Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Er Island í „þriðja heiminumu? LÝSINGAR þess fólks, sem telur sig vera „félagshyggjufólk" benda til þess að hér á landi sé ekki ósvipað ástand og fjölmiðlar telja að ríki í „þriðja heiminum“. Samkvæmt staðhæfingum ýmissa íslenskra pólitíkusa, sem berjast af alefli fyrir jöfnuði og félags- hyggju, ríkir hér á landi hungurs- neyð og atvinnuleysi meðal tals- verðs hluta landsmanna, vextir eru hvergi hærri en hér á landi, segir fulltrúi félagshyggjunnar í Seðlabanka íslands. Þingmaður, skoðanabróðir fulltrúans í Seðla- bankanum, segir að „fjölskyldur kartöflubænda svelti". Skelegg baráttukona jafnaðar- og félagshyggju hefur tekið upp merki eins af höfuðpostula sam- vinnu, félagshyggju og jafnaðar, en postuli þessi situr nú ekki leng- ur á Alþingi. Þau undur og stór- merki gerðust síðastliðið vor, að það félagshyggjuafl lak upp í móti, úr Alþingishúsi og upp á efri tasíur Seðlabankans. En arf- takinn, félagshyggju-skjaldmeyj- an heldur ótrauð áfram útlistun- Forsjárhyggja einkennir málflutning og vinstri flokka, að mati Sig- laugs Brynleifssoar, sem telur „félagshyggj- una“ vanmetna sjálfs- bjargarviðleitni fólksins í landinu. um á stórfelldu atvinnuleysi, fá- tækt og hungri, sem hér ríkir. Hún hefur sýnt fram á að aðgerð- ir núverandi, ríkisstjórnar hafi verið reistar á og miðaðar við hagsmuni auðmagnsins í landinu, en það var einmitt á þeim tíma sem hún taldist til þessarar ríkis- stjórnar og studdi áður þær jafn- aðar-ríkisstjórnir sem voru komn- ar langleiðina til Færeyja með ráðstöfunum sínum. Forustulið starfskrafta - ríkis- stofnana lætur ekki deigan síga í réttlætis- baráttunni. Líknarfé- lög heilsugæslunnar láta þar ekki á sér standa, telja sig ekki hafa til hnífs og skeið- ar. Það þarf nýja ríkis- stjórn til að „takast á við vandann“ og skapa „réttlátt þjóðfélag", vinna bug á hungri og atvinnuleysi. Forustu- sveit Alþýðubanda- lagsins er merkisberi í baráttu „félags- hyggjufólksins“ og hugmyndafræði þeirra er sú sama og félagsbræðra þeirra var í 74 ár. Eins og þar í löndum, skal forsjárhyggja ríkisvaldsins ríkja svo að koma megi á félags- legu réttlæti og jafnrétti. Þjóðin þarfnast leiðsagnar til atvinnu- skapandi athafna, eins og for- ustumaður eins félagshyggju- flokksins orðaði það, „að þyrfti að senda leiðbeinendur til at- vinnuskapandi verk- efna út á land“. Það er af og frá að íbúar dreifbýlis í sveit- um, þorpum og bæjum teljist færir um að sjá sér farborða með eigin frumkvæði. Til þess að svo megi verða þurfa að koma til út- sendarar ríkisvalds- ins, pólitískar vits- munaverur forsjár- hyggjunnar. Forsjárhyggjan ein- kennir málflutning „félagshyggjufólks- ins“, frumkvæði einkageirans er hemill á forsjárhyggjuna og félags- hyggjuna, og slíkt er af hinu illa. Alþýðubandalagið og bræðra- flokkar þess fyrir byltingar ’89, um allan heim, nærðust pólitískt á fátækt og sulti. Því verra ástand í samfélögunum, því meiri mögu- leikar til þess að afla sér atkvæða. Hin pólitíska lífsnæring Al- þýðubandalagsins er fátækt og Siglaugur Brynleifsson hungur, meðal umtalsverðs hluta þjóðarinnar. Batni lífskjörin, þá dregur úr fylginu, nema meðal þeirra sem eiga allt sitt undir fylgi við flokksforustuna og hafa fyrir hennar tilstuðlan aflað sér sæmilegrar aðstöðu. Eins og nú hagar til hér á landi, verður að búa til ímynd íslensks samfélags, þar sem sultur, at- vinnuleysi og fátækt þjakar tals- verðan hluta þjóðarinnar. Áróður- inn stefnir að fullkomnun ímyndar af samfélaginu sem vanþróaðs samfélags. Ef nógu margir leggja trúnað á þennan boðskap, þá er björninn unninn. Hugmyndafræðingum Alþýðu- bandalagsins hefur tekist nokkk- uð vel að ánetja hluta forustuliðs „félagshyggjuflokkanna" í þeim mæli að flokkslegar vitsmunaver- ur taka undir boðskapinn. Einn af forustumönnum sam- vinnuhugsjónarinnar og félags- hyggjunnar gaf að gefnu tilefni, liðssveitum sínum þetta ráð í stjórnmálabaráttunni: „Ljúgið þið, en ljúgið þannig, að það gæti verið satt.“ Þessu ráði er dyggilega fylgt af félagshyggju- fólki á þessum misserum. Höfundur er ríthöfundur. ISLENSKT MAL Hin læstu hlið, hve lengi skal við þau dvalið? Nær ljúkast þau upp? Nær göngum við aftur, fapandi fegurð og birtu til fyrri heimkynna, vonarlands og annarlegar áttatáknanir gleymdar sem okkur lögðu stjómvitringar í munn? Nær munum við fagna friði, bróðemi, sátt að fúni þau veiðinet sem hertækin leggja í djúpin kringum ættiandið, haf og himin! Ó megi hliðbogar áttanna opnast að fullu. Sjá enn er ljóshvolfið blátt! (Hannes Pétursson: Sautjándi júní.) Sjálfrátt ei í sálu þína sólargeislar æðri skína, ofan að þá birtu ber; ljóssins skilurðu eðli eigi, en - eins fyrir það á lífsins vegi ljómar það og lýsir þér. (Gnmur Thomsen: Skilningur og trú.) „Þá lækkaði ekki vegur Þjóð- reks biskups í sveitinni, og því síður hjá konum þeim er hann átti fýrir, þegar hann afréð að festa ráð sitt í þriðja sinn og inn- sigla sér í himnesku hjónabandi kjökrið Maríu frá Ömpuhjalli, rúmlega sjötuga að aldri, krepta og blinda. Sú kona hafði og geing- ið eyðimörkina. María þessi var ættuð úr Vest- manneyum og hafði eigi áður ver- ið við karlmann kend. Hafði hún borist vestur híngað sem hjú barnafólks úr Eyum. Var það hlutverk hennar að bera bömin yfir eyðimörkina og gánga undir móður þeirra sjúkri. Nú andast konan móðir bamanna eftir því sem títt var þar í eyðimörkinni. María yfírgaf ekki bömin eftir að vestur kom, heldur ól þau upp og vann sjálf á þau hverja spjör, kendi þeim Passíusálmana, og sagði þeim dæmisögur af sann- heilögum mönnum í Vestmanney- um. Henni hraut aldrei stygðar- yrði af vörum við mann né kvik- indi. Hún var og í tölu þeirra ís- lendinga sem tala ekki illa um veðrið. Þegar munaðarleysíngja- hópur hennar var orðinn fleygur og fær og dreifður útum öll foldar- ból, en sumpart komin í stríðið, þá gekk hún til handa öðmm flokki barna sem mist hafði fyr- irvinnu sína. Einnig þeirri urpt kom hún til manns með speki úr Vestmanneyum og laungum Umsjónarmaður Gísli Jónsson 770. þáttur vökunóttum yfir þvotti og pijón- um, sjálf orðin lángt til blind; en þó einkum og sérílagi með elsku- semi sem þekkir ekki æðrur né eftirtölur. Tíminn líður og bráðum em einnig þessi börn farin á stað útí heiminn að afla sér þeirra hluta sem María Jónsdóttir aldrei hirti. En það spurðist víða að íslensk kona gæti látið sér þykja vænt um annarra manna börn. Þess- vegna var María beðin að taka að sér danska ómegð í heilagri borg sem vondir menn kalla Salt- lækjarsitm. Leggur hún nú á stað til þessarar góðu borgar aldur- hnígin sjóndöpur og snauð. Hin dönsku börn skildu ekki Passíu- sálmana og varð hún að láta duga að segja þeim dæmi af góðu fólki í Vestmanneyum ásamt fugli sem kofa heitir og þar er dreginn útúr bjargholum og búin til úr honum kofnasúpa, uns einnig þau böm voru þess umkomin að bjóða gúddbæ." (Halldór Laxness: Paradísarheimt.) Náttúran er naum og veik nú fyrir flestum mönnum, enginn þorir afmorsleik ungum bjóða svönnum. Þó fljóðin með þeim fari á kreik, þá fýsir ekki á yndisrann, svo sagði stúlkan. Vinglaðir sem ráfí í reyk rétta ei hönd frá sér. Ljáðu mér leysa lindann og liggðu hjá mér. (Vikivaki.) Land vort, þetta litla sandkom í hendi skaparans. Hann dregúr hægt andann, svo það fjúki ekki burt. (Jón úr Vör.) „Reverentia, það er tignar- bragð, er fólkið gerir hlýðið höfð- ingjum sínum. Justicia, það er réttlæti, hefur þar og sem mak- legt er virðulegt sæti, því að hún opnar lögin og ver réttindin og hallar engan veg sínu réttsýni. Clementía, það er mildi, er og í þeirra samsæti, er mjög hremmir ríki konunganna, því að hún er góð af griðum og miskunnar mörgum. Þar situr og sú frú, er Pecunia, það er auður, heitir, er gnægra hefur gull en góða siðu, því að hún er losta næring og vanstillis móðir. Concordia, það er samþykki, situr og í þessi sveit, blíð við alla og óminnug umliðins sundurþykkis, því að hún endir og svæfir allan ófrið. Þar er og Pax, það er friður, er búandanum er einna hollust, því að hún gefur honum frelsi að vinna slíkt, er hann þarf. Copia, það er gnótt, situr þar hin næsta með fullu horni, því að þær fara oftlega báðar saman. Frammi fyrir drottningunni standa þjónar hennar. Það eru leikar þeir, er með margskonar skemmtan blanda hégóma við alhugað og gleðja hana svo. í þessi sveit eru og ómerk eftirmæli og einarðar- laus hlátur með undirhyggjum, en blíðu yfírbragði. Allir stunda þeir á það, að frægð drottningar skuli sem lengst lifa. En alla vega brott í frá henni þjóta söngfæri, þau er með ýmsum háttum yppa fagurlega hennar lofí.“ (Alexanders saga: Brandur Jónsson þýddi.) Skikkjuna gaf mér skáldið góða, skáldinu gaf eg hjarta mitt; hafða eg enga betri að bjóða bragarsnilling umbun ljóða; hún hefur honum stundir stytt. Trúi eg ei, að tregann lini tár, sem hafa af augum streýmt; ættgeng er í Egils kyni órofa tryggð við foma vini, vér höfum aidrei getað gleymt. (Grimur Thomsen:- Helga fagra.) Bara að ég gæti Bara að ég gæti flogið til annarra landa og stillt til friðar. Bara að ég gæti hugsað fyrir vondu kariana í sjónvarpinu og breytt hugsun þeirra í góða hugsun, ' •• hjáipað öllum og gert að sáijim þeirra. Stöðvað stríðið! En ég get-það ekki því ég er bara ég. (Edda Hrönn Hannesdóttir.) Grunnskólinn á krossgötum LAUGARDAGINN 12. nóvember heldur Kennarafélag Reykja- víkur haustþing á Hótel Loftleiðum. Yfirskrift þingsins er „Grunnskól- inn á krossgötum“. Ástæða þess að félagið heldur haustþing um þetta efni eru þær breytingar sem talað er um að gera á grunn- skólanum og rekstri hans, þ.e. að færa rekstur hans að fullu frá ríki yfir til sveitar- félaganna og einnig ábyrgðina á öllu skóla- starfi. Sú breyting, ef af verður, mun hafa mikil áhrif á starfsumhverfi skólanna og þeirra sem þar starfa, bæði barna og full- orðinna. Á haustþinginu munu tala fulltrú- ar kennarasamtakanna, sveitar- stjórnarmenn og alþingismenn. Ætlunin er að reyna að fá sem gleggsta mynd af stefnumörkun stjórnvalda í menntamálum, við- horfum þeirra sem eiga að taka við rekstri skólanna og þeirra sem starfa í skólunum. Viðhorf sveitarstjórnarmanna virðast ljós. Þeir hafa með sam- þykktum sínum á landsfundi í haust Iýst því yfir að þeir vilji taka við rekstri skólanna að fullu. Þó settu þeir þá fyrirvara að fyrst yrði skipu- lagt en síðan framkvæmt eins og lesa mátti í grein eftir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson í Morgunblaðinu 15. október sl. Það að móta menntastefnu er flókið og viðkvæmt mál, það er margslungið og mikilvægt að það sé unnið í samvinnu allra sem málið varðar. Það hefur ekki verið raunin með þær breytingar sem nú er um að ræða. Kennarasamtökin hafa ekki fengið að hafa áhrif á mótun menntastefnu þeirrar sem nú er boðuð, þeim var einungis fengið í hendur mótað verk til umsagnar. Kennarasamtökin fengu hinsveg- ar að hafa fulltrúa í þeim starfshóp- um sem fjölluðu um mat á kostnaði við grunnskólann og meðferð starfs- tengdra réttinda. Niðurstöður þeirra starfshópa hafa verið trúnaðarmál hingað til og ráðherra hefur ekkert látið uppi um skoðun sína á niður- stöðum þeirra. Það hefur þýtt að ekkert hefur verið unnið í samræm- ingu á niðurstöðum starfshópanna þriggja, engar viðræður um meðferð áunninna réttinda eru í gangi. I ljósi þessa þótti nauðsynlegt að fá fyár- málaráðherra til að koma á haustþing kenn- ara í Reykjavík svo hann gæti upplýst okkur um stefnu stjórnvalda, hvernig þau ætla að fara með kjara- og réttinda- mál stéttarinnar. Ein- ungis með þær upplýs- ingar í höndunum er unnt að taka afstöðu til fyrirhugaðra breytinga. En svör fjármálaráð- herra voru á þá leið að málið væri svo lítið undirbúið í ráðu- neytinu að hann gæti ekki gefið nein svör. Menntamálaráðherra var líka boðið að koma og tala á þing- inu. Hann sá sér ekki heldur fært Það-er með öllu óverj- andi, að mati Hannesar Þorsteinssonar, að Al- þingi skuli eiga að fara að samþykkja ný lög um grunnskóla. að koma og gefa svör. Fjarvera þeirra er hinsvegar skýrasta svarið; málið er enn á undirbúningsstigi og ekki tímabært að taka til þess af- stöðu. Með þetta í huga er það með öllu óveijandi að Alþingi skuli eiga að fara að samþykkja ný lög um grunn- skóla. Alþingi á að fara að taka ákvörðun um veigamikið mál sem er óundirbúið. Krafa kennarasam- takanna og sveitarfélaganna er hinsvegar sú að fyrst sé undirbúið, síðan tekin ákvörðun um fram- kvæmdir. Lagasetning má ekki vera markmið, hún á að vera leið til að ná markmiði. Grunnskólinn er ekki einkamál neins og um hann þarf að ríkja frið- ur og samstaða. Það er því algjört grundvallaratriði að vandað sé til verka þegar stefnan er mótuð. Skipuleggjum því fyrst og fram- kvæmum svo, ekki öfugt. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Hannes Þorsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.