Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ 30 maóist- ar falla í Perú ÞRJÁTÍU skæruliðar maóista og þrír stjórnarhermenn féllu í átökum hers og liðsmanna skæruliða Skínandi stígs í af- skekktum dal í suðausturhluta Andesfjalla í Perú á miðviku- dag. Bardagarnir áttu sér stað í Apurimac-dalnum sem skæru- liðar reyndu að ná aftur á sitt vald. Þeim var stökkt þaðan á brott í fyrra en hefur tekist að ná fótfestu þar aftur. Rúmlega 27.000 manns hafa týnt lífi í~ ofbeldisaðgerðum í Perú frá því Skínandi stígur sagði stjórn- völdum stríð á hendur í maí 1980. Romm fyrir lægst setta HINN dæmigerði breski romm- drykkjumaður er gamall, ein- hleypur Skoti og býr í leiguhús- næði á vegum borgarinnar. Ungir og velstæðir Lundúnabú- ar dreypa hins vegar helst á léttvíni. Þetta kom fram í könn- un sem gerð var á áfengissölu í Bretlandi í fyrra og kynnt var á dögunum. Sagði í tilkynningu fyrirtækisins sem hana gerði, að romm væri drykkur hinna lægst settu en yfirstéttin kysi gin. Pennavinir bannaðir ÍRÖNSK yfirvöld hafa hand- tekið mann, sem er sakaður um að hafa stofnað pennavina- klúbb. Er hann sagður hafa átt þátt í því að kynna pennavini, undir því yfirskini að þeir gætu æft sig í erlendum málum. Um 30 íranir hafa viðurkennt að hafa átt í bréfasambandi við útlendinga fyrir milligöngu klúbbsins. Ráðuneyti íslamska menningararfsins bannaði fyrr í mánuðinum starfsemi penna- vinaklúbba. í yfirlýsingu ráðu- neytisins segir: „Vestræn menning léitast við að grafa undan íslam og fjölskyldugild- um, sérstaklega hjá ungu fólki. Ein af aðferðunum er rekstur pennavinaklúbba, sem er jafn- an í höndum fjárplógsmanna." Eru karl- menn fitandi? STÆRSTI vandi þeirra kvenna sem eiga í baráttu við aukakíló- in er ekki súkkulaði og ís, held- ur karlmenn, að sögn breska tímaritsins Slimming Magaz- ine. Þar segir að karlar ættu með réttu að vera með sér- stakan stimpil sem á segði: Varúð, einn af þessum getur valdið því að þú fitnir. Ástæðan sé sú að þegar konur verði ást- fangnar hafi þær tilhneigingu til þess að borða meira og elda oftar. Fari ástarsambandið í hundana leiti þær huggunar í ísskápnum. Giftingar og þung- un valdi því einnig að konur bæti á sig kílóum. Umdeild lög NEÐRI deild rússneska þings- ins samþykkti í gær lög sem skylda erlenda ferðamenn til að gangast undir alnæmispróf þrátt fyrir hörð mótmæli mann- réttindahreyfinga og stjórnar- erindreka í Moskvu. Efri deildin á eftir að samþykkja lögin og Borís Jeltsín forseti þarf að undirrita þau. Hollensk rannsókn á áhrifum sjónvarpsefnis á börn Sjónvarpsgláp dreg- ur úr sköpunargáfu London. The Daily Telegraph. HOLLENSKIR sálfræðingar hafa komist að þeirri niðurstöðu að engin þeirra kannanna sem gerð- ar hafa verið um áhrif sjónvarps- efnis á börn, styður þá fullyrðingu að það örvi ímyndunarafl barna. Hins vegar eru fjölmargar sann- anir þess að sjónvarpsgláp dragi úr sköpunargáfu þeirra og að það ýti undir tilhneigingu barna að dreyma dagdrauma, oft á tíðum markaða af ofbeldi. Áhyggjur af áhrifum sjónvarps- efnis á börn eru ekki nýjar af nálinni. Árið 1951 fullyrtu vísinda- menn að börn frá heimilum þar sem sjónvarp væri, léku sér um 90 mínútum skemur en þau sem ekki horfðu á sjónvarp. Þá var einnig fullyrt að tennur barna sem horfðu á sjónvarp myndu skemm- ast vegna mikils þrýstings á góma barnanna er þau hvildu hökuna í lófunum um leið og þau horfðu, auk þess sem áhrif sjónvarpsgláps á augu barna hafa verið viðvar- andi áhyggjuefni. Það var hins vegar ekki fyrr en um miðjan níunda áratuginn, sem augu manna beindust að áhrifum sjónvarps á sköpunarg- áfu barna. Bornar saman 17 kannanir Nú hafa Hollendingarnir Patti Valkenburg og Tom van de Vo- ort, sálfræðingar við Miðstöð barna- og fjölmiðlarannsókna í Leiden, kannað allar þær rann- sóknir sem gerðar hafa verið á efninu síðustu fjörtíu ár. Niður- stöðurnar eru alvarlegar. Valkenburg og Voort könnuðu sérstaklega rannsóknir þar sem borin voru saman börn frá heimil- um þar sem sjónvarp var og þar sem það var ekki. Þau tóku 17' kannanir fyrir, þar sem fjallað var um mörg hundruð börn á aldrin- um 3-16 ára. Engin þessara kannana færði sönnur á það að sjónvarpsgláp ýtti undir sköpunargáfu en tíu þeirra sýndu fram á tengsl sjón- varps og minni sköpunargáfu. I tveimur kannananna kom í ljós að miklar líkur voru á að það drægi úr sköpunargáfu barna sem horfðu oft á ofbeldisefni í sjón- varpi. I Kanada komust vísindamenn að því að börn í bæ þar sem ekk- ert sjónvarp var, stóðu sig mun betur á prófum þar sem reyndi á sköpunargáfu en jafnaldrar þeirra úr bæ af svipaðri stærð, sem aðgang höfðu að sjónvarpi. Tveimur árum eftir að sjónvarp hélt innreið sína í bæinn, var til- raunin endurtekin og þá var frammistaða barnanna lakari og mjög svipuð því sem gerðist hjá öðrum börnum sem horfðu á sjón- varp. Segja Hollendingarnir að niður- stöðurnar bendi til eftirfarandir skýringa á áhrifum sjónvarps á börn: ■ myndir úr sjónvarpi hverfa oft ekki úr huga barna og koma í veg fyrir að börn noti ímyndunaraflið. ■ Ofbeldisefni eykur óróleika sem veldur því að börn eiga erfitt með að einbeita sér. ■ Þann tíma sem fer í að horfa á sjónvarp, mætti nota til mun uppbyggilegri hluta. Kannanir sýna fram á að lestur og útvarps- hlustun ýta undir fijótt ímyndun- arafl. Volkenberg lagði áherslu á það að niðurstaða rannsóknar sinnar væri ekki sú að banna ætti börnum að horfa á sjónvarp. Slíkt gæti orðið til þess að þau fyndu til ein- angrunar og það væri ekki af hinu góða. Delors nær for- skotiá Balladur París. Reuter. JACQUES Delors, fráfarandi for- seti framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins (ESB), nýtur nú í fyrsta sinn meira fylgis en Edou- ard Balladur, forsætisráðherra Frakklands, samkvæmt nýrri skoð- anakönnun um stuðning við hugsanlega frambjóðendur í forsetakosning- unum í Frakk- landi á næsta ári. Hvorki Delors, sem er sósíalisti, né Balladur hafa lýst því yfir að þeir gefi kost á sér í forsetaemb- ættið. Samkvæmt könnuninni hef- ur Jacques Chirac, leiðtogi gaul- lista og flokksbróðir Balladurs, dregist langt aftur úr þótt hann hafi tilkynnt framboð sitt í kosn- ingunum skömmu áður en könnun- in var gerð. 50% aðspurðra í könnuninni sögðust myndu treysta Delors ef hann gegndi embættinu, sem er sama hlutfall og í samskonar könn- un fyrir mánuði. Stuðningurinn við Balladur minnkaði hins vegar um sex pró- sentustig, í 45%. Þetta er í fyrsta sinn sem Del- ors nýtur meira fylgis en Balladur, en áður höfðu þeir staðið jafnir að vígi, með stuðning 50% aðspurðra. Fylgi Chiracs er 35%, ef marka má könnunina, en var 36% fyrir mánuðL Baliadur hefur átt í vök að vetj- ast vegna spillingarmála innan stjórnarinnar og einnig vegna sí- harðnandi baráttu hans við Chirac, Delor I I. L I l » t, I I í I ft ! Skjótur frami Chandrika Bandaranaike Kumaratunga nýkjörins forseta Sri Lanka Heitir að leggja embætti for-, seta í núverandi mynd niður F Colombo. Reuter. FRAMI Chandrika Bandaranaike Kumaratunga, sem sigraði í for- setakosningunum í Sri Lanka í fyrrinótt, hefur verið óvenju skjót- ur. Þrátt fyrir nokkuð reikulan málflutning og máttlitla kosninga- baráttu frá því hún leiddi flokk sinn, Þjoðarbandalagið, til sigurs í þing- kosningum í ágúst sl., vann hún yfirburðasigur í ekkjuslagnum. Kumaratunga hlaut 62% at- kvæða og er fyrsta konan til þess að gegna embætti þjóðhöfðingja á Sri Lanka, en hún er ekkja. Sver hún embættiseið í dag og tekur við forsetastarfinu af Dingi Banda Wijetunga. Mótframbjóðandi Kumaratunga var önnur ekkja, Srima Dissanay- ake, sem bauð sig fram fyrir stærsta stjórnarandstöðuflokkinn, Sameinaða þjóðarflokkinn, í stað eiginmanns síns sem myrtur var fyrir þremur vikum. Skjótur frami Kumaratunga hlaut stjórnmálaáhuga í vöggugjöf. Foreldrar hennar, Solomon og Sirima Bandaranaike, gegndu báðir starfi forsætisráðherra. Hún hóf í raun ekki opinber afskipti af stjórnmálum fyrr en á þessu ári er hún var kosin héraðsstjóri á Vestursvæðinu í sveitarstjórnarkosn- ingum í maí sl. Stjómarandstæð- ingar unnu þá sinn stærsta sigur í 16 ár C. B. Kumara- tunga kjöri til þessa. Sigur sinn á Kum- aratunga að miklu leyti að þakka minnihluta- hópum á borð við músl- ima og tamíla. Mynd- aði hún kosninga- bandalag með múslim- um í þingkosningunum 16. ágúst sl. og eftir að hún varð forsætis- ráðherra hóf hún frið- arviðræður við upp- reisnarmanna Tamíla sem beijast fyrir sjálf- stæði á norður- og austurhluta Sri Lanka. Hún bauð og Kumaratunga skóp sér sess sem stjórnmálamaður og flokksforingi. Undir hennar forystu batt Þjóðar- bandalagið svo enda á 17 ára vald- atíð Sameinaða þjóðarflokksins i þingkosningunum í ágúst sl. Hlaut stuðning minnihlutahópa einum helsta leiðtoga Tamíla, S, Thonda- man, sæti í ríkisstjórn sinni. Afleið- ingin er sú að Tamílar binda mest- ar vonir við hana til þess að ná samningum um hagsmunamál sín og lyktir borgarastríðs sem geysað hefur í 11 ár. Vill semja við Tamíla „Það er ekki ég sem sigra. Miklu fremur lýðræðið og stofnanir þess. Þetta er stuðningur við þá friðarvið- leitni sem ríkisstjórnin hefur hrund- ið í framkvæmd," sagði hún þegar sigur hennar var ljós. Stjórnmálaskýrendur voru sam- mála um það, að sigur Kumara- tunga í forsetakosningunum hafi verið miklu stærri en þá hafði órað fyrir. Hefur enginn frambjóðandi fengið jafn mörg atkvæði í forseta- við Tamíla hafi Kumaratunga misst eitthvað af fylgi miðstéttafólks. Einnig njóti hún ekki mikils trausts kaupsýslumanna sem efast um frjálslyndi hennar í efnahagsmál- um. Loks er talið að hún hafi ekki hlotið mörg atkvæði meðal her- manna vegna gagnrýni hennar í garð herafla landsins. Kumaratunga er tveggja barna móðir. Hún stundaði á sínum tíma nám í París. Faðir hennar var myrt- ur er hún var 14 ára og árið 1988 myrtu vinstri sinnaðir uppreisnar- menn mann hennar, Vijaya. Tekur móðirin við? Hét Kumaratunga í gær að stuðla að réttlátum friði í landinu. Sagði hún þó að hagsmunir sínhala yrðu ekki fyrir borð bornir í samn- ingaviðræðum við Tamíla. Talið er að vegna friðmælingar s Forseti Sri Lanka hefur gífurleg völd og hefur Kumaratunga heitið því að leggja embættið niður í þeirri mynd sem það er á næsta ári. Segir hún það bjóða misnotkun og spillingu heim að svo mikil völd safnist á einni hendi. Búist er við að móðir hennar, Sirima Bandaranaike, taki við hlut- verki þjóðhöfðingja sem verður valdalaus og hefur fyrst og fremst táknrænu hlutverki að gegna. Sirima braut blað er hún tók fyrst kvenna í heiminum við starfi forsætisráðherra árið 1960. Því starfi gegndi hún einnig 1970-77.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.