Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994 33 AÐSENDAR GREINAR HR. SIGHVATUR Björgvinsson, heil- brigðis- og trygginga- málaráðherra, hr. Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra. Ég sem hjúkrunar- deildarstjóri á einni af bráðadeildum Borgar- spítalans sé mig nú knúna til að skrifa ykkur og láta í ljós áhyggjur mínar af því hvernig nú er komið fyrir heilbrigðisþjón- ustu okkar íslendinga. í þessu bréfi mun ég því gera grein fyrir hvemig mál þetta horfir við mér sem heilbrigðisstarfsmanni og sem almennum þegn þessa lands. Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum vantar Borgarspítalann yfír 300 milljónir til þess að endar nái saman vegna rekstrar spítalans árin 1993 og 1994. Að auki er í frumvarpi til fjárlaga 1995 gert ráð fyrir enn minnkuðum rekstrar- kostnaði. A fjölmiðlum og ráða- mönnum er helst að skiljast að þetta sé einkamál Borgarspítalans og ríkisvaldsins. Jafnframt er for- svarsmönnum spítalans jafnvel brigslað um óábyrga fjármála- stjómun og bruðl með almannafé. Ég sem deildarstjóri ber hér einnig ábyrgð að hluta til, þar sem deildin mín er komin talsvert fram úr áætluðum rekstrarkostnaði. Fyrir fjármálamenn er þetta e.t.v. einfalt reiknisdæmi þar sem ein- faldlega þarf að sýna meira aðhald og spamað. Að vissu leyti er þetta alveg rétt, við emm augljóslega að eyða um efni fram. Það er staðreyndin þrátt fyrir að við höfum tekið höndum saman og skorið niður kostnað- inn eins og okkur framast er unnt og náð umtalsverðum árangri. Sem dæmi má nefna að öllu við- haldi hefur verið hald- ið í lágmarki, leitað er hagstæðustu til- boða á öllum sviðum, sjúkrarúmum hefur verið lokað um lengri eða skemmri tíma, svo em sjúklingamir út- skrifaðir eins fljótt og framast er unnt. Þetta höfum við reynt að gera á þann hátt að það bitni sem minnst á gæðum þjónustunnar og öryggi sjúklinganna sé ávallt tryggt. Trú- ið mér, þetta hefur verið mikill línudans, því við emm með bráða- vakt að meðaltali annan hvern sól- arhring og hafa sjúklingar þá stundum þurft að liggja í öllum skúmaskotum eins og ættingjar og sjúklingar okkar vita. Við sem störfum hér vitum að fenginni reynslu að það þýðir ekkert að loka hér meim en orðið er, við getum ekki sent frá okkur veikt og ósjálf- bjarga fólk. Þar emm við komin að kjama málsins, vandamálið snýst ekki bara um peninga þetta snýst um fólk. Þetta er ekki einkamál Borg- arspítalans heldur mál allra lands- manna. Við getum ekki, eins og okkur er uppálagt, minnkað rekstr- arkostnaðinn meira án þess að draga vemlega úr þjónustunni og þá verðum við að svara áleitnum siðferðislegum spurningum fýrst. Fyrst ekki verður unnt að sinna Vandamálið snýst ekki bara um peninga, segir Herdís Herberts- dóttir, heldur snýst það um fólk. öllum þeim sem þurfa brýnt á sjúkrahúsvist að halda að mati fagmanna, hvemig eigum við þá að velja úr? Eigum við að fara eftir aldri, lífslíkum, efnahags- stöðu eða hveiju? Þetta hljómar kaldranalegt og er það líka. Ætt- um við t.d. að synja beiðni um inn- lögn fyrir krabbameinssjúkan ein- stakling af því að við vitum að ólíklegt er að hann fái lækningu og sjúkrahúsvist hans verður mjög dýr, þar sem hann þarf á mikilli og sérhæfðri þjónustu að halda? Og það þrátt fyrir að ástæðan fyr- ir skurðaðgerðinni sé sú að leitast er við að bæta líðan og/eða lengja líf. Fjölmargir krabbameinssjúkl- ingar eiga þó góða möguleika á lækningu og vona ég svo sannar- lega að við þurfum ekki að tak- marka innlagnir þeirra. Ættum við þá frekar að synja einstaklingi sem er með gallsteina eða kviðslit, því þeir geti beðið? Þeir hafa þurft og þurfa enn að bíða eftir innlögn vikum eða mánuðum saman. Málið er hins Vegar það að þegar til lengri tima er litið sparast bara ekkert við það að draga svona aðgerðir endalaust á langinn. Fólk er meira og minna frá vinnu og er síðan í mörgum tilfellum orðið svo slæmt þegar loksins kemur að innlögn að aðgerðin verður stærri og fylg- ikvillar fleiri en ella hefði orðið. Sú sjúkrahússlega er þá orðin mun kostnaðarsamari svo ekki sé minnst á kostnað þjóðfélagsins vegna vinnutaps, þjáninga og vanl- íðan þess sjúka. Eigum við kannski að láta sjúkling þjást af stöðugri ógleði með tilheyrandi næringar- leysi og vanlíðan vegna þess að eina lyfið sem verkar er of dýrt? Svona get ég lengi haldið áfram, en ástæðan fyrir rekstrarvanda okkar hér á Borgarspítalanum er einmitt sú að við sinnum öllum þessum vandamálum eftir bestu getu og höfum ekki treyst okkur til þess að fara út í að veita aðeins þriðja flokks þjónustu eins og við neyðumst til að gera, fáum við ekki meira fjármagn í reksturinn. Því fer þó fjarri að hér sé um ein- hveija lúxusþjónustu að ræða, vinnuálag á starfsfólk er á köflum óheyrilegt og biðlistar langir. Þó ég nefni hér í þessu bréfí vandamál Borgarspítalans og mál- efni þeirrar deildar sem ég er ábyrg fyrir, fer þó fjarri að ég sjái ekki að vandamál annarra deilda og stofnana er svipað. Þegar sjúkra- hús landsbyggðarinnar hafa lokað deildum í lengri eða skemmri tíma eykst oftast bara álagið annars staðar í staðinn. Hvert halda menn að þeir sjúklingar fari, sem veikj- ast brátt og þurfa í skurðaðgerð, í sveitarfélagi þar sem skurðstofa er lokuð? Þegar þeir hafa svo náð sér af sínum bráðaveikindum eru þeir oft sendir á sjúkrastofnun i sínu sveitarfélagi með sjúkraflugi eða sjúkrabíl, til þess að rýma fyr- ir öðrum, og það á kostnað þess sem sendir sjúklinginn, þ.e. Borg- arspítalans í fjölmörgum tilfellum. Hér er því oft aðeins um tilflutning á kostnaði að ræða svo ekki sé minnst á óhagræði og öryggisleysi íbúa í viðkomandi sveitarfélagi. Við fínnum líka áþreifanlega fyrir því þegar starfsemi endur- hæfínga- og öldrunarlækninga- deilda er takmörkuð um lengri eða skemmri tíma. Staðreyndin er nefnilega sú að það tekur langan tíma að ná það góðri heilsu eftir skurðaðgerð að þeir séu færir um að sjá um sig sjálfír. Þeir fara þá í endurhæfingu á þessum deildum eftir að bráðaveikindum lýkur. Opið bréf til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og fjármálaráðherra Herdís Herbertsdóttir Þetta hangir því allt á sömu spýt- unni, takmörkun á þjónustu á einu sviði eykur oftast þjónustuna á öðru, því nú þegar hefur víðast verið dregið svo mikið saman í spamaðarskyni að hvert legurými ; *- er orðið svo dýrmætt. Margir geta útskrifast heim með aðstoð frá heilsugæslustöðvum eða sólarhringsþjónustu sem veitt er af sjálfstætt starfandi hjúkranar- fræðingum samkvaémt samningi við Tryggingastofnun ríkisins. Sumir sjúklingar sem hafa fengið krabbamein hafa því miður ekki átt möguleika á lækningu og hafa mikið skerta heilsu. Þeir hafa þó sumir hverjir getað og viljað eyða síðustu ævidögunum heima hjá sér og hefur þeim eingöngu verið það kleift á grundvelli sérhæfðrar sól- arhringsþjónustu áðurnefndra hjúkrunarfræðinga. Mér er kunn- ugt um að þeim samningi hefur nú verið sagt upp. Ég vona svo sannarlega að ætlunin sé þó að halda þessari bráðnauðsynlegu þjónustu áfram og auka hana ef eitthvað er, því ef hún fellur niður verða þeir sem notið hafa þjón- ustunnar að leggjast inn á sjúkra- stofnun í staðinn með stórauknum kostnaði svo ekki sé minnst á mannlega þáttinn. Við sem störf- um í heilbrigðisþjónustunni og þeir sem notið hafa þessarar þjónustu þekkja hversu mikil og sérhæfð sú - - þekking er sem þessir hjúkranar- fræðingar búa yfir og er árangur- inn svo sannarlega eftir því. Ég hef fullan skilning á því að við Islendingar stöndum frammi fyrir þeim vanda að við verðum að skera útgjöld okkar, getum við ekki aukið tekjumar. Þið stjóm- málamenn era því svo sannarlega ekki í öfundsverðri stöðu. Tilgang- ur minn með þessu bréfi er að rökstyðja þá skoðun mína að það er alls ekki hægt að spara meira á sviði heilbrigðisþjónustunnar en orðið er, nema með ófyrirsjáanleg- um afleiðingum fyrir okkur öll sem byggjum þetta land. Bestu kveðjur. Höfundur er fyúkrunardeildurstjóri deild A-4 Borgarspítala. ísland í ESB: Pólitíska hliðin má ekki gleymast VÍÐA ER pottur brotinn í þeirri um- ræðu sem um þessar mundir á sér stað um kosti og galla hugsan- legrar ESB-aðildar ís- lands. Dæmi um þetta er að spumingin um hina pólitísku hlið út á við - um stöðu íslands sem ESB-ríkis í sam- skiptum þjóðanna - virðist nær algerlega hafa gleymst í umræð- unni. Hér er ekki um eitthvert hlutlægt at- riði að ræða sem lagt verður mat á sam- kvæmt reikningsform- úlum eða beinum áhrifum á stöðu tiltekinna þjóðfélagshópa eða at- vinnugreina. Hér er þvert á móti um huglægt atriði að ræða sem erfítt er að henda reiður á með „beinhörðum staðreyndum", en mikilvægt engu að síður. ísland er örríki. Á áram kalda stríðsins, þegar öryggis- og varnarmál tröllriðu dagskrá al- þjóðamála, naut ísland góðs af aðild sinni að NATO í samskiptum sínum við umheiminn. Almennur pólitísk velvilji ýmissa nágranna- ríkja átti sér styrka stoð í sameig- inlegum grandvallarhagsmunum á alþjóðavettvangi og ísland hafði NATO að bakhjarli í samskiptum sínum við umheiminn. Þessi ár eru nú að baki. Ekki svo að skilja að ísland skipti minna máli en áður þegar öryggis- og vamarmál era annars vegar, en á dagskrá milliríkja- samskipta í okkar heimshluta hefur vægi þessa málaflokks dvínað verulega. Efna- hagsleg samskipti ríkja eru ekki lengur nátengd „stórpólitísk- um“ hagsmunum á sviði öryggis- og varn- armála, og t.a.m. á sviði milliríkjavið- skipta hafa deilur vegna ólíkra hagsmuna komið upp á yfírborðið. Milliríkjaverslun og umhverfismál era dæmi um málaflokka sem vega nú sífellt þyngra í samskiptum ríkja. Á þessum sviðum á ísland sér engan bakhjarl í NATO. ísland er einfaldlega „fullvalda" örríki í samskiptum sínum við umheiminn. Með tilliti til fólksfyölda er Lúx- emborg annað dæmi um evrópskt örríki. í samskiptum sínum við umheiminn er Lúxemborg hins vegar annað og meira en örríki, Lúxemborg er hluti af ESB. ESB er stærsti samningsaðili á sviði alþjóðaviðskipta, og kemur í vax- andi mæli fram sameinað t.a.m. á Sem aðildarríki að ESB, segir Gústaf Adolf Skúlason, hefði ísland sambandið að bakhjarli í samskiptum sínum við umheiminn. sviðum umhverfismála, utanríkis- og öryggismála, og hugsanlega á sviði gengismála í náinni framtíð. Flest ef ekki öll ríki veraldar (nema ef vera skyldu Bandaríkin) eiga mikilvægari hagsmuna að gæta gagnvart ESB en sambandið á gagnvart þeim. í samskiptum sín- um við umheiminn hefur Lúxem- borg ESB að bakhjarli og þannig er framkvæmdastjórn ESB t.d. hagsmunagæsluaðili Lúxemborgar á sviði milliríkjaviðskipta. Þetta á við gagnvart öðram ESB-ríkjum jafnt sem ríkjum utan sambands- ins. Lúxemborg er því annað og meira en örríki í samskiptum sínum við umheiminn, Lúxemborg er hluti af ESB. Sem aðildarríki að ESB hefði Island sambandið að bakhjarli í samskiptum sínum við umheiminn, framkvæmdastjórn ESB væri hagsmunagæsluaðili íslands t.d. á Skúlason sviði milliríkjaviðskipta og jafn- framt myndi aðild að ESB án nokk- urs vafa verða til þess að efla tví- hliða samskipti íslands við ýmis önnur ríki sambandsins. í þessu sambandi má nefna nærtæk dæmi á sviði milliríkjaviðskipta. Þannig heimilar GATT-samkomulagið álagningu undirboðstolla og jöfn- unartolla sökum niðurgreiðslna, eftir því sem við á hveiju sinni. GATT-kerfið er hins vegar ekki beinlínis fullkomið réttarkerfí. Samviskusamlegir útreikningar á réttlætanlegri upphæð slíkra tolla geta útheimt mikla vinnu og af reynslunni að dæma virðast ein- ungis fáeinir „stórir" samningsað- ilar GATT beita slíkum refsiað- gerðum í einhverjum mæli, nánar tiltekið Bandaríkin, Kanada og ESB. Hinn pólitíski veraleiki virð- ist vera sá að beiting slíkra að- gerða útheimti talsvert póiitískt boímagn og sterka samningsstöðu á grandvelli mikilvægis heima- markaðar gagnvart því ríki sem tollarnir beinast gegn. Með aðild íslands að ESB myndi fram- kvæmdastjórn ESB sjá um fram- kvæmd slíkrar tollalagningar fyrir hönd íslenskra hagsmunaaðila (þó að oftast myndi sjálfsagt duga athugasemd eða tiltal frá Brussel), og má e.t.v. nefna niðurgreiðslur á skipasmíðar í Póllandi sem hugsanlegt dæmi. Einnig myndi framkvæmdastjórnin standa vörð um íslenska hagsmuni innan ESB, en þannig beindust franskar inn- flutningshindranir á sjávarafurðir í vetur sem leið í mun ríkara mæli að EFTA-ríkjum EES en að ESB-ríkjum. Að sama skapi myndi framkvæmdastjórnin gæta hags- muna annarra ESB-ríkja hérlendis, en íslendingar óttast varla að hlut- laus aðili fylgist með hvort þeir virði reglur þær sem þeir hafa kosið að gangast undir. Milliríkjaviðskipti era einungis eitt dæmi um málaflokk þar sem ESB-aðildin veitir aðildarríkjunum traustan bakhjarl í samskiptum sínum við umheiminn, og ýmis fleiri dæmi mætti nefna. Þannig vega öryggismálin þungt á metun- um í umsóknum þriggja Norður- landa um aðild að ESB, einkum þó Finnlands sem á u.þ.b. 1200 km löng landamæri að Rússlandi. Sem aðildarríki að ESB munu þessi ríki hafa sambandið og önnur að- ildarríki þess að bakhjarli í sam- skiptum sínum við þennan óstöð- uga risa í austri. Islendingar geta haldið áfram að deila um kosti og galla ESB- aðildar á misjafnlega hlutlægum ,v forsendum, en pólitíska hliðin má | ekki gleymast. Samskipti ríkja eru 1 annað og meira en hlutlæg fram- / kvæmd undirritaðra samninga. ' Pólitískur stuðningur erlendra I ríkja er annað og meira en vinsam- leg og uppörvandi orð erlendra þjóðhöfðingja, á leið milli kokteil- boða í opinberam heimsóknum. ■ Vægi þess fyrir örríki á borð við ísland að hafa ESB og aðildarríki þess að bakhjarli í samskiptum sín- um við umheiminn verður ekki metið á hlutlægum kvörðum eða með reikningsformúlum, en þessi pólitíska hlið hugsanlegrar aðildar má þaðan af síður gleymast í ESB- umræðunni á íslandi. Höfundur er M.Sc. í alþjódastjórnmálum og starfaði ni.n. aðgerð ESB-skýrsIu Alþjóðamálastofnunar HÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.