáfu þeir Morgunblaðinu fúslega upp- skriftir að japönskum mat. Eru það tveir smáréttir, Tempura, sem er djúpsteiktur og Sakke Yaki, sem eru steiktir laxabitar. Báðir þessir réttir eru dæmigerðir fyrir þann mat sem Japanir borða frekar á veitingahúsum en heima hjá sér. Sakke Yaki f. 5 500 g laxaflak (má einnig nota flak af heilagfiski eóa silungi) 5 dl vatn 5 dl Kikkoman-sojasósa 2,5 dl sake-hrísgrjónavín 2 msk. sykur hveiti jurtaolia til steikingar Laxaflak er skorið í 10-15 þunn- ar sneiðar og þeim velt upp úr hveiti. Þá er sósa búin þannig til að vatni, sake, sykri og sojasósu er hellt í pott og látið sjóða saman í u.þ.b. 5 mín. eða þar til sósan þykknar. Fiskurinn léttsteiktur upp úr pínulítilli jurtaolíu, í u.þ.b. eina mínútu, en þá er hann tekinn af Morgunblaðið/Ámi Sæberg TEMPURA, djúpsteiktur fiskur og grænmeti. pönnu og látinn bíða meðan sósan er hituð upp á annarri pönnu. Þeg- ar suða er komin upp eru fiskstykk- in látin út í sósuna og soðin Við vægan hita í eina mínútu. Fiskur- inn sýgur sósuna í sig. Borið fram með hráu grænmeti sem skorið er í örmjóa strimla, t.d. hvítkáli, gulrót og lauk. Tempura _______________L5_______________ __________‘Aeggaldin ___________ 1 rauð paprika 1 gulról __________1 stór kartaflg __________100 g ýsuflgk_________ __________5 humarhalar jurtaolíg til djúpsteikinggr Delg 2 dl vgtn _____le99_____ 200 g hveiti 1 tsk. lyftiduft Sósa ___________1,2 dl vatn_________ 2 dl Kikkoman-sojosósa ___________ 2 dl soke_____________ ‘Ateningur fiskikraftur Grænmeti og ýsuflak skorið í fimm bita, um einn cm að þykkt, og humarhalar teknir úr skelinni. Kartafla og gulrót eru snöggsoðin. Deig er búið þannig til að byijað er á að píska egg, sem hrært er út í vatn. Þá er hveiti og lyftiduft sigt- að saman við. Grænmeti og fiskur látið í deigið. Sake-hrísgrjónavin þarf að losna við vínanda og er það gert með því að láta suðuna koma upp á víninu. Þá er vatni bætt i pottinn og fiski- krafti. Að síðustu er sojasósu bætt út í og sósunni hellt í 1-2 skálar, eða jafnvel fimm litlar skálar, svo hver og einn hafi sósuskál fýrir sig, til að dýfa matnum í. Jurtaolía er hituð og er eitt stykki veitt upp úr deiginu i einu og djúpsteikt. Raðað á fimm diska. Barnakot í Faxafeni GUÐRÚN Gestsdóttir hefur ný- lega opnað barnafataverslun í Framtíðarmarkaðnum, Faxafeni 10, og hefur hún hlotið nafnið Barnakot. I versluninni fást barnaföt fyrir stúlkur og drengi, allt frá nýfæddum börnum og upp í tólf ára aldur. Guðrún hef- ur unnið við innkaup á barna- fatnaði í 18 ár hjá Hagkaup. Verslunin Barnakot verður opin á virkum dögum ki. 13-18 og á laugardögum kl. 11-16. 9 9 9 9 s Kringlan 8-12 Sími 811123 í tílefni 1 árs afmælis verslunarinnar verða allar vörur ineö 20% afslætti í dag, laugardag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.