Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994 27 AÐSENDAR GREINAR Eiga heimilin inni verulegar fjárhæðir hjá skattayfirvöldum? í 66. GR. laga um tekju- og eignarskatt er ákvæði sem heimil- ar lækkun á tekju- skattsstofni einstakl- inga við tilteknar að- stæður sem þar eru greindar. Má þar m.a. nefna, ef maður hefur veruleg útgjöld vegna menntunar barna sinna. Skattalækkun kemur til greina ef nemandi er á aldrinum 16-20 ára og hafi að mati skattstjóra ekki haft nægilegt ráðstöf- unarfé á skattárinu til að mæta beinum kostnaði við námið. Samkvæmt þessu skal skattstjóri taka til greina umsókn manns um lækkun á tekju- skattsstofni, ef maður hefur veru- leg útgjöld vegna menntunar barna sinna, 16-20 .ára. Vegna tekna árs- ins 1993 er miðað við að nám sé stundað innanlands og tekjur námsmannsins séu undir 415 þús- und krónum á ári. Skattaafsláttur vegna menntunar barna Það vekur sérstaka athygli hve fáir hafa nýtt sér þetta ákvæði skattalaganna, ekki síst í því ljósi að eina skilyrði fyrir þessum frá- drætti frá skatti er að tekjur náms- manns á heimilinu séu undir 415 þúsund krónum á ári. Því er ástæða til að ætla að fólk almennt hafi ekki vitneskju um þennan mögu- leika. Samkvænit skattframtali fyrir sl. ár fengu aðeins 1.608 manns þennan frádrátt, en 305 var hafnað. Samtals nam þessi frá- dráttur um 92 milljónum króna og að meðaltali lækkaði skattbyrði þeirra sem um þennan frádrátt sóttu um 57.500 krónur. Samkvæmt upplýsingum skatta- yfirvalda voru 10.600 unglingar fæddir 1973-1977 með tekjur undir 450 þús- und krónur á sl. ári. Persónuafsláttur sem þeir nýttu ekki nam tæplega 2 milljörðum króna. Ljóst er að fáir virðast vita um þennan rétt sinn, þegar innan við 2.000 manns hafa sótt um þennan skatta- afslátt, en 10.600 unglingar voru með tekjur undir 450 þús- und krónum. Ætla má að umtalsverður fjöldi í þessum hópi hafi haft tekjur undir 415 þús- und krónum sem er sú viðmiðun sem notuð er og gefur rétt á skattaafslætti vegna veru- lega útgjalda af menntun barna Allar líkur eru á því, að mati Jóhönnu Sigurð- ardóttur, að þeir sem ekki hafi haft vitneskju um skattaafslátt vegna menntunarkostnaðar barna sinna, eigi rétt á leiðréttingu frá skatta- yfirvöldum. sinna. Ekki er óvarlegt að áætla að hér gæti verið um að ræða 150-200 milljónir sem heimilin í landinu ættu inni hjá skattayfir- völdum. Þar sem skattayfirvöld hafa leið- rétt framtöl allt að 6 ár aftur í tím- ann og hér er um lögvarða kröfu að ræða, er rétt að vekja athygli á þessum rétti fólks ekki síst fyrir láglaunaheimilin í landinu, þar sem allar líkur eru á að þeir sem ekki hafa haft vitneskju um þennan skattafslátt og eiga rétt á honum fái leiðréttingu frá skattayfírvöld- um. Þegar skoðað er hvernig þessar greiðslur fyrir árið 1993 hafa skipst eftir kjördæmum, kemur í ljós að aðeins milli 20-30 manns hafa nýtt sér hann á Vestfjörðum, Norður- landi vestra, Austurlandi og Suður- landi. í Reykjavík voru það 734, á Reykjanesi 538, á Vesturlandi 141 og í Norðurlandskjördæmi eystra 148. Skattaafsláttur vegna skerts gjaldþols Athygli vekur einnig, hve fáir hafa nýtt sér ákvæði 66. og 80. gr. laga um tekju- og eignarskatt. Þar er kveðið á um að skattstjóra sé heimilt að taka til greina um- sókn manns um lækkun eignar- skatts- og tekjuskattsstofns, ef elli- hrörleiki, veikindi, slys eða mann- slát hafi skert gjaldþol manns veru- lega. Sem dæmi má nefna, að einung- is 6 einstaklingar í Reykjavík og Reykjanesi hafa nýtt sér þennan skattaafslátt til lækkunar á eigna- skattsstofni, en enginn í öðrum kjördæmum. Ég er sannfærð um það að að- eins brot af þeim heimilum sem rétt eiga á þessum skattafslætti hafi haft vitneskju um þetta ákvæði skattalaganna, og á það ekki síst við um eldra fólk, með litlar tekjur og fólk með skert gjaldþol vegna veikinda. Því má einnig ætla að fjöldi heimila um land allt ætti rétt á slíkum greiðslum og eigi inni verulegar fjárhæðir hjá skattayfir- völdum, þar sem skattyfirvöld hafa leiðrétt slíkar ívilnanir nokkur ár aftur í tímann frá því réttur skapaðist til slíkra greiðslna. Höfundur er alþingismaður. Jóhanna Sigurðardóttir Kirkjan í nýrri Evrópu VAXANDI fasismi, þjóðernishyggja og vonleysi um framtíðina meðal ungs fólks i Evr- ópu var aðalumræðu- efnið á miðstjórnar- fundi Samkirkjulegu evrópsku æskulýðs- samtakanna, sem hald- inn var á Italíu nú í októberlok. Samkirkju- legu evrópsku æsku- lýðssamtökin (EYCE - Ecumenical Youth Co- uncil of Europe) eru samtök flestra kirkju- legra æskulýðshreyf- inga í Evrópu. Sá er þetta ritar var kjörinn í framkvæmdastjórn samtakanna fyrir ári, en íslenska kirkjan á þar sinn fulltrúa frá Æskulýðssamtök- um kirkjunnar í Reykjavík (ÆSKR). Að þessu sinni sátu fundinn einir 30 fulltrúar frá 18 Evrópulöndum og 15 kirkjudeildum. Umræður gáfu því góða mynd af stöðu mála í Evrópu í dag. Voru allir sammála um, að í stað gleðiöldunnar, sem reis þegar kommúnisminn féll, væri örvæntingin tekin við: Hin auðugu ríki Evrópubandalagsins hefðu reist nýjan múr úr peningum, er hindr- aði ungt fólk úr austri frá að ferð- ast vestur og héldi niðri veikburða lýðræði fyrrum kommúnistaríkj- anna. Þar er austanvert Þýskaland reyndar undantekning, enda sam- einað „stóra bróður“. Atvinnuleysi álfunnar er gríðarlegt, og í austri reynir ungt fólk ekki einu sinni að fá vinnu, það þýðir ekkert hvort eð er. Full af vonleysi er hin unga kynslóð auðvelt fórnar- lamb fasisma, kyn- þáttahaturs og þjóð- ernishyggju, er bendir á óvininn „hinum meg- in“, en honum er allt illt að kenna. Þetta á við bæði i austri og í vestri. Kirkjudeildirnar skipa sér æ oftar í sveit með þessum eða hinum flokknum, kynþættinum eða þjóðinni. Hið samkirkjulega starf eða samvinna kirkjudeildanna á undir högg að sækja. Unga fólkið, sem hittist í sex daga i þorpinu Santa Sevilla norðan við Rómarborg í síðustu viku, full- trúar allra kirkjudeilda í Evrópu, var á einu máli um, að kirkjurnar yrðu að beijast gegn þessari óheilla- jpróun og halda á lofti merki sam- stöðunnar. Þar yrði ungt fólk innan kirknanna að hafa frumkvæðið, ef hinn eldri, „embættislegi" hluti þeirra slægi slöku við. Þetta mætti gera með því að vinna gegn fordóm- um og vantrú gagnvart þeim sem eru „öðruvísi“ í trúarlegu eða efna- hagslegu tilliti ellegar af öðrum Full af vonleysi, segir Þórhallur Heimisson, er hin unga kynslóð auðvelt fórnarlamb fas- isma, kynþáttahaturs og þjóðernishyggju. kynþætti. Grundvallaratriði væri þó að beij- ast fyrir því að fólk um alla álfuna nyti réttlætis og ætti jafna mögu- leika. Það verður að bijóta niður hið nýja járntjald íjármagnsins og gefa öllum von um mannsæmandi líf, frið og frelsi. Fyrir þessu verður kirkjan að beijast, ef hún í raun vill vera boðberi fagnaðarerindisins um Jesúm Krist, hann sem dó á krossi fyrir þau, sem heimurinn krossfestir. Þessi barátta verður að ná til allra þjóða, alls heimsins, og verður að vera markmið allrar kirkjunnar í öllum löndum. Því að ógnin við lýðræðið er raunveruleg, ef fram fer' sem horfir, og enginn getur brúað bilið og slegið á hin andlýð- ræðislegu öfl nema kirkjan. - Ef hún vill. Höfundur er prestur og stundar franihaldsnáni í almennum trúarbragðafræðum við háskóiann í Uppsölum. Þórhallur Heimisson Að ventusöfnun Caritas á Islandi JÓLAHÁTÍÐ 1994 og aðventusöfnun Car- itas á íslandi (hjálpar- stofnun kaþólsku kirkjunnar) stendur fyrir dyrum. Caritas á íslandi hefur ákveðið að styrkja krabbameins- sjúk börn á komandi aðventu. Efnt verður til styrktartónleika Kristkirkju sunnudag- inn 20. nóvember kl. 17 þar sem margir landskunnir listamenn koma fram og gefa vinnu sína. Seld verða jólamerki. Caritas-sunnudagurinn verður 11. desember. Bamahjálp foreldra krabba- meinssjúkra barna urðu til þess að opna umræðu fyrir þeim vanda- málum sem krabbameinssjúk börn og fjölskyldur þeirra standa frammi fyrir þegar verið er að beijast við þennan illvíga sjúkdóm. Um er að ræða erfiða lyfjameð- ferð, ótal blóðgjafir, svæfingar, mergstungur. Otai aukakvillar hijá sjúklinginn meðan á meðferð stendur. Þessu fylgja félagsleg og sálræn vandamál bæði fyrir bamið og aðstandendur þess. Gjörbreyt- Aðventusöfnun Caritas á íslandi er að þessu sinni, segir Sigríður Ingvarsdóttir, til styrktar krabbameins- sjúkum börnum. ing á heimilishögum, áhyggjur og ótti. Illu heilli bætast oft ofan á þetta óbærileg fjárhagsvandamál þessara fjölskyldna. Þessi börn þurfa í flestum tilfellum aðhlynn- ingu foreldra allan sólarhringinn, hvort sem er á sjúkrahúsi eða heima. Til þess að lesendur átti sig á vandanum er hér gefin lýsing á frásögn móður. Hún er tólf ára og býr ein með móður sinni. Þegar barnið veiktist höfðu mæðgurnar búið hérlendis í þijú ár. Foreldrar hennar skildu þegar hún var aðeins níu ára göm- ul. Þegar barnið greindist með krabbamein var móðirin komin í góða vinnu og barninu gekk vel í skóla. Móðirinn hafði lagt fé til hliðar til að fjár- festa í íbúð en það var ekki búið að ganga frá kaupsamningi þegar barnið veiktist. Það var ekki um neitt að velja fyrir móður- ina en að hætta vinnu samstundis og helga sig baminu. í rúmt ár var móðirinn alveg frá launaðri vinnu og litlar bætur komu til. Mæðgurnar voru komnar í alvarleg fjárhagsleg vandræði. Móðirin reyndi allar hugsanlegar leiðir í kerfinu til að finna lausn á fjárhagsvandræðum þeirra. Móðirin sótti skriflega um leiguíbúð á vegum Reykjavíkur- borgar en ekkert gekk. Seinna sótti hún um félagslega eignaríbúð hjá Húsnæðisnefnd Reykjavíkur, en fékk synjun. Þér eruð ein af 719 umsækjendum, sem ekki var unnt að sinna í þetta skipti. Um kaup á hinum fijálsa mark- aði er ekki að ræða, því þeir pen- ingar sem móðirin lagði til hliðar til húskaupa áður en barnið veikt- ist urðu lifibrauð mæðgnanna fyrsta meðferðarárið. Móðirin er byijuð að vinna aftur sem er nauðsynlegt vegna afkomu þeirra en í raun þyrfti móðirin að vera miklu meira með barninu sem ennþá er undir eftirliti á sjúkra- húsi tviswar í viku ásamt lyfjagjöf heima og ennþá hijá barnið fylgik- villar svo sem þreyta, vöðva- og bakverkir og lystarleysi. Barnið sækir nú skóla eins og önnur börn en vegna slappleika þyrfti að sækja það í skólann, koma því heim, gefa því að borða og aðstoða það við námið, en enga hjálp er að fá. Barnið missti allt síðasta skólaárið úr vegna veik- inda og fékk aldrei þá kennslu þó lofað væri að fræðslumálaráð ætti að sjá fyrir heimakennara sem aldrei sást. Mæðgurnar búa nú í leiguíbúð með samning sem rennur út 15. desember nk. Hversu lengi getur einstæð móðir barist með sjúku barni sínu, hjálpað, huggað og stutt ásamt því að vinna fulla vinnu og beijast við kerfið? Aðventusöfnunin í ár er framlag Caritas á íslandi til þessa málefnis. ’ Höfundur er fulltrúiSotheby’s og formaður Caritas á íslandi. Sigríður Ingvarsdóttir Vmninm i haskolaíslands » ■■ ■■ ■■* m V" nenlegasttllmnings í BLAÐINU í gær birtist vinningaskrá Happdröbttis Háskóla íslands en dregið var 10. nóvember. sl. Neðsti hlutinn féll niður og birtist hann hér með. Hlutaðeigandi eru beðnir velvirðingar á mistökunum. Allir miöar þar sem síöustu tveir tölustafirnir í miðanúmerinu eru 38,43 eöa 71 hljóta eftirfarandi vinningsupphæöir: Kr. 2.400 Kr. 12.000 (Tromp) Þessar vinningsfjárhæöir verða greiddar út án kvaðar um endurnýjun. Þaö er möguleiki ó að miði sem hlytur aöra af þessum tveim fjárhæðum hafi einnig hlotiö vinning samkvæmt öörum útdregnum númerum í skránni hér aö framan. Happdrætti Háskóla Íslands, Reykjavík 10. nóvember 1994 JfatgmiWiiWfe - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.