Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Borgararéttur í Evrópu framtíðar ÁVINNINGUR af EES-samn- ingnum til frambúðar er marghátt- aður. í fyrsta lagi munu tollar af mikilvægum útflutningsafurðum íslendinga inn á Evrópumarkað halda áfram að lækka og auka þannig útflutningstekjur og sölu- verðmæti okkar. Þá mun full þátt- taka okkar í milliríkjaviðskiptum og samræmdar leikreglur á við- skipta- og atvinnusviði styrkja stöðu íslenskra atvinnugreina og skapa grundvöll að aukinni þátt- töku erlendra fjárfesta í nýjum störfum hér á landi. Loks má nefna - og það skiptir ekki minnstu máli - að samningurinn getur orð- ið okkur eins og hann hefur orðið hinum norrænu frændþjóðum góð- ur undirbúningur til samninga við Evrópusambandið, þegar og ef við kjósum sjálf. Áframhald efnahagsbata Þótt óvissa ríki um þessar mund- ir um það með hveijum hætti fram- kvæmd samningsins verði, gerist Noregur og Svíþjóð aðilar að ESB líkt og Austurríkismenn og Finnar, þá tryggir samningurinn okkur áframhaldandi áfangalækkun tolla. Við fullnustu hans 1. janúar 1997 njóta 96% útflutningsvara okkar tollfrelsis á mörkuðum ESB. Við þessar breytingar má búast við því að enn haldi áfram að draga úr útflutningi á heilum, óunnum fiski og að vinnsla sjávarafurða haldi áfram að aukast í landinu. Þetta tvennt mun halda áfram að auka útflutningsverðmæti og fjölga störfum í landinu. Fijáls tryggingastarfsemi mun lækka tilkostnað atvinnulífsins og fijáls bankaviðskipti munu hér eins og í öðrum iöndum fyrst og fremst koma almenningi til góða og fyrir- byggja þann mikla vaxtamun inn- lána og útlána, sem víða hefur verið gripið til á Norðurlöndum, þar sem bankar hafa lagt skatt á við- skiptavini sína til að greiða fyrir útlánamistök og óhagkvæmni í rekstri. Réttur íslendinga utanlands Fijáls vinnumarkaður mun gefa íslendingum kost á að sækja sér starfsmenntun í vaxandi mæli til annarra landa og auðveldara verð- ur að bregðast við hugsanlegum sveiflum í atvinnustigi, án þess að það leiði til ofþenslu eða atvinnuleysis. Félagsleg réttindi fylgja Islendingum þótt þeir kjósi að búa eða starfa um sinn í öðrum Evrópulöndum og þeir eignast sama rétt og þarlendir íbúar á að festa sér húsnæði eftir þörfum. Óttinn við ijölda- streymi verkafólks frá suðlægum Evrópu- löndum hingað eða að útlendingar kaupi upp íslenska dali og eyðibýli reyndist ástæðulaus. Meiri ástæða hefði verið til að óttast að ungt og vel EES-samningur er vegabréf inn í 21. öld- ina. Takist okkur að tryggja fullt forræði yfír sjávarauðlindum, væri það að mati Jóns Bald- vins Hannibalssonar samningur um borgara- rétt í Evrópu framtíðar. menntað fólk flytti héðan í stórum stíl, líkt og gerist nú hjá frændþjóð okkar Færeyingum. Sá grunnur sem lagður var að endurreisn íslensks efnahagslífs með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið mun þvert á móti eiga sinn mikla þátt í að snúa þró- uninni við og skapa nýrri kynslóð þjóðar okkar verk að vinna í eigin Íandi, að nýta og vernda eigin auð. Framtíðin í augsýn Enginn spáir með réttu um fram- tíðina með því að horfa í baksýnis- spegilinn. Sagan gerist oft hraðar en menn ætla. Reynsl- an af samningsferli EES sýndi öllum sem þar komu við sögu að í raun var ekkert því til fýrirstöðu að stíga skrefið til fulls, þegar leið að lokum samn- ings- og staðfestingar- ferilsins. Öllum aðild- arríkjum á EFTA-hlið — þar á meðal íslend- ingum — var boðið að ganga til tafarlausra aðildarviðræðna við ESB. Miklar umræður hafa átt sér stað í öll- um þessum ríkjum, nema hér á landi, um kosti og hugsanlega annmarka slíkrar að- ildar. Niðurstaðan er þegar fengin í tveimur þeirra íjögurra ríkja sem þekktust boðið án tafar. Hinar tvær þjóðimar segja hug sinn fyrir lok þessa mánaðar. Mat þeirra sem best þekktu til — og síðar meirihluta þjóðanna sem kosið hafa — er að þótt EES-samn- ingurinn sé góður kostur og hafi knúið hjól atvinnulífsins í nýjan gang - þá sé það rangt að axla ekki fulla ábyrgð og öðlast allan rétt til að hafa áhrif á gang mála um þróun þeirrar Evrópu, sem við munum öll byggja. Þess vegna má segja, að aðild okkar að EES-samningnum hefur orðið til þess ásamt öðru að hleypa nýju lífí í íslenskt atvinnu- og efna- hagslíf. Tekjur þjóðarinnar aukast og forsendur skapast fyrir nútíma- legri endurnýjun atvinnulífsins. Við njótum þess þegar í batnandi af- komu fiskvinnslunnar. Neytendur finna það í verðlaginu að við nálg- umst þau kjör sem þekkjast í evr- ópskum nágrannalöndum. EES-samningurinn var okkur vegabréf inn í 21. öldina. Takist okkur í framtíðinni að tryggja í aðildarviðræðum við Evróupsam- bandið fullt forr^eði yfir eigin sjávarauðlindum mætti kalla slíkan samning borgararétt í Evrópu framtíðarinnar. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður AJþýðuflokks. Jón Baldvin Hannibalsson Yerður þjóðbóka- safnið aðeins opið í sex mánuði á ári? ÉG GET ekki neit- að því að langdregnar úmræður þar sem reynt er að hafa áhrif á menntamálaráð- herrann til framfara og endurbóta hafa skilað ótrúlega litlum árangri efnislega fyrir skólann. Þó er mér ekki grunlaust um að þessar umræður hafi skilað árangri í próf- kjöri Sjálfstæðis- flokksins á Reykjanesi fyrir Áma Mathiesen, en það hrekkur skammt fyrir skóla- starf á íslandi. Og ég verð að játa að ég hélt að mér væri hætt að kom neitt á óvart frá Ólafi G. Einarssyni. En samt kem- ur mér á óvart það sem ég sé i íjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1995 um Þjóðarbókhlöðuna. Og enn ætla ég að reyna þessa leið til að koma á framfæri skilaboðum sem vonandi verða til þess að ríkis- stjórnin tryggi að ijárframlag til Þjóðarbókhlöðunnar á næsta ári verði að minnsta kosti ekki beinlín- is til skammar. Hið nýja og langþráða safn verð- ur opnað um næstu mánaðamót. Safnið er eins og kunnugt er sam- einað Landsbókasafnið og Há- skólabókasafnið. Samkvæmt ijár- lagafrumvarpinu ætlar ríkissjóður að borga minna í nýja sameinaða safnið í rekstur, en gert er á þessu' ári. Það er mikil reisn yfir þessum tíðindum menningarmála á sama tíma og stúdentar safna stófelldum fjármunum til safnsins. Skoðum tölur. í ár veitir ríkissjóður til safn- anna beggja 124,6 milljónir króna. Auk þess leggur ríkið 8,1 milljón króna til Safnahússins á Hverfis- götu. Nú verður það hús til þó starfsemin flytjist vestur eftir og eru því skilin eftir í Safnahúsi um 4,5 milljónir króna á árinu 1995, þannig að ætla mætti að útgjöld ríkissjóðs yrðu í allra minnsta lagi þau sömu í Þjóðarbðkhlöðu og var- ið er til safnanna beggja samtals í ár eða 124,6 milljónir plús 3,6 milljónir króna eða 128,2 milljónir króna. En það er ekki. í íjárlagafrumvarp- inu er að vísu talan 161 miíljón króna, en þar kemur líka fram að ætlunin er að end- urbótasjóður menn- ingarstofnana borgi þar af 40 milljónir króna. Þannig að raunverulega greiðir ríkissjóður til safnsins á næsta ári um 121 milljón króna. Það er: Framlag ríkissjóðs til sa fnsins iækkar á næsta árí samkvæmt fjárlagafrum varpin u. En fleira kemur til. Þegar lögin um Landsbókasafn íslands - háskólabókasafn voru samþykkt á alþingi síðastliðið vor var gengið út frá því að kostnaður- inn við safnið yrði 242 milljónir króna og var þá byggt á mati fjár- Ríkisstjórnin ætlar að borga minna í nýja sam- einaða safnið, segir Svavar Gestsson, en gert er á þessu ári. málaráðuneytisins. Þannig að frumvarpstalan er aðeins helming- urinn af því sem fjármálaráðuneyt- ið áætlaði. Og hafa menn þó til þessa ekki kvartað undan rausnar- skap fjármálaráðuneytisins til menningarmála. Ég skora á alla hlutaðeigandi að veita þessu athygli. Því takist ekki að ná fjármunum til safnsins strax í tilefni opnunarinnar er hætt við að það taki langan tíma. Það dugir skammt þjóðbókasafnið ef það verður aðeins fjármagn til að hafa það opið sex mánuði á ári. Höfundur cr alþingismaður og fyrrverandi menntamálaráðherra. Svavar Gestsson Konur - já takk? UNGAR sjálfstæðiskonur hafa nýlega kveðið sér hljóðs til að kynna nýja hugmyndafræði kvennabaráttu. Þar er gengið út frá þeirri hugmynd að konan sé sjálfstæður einstaklingur sem skuli hafa tækifæri til að þroska hæfí- leika sína og hafa frelsi til orðs og æðis: „Ef við viljum láta meta okkur að verðleikum verðum við að taka þátt í samkeppninni eins og allir aðrir þótt það sé erfítt,“ segir Elsa B. Valsdóttir, sem kynnti þessa hugmyndafræði í Morgunblaðinu 13. október. Sjálfstæðar konur hafna átakinu Konur - já takk, sem verið hefur í gangi í tvo áratugi. Þær telja að það að velja konur kvenna vegna, að styðja konur sem minnihlutahóp sem eiga sér erfitt uppdráttar, skaði ímynd kvenna í stað þess að verða þeim til framdráttar. Sjálfstæðar konur biðja ekki um sérréttindi sér til handa, eða ein- hvers konar .jákvæða mismunun“ þar sem gert er upp á milli kynja, konum í hag. Þær biðja einungis um að fá að taka þátt í samkeppn- inni á sömu forsendum og karlmenn, þ.e. efnahagslegum, laga- legum og félagsleg- um. Sú stefna sem ríkt hefur í kvennabarátt- unni; konur kvenna vegna, átti e.t.v. við þegar konur voru í kreppu á 8. áratugn- um, en hún á ekki við í dag. Ný kynslóð, sem býr við nýjar aðstæð- ur, þarf að móta nýjar hugmyndir sem eru vænlegri til árangurs þegar til lengri tíma er litið. Átakið íslenskt - já, takk, til eflingar íslensku atvinnulífi, minnir mjög á kvennaátakið, Kon- ur kvenna vegna. Menn greinir nú á um hvort það hefur náð tilgangi sínum. Neytendur eru hvattir til að velja íslenskt, taka íslenska vöru fram yfír erlenda, skilyrðis- laust, án tillits til verðs og gæða. íslendingar eru góðir til átaka og velviljaðir íslenskri framleiðslu. En átak á að vera tímabundið. Þegar til lengri tíma lítur gera menn kröfur til að vörur og þjón- usta sé sambærilegt við það sem gerist í samkeppnislöndum okkar. Átakið hófst fyrir u.þ.b. 15 árum, þegar íslenskur iðn- aður átti í vök að veij- ast vegná sívaxandi samkeppni við inn- fluttar vörur. Nýjar aðstæður og nýir við- skiptahættir krefjast nýrra hugmynda. Á hverjum tíma þarf að endurskoða markaðsaðgerðir, svo að þær séu vænlegar til árangurs. Nú heyrast þær raddir að ef til vill sé kominn tími til þess. Hallur Baldursson formaður Sambands íslenskra auglýsinga- stofa bendir á, í ársriti sambands- ins, að hlutur íslenskrar vöru á íslenskum markaði minnkar stöð- Ingibjörg Norberg Samkeppni er íslensk- um framleiðendum nauðsynleg, segir Ingi- björg Norberg, en þeir eiga að hafa skilyrði til að keppa á sömu for- sendum og aðrir. ugt. „Það er hinn napurlegi veru- leiki þrátt fyrir margar umfangs- miklar „íslenskt - já takk“-her- ferðir undanfarin 10-15 ár.“ Hann spyr: „Hvaða áhrif hefur það til dæmis til langs tíma á íslenska neytendur, ef íslensk framleiðsla er stöðugt tengd kreppuboðskap, sem svo gjarnan einkennir ofan- greindar herferðir?“ Það hlýtur að hafa áhrif á viðhorf manna til framleiðslunnar. Ef íslenskir fram- leiðendur líta á sig sem einhvern minnihlutahóp sem þarf að hjálpa gera neytendur það að sjálfsögðu einnig; það er ekki til þess fallið að bæta ímynd vörunnar. Hilmar Sigurðsson, starfsbróðir Halls, svarar honum í Morgunblað- inu 27. október: „Inn í þessa um- ræðu hafa aldrei blandast spurn- ingar um gæði og verð íslenskrar vöru og þjónustu. Það hefur ekki verið hlutverk átaksins íslenskt - já takk, að sjá um að vörur fyrir- tækjanna í landinu, vörumerki og ímynd þeirra séu að öllu leyti sam- keppnisfær við erlenda vöru.“ Það er mikill misskilningur að halda að verð og gæði ráði ekki miklu um val fólks. í umræðunni ber fólki yfirleitt saman um að ef um sambæriiega vöru sé að ræða velji það íslenskt. íslenskum framleið- endum er enginn greiði gerður með ,jákvæðri mismunun“, fremur en konum. Samkeppni er þeim nauð- synleg, hún hvetur menn til að leita nýrra leiða og kemur í veg fyrir stöðnun. En þeir eiga, eins og konur, rétt á að hafa skilyrði til að keppa á sömu forsendum og aðrir. Framleiðendur íslenskrar vöru og þjónustu ættu því að taka ung- ar, sjálfstæðar konur sér til fyrir- myndar, líta í eigin barm, sýna metnað, gera betur og „taka þátt í samkeppninni þótt það sé erfitt". Höfundur er húsmóðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.