Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ SVAFA JÓHANNSDÓTTIR + Svafa Jóhanns- dóttir var fædd á Höfn í Hornafirði 24. september 1924. Hún lést í Skjói- garði 6. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Ingibjörg Pálsdóttir og Jóhann Pálsson. Bræður Svöfu eru Gunnar Páll og Ósk- ar Guðjón. Svafa giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Magnúsi Ásgeiri Lárussyni á Svína- felli, 29. nóvember 1951 og þar bjuggu þau síðan. Börn Svöfu og Magnúsar eru: Guðbjörg, fædd 1948, býr á Hofi, á fimm börn; Sigríður, fædd 1949, býr á Svínafelli í Nesjum, á fjögur börn; Auður Lóa, fædd 1953, býr á Höfn, á tvær dætur; Inga Ragnheiður, fædd 1954, býr á Svínafelli í Öræfum, á eina dóttur; Hrefna, fædd 1956, býr á Höfn, á tvo syni; Erna, fædd 1956, dáin 1958; Óskar Kristinn, fæddur 1961, dáinn 1970. Einnig ólu þau Svafa og Magnús upp dæt- rasynina Ásgeir Björnsson og Magnús Örn Sölvason. Útför Svöfu fer fram frá Hofskirkju í dag. Lðng þó sjúkdómsleiðin verður, lífið hvergi vægði þér, þrautir magnast, þijóta kraftar, þungt og sárt hvert sporið er. Honum treystu, hjálpin kemur, hann af raunum sigur ber. Drottinn elskar, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Kr. Pétursson) MIG langar í fáum orðum að minn- ast ástkærrar móður, ömmu og tengdamóður sem nú er horfin frá okkur. Hver hefði trúað því á vor- dögum að hún væri horfin okkur í byijun vetrar? Mamma var alveg sérstök kona og gleymist aldrei þeim sem henni kynntust. Hún var fyrst og fremst mikil og góð húsmóðir. Heimili hennar var alltaf mannmargt og því voru hvíldarstundimar ekki allt- af margar. Hún saumaði og pijón- aði öll föt á okkur systur og á marga aðra. Meðan ár á Skeið- arársandi voru óbrú- aðar var pabbi oft bjargvættur margra er um sandinn fóru. Þá var oft mannmargt við eldhúsborðið hennar mömmu því að oft voru menn svangir eftir erfiðar ferðir yfir vötn og sanda. Ég veit að margir minnast þeirr- ar góðu móttöku og hlýju sem mamma sýndi öllum þeim sem á hennar heimili konu. Margs er að minnast á kveðju- stund sem orð ei geta tjáð. Síðustu vikur dvaldist mamma í Skjólgarði. Á starfsfólkið þar þakk- ir skilið fyrir góða umönnun og hlýju sem það sýndi henni í veikind- um hennar. Við kveðjum ástkæra móður og þökkum henni allar góðu stundirn- ar. Elsku pabbi, guð blessi þig og styrki nú og ævinlega. Sigríður og fjölskylda. Við kveðjum hinstu kveðju ást- kæra systur, mágkonu og frænku, Svöfu Jóhannsdóttur, Svínafelli í Öræfum. Samskipti fjölskyldna okkar hafa ætíð verið mikil og góð. Við og fjöl- skyldur okkar höfum notið þeirra forréttinda að fá að kynnast Svöfu og dvelja hjá henni og Magga í þeirra fögru sveit, Öræfunum. Sum- ar eftir sumar, ár eftir ár hefur heimili þeirra staðið okkur opið til dvalar um lengri eða skemmri tíma. Það verður erfitt að sjá sæti hennar autt, þar sem hún var alltaf til staðar. En þetta er leiðin okkar allra. Minningamar eru margar og þær varðveitum við með okkur. Elsku Maggi, dætur og ástvinir all- ir. Missir ykkar er mikill. Megi al- góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Þótt vér hljótum hér að kveðja hjartans vini kærstu þrátt, indæl von sú oss má gleðja, aftur heilsum vér þeim brátt. (Þýð. Helgi Hálfdánarson). Gunnar, Jóhanna, Rögnvaldur, Jónína, Steinþór og fjölskyldur. + Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna fráfalls móður okkar, MARÍU BRIEM. Eggert Briem, Magnús Briem, Ingibjörg Briem, Ragna Briem. Innilegar þakkir til allra, er sýndu okkur samúð við fráfall og útför ÓLAFÍU ÞÓRÐARDÓTTUR, Hæðargarði 29, Reykjavík. Jón Júlíus Sigurðsson, Halldóra Bergljót Jónsdóttir, Ágúst Hilmar Þorbjörnsson, Guðrún Júlía Jónsdóttir, Sigurður Grétar Ragnarsson, Þórður Jónsson, Stefanía Gerður Jónsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Þór Indriðason, Sigríður Ragna Jónsdóttir, Auðunn Atlason og barnabörn. MINNIIVIGAR Sumardagur í Svínafelli. Bölta- fólkið var að snúa austur á nýja túni. Vestur hlaðið á nágrannabæj- unum rölti lítill strákur með hrífuna á öxlinni. Honum hafði verið leyft að fara heim til að leggja sig því hann var eitthvað lasinn. Ég vildi að ég væri kominn til mömmu, kjökraði hann við sjálfan sig. Af hveiju var hún að senda mig í sveit. En hjálpin var nærri. Heima á Bölta beið hans önnur mamma. Svafa hafði eignast sex dætur og kunni að þerra tár af vanga. Hún fór með hann í eldhúsið og gaf honum mjólkurglas og brauðsneið. Svo leiddi hún hann vestur í vinnu- mannaherbergið, hélt utan um hann þar til hann hætti að gráta og breiddi svo ofan á hann. Þetta var mín fyrsta skýra minn- ing um Svöfu Jóhannsdóttur og sú dýrmætasta. En margar góðar minningar hafa bæst í safnið og seinni helming þeirra eigum við Dröfn og börnin okkar saman frá heimsóknum að Svínafelli. Svafa Jóhannsdóttir var fædd 15. september 1924 á Höfn í Horna- firði og þar lést hún eftir erfiða sjúkdómslegu 6. nóvember síðast- liðinn. Þriggja ára gömul fluttist hún að Hofi í Öræfum með foreldr- um sínum, Ingibjörgu Pálsdóttur og Jóhanni Pálssyni. Árið 1950 fluttist hún síðan að Bölta í Svína- felli með eiginmanni sínum, Magn- úsi Lárussyni, eftir að þau höfðu búið um stutta hríð með foreldrum hennar á Hofi. í Svínafelli hófu þau Magnús búskap með foreldrum hans, Ingunni Björnsdóttur og Lár- usi Magnússyni, sem síðan voru á heimilinu til æviloka, ef frá eru talin síðustu ár Ingunnar er hún dvaldi á Höfn. Á Hofí höfðu Magn- úsi og Svöfu fæðst dæturnar Guð- björg og Sigríður og í Svínafelli bættust í hópinií Auður, Ragnheið- ur, Hrefna, Ema og Óskar. Ema og Óskar létust á barnsaldri. Það var bammargt á Böltanum því þegar við kaupstaðarkrakkamir vorum mætt til leiks á vorin og með vom talin böm gesta í sumar- leyfi gat talan komist í tíu. Nú em bráðum flömtíu ár síðan ég kom fyrst að Svínafelli og hef komið þar flest ár síðan. En aldrei hef ég komið án þess að finna börn hjá Svöfu, eitt eða fleiri, því þegar dætur Svöfu og Magnúsar uxu úr grasi, dvöldu dætrabörnin oft hjá ömmu sinni og afa um lengri eða skemmri tíma og eitt þeirra, Ásgeir Björnsson, ólst þar upp. Öllum bömum, sem hjá henni dvöldust, gekk Svafa í móðurstað. Hún vakti yfir velferð þeirra og veitti það traust og öryggi sem bamssálin þarfnaðist, en um leið kom hún fram við þau af virðingu og virti sjálfstæði þeirra. Þess vegna leið börnum og unglingum vel hjá henni. Svo var hún líka skemmtileg og fljót að sjá spaugi- legu hliðina á hlutunum og það gat verið glatt á hjalla á kvöldin þegar verkunum var lokið. En verkalok vom seint. Um miðja öldina var ekki margt þæginda á íslenskum sveitaheimilum. Vélvæð- ing útiverkanna var rétt að byija og innan húss byggðist allt á hand- aflinu. Á bæjunum í Svínafelli var einungis rafmagn til ljósa og þveg- ið var í bæjarlækjunum. Það var því ekki fyrir aukvisa að ala upp stóran barnahóp og reka mann- margt heimili. Til allra þeirra verka var Svafa svo afkastamikil að enn hef ég ekki skilið hvemig hún kom því öllu frá sér. Og hún hafði líka tíma til að hlaupa út og grípa hríf- una þegar heyjað var á túnunum heima við bæinn. Okkur krökkunum þótti það gott því hún rakaði, sneri og drýldi á við okkur öll. Með samvinnu bæjanna í Svína- felli voru á nokkrum árum stigin stór skref til að auðvelda lífsbarátt- una. Með byggingu rafstöðvar opn- uðust möguleikar til að auðvelda og bæta daglega lífíð. Gamla Sóló- eldavélin hvarf úr eldhúsinu og inn kom ný frá Rafha. Það var byggt frystihús til að geyma matarforð- ann og súrtunnunum var fækkað. GUÐMUNDUR ÞOR- ARINN BJÖRNSSON + Guðmundur Þ. Björnsson var fæddur á Gijótnesi á Melrakkasléttu 2. apríl 1903. Hann lést á Sjúkrahúsi Húsa- víkur 3. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Aðalbjörg Pálsdóttir Ijósmóðir og húsfreyja og Björn Stefán Guð- mundsson bóndi á Gijótnesi. Guð- mundur var næ- stelstur 5 systkina. Elsfr var Jóhanna, fædd 3. júlí 1901, en hún lést í janúar á þessu ári. Yngri eru Gunnar Páll, fæddur 30. janúar 1905, búsettur á Raufarhöfn, Baldur, fæddur 11. september 1907, hann lést 1980, og Borg- þór, fæddur 5. apríl 1910, bú- settur £ Kópavogi. Guðmundur var lærður trésmiður og starf- aði við smíðar alla sína ævi. Hann var búsettur á Raufarhöfn ásamt Gunnári bróður sinum. Guðmundur var ókvæntur og barn- laus. Útför hans fer fram frá Snarta- staðarkirkju í dag. Sérfræðingar í l>lóm;isLr<>\ liii“iim vii) öll lirLilirri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 GUÐMUNDUR frændi okkar er látinn, 91 árs að aldri. Hann var fæddur og alinn upp á Gijótnesi, ásamt górum systkinum, þar sem rekinn var mynd- arlegur búskapur, iðn- aður og skóli. Það va_r tvíbýli á Gijótnesi. Á hinum bænum bjuggu hjónin Bjöm Sigurðsson smiður og bóndi og Vil- borg Guðmundsdóttir, föðursystir Guðmundar ásamt bömum sínum 11. Auk þessara 16 bama á Gijót- nesbæjum voru þar oft fósturbörn ásamt ýmsum fleirum sem þar voru til heimilis um Iengri eða skemmri tíma. Það vöru góð efni og aðbúnað- ur á Gijótnesi og ólust bömin upp við gott atlæti. Guðmundur lærði ungur trésmíð- ar heima á Gijótnesi hjá Birni Sig- urðssyni. Hann fór þó einn vetur til Reykjavíkur þar sem hann fékk bóklega kennslu s.s. teiknun og lauk þaðan sveinsprófi í húsgagnasmíði. Fyrstu árin að námi loknu vann hann við smíðar heima á Gijótnesi með.Bimi lærimeistara sínum. Þeir smíðuðu m.a. spuriavélar sem notað- ar vom við heimilisiðnað í sveitinni, þar á meðal á Gijótnesi. Síðar starfaði Guðmundur við smíðar á Sæbergi á verkstæði sem hann rak ásamt Óskari Sigurðssyni og á trésmíðaverkstæði Kaupfélags Norður-Þingeyinga á Kópaskeri. Eftir að Guðmundur flutti til Rauf- arhafnar vann hann á eigin verk- stæði þar. Og smám saman vélvæddist heimil- ishaldið innanhúss eins og bústörfin utanhúss. En það breytti því ekki að alltaf var Svafa að vinna, því ef um hægðist á einu sviði beitti hún sér enn meir á öðm. Kúnum var til dæmis fjölgað og farið að selja mjólk þegar bættar samgöng- ur leyfðu og Svafa sá til þess að mjólkin frá henni fór í besta fiokk. Svafa fylgdist vel með öllu sínu fólki. Þegar dæturnar dreifðust um sýsluna og eignuðust börn og buru, hélt hún nánu sambandi við þær. Hún fylgdist með dætrabömunum og það var sama hvort þau vom til sjós frá Höfn eða Eyjum, í vinnu austur á Egilsstöðum eða í skóla í Reykjavík. Svafa hafði vakandi auga með þeim og þau komu við hjá henni og Magnúsi þegar þau fóru hjá garði. Og þessi umhyggja náði til ættingjanna allra. Hún hafði reglulega samband við foreldra mína til að spyija fregna af þeim og okkur systkinunum. Veturinn 1986-87 fór ég reglu- lega um hlaðið í Svínafelli á kosn- ingaferðum um Austurland. Eins og áður var gott að koma til Svöfu og ef mig bar svo seint að garði að heimilisfólkið væri farið að sofa, var alltaf kaffi á könnunni og smurt brauð á diski á eldhúsborðinu, alveg eins og í gamla daga. Og uppbúið rúm í vinnumannaherberginu. Að leiðarlokum þakka ég þá ást- úð og umhyggju, sem Svafa sýndi mér og fjölskyldu minni alla tíð. Ég þakka fyrir æskuárin undir vemdarvæng Svöfu og Magnúsar og fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast lífi og landi móðurættar minnar í Svínafelli. Við Dröfn sendum samúðar- kveðjur okkar, Ólafar og Einars litla, foreldra minna og systkina yfir hafið til Magnúsar frænda, systranna á Böltanum, fjölskyldna þeirra og annarra ættingja og vina Svöfu og biðjum Guð að blessa þau. Guðmundur Einarsson, Genf, Sviss. Eftir lát foreldra sinna tóku þeir Gijótnesbræður, Baldur, Gunnar og Guðmundur, við búrekstrinum og var Guðmundur þá gjaman heima við bústörf á sumrin en var frekar í burtu við smíðar á vetmm. Það er sumarfagurt á Gijótnesi, í birtunni við sjóinn þar sem fuglalíf- ið er engu líkt. Slíkur staður á sterk ítök í þeim sem þar alast upp, enda hafa þeir bræður haldið áfram að koma í Gijótnes á hveiju vori til að hugsa um æðarvarpið þótt þeir hafi búið á Raufarhöfn í tæp 30 ár. Það var árið 1965 sem Gijótnes- bræður bmgðu búi. Guðmundur, Baldur og Gunnar ásamt Huldu Þorsteinsdóttur, konu Gunnars, fluttu austur á Raufarhöfn og reistu sér stórt og myndarlegt hús. Að sjálfsögðu átti smiðurinn Guðmund- ur veg og vanda af því verki. Og þar heima hélt hann áfram við iðju sína fram á ævikvöldið. Guðmundur var einstakt prúð- menni, hógvær og látlaus í fram- komu og afar bamgóður. Hann var trygglyndur og ávallt hægt að treysta á hann til hjálpar. Hann taldi það ekki eftir sér að hendast út um allir sveitir til að aðstoða við húsbyggingar eða innréttingasmíði. Þau fmnast víða verkin stór og smá sem bera vandvirkum og ósérhlífn- um höndum meistarans fagurt vitni. Eftir lát Huldu, og síðar Baldurs, bjó Guðmundur ásamt Gunnari bróður sínum í húsi þeirra á Raufar- höfn. Hann var ákaflega heilsu- hraustur og raunar yngri en árin sögðu. Heymin var þó farin að gefa sig og minninu tekið að hraka í seinni tíð. Nú í vetrarbyijun varð frændi fyrir því að detta og lær- brotna. Það leiddi til sjúkrahúsvistar og skurðaðgerðar, en í kjölfar þessa fékk hann lungnabólgu og lést eftir stutt veikindi. Við viljum votta bræðrunum Gunnari Páli og Borgþóri samúð okkar. Blessuð sé minning Guð- mundar Þ. Björnssonar. Aðalbjörg Hólmsteinsdóttir, Jóhanna Björnsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.