Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ að umrætt uppgjör við Bjöm Önundarson- ar, sbr. ráðuneytisbréf frá 15. desember 1993, sé gert með sérstakri skírskotun til áunninna réttinda samkvæmt kjarasamn- ingum. Staðgreiðslu ekki haldið eftir - I uppgjörum við Björn Önundarson var hvorki haldið eftir staðgreiðslu af launum né dagpeningunum, sem þó sýnist eðlilegt þar sem ekki lá fyrir að skilyrði 6. gr. reglu- gerðar nr. 591/1987 um laun, greiðslur og hlunnindi utan staðgreiðslu væru uppfyllt. Samkvæmt 3. mgr. 6. gr. nefndrar reglu- gerðar er því aðeins heimilt að halda utan staðgreiðslu greiðslum launagreiðanda á ferðakostnaði launamanns á hans vegum, að fyrir liggi í bókhaldi launagreiðanda, sem og hjá launamanni, gögn um tilefni ferðar og fjölda dvalardaga, fjárhæð ferðapeninga eða dagpeninga o.s.frv. Ekkert af þessum gögnum er að finna í bókhaldi ríkissjóðs. Þá er í uppgjörinu ekki gert ráð fyrir öðrum launatengdum gjöldum. Hjá Trygginga- stofnun ríkisins var greiðslan gjaldfærð á árinu 1993 á bókhaldslykil 5910, sem geymir framlög til A-hluta. Um aðrar færsl- ur í bókhaldi Tryggingastofnunar ríkisins vegna þessa uppgjörs er ekki að ræða. Engar færslur er að finna í bókhaldi heil- brigðisráðuneytisins vegna uppgjörsins. Ofangreind bókfærsla á uppgjörinu við Bjöm er aðfinnsluverð. Að mati stofnunar- innar ber að færa þessar greiðslur á árinu 1994 sem laun og dagpeninga í bókhaldi ríkissjóðs. Jafnframt hefði afdráttur opin- berra gjalda átt að eiga sér stað við greiðsl- una í samræmi við reglur skattyfirvalda þar að lútandi. Oviðeigandi verkefni Loks er þess að geta að í 4. tölul. í áður- nefndu bréfí lögmanns Bjöms var frá því greint að Björn væri reiðubúinn til þess að sinna sérverkefnum fyrir ráðuneytið og undirstofnanir þess í samráði við ráðherra og vísaði lögmaðurinn til viðræðna á fund- um með skrifstofustjóra ráðuneytisins, ráð- herra og ráðuneytisstjóra í ráðuneytinu í nóvember 1993. í samræmi við þetta fól ráðherra Birni á fyrri hluta ársins 1994 að taka saman tvær greinargerðir. Önnur fjallaði um skýrslu Ríkisendurskoðunar um greiðslur opinberra aðila o. fl. til lækna á árinu 1992, en hin um sérfræðiþjónustu við landsbyggðina. Fyrir þá fyrrnefndu greiddi ráðuneytið samtals 359.516 krónur, en samkvæmt reikningnum, sem er dags. 20. júní sl., fóru 56 vinnustundir í verkið og var verð hverrar þeirra án virðisauka- skatts 5.300 krónur. Reikningur fyrir þá seinni er að fjárhæð 633.456 krónur (96 vinnustundir á 5.300 krónur hver án vsk.) og mun enn vera ógreiddur. Hér verður hvorki lagt mat á það hvort þörf hafi verið fyrir umræddar greinargerð- ir né hvað eðlilegt sé að greiða fyrir þær. Fram hjá hinu er hins vegar ekki hægt að líta, að eins og á stóð var bæði óeðlilegt og óviðeigandi að fela Birni að annast þessi verkefni. Uppgjör yegna starfsloka Stefáns Olafs Bogasonar Fyrir liggur að Stefáni Bogasyni, aðstoð- artryggingayfirlækni, voru á sama hátt og Bimi Önundarsyni greiddar samtals 1.414.552 krónur „vegna áunninna réttinda samkvæmt kjarasamningi" eins og það er orðað í bréfi Tryggingastofnunar ríkisins, dags. 28. desember 1993. Það var gert með ávísun stílaðri á heilbrigðisráðuneytið, sem það síðan framseldi Stefáni í janúar 1994. Ákvörðun um uppgjör þetta mun hafa verið tekin samkvæmt ábendingum Tryggingastofnunar ríkisins í kjölfar fyrr- greindrar ákvörðunar um uppgjör við Bjöm um að gæta þyrfti samræmis í afgreiðslu þessara mála. Varð niðurstaðan sú að gera upp við Stefán á sama hátt og Björn þó þannig að vegna mun skemmri starfsaldurs skyldi hann fá hlutfallslega lægri greiðslur. í samræmi við þetta fékk hann greidd þriggja mánaða laun svo og dagpeninga vegna 3 mánaða námsleyfis. Eins og áður segir hafði ákæra verið gefin út á hendur Stefáni Bogasyni fyrir skattalagabrot. Því máli lauk fyrir dómstól- um hinn 28. september 1993 með því að brot hans var heimfært undir refsiviðurlög 1. mgr. 107. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- skatt og eignarskatt, þ.e.a.s. sektarrefs- ingu. í samræmi við heimild í 124. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála gekkst Stefán undir það að greiða 1.300.000 kr. í sekt í ríkissjóð. Stefán hafði áður sætt sig í einu og öllu við endurákvörð- un ríkisskattstjóra á opinberum gjöldum. Með bréfi dags. 10. nóvember 1993 sagði Stefán upp störfum frá og með þeim degi með þeim áskilnaði að staðið yrði að fullu við samningsbundin réttindi hans vegna orlofs og annarra leyfa, sem og að tekið yrði tiilit til þess að hann væri í veikinda- leyfi. Með hliðsjón af því, sem hér að framan er rakið um málefni Bjöms Önundarsonar, eiga almennt sömu athugasemdir við um uppgjör vegna starfsloka Stefáns og gerðar eru hér að framan við uppgjör vegna starfs- loka Bjöms Önundarsonar og vísast því til þess sem þar er rakið. Á hinn bóginn má fallast á það mat ráðuneytisins að nauðsyn- legt hafi verið að tryggja ákveðið samræmi og jafnræði með aðilum við umrætt upp- gjör og því hafi ekki þótt stætt á öðru en að afgreiða mál Stefáns með þessum hætti með vísan til þeirrar ákvörðunar, sem þeg- ar lá fyrir um uppgjör við Bjöm. Kostnaður vegna álitsgerðar Hrafnkels Asgeirssonar í áðurnefndri greinargerð félagsmálaráð- herra frá 26. september sl. kemur fram að hann hafi í ágúst 1993 farið fram á það við Hrafnkel Ásgeirsson, lögfræðing, að hann gerði „lögfræðilega athugun á áhrif- um nýlegs hæstaréttardóms á bótarétti í almannatryggingarkerfinu vegna sambúð- arslita, sérstaklega varðandi fordæmisgildi og sönnunarbyrði". Fyrir álitsgerðina var greitt samkvæmt tveim reikningum, sam- tals 345.600 krónur, auk virðisaukaskatts. Það eru að sjálfsögðu ekki efni til þess við hefðbundna fjárhagsendurskoðun að leggja mat á efnistök og gæði aðkeyptra lögfræðiálita af því tagi, sem að framan greinir. Engu að síður þykir með hliðsjón af heimildum stofnunarinnar til þess að kanna meðferð og nýtingu á ríkisfé ekki hjá því komist að setja spurningarmerki við kostnaðinn við umrætt lögfræðiálit í ljósi umfangs þess og eðlis. Samkvæmt reikningunum fóru 108 klukkustundir í umrædda samantekt, sem er þrjár og hálf vélrituð síða, og voru greiddar 3.200 krón- ur auk virðisaukaskatt fyrir hveija klukku- stund. Ekki virðist það hafa verið sérstak- lega kannað hvort löglærðir. starfsmenn ráðuneytisins eða Tryggingastofnunar rík- isins hefðu verið í stakk búnir til þess að gera umrædda athugun. Fátt bendir til annars en að þeir hafi verið fullfærir til þess að annast hana á fullnægjandi hátt. Auk framangreindrar greiðslu voru Hrafnkatli greiddar 75.000 kr. inn á reikn- ing dags. 13. maí sl., vegna athugunar á frumvarpi til breytinga á læknalögum. Álitsgerð þessi liggur enn ekki fyrir og ekki hafa átt sér stað frekari greiðslur vegna hennar. Samkvæmt upplýsingum frá Hrafnkatli er niðurstöðu athugana hans á umræddu frumvarpi að vænta innan tíðar. Verksamningur ráðuneytisins við Steen Johanson Hinn 24. september 1993 gerði heilbrigð- isráðherra verksamning við Steen Johanson um störf að kynningar- og upplýsingamál- um fyrir ráðuneytið frá og með 1. septem- ber 1993 að telja. Verkefni voru ekki frek- ar skilgreind í samningnum, en mælt fyrir um það að verksali starfí í fullu samráði við ráðherra, aðstoðarmann hans, sem og ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra og und- ir stjóm þeirra. Skv. 3. gr. samningsins skyldi greiðsla til verksala nema 225.440 kr. fyrir hvern unninn „dagatalsmánuð“ og væru launa- tengd gjöld meðtalin í þeirri greiðslu. Að auki skyldi greiða verksala orlof, sem næmi uppsöfnuðum orlofsréttindum launþega og miðast við umsamdar greiðslur í samningn- um. Yfírvinna skyldi greiðast samkvæmt reikningi. Greiðslur skyldu inntar af hendi fyrirfram. Virðisaukaskattur var ekki innif- alinn í þóknunum samkvæmt greininni. Skv. 4. gr. samningsins lagði verkkaupi til alla starfsaðstöðu, svo sem síma, skrifstofu og nauðsynlega aðstoð, er tengst gat starf- inu. Ferðakostnaður og dagpeningar skyldu greiðast eins og þeir eru hveiju sinni sam- kvæmt starfsréttindum BSRB. Loks var í 5. gr. kveðið á um það að samningurinn væri uppsegjanlegur af beggja hálfu með 3 mánaða fyrirvara. í greinargerð félagsmálaráðherra segir svo orðrétt um samning þennan: „Ráðning þess einstaklings, sem hlut átti að máli, byggðist á reynslu sem ég hafði af störfum hans, þegar hann ásamt fleirum stóð að undirbúningi sýningar fyrir Hafnarijarðarbæ um þjónustu og atvinnu í Hafnarfírði, sem nefndist VOR ’93 og var haldin í Kaplakrika í maí 1993. Reynsla mín af þessum störfum hans gerði það að verkum að ég óskaði eftir liðsinni hans við upplýsinga- og kynningarstörf í heilbrigðis- ráðuneytinu haustið 1993. Starf af þessum toga er ekki óþekkt í öðrum ráðuneytum og ég taldi brýnt að reyna að stuðla að bættum boðskiptum innan heilbrigðiskerfís- ins og einnig ekki síður frá þjónustuaðilum í kerfinu til hinna sem þjónustunnar eiga að njóta. í meðfylgjandi yfírlýsingu er getið um starfskjör hans. Vel má vera að ábendingar um of háar greiðslur fyrir þessa vinnu eigi við rök að styðjast. Mörg slík álitaefni eru uppi frá einum tíma til annars í stjórnkerf- inu. Hins vegar var við það miðað að um tímabundið verkefni væri að ræða, sem lyki fyrirvaralaust, en ekki um framtíðar- starf. Viðkomandi einstaklingur lauk störf- um fyrirvaralaust í heilbrigðisráðuneyti í kjölfar ráðherraskipta í sumar.“ Þrátt fyrir nafn sitt líkist umræddur samningur að mati Ríkisendurskoðunar um margt vinnusamningi. T.d. er kveðið á um það að verksali starfi undir stjórn ráðuneyt- isstjóra og skrifstofustjóra, mælt er fyrir um orlofsrétt verksala til handa, inna skal greiðslur af hendi fyrirfram auk þess sem báðum aðilum er áskilinn 3ja mánaða upp- sagnarfrestur eins og títt er um í vinnu- samningnum. Loks leggur verkkaupi til alla starfsaðstöðu fyrir verksala. í sjálfu sér er heimild ráðuneytisins til þess að gera hvort heldur er vinnusamn- inga eða verksamninga ekki dregin í efa svo framarlega sem nauðsynlegar stöðu- og fjárheimildir eru til staðar hveiju sinni. Á hinn bóginn verður að gjalda varhug við því að nota verksamningsformið í tilvikum þar sem eðlilegra sýnist að gera fremur vinnusamning. Markmiðið með slíku virðist fyrst og fremst að sneiða hjá launakerfí ríkisins í því skyni að öðlast meira svigrúm til samninga um þóknun fyrir vinnu. Hætt er við að ef samningar af þessu tagi ryðja sér rúm í auknum mæli muni launakerfí ríkissjóðs koma til með að skaðast sem trúverðugt og heilsteypt kerfi, er tryggi bæði nauðsynlegt samræmi og jafnræði með launþegum ríkisins. Að auki mun gildi þess við eftirlit með launagreiðslum og þóknunum, sem og við upplýsingasöfnun og upplýsingagjöf, rýrna. LAUSNARBEWNI FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA HÉR á eftir fylgir í heild bréf Guðmundar Árna Stefánssonar, félagsmálaráðherra, til forsætis- ráðherra, þar sem hann óskar eftir lausn frá störfum: Fulljóst má vera að ég og mín störf sem félagsmála- ráðherra hafa ekki fengið hlutlæga né eðlilega umfjöllun á opinberum vettvangi í síðustu vik- ur og mánuði. Ástæður þessa má rekja til ásakana sem ég mig hafa verið bomar vegna starfa minna sem heilbrigðisráðherra frá í júní 1993 til júní 1994. Þær eru lang- flestar úr lausu lofti gripnar, sum- ar algjörlega ósannar og aðrar eiga ekki við rök að styðjast. Ég hefí gert glögga og ítarlega grein fyrir öllum málavöxtum og komið því á framfæri opinberlega með sérstakri greinargerð því sem sannast er og réttast í þeim málum öllum. Til að taka af öll tvímæli óskaði ég síðan eftir sérstakri könnun Ríkisendurskoðunar, þar sem var „sérstaklega óskað eftir því að komist verði að niðurstöðu um hvort embættisfærsla hans sé í samræmi við viðurkenndar stjómsýslureglur og venjur“. Það er eftirtektarvert að á með- an vinnslu skýrslunnar stóð hélt áfram hin rætna áróðursherferð á hendur mér, án þess að nokkur ný efnisatriði gæfu tilefni til þess. Endurskoðunarskýrsla Ríkis- endurskoðunar er nú komin út. Með ósk minni um hana og birt- ingu hennar hefí ég gengið lengra en nokkur annar ráðherra fyrr og síðar í tilraun til að upplýsa og varpa ljósi á það sem satt er og rétt. Mætti það vera öðrum til eftirbreytni. Skýrslan staðfestir að embætt- isfærsla mín í heilbrigðisráðuneyti var fullkomlega í samræmi við viðurkenndar stjórnsýslureglur og venjur. Eðli málsins samkvæmt kemur Ríkisendurskoðun fram með venjubundnar ábendingar, eins og þekkt er við svipaða stjórn- sýsluúttekt hjá ráðuneytum eða stofnunum ríkisins, sem stofnunin gerir reglulega, en er þá um að ræða skýrslur sem ekki hafa kom- ið til opinberrar birtingar fram að þessu. í raun er það eitt mál sem Ríkis- endurskoðun gerir athugasemdir við. Það eru starfslok trygginga- yfírlæknis. Þar er þó langt í frá um einfalt úrlausnarefni að ræða og undirritaður Iýsir sig ósammála niðurstöðum stofnunarinnar í því máli. Meginatriði þess máls var að viðkomandi einstaklingur léti af störfum þannig að stofnunin féngi starfsfrið. Það gekk eftir. Ekki var markmiðið í sjálfu sér hvaða leið yrði valin til að ná fram þeirri niðurstöðu. Varðandi upp- gjör áunninna réttinda, s.s. náms- leyfa, þá eru fjölmargar hliðstæð- ur fyrir því eins og nýlegar fréttir hafa borið með sér. Um þau atriði má þó deila. Almennt er því ekkert í skýrslu þessari sem kallar fram hugsan- lega afsögn mína, eins og látið hefur verið í veðri vaka í opin- berri umræðu upp á síðkastið. Þvert á móti staðfestir hún í öllum meginatriðum þau viðhorf og þær upplýsingar sem ég hefi látið frá mér fara. Hin opinbera umræða hefur hins vegar ekki snúist um málefni eða efnisatriði, heldur verið með blæ upphrópana og ósannra full- yrðinga, óháð málavöxtum. Ég geri mér ljóst að sú óvandaða, óeðlilega og einlita umræða mun að óbreyttu halda áfram hvað sem efnisatriðum líður. Skýrsla Ríkis- endurskoðunar, þrátt fyrir afdrátt- arlausa staðfestingu þar á því að stjórnsýsla mín hafí verið í sam- ræmi við viðurkenndar stjórn- sýslureglur og venjur, mun að mínu áliti því miður engu breyta þar um. Ljóst er að við slíkar aðstæður hafa og munu mín mikilvægu störf, sem mér hefur verið trúað fyrir í félagsmálaráðuneytinu, ekki njóta sannmælis og hugsanlega skaðast. Jafnframt er ljóst að Al- þýðuflokkurinn hefur á sama hátt ekki hlotið sanngjarna umfjöllun. Það sama gildir að hluta um ríkis- stjórnina. Með vísan til þess óska ég því eftir lausn frá störfum félagsmála- ráðherra í ráðuneyti Davíðs Odds- sonar. Virðingafyllst, Guðmundur Árni Stefánsson, félagsmálaráðherra. SVAR- BRÉF FORSÆTIS- RÁÐ- HERRA HÉR fer á eftir svarbréf for- sætisráðherra Davíðs Oddssonar við lausnarbeiðni Guðmundar Áma Stefánssonar, félagsmála- ráðherra: Guðmundur Árni Stefánsson. Ég hef móttekið bréf þitt, dag- sett í dag, þar sem þú biðst lausn- ar frá embætti félagsmálaráðherra í ríkisstjórn minni. Mér þykir mjög miður að til þessa hafí þurft að koma, en hlýt að fallast á þau rök og þau sjónarmið sem þú færir fram fyrir lausnarbeiðni þinni. Ég mun því leggja til við forseta ís- lands að fallist verði á lausnar- beiðni þína á fundi ríkisráðs laug- ardaginn 12. nóvember nk. Ég færi þér þakkir fyrir þín störf í ráðuneytinu og samstarf við mig og óska þér alls hins besta í framtíðinni. Virðingarfyllst, Davíð Oddsson, forsætisráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.